Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 56
Hugmynd að bjóða stálverksmiðjuna 411 leigu án gjalds Iðnþróunarsjóður vill reyna sölu í 3 mánuði og selja svo til niðurrifs ÁGREININGUR er kominn upp á milli eigenda stálverksmiðjunnar í Hafnarfirði, Búnaðarbankans og Iðnþróunarsjóðs, um til hvaða ráðstafana skuli grípa varðandi verksmiðjuna en mjög litlar líkur eru nú taldar á að takist að selja hana til áframhaldandi reksturs. Hugmyndir hafa verið mótaðar um að auglýsa rekstur verksmiðjunn- ar til leigu endurgjaldslaust, þar sem leigutaki myndi þurfa að greiða stofnkostnað sem talinn er nema 50-60 millj. kr. Vill Búnaðar- bankinn reyna þessa leið en stjórn Iðnþróunarsjóðs hefur nú fallið frá þessum hugmyndum, skv. upplýsingum Jakobs Ármannssonar, hjá Búnaðarbankanum. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Litla og stóra ÖRN Einarsson með risa- gúrkuna og aðra venjulega. Risagúrka í Silfurtúni Selfossi. ENGIN skráð keppni á sér . stað hér á landi í ræktun stórra garðávaxta en Örn Ein- arsson í Silfurtúni á Flúðum gerði það að gamni sínu að láta nokkrar gúrkur vaxa að vild. Sú stærsta sem hann fékk með eðlilegum lit vó 1,6 kíló og var 54 sentímetrar að lengd. Venjulegar gúrkur á markaðnum eru 400-600 gromm. Sig. Jóns. Stjórn Iðnþróunarsjóðs vill þess í stað að reynt verði til þrautar að selja verksmiðjuna innanlands í 2-3 mánuði til viðbótar en ef það reynist árangurslaust verði verk- smiðjan seld erlendum kaupanda til niðurrifs. Fjölmargir erlendir aðilar hafa sýnt áhuga á að kaupa verksmiðj- una til útflutnings og er söluverð hennar til niðurrifs talið um 60 milljónir króna. Hagkvæmniathugun í síðasta mánuði voru kynntar neikvæðar niðurstöður úr hag- kvæmniathugun tveggja erlendra sérfræðinga sem varð til þess að dró úr áhuga Hafnarfjarðarbæjar og verkalýðsfélaga í bænum á að kaupa hlut Iðnþróunarsjóðs í sam- vinnu við Harald Þ. Ólason í Furu, sem að undanförnu hefur leitað leiða til að kaupa verksmiðjuna. Haraldur hefur hins vegar ekki svarað því hvort hann vill taka verksmiðjuna á leigu. Að sögn Gunnars Rafns Sigur- bjömssonar, bæjarritara í Hafnar- firði, hefur verið rætt um það við bæjaryfirvöld að ef verksmiðjan yrði leigð myndi Hafnai-fjarðarbær styðja það með því að fella niður fasteignaskatta og önnur gjold en engin afstaða hafi þó verið tekin til þessa. Litlu munaði að alvarlegt slys yrði á róluvelli Spottírin hertístad hálsioja ára stráks Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Hættuleg róla GUÐMUNDUR litli Ólafsson með mömmu sinni, Hrönn Árna- dóttur, þjá rólunni þar sem hann var nærri búinn að hengja sig í óvitaskap. Hrönn heldur á spottanum en hann var strax skor- inn niður eftir slysið svo ekki væri frekari hætta af honum. Skagaströnd. LITLU munaði að illa færi fyr- ir Guðmundi Inga Ólafssyni, þriggja ára snáða, þar sem hann var að leik í rólunum við næsta hús heima hjá sér á Skagaströnd um helgina. Ról- urnar voru bilaðar þannig að spottarnir löfðu niður en engin spýta var í spottunum. Á end- ann á einum spottanum höfðu stærri strákar splæst lykkju til að stinga fætinum í og síðan róluðu þeir sér fram og til baka. Guðmundur litli er ekki nógu stór til að geta komið fætinum í lykkjuna svo hann setti hana utan um hálsinn á sér og sneri sér síð- an í hringi þar til hertist að. Það vildi Guðmundi til happs að móðir hans, Hrönn Árnadóttir, leit út um gluggann hjá sér til að líta eftir honum og sá þá hvað var að gerast. Hljóp strax út „Ég hljóp strax út og kallaði til hans að snúa sér í hina áttina því ég sá að hann var farinn að toga í spottann á hálsinum á sér þar sem hann var að missa and- ann ,“ sagði Hrönn er Morgun- blaðið ræddi við hana um atburð- inn. „Þegar ég kom svo til hans hafði honum tekst að snúa ofan af lykkjunni og sat dasaður á jörð- inni. Ég má ekki til þess hugsa ef hann hefði hrasað með lykkjuna herta um hálsinn því hún var það hátt frá jörðu.“ Spottinn var strax skorinn nið- ur og verður ekki settur upp aft- ur. „í tilefni af þessum atburði vildi ég gjarnan minna foreldra á að skoða leiksvæði bama sinna því slysagildrurnar leynast víða og það kemur enginn í veg fyrir slys eftir á,“ sagði Hrönn. O.B. Færri nýir bílar skráð- Forsætisráðherra segir að vextir verði að lækka og að lengja þurfi lán Ærin ástæða til að bankar lækki nafnvexti enn frekar ir en í fyrra VERULEGUR samdráttur hefur orðið í skráningum á nýjum fólksbifreiðum það sem af er árinu, sérstaklega í apríl, en hann er venjulega einn helsti sölumánuður ársins. Samkvæmt skýrslu Bifreiðaskoð- unar íslands hf. fyrir nýskráningar fólksbifreiða voru skráðir 1.965 nýir fólksbílar á fyrstu fjórum mán- uðum ársins samanborið við 2.160 á sama tíma í fyrra. Nýskráningar nýrra fólksbifreiða í aprílmánuði voru 563 en í sama mánuði í fyrra voru þær 755 tals- ins. Þrátt fyrir þennan samdrátt í nýskráningu hefur ekki dregið merkjanlega úr innflutningi bíla á þessu ári. Hafnar því að atvinnuleysi verði það sama hér og í öðrum Evrópulöndum DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði við eldhúsdagsumræður á Al- þingi í gærkvöldi að rík þörf væri á að sú lækkun vaxta sem orðið hefur á ísiandi haldi áfram og sagði að sú þróun yrði ekki stöðvuð. „Það er ekki vafi á því í mínum huga að verð- bólguspár gefa ærna ástæðu til þess að bankar lækki nafnvexti sína enn frekar en þeir hafa þegar gert,“ sagði Davíð Oddsson. „ Það er full ástæða til þess að hvetja bankana til þess að fylgja þeirri þróun eftir. Þeir hljóta að hafa í huga að stundarhagnaður bankakerfisins af því að hafa vexti hærri en efnahagsskilyrðin í raun gefa tilefni til, munu til lengdar bitna harðast á bönkunum sjálfum. Það heldur eng- inn góður bóndi mjólkurkúm sínum við felli- mörk. Davíð sagði ennfremur í ræðu sinni að inn- lendir vextir yrðu að lækka og lánastofnanir yrðu að lengja lán eins og kostur væri. Sjávarútvegur til skoðunar Þá sagði hann ljóst að óhjákvæmilegt verði á næstu vikum og mánuðum að taka stöðuna í sjávarútvegi til sérstakrar skoðunar ef mark- aðsstaðan breyttist ekki. Davíð vék einnig að atvinnuleysisvandanum í ræðu sinni og sagðist hafna þeim sjónarmiðum sem heyrst hefðu, að atvinnuleysi verði óhjá- kvæmilega það sama á íslandi og í öðrum Evrópulöndum. „Við horfum ekki framhjá því að atvinnuleysi hefur aukist á Islandi. Sem betur fer bendir flest til þess að þær aðgerðir sem gripið var til í nóvember síðastliðnum hafí verulega hægt á atvinnuleysisvextinum," sagði Davíð. Getiunekki skoríð aflann meira niður DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði við eldhúsdagsumræður á Alþingi í gær að við gætum ekki skorið afla meira niður en þegar hefði verið gert. „Það þýðir hæga en örugga uppbyggingu þorskaflans ef marka má upplýsingar Haf- rannsóknastofnunar á síðastliðnu ári,“ sagði Davíð. „Ljóst er að við erum að byggja veiðistofninn upp og getum ekki tekið stærri dýfur en við höfum þegar tekið," sagði forsætisráðherra ennfremur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.