Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1993 Mjólkurkælar kúabænda í Borgarfirðinum Hættuminni freon- efni á kælikerfin Morgunblaðið/Árni Helgason UNNIÐ að vegaframkvæmdum í Stykkishólmi. Tekið til hendinni í Stykkishólmi Allar holur fylltar Stykkishólmi. FYRIR nokkru birtist frétt í Morgunblaðinu ásamt mynd sem sýndi hversu göturnar í Hólminum komu undan vetri og sérstaklega var bent á allar holurnar sem höfðu myndast við umferðina sem verið hefur vaxandi. Strax á eftir að vakin var at- hygli á brýnni nauðsyn viðgerðar komu á vettvang miklar og kjarn- góðar vélar ásamt duglegum vega- gerðarmönnum og hófu viðgerðir og brátt verða allar göturnar orðn- ar eins og „nýsleginn túskildingur" eins og sagt var fyrrum. - Arni. Jasshátíðir í Indónesíu og Malasíu Mezzoforte til Kuala Lumpur og Jakarta HLJÓMSVEITIN Mezzoforte heldur sex tónleika í Jakarta í Indónesíu og Kuala Lumpur í Malasíu í lok ágúst og byijun september á þessu ári. Steinar Berg ísleifsson, framkvæmda- stjóri Steina, segir að hljómsveitin leiki á virtum jasshátíðum í löndunum tveimur. Hann segir að tónlistarmenn eins og Spiro Gyra og Lee Ritenour hafi komið fram á hátíðunum. Borgamesi. Rafverktakafyrirtækið Lúx hf. í Borgarnesi og Mjólkursamlag Borgfirðinga í Borgarnesi, MSB, hafa tek- ið upp samstarf um breyt- ingu á mjólkurkælitönkum hjá kúabændum í héraðinu. -Þróuð hefur verið aðferð til að breyta kælibúnaðinum þannig að hægt sé að skipta úr kælivökvanum Freon R-12 yfir í Freon R-22 sem er mun hættuminni fyrir ósonlagið. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisráðuneytinu mun koma út reglugerð á þessu Glímt við atvinnuleysi „Nú er hart í ári og þá hefur verið tekin sú ákvörðun að Reykja- 'víkurborg ráði leiðbeinendur helst af atvinnuleysisskrá en ekki þá sem er á fullum launum annars staðar," sagði Hjörleifur Kvaran, fram- kvæmdastjóri lögfræði- og stjórn- sýsludeildar. „Við erum að glíma við stórkostlegt atvinnuleysi á öllum sviðum og erum að reyna að finna leiðir til að skapa því fólki sem er atvinnulaust vinnu og það gerum við ekki með því að ráða þá sem eru á fullum launum annars stað- ar.“ Uppeldisfræðinga í lykilstörf Arnfinnur Jónsson, skólastjóri Vinnuskólans, segir að verulega hafí dregið úr ráðningu kennara undanfarin ár. í fyrrasumar voru 18 kennarar starfandi við skólann af 120 manna hópi. „Flestir þeirra voru við störf þar sem virkilega var (þörf fyrir uppeldisfræðilega mennt- ári sem bannar innflutning á kæliefninu Freon R-12. Und- anþágur munu þó verða veittar til notkunar gamalla kælikerfa í einhvern tíma. En notkun á nýjum efnum(?) Freon R-12 á að vera hætt alls staðar í heiminum, fyrir 1. janúar 1996. Að sögn Hans Egilssonar vél- stjóra hjá MSB eru um 200 mjólk- urtankar á því svæði sem MSB þjón- ar og flestir tankamir eru amerísk- ir Mullertankar. Hægt sé að breyta öllum Muller mjólkurtönkum en ekki talið ráðlegt að breyta sænsku un og á ég þá við lykilstörf þar sem mikið er í húfi að vel takist til,“ sagði hann. Um er að ræða stjórn- unarstörf, náttúruskoðun sem skól- inn býður upp á, skipulagt félags- starf, hóp fatlaðra unglinga og aðra hópa unglinga sem þurfa sérstaka umönnun. Svipað og í fyrra Þessa dagana er verið að ráða leiðbeinendur til starfa og sagði Arnfinnur að gert væri ráð fyrir svipuðum fjölda kennara til þessara starfa í sumar og voru í fyrra. Auglýst var eftir starfsfólki að Vinnuskólanum og er umsóknar- frestur út runninn. Um 470 sóttu um 120 störf. „Stór hluti leiðbein- enda frá síðastliðnu sumri sótti um aftur og í flestum tilfellum voru þeir endurráðnir en nýir bættust þó við,“ sagði Arnfinnur. „Einstaka störf eru þannig að ekki er hægt annað en að ráða fólk með uppeldis- fræðilega menntun og ég held að allir skilji það.“ Wedholmstönkunum. Sagði Hans að ekki væri þörf á að eiga við tanka sem væru í lagi en ef þeir biluðu þá væri hagkvæmara að láta breyta þeim heldur en að kaupa nýja. Kostnaður við að breyta venjulegum 800 lítra mjólkurtanki væri um 150 þúsund krónur en nýr sams konar tankur kostaði um 350 þúsund. I breytingunni á gömlu tönkunum væri ný kælivél innifalin, auk alls rafbúnaðar og hrærumótor væri gerður upp. Rafbúnaðurinn endurhannaður Að sögn Ara Björnssonar rafiðn- fræðings hjá Lúx hf. hefur fyrir- tækið endurhannað allan rafbúnað mjólkurtankanna, hann er raka- þéttur og skipt er um hann allan. Hitastillir er stafrænn með skjá sem sýnir hitastig í tanki og nákvæmni er mun meiri en áður var. I stað klukku fyrir hræru er notaður tíma- liði sem gefur mun meiri möguleika á stillingu fyrir hrærumótorinn. Sá möguleiki kemur sér vel til að halda jafnri fítuprósentu mjólkurinnar. Rafbúnaðinum er síðan komið fyrir í rakaþéttum plastkassa á statífi ofan á tanknum sem er til mikilla þæginda í viðhaldi, auk þess sem hitastig mjólkurinnarí tanknum- blasir við þegar gengið er um mjólk- urhúsið. Auk þessa hefur Lúx hf. þróað ýmsan búnað til þæginda fyrir kúa- bændur, t.d. stjómbúnað sem sjálf- krafa þvær rörakerfið skömmu fyr- ir mjaltir sem minnkar hættu á gerlamyndun í mjaltakerfinu. Freon R-12 verður bannað Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisráðuneytinu hefur Island undirgengist alþjóðlegar skuldbind- ingar varðandi ósoneyðandi efni og mun því efnið Freon R-12, sem er á flestum minni kæli- og frystikerf- um hérlendis, hverfa í áföngum en í stað þess mun koma efnið Freon R-22 sem er mun hættuminna efni. Leyfð verður notkun á Freon R-22 fram til ársins 2030 en þangað til verður skipulega dregið úr notkun þess. Gefin verður út reglugerð á þessu ári og þar mun innflutningur á Freon R-12 verða bannaður en undanþágur verða m.a. veittar tímabundið til aðlögunar fyrir kæli- iðnaðinn. TKÞ. Steinar sagði að þrennir tónleikar verði haldnir á jasshátíð í Jakarta í Indónesíu 26.-29. ágúst en að því loknu yrði leikið á jafn mörgum tónleikum á svipaðri hátíð í Kuala Lumpur í Malasíu 1.-8. september. Hann sagði að hátíðunum hefði verið komið á fót á svipuðum tíma. „Mér skilst að mikil samvinna sé á milli þeirra og þær hafa verið að vinna sig upp hvað varðar flytjend- ur sem þangað koma. Þarna hafa spilað flestir af þeim tónlistarmönn- um í þessari grein tónlistar sem hafa áunnið sér virðingu og vin- sældir og má nefna Spiro Gyra og Lee Ritenour," sagði Steinar. Hann sagði að tónlist hljómsveit- arinnar væri töluvert þekkt á þessu svæði enda hefðu allar plötur henn- ar verið gefnar út í Austurlöndum fjær. Engu að síður sagði hann að hér væri um mikinn heiður fyrir hljómsveitina að ræða og hún myndi leika með mjög góðum evrópskum og bandarískum hljómsveitum á hátíðunum. „Salt í grautinn“ Síðasta plata Mezzoforte kom út árið 1989. „En menn hafa verið að sinna þessum salt í grautinn-málum og það fer ekki alltaf saman við spilamennsku. Sérstaklega þegar eini markaður hljómsveitarinnar er fyrir utan ísland. En nú er ekki ólíklegt að hljómsveitin hristi af sér slenið. Það mátti nú sjá þessi merki um daginn þegar þeir fóru til Nor- egs og spiluðu síðan í kjölfarið héma heima. Ég held að allir þeir sem sáu þá hér hafi séð hvers lags gæðastaðli sveitin hefur náð og það var ekki að sjá að nokkur skapaður hlutur hefði gleymst þrátt fyrir tals- vert langa eyðu. Vonandi leiðir það af sér að sveitin fari í stúdíó til endurreisnar og endurbyggingar," sagði Steinar um hljómsveitina. Morgunblaðið/Theodór Kr Þórðarson Breyttur mjólkurtankur HANS Egilsson mjólkureftirlitsmaður hjá MSB og Ari Björnsson rafiðnfræðingur hjá Lúx hf. við 1200 lítra Muller mjólkurkælitank sem verið var að breyta. Sumarstörf hjá Reykjavíkurborg Stefnan að ráða ekki kennara eða aðra sem eru í fullu starfi KENNARAR í fullu starfi eða aðrir sem eru á launum ann- ars staðar verða ekki ráðnir til sumarstarfa hjá Reykjavíkur- borg í sumar. Arnfinnur Jónsson, skólastjóri Vinnuskólans, segir að ekki sé hægt að komast hjá að ráða fólk með uppeld- isfræðilega þekkingu þó svo að meginstefnan sé að ráða ekki þá sem eru á launum. 470 umsóknir bárust um 120 stöður við skólann í sumar. Lifnar yfír sölu laxveiðileyfa „EFTIRSPURNIN hjá okkur eftir laxveiðileyfum hefur verið milli 15 og 20 prósent meiri fyrir komandi sumar heldur en í fyrra og þökkum við.það því fyrst og fremst að verulegar verðlækkanir urðu á flestum af veiðisvæðum okkar, en á öðrum stóð verð í stað,“ sagði Jón Gunnar Borgþórsson fram- kvæmdasljóri Stangaveiðifélags Reylqavíkur, í samtalið við Morgunblaðið. Jón Gunnar sagið að landeig- endur hafi reynst opnir fyrir því að lækka leiguna í nokkrum tilvik- um og koma þannig til móts við stangaveiðimenn. „Mestu munar hjá okkur góður samningur okkar um Norðurá, þar var slæm nýting í fyrra, en stefnir í mjög góða nýtingu nú. Nú er mánuður er til upphafs laxveiðitímans, en fyrstu árnar „opna“ 1. júní og eru það Norð- urá, Þverá og Laxá á Asum. Jón Gunnar sagði enn fremur að mikil hreyfing hefði komist á veiðileyfamarkaðinn er félagið auglýsti fyrir skömmu óstaðfestar pantanir félagsmanna. „Síminn hefur nánast logað síðan og marg- ir komið og gengið frá veiðileyfa- kaupum. Þá merkjum við ekki meiri brögð að því en áður að menn dragi von úr viti að stað- festa eða gera upp pantanir. Þvert á móti virðist manni fólk vera orðið þyrst í sumarkomu, þyrst í útiveru og ekki síst þyrst í veiði- skap. Það segir sína sögu að 25.000 manns komi í Perluna á ferðakaupstefnu og á ferðakynn- ingu sem haldin var í Listhúsinu í Laugardal sömu daga var þvílík örtröð að menn gátu varla snúið sér við í húsinu," sagði Jón Gunn- ar. Selst ver í dýrari ár Ekki segja allir sömu söguna og Jón Gunnar hjá SVFR. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst hefur sala veiðileyfa gengið einna best í þær ár sem lækkuðu mest, s.s. fyrrnefnda Norðurá og Laxá í Kjós. Minni ár standa nokkurn veginn fyrir sínu þó enn sé nokk- urt úrval veiðidaga á lausu. Það er helst í ám í dýrari kantinum sem lækkuðu ekki sem leigutakar finna mest fyrir samdrættinum. Onafngreindur aðili sem fylgist með sölu í Þverá í Borgarfirði sagði til dæmis í samtali við Morg- unblaðið, að leigutakarnir þar gætu verið nokkuð sáttir við ástandið miðað við hvernig málin standa svona yfirleitt, en það væri ekki launungarmál að það væru „dýr göt“ í dagatalinu. Við- mælendur blaðsins töldu allir að mikil hreyfing ætti eftir að kom- ast á sölu veiðileyfa í júní, er vert- íðin er hafin, því það væri mál sérfræðinga að miklar laxagöngur væru væntanlegar í árnar í sumar og veiðimenn myndu ekki geta staðist fréttair af stórveiði um land allt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.