Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MAI 1993 32 Ökuskóli íslands hf Dugguvogi 2, 104 Reykjavik Námskeiö til undirbúnings aukinna öku- réttinda (rútupróf) veróur haldiö í Reykjavík og annars staðar á landinu þar sem næg þátttaka fæst. Umsóknir berist fyrir 1 5. maí nk. Nánari upplýsingar í síma 683841. Ökuskóli íslands hf. 7 k Kr. 19.900 Upplifðu töfra Parísar í sumar Parísarferðir Heimsferða á einstökum kjörum í samvinnu við stærstu ferðaskrifstofur Frakklands. Yika í París: Flug og hótel frá kr. 29.900 m.v. 2 í herbergi. Flug og bíll: Frá lcr. 24.900,- Vikulegar brottfariv frá 7. júJí til 25. ágúst. Flugvallarskattar: Við f'ar-fyald lia-tast ultiifnkaUar og lorfallatrygging. Fullorðnir kr. 3.090,-, bnrn 12 ára og yngri kr. 1.865,-. Takmarkað sælamagn HEIMSFERÐIR hf. Austurstræti 17,2. hæð • Sími 624600 með færanlegum rimlum HURÐIR HF Skeifan 13 •108 Reykjavík-Sími 681655 Fyrirtæki Tap SS af reglulegri starfsemi um 30 millj. Selfossi. TAP af reglulegri starfsemi Sláturfélags Suðurlands á síðasta ári nam 29,8 milljónum króna samanborið við 57 milljóna tap árið áður. Sölu- tekjur félagsins námu 2,2 milljörðum króna og lækkuðu um 11% milli ára. Heildarskuldir félagsins eru 1,8 milljárðar, þar af eru skammtíma- skuldir rúmur milljarður en þær lækkuðu um 420 milljónir milli ára. Veltufjárhlutfall fyrirtæksins er 0,78 og eiginfjárhlutfall 10%. Páll Lýðsson stjórnarformaður Sláturfélags Suðurlands sagði með- al annars í setningarræðu á aðal- fundi félagsins á Selfossi 30. apríl að þrennt þyrfti til að hagur félags- ins batnaði. Vaxtakjör að batna, aukin hagræðing þyrfti að koma til og efla þyrfti stofnsjóði félagsins. Á árinu voru boðin út B-hlutdeildar- skírteini sem seldust fyrir rúmar 30 milljónir. „Við verðum að hjálpa okkur sjálf, það verður okkar mál að SS lifi,“ sagði Páll Lýðsson með- al annars í ræðu sinni. • ' Steinþór Skúlason forstjóri SS segir meðal annars í ársskýrslu fé- lagsins að fyrirtækið hafi ekki farið varhluta af samdrætti, ákafri sam- keppni á innanlandsmarkaði og lægri álagningu. Þessar aðstæður og hár fjármagnskostnaður væru ástæður taprekstrar í ár. Vegna mikillar skuldsetningar fýrirtækis- ins segir Steinþór að félagsmenn verði að fylgjast náið með hag þess enn um sinn og vera tilbúnir að styðja það frekar, reynist þess þörf. í árslok 1992 störfuðu 305 starfsmenn hjá Sláturfélaginu en voru 315 árið áður. Þegar starfs- menn voru flestir hjá fyrirtækinu voru þeir 583. Unnin ársverk voru 323 og fækkaði um 53. Hjá SS var slátrað 15 þúsund fjár. Meðalþungi dilka var 14 kíló. Heildarsala kindakjöts var 1.502 tonn sem er 19% minnkun frá árinu áður. Birgðir í árslok voru 1.235 tonn. 5.537 nautgripum var slátrað sem vógu 598 tonn en það er 38 tonnum meira en árið áður. Heildar- sala nautgripakjöts var 538 tonn sem er 9% minnkun milli ára. Af hrossum var slátrað 1.696 gripum sem gera 188 tonn og er það 78 tonnum meira en árið áður. Heildar- sala hrossakjöts var 190 tonn. 9.410 svínum var slátrað eða 555 tonnum að verðmæti 164 milljónir króna. Þetta kjöt seldist allt á árinu. Aðalfundinn sóttu ríflega 100 fulltrúar af Suðurlandi en félags- svæði Sláturfélagsins er frá Lóma- gnúpi að austan til Skarðsheiðar að vestan. Sig. Jóns. * Kaupfélag Arnesmga með 54 milljóna tap á sl. ári Aðhald boðað í rekstri til að lækka kostnað Selfossi. HEILDARVELTA Kaupfélags Árnesinga var 2,8 milljarðar króna á síðasta ári og lækkaði um 1,49% frá því árið áður. Reksturinn, sem var með hefðbundnum hætti, skilaði 54,3 milljóna króna tapi sem er 16 milljóna króna lakari afkoma en árið áður. Heildarskuldir kaupfélagsins voru 1,3 milljarðar í árslok en þar af voru skammtíma- skuldir 619 milljónir. Þetta kemur meðal annars fram í ársreikningi félagsins en aðalfundur þess var haldinn 27. apríl síðastliðinn. Hagnaður félagsins án fjár- magnsliða nam 62 milljónum króna sem er ríflega 30 milljóna betri staða en árið áður og kemur aðal- lega til af niðurfellingu aðstöðu- gjalds 1992. Um 86,9% af heildarveltu kaup- félagsins er í verslunardeildum, 9,8% í iðnaði og 3,3% koma frá annarri starfsemi. 72,8% veltunnar var í Ámessýslu, 16,6% í V-Skafta- fellssýslu og 10,6% í Vestmanna- eyjum. Vöruhús KÁ var söluhæst 1992 með 786,8 milljónir, í Þorlákshöfn er salan 129,5 milljónir og Betri bónus í Vestmannaeyjum var með 94 milljónir. Af iðnaðar- og þjón- ustudeildum var Selfoss-apótek hæst með 91,6 milljónir, Kjöt- vinnsla KÁ með 82,8 miljónir og Trésmiðja KÁ með 73,8 milljónir. „Mér finnst við hafa gert ýmis- legt til að nálgast þau markmið að ljúka lágmarksfjárfestingum og að halda rekstrinum ofan við núll- ið,“ sagði Sigurður Kristjánsson kaupfélagsstjóri. Hann sagði að miðað við getu félagsins hefðu fjár- festingar verið fullmiklar á síðast- liðnu ári og þær yrðu í algjöru lág- marki á meðan reksturinn stæði ekki fyllilega undir sér. „Ég met stöðuna sem kreppuástand. Við munum nýta þau tækifæri sem við höfum til að minnka kostnað og lyfta undir tekjur. Við höfum gefið forstöðumönnum deilda fyrirmæli um að endurskoða reksturinn og munum leita eftir því að allir taki sameiginlega á við að stoppa í fjár- lagagat KÁ. Tap okkar er innan við 2% af veltu og þess vegna á þetta verkefni að vera framkvæm- anlegt. Við getum gert talsvert í krafti stærðar okkar svo sem flutt sjálfir inn vörur með sérstökum samningum og skapað þannig lágt vöruverð á Suðurlandi ásamt því að hafa eðlilega afkomu. Ég er svartsýnn á þróunina í þjóðfélag- inu, það er samdráttur í veltunni. Heimilin og fyrirtækin eru á sama báti og menn verða að fara var- lega,“ sagði Sigurður Kristjánsson kaupfélagsstjóri. Á aðalfundinum var samþykkt reglugerð fyrir B-deild stofnsjóðs sem kveður á um hámarksfjárhæð B-deildar, 200 milljónir kr. Sam- þykkt var á fundinum stuðningsyf- irlýsing við stofnun samvinnuráðs og ályktun um endurskoðun fundarskapa félagsins. Þá lýstu 55% fundarmanna sig fylgjandi nafnbreytingu en um 74% voru andvígir fækkun aðalfundarfull- trúa. Stjórn KÁ skipa Erlingur Lofts- son, Arndís Erlingsdóttir, Gunnar Kristmundsson, Sveinn Tómasson, Valur G. Oddsteinsson, Þorfinnur Þórarinsson og Garðar Hannesson. Sig. Jóns. Ráðstefnuskrifstofan Magnús Oddsson kjörinn stjómarformaður FYRSTI aðalfundur Ráðstefnuskrifstofu íslands var haldinn 23. apríl sl. Skrifstofan var stofnuð í maí á síðasta ári með þriggja ára sam- starfssamningi Ferðamálaráðs íslands, Reykjavíkurborgar, Flugleiða, Félags ísl. ferðaskrifstofa og Sambands veitinga- og gistihúsa og síðan hafa 19 aðilar til viðbótar gerst aðilar að skrifstofunni, segir í frétta- tilkynningu. Hlutverk skrifstofunnar er fyrst og fremst að koma upp- lýsingum um Island á framfæri á alþjóðamarkaði hvað snertir mögu- leika til funda- og ráðstefnuhalds. DAGBÓK Aðalfundur FVH AÐALFUNDUR Félags viðskiptafræðinga og hag- fræðinga verður haldinn fimmtudaginn 6. maí kl. 16.00 að Hótel Holti. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf og Páll Skúlason mun flytja erindi sem ber yfirskriftina: Um eðli siðaregla. Ættu viðskiptafræð- ingar og hagfræðingar að skrá siðareglur sínar? Aðalfundur ÍMARK AÐALFUNDUR ÍMARK verður haldinn föstudaginn 7. maí nk. að Hótel Sögu, 2. hæð og hefst hann kl. 17.00. Á dag- skrá verður skýrsla stjórnar vegna síðasta starfsárs, skýrsla gjaldkera, lagðir fram end- urskoðaðir reikningar, kjör stjórnar og endurskoðenda, ákvörðun árgjalda og önnur mál. Til þessa markaðsstarfs eru skrif- stofunni tryggðar a.m.k. 30 milljónir krónar á ári næstu árin og hér er um að ræða mestu fjármuni árlega sem settir hafa verið í einstakt sam- starfsverkefni ríkis og sveitarfélaga með íslenskum ferðaþjónustu- og hagsmunaaðilum. Aðilar að Ráð- stefnuskrifstofu íslands eru nú: Ferðamálaráð íslands, Holiday Inn, Reykjavíkurborg, Hótel Loftleiðir, Flugleiðir hf., Hótel Óðinsvé, SVG, Flughótel, Fél. ísl. ferðaskrifst., Hót- el Áning, Urval-Utsýn hf., Hótel KEA, Samvinnuferðir Landsýn, Hót- el Valaskjálf, Ráðstefnur og fundir hf., Perlan, Ferðaskrifstofa íslands hf., Viðeyjarstofa, Háskólabíó, BSÍ, Hótel Saga, Kreditkort hf., Hótel Esja og Keflavíkurbær. Næsta starfsár eru eftirtaldir í stjóm Ráðstefnuskrifstofu íslands: Magnús Oddsson, Ferðamálaráði ís- lands, Júlíus Hafstein, Reykjavíkur- borg, Kjartan Lárusson, Fél. ísl. ferðaskrifstofa, Pétur J. Eiríksson, Flugleiðum, Wilhelm Wessman, Sam- bandi veitinga- og gistihúsa, og Gunn- ar Bæringsson, Kreditkortum hf. Stjómarformaður Ráðstefnuskrif- stofu íslands er Magnús Oddsson og Pétur J. Eiríksson varaformaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.