Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 15
Smábátarnir Ein er sú tegund útgerðar sem ekki hefur sjálfskrafa getað gengið í Fiskveiðasjóð eða aðra opinbera sjóði og yfirskuldsett sig með veðum í óveiddum fiski. Þetta eru bátar undir tíu tonnum sem veiða með kyrrstæðum veiðarfærum. Þessir bátar koma með fisk að landi, allt frá nokkurra klukkustunda gömlum og upp í tveggja daga gamlan físk. Fyrir þennan fisk fæst yfirleitt besta verð. Tilkostnaður þessara báta við veiðarnar fyrir þjóðfélagið er í lág- marki. Hjá krókaleyfisbátunum er veiðunum stjórnað með banndögum og veður og fískgengd á grunnslóð ræður róðrum og hætta á umhverfis- spjöllum á hafsbotni eru engin. Verð krókaleyfisbáta hefur ekki hækkað umfram verðbólgu og getur hver sem er keypt slíkan bát notaðan þótt bann hafi verið sett á nýsmíði um- fram úreldingu. Með tiikomu EES- samningsins mun þörfin á nokkurra klukkustunda nýveiddum fiski auk- ast. Reiknimeistarar kvótakerfísins hafa reiknað það út að brýn nauðsyn sé fyrir þjóðfélagið að koma króka- leyfisbátunum inn í kvótakerfið. Samt segja þeir að bátarnir muni fá að veiða því sem næst sama magn og áður. Tii hvers þarf þá kvóta á þessa báta? Vilja ekki reiknimeistar- amir gjöra svo vel og birta þann kvóta sem hver og einn á að fá sam- kvæmt tillögum „Tvíhöfða". Eða er það kannski trúaratriði eftir fjárfest- ingarræði og mistök undanfarinna ára að fínna blóraböggul. Ef settur verður kvóti á alla smábáta mun það MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1993 & óneitanlega þýða það að smábátaút- gerð mun dragast saman eða leggj- ast af, enda er það eini tilgangurinn með tillögum Tvíhöfðanefndarinnar svokölluðu. Verður það framtíðin i að örfáir aðilar og bæjarsjóðir með aðstoð út- lendinga eigi allan óveiddan fisk í sjónum. Sjómenn verða síðan skikk- aðir til að veiða þennan fisk á afar kostum éins og ánauðugir þrælar? Ein skýring stærðfræðinga kvóta- kerfísins á nauðsyn þess að taka smábátaútgerðina af, er sú að verið sé að veiða físk sem kvótakerfið á. Þessi staðhæfing stenst ekki þar sem togaraflotinn var nánast á frjálsri sókn á síðastliðnu ári og náði samt ekki að veiða sinn útreiknaða kvóta heldur varð að fá aðstoð annarra til þess. Hagnr þjóðfélagsins Við endurskoðun laga um stjórnun fiskveiða sem ber að gera samkvæmt núgildandi lögum, verður að hafa heildarhagsmuni þjóðfélagsins að leiðarljósi. Auðvelt er að ná hámarks- gæðum físks með því að veiða hann á línu, handfæri eða gildrur og koma ekki með hann að landi eldri en tveggja daga gamlan, geyma hann í ís og láta kaupendur meta gæðin. Ef arðsemi slikrar útgerðar fyrir þjóðfélagið með tilliti til atvinnu og skuldsetningar sýnir hagkvæmni umfram aðra útgerðarþætti, þá ber framar að auka hlut slíkrar útgerðar í stað þess að leggja hana af. Smábátaútgerð fellur ekki inn í það útgerðarmynstur sem kvótakerf- ið býður upp á heldur hefur reynslan sýnt að stórútgerðirnar hafa ein- göngu keypt smábáta til þess að hirða af þeim kvótann og brenna síðan, ekki til þess að gera þá út. Stórútgerðirnar hafa mér vitan- lega ekki keypt einn einasta króka- leyfísbát til útgerðar, þrátt fyrir allt tal um fijálsa sókn slíkra báta. Þarf þó enginn að efast um getu þeirra til slíkra kaupa, þar sem flestir þess- ara báta ganga á verðbilinu 1-10 milljónir og er fjöldi þeirra falur. Eigendur krókaleyfísbáta róa flestir á þeim sjálfir og þannig háfa dæmin gengið upp. Stærðfræðingar kvótakerfisins hafa reiknað út kvóta sem þeir segja að brýna nauðsyn beri til að úthluta krókaleyfisbátum og koma þeim þannig inn í kvótakerf- ið. Þeir gera ekki út með hjálp opin- berra sjóða, heldur upp úr eigin veski. Þeir upplýsa þó ekki hvað hver og einn fær.í kvóta. Kvótinn verði að- eins seldur á milli smábáta. Sá sem þessar línur ritar efast ekki um það eitt augnablik að um leið og slíkur kvóti verður kominn á, munu ríkistryggðar bæjarútgerðir, kannski með aðstoð útlendinga hefja kapphlaup um slíkan kvóta. Síðan myndu stærðfræðingar og meistara- kokkur yfírskuldsettrar stórútgerðar og kvótakerfís hefja söng um að slík- ur útgerðarmáti gangi ekki. Nauð- synlegt sé að setja siíka kvóta á markað fyrir alla svo þeir geti keypt hann og fært yfír á togara, eða látið aðra veiða hann fyrir sig með afar- kostum eins og þræla. Þar með væri þeim þætti íslenskr- ar útgerðarsögu, þar sem skuldir útgerðar væru ekki sjálfkrafa á ábyrgð ríkisins lokið. Höfundur er sjómaður. 1_ Póstsendum samdægurs oppskórinn VELTUSUNDI • SÍMI: Stærðir: 36-41. Litur: Svartur. *N. VW Golf sýnir ekki sínar sterkustu hliðar - nema í neyð! Volkswagen Golf er hannaður eftir sérstökum öryggiskröfum Volkswagen-verksmiSjanna sem eru strangari en (oær kröfur sem bundnar eru í lög. Burðarvirkið, sérstakir styrktarbitar í hurðum, hönnun mælaborðs og stýrishjóls - allt stuðlar þetta að því að gera Volkswagen Golf að einhverjum öruggasta fólksbíl sem framleiddur er. í nýlegu órekstrarprófi hins virta tímarits AUTO MOTOR UND SPORT reyndist Golfinn sterkastur í sínum flokki. Krafturinn er líka ó sínum stað, aksturseiginleikarnir eru einstakir og mikið innra rými gerir Golfinn að fróbærum fjölskyldubíl. Hann er því vel að titlinum „Bíll órsins í Evrópu 1992" kominn. Nýr Golf kostar frá kr. 1.120.000. GóÖ ending og hátt endursölu- verð gera Volkswagen Golf aö vœnlegri fjárfestingu. Veldu VW Golf - það er sterkur leikurl Volkswagen GOLF IHl .L HEKIA VERND . . __ _ UMHVERFIS- V|S / OISQH VI|AH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.