Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1993 Chris hleypur hér með hryssuna Fýlu í dómi en hún er undan Mergi sem aftur er undan Magnúsi frá Grens- landhof en móðirin er Hrappsdóttirin Freyja. Morgunblaðið/Valdimar Knstmsson Werner og Chris með stóðhestinn Halldór á milli sín. Siggi Muller lætur hér stóðhestinn Víking frá Wendal- inushof taka nokkur létt spor fyrir gestina en hann er undan Magnúsi frá Grenslandshof og Lýsu frá Skeyabrekku. Hrossarækt í Þýskalandi Ræktunarmarkmiðið stór, vilj- ug* og hreyfingarmikil hross - segir Werner Muller hrossabóndi á Hocwaldhof Halldór frá Hochwaldhof undan Hetju sem er af Eiríksstaðakyni og Gylfa frá Ponsheimerhof sem er talinn einn af bestu stóðhestun- um í Þýskalandi. ________Hestar____________ Valdimar Kristinsson Á Hundshryggjarhæð sunnan við Moseldalinn í þorpinu Bruchwe- iler reka þau Werner Muller ásamt dóttur hans og Sigga og tengdasyninum Chris stórt hrossabú þar sem viðfangsefnið er ræktun og sala á íslenskum hestum. Hrossin eru á annað hundrað og líklega með stærstu hrossaræktarbúum í Þýskalandi sinnar tegundar. Á ferð umsjón- armanns „Hesta" um Þýskalands var litið við á Gestut Hochwald- hof en svo kalla þau búið og ræktunarfólkið tekið tali. Werner byijaði með islenska hesta 1969 en hafði áður verið með stóra þýska hesta. Það kom fljót- lega í ljós að mun auðveldara var að annast um íslensku hestana sem leiddi til þess að Wemer losaði sig við þá stóru. Fyrstu hryssurnar sem hann byrjaði með voru frá Claus og Ullu Becker á Grenslandshof undan Hrappi frá Garðsauka og Hrappssyni frá Grenslandshof en síðan hefur oft verið grisjað og bætt inn nýjum ræktunarhrossum. Chris segir að nú seu tvær línur ræktaðar á Hochwaldhof annars- vegar eru það hross af Stokkhólma- ættum og svo Sauðárkrókslínan. Sjálfur segist hann vera hrifnari af Sauðárkrókshrossunum. Werner segir að ræktunarmarkmiðið sé stór, viljug og hreyfingamikil fjór- gangshross með góðu geðslagi. Með „danska" fslendinga í ræktuninni „Við höfum ræktað dálítið út af Glaði frá Ytra-Skörðugili sem er í Danmörku en þaðan höfum við flutt inn nokkur hross sem við notum í ræktunina. Eigum við til dæmis einn stóðhest undan Glaði og Busku frá Ytra-Skörðugili en sá heitir Frekur frá Fuglsang,“ segir Chris. Auk þess eru á bænum stóðhestarn- ir Víkingur frá Wendalinushof og Halldór frá Hochwaldhof sem er fæddur þeim. Ræktunarhryssurnar eru 20 en fjöldi reiðhesta og sölu- hesta breytilegur eins. Alltaf er eitt- hvað um aðkomuhryssur sem leidd- ar eru undir stóðhestana og voru um 40 hryssur á síðasta ári. Aðeins hafa þau reynt að flytja inn hross frá íslandi þegar vantað hefur sölu- hross en útkoman af því varð ekki sem skyldi. Fengu nokkrir hestanna sumarexem og urðu þau sammála um flytja ekki meira inn að sinni nema ef vera skyldi kynbótahross. Hefðu þau til dæmis mikinn áhuga á að eignast stóðhestefni undan Hrafni frá Holtsmúla. Segir Chris að ekki sé ólíklegt að þau láti verða af því ef þau fari til íslands á næsta landsmót. „Það er að vísu mjög erfitt fyrir okkur að fara frá því annirnar við búskapinn eru miklar,“ segir Chris sem alltaf er kominn til starfa fyrir allar aldir og vinnur yfirleitt fram í myrkur. Hver með sitt sérsvið Þótt þau hjálpist að við alla þætti búrekstursins er nokkur verka- skipting þannig að hvert þeirra þriggja hefur sitt sérsvið. Chris sér um alla fóðuröflun, girðingar, fóðr- un og hirðingu. Siggi hefur með höndum allar tamningar og þjálfun en hún er með B-reiðkennararétt- indi og starfaði í tvö -ár hjá Walter Feldmann jr. Werner hefur séð um fjármálin og einnig eru jámingarn- ar í hans umsjá en það er töluvert mikil vinna að jáma öll tamninga- og þjálfunarhrossin. Fyrir þessi rúmlega eitthundruð hross hafa þau um 70 hektara af grónu landi og túnum sem notað er til beitar og heyöflunar. Einnig eru þau með tvær kýr til heimilisnota. Nýlega keyptu þau stórt hesthús og 10 hektara lands í bænum Allenbach sem er í nokkurra kílómetra fjar- lægð því bústofninn hefur stækkað ört síðustu árin. En útlitið segja þau gott, mikil eftirspum sé eftir íslenskum hrossum í Þýskalandi um þessar mundir. Öll hross sem fara á sölulista seljist á augabragði og geti þau alls ekki annað eftirspum og meðan svo sé er óhætt að fjölga hrossunum segja þau að lokum. Verðlaunahafar í karlaflokki í firmakeppni Harðar frá vinstri talið Axel Blomsterberg á Drottn- ingu, keppti fyrir Reiðsport, Þorvarður Friðbjörnsson á Prins, keppti fyrir Vöruflutningamiðstöð- ina, Örn Ingólfsson á Pjakki, keppti fyrir Tannlæknastofu Guðmundar Lárussonar, Sævar Haralds- son á Brjáni, keppti fyrir Stálsveip og sigurvegarinn Sigurður Sigurðarson á Víði en hann keppti fyrir Landflutninga. Rúnar Sigurpálsson formaður Harðar stendur við hlið Sigiírðar og Víðis. Sigurbjörn Bárðarson sigursæll að venju hjá Fáki, tekur hér Höfðá til kostanna í fimmgangsúrslitum. Firmakeppni og íþróttamót V etrarmótsstemmning í Víðidal og Mosfellsbæ Hestar Valdimar Kristinsson Hestamannafélögin halda hvert af öðru firmakeppnir sínar um þessar mundir. Hörður í Kjósarsýslu var með sína keppni á sunnu- dag í hálfgerðu vetrar veðri þar sem keppt var í sex flokkum. Sigur- vegari í karlafiokki varð Landflutningar sem Víðir frá Hala og Sigurður Sigurðarson kepptu fyrir. I kvennaflokki sigraði Fuglakyn- ungmennaflokki sigraði Valhús- bótabúið á Reykjum sem Snjall og gögn sem Fjölnir og Svanhildur Herdís Hjaltadóttir kepptu fyrir. I Jónsdóttir kepptu fyrir. í unglinga- flokki sigraði Tannlæknastofa Elm- ars Geirssonar sem Boði og Sölvi Sigurðarson kepptu fyrir. Barna- flokki var skipt í tvo hópa yngri og eldri og sigraði Málning hf í þeim eldri en þeirra fulltrúar voru Vafí frá Mosfellsbæ og Magnea Rós Axelsdóttir en í yngri hópnum sigraði Hestamaðurinn sem Páfí og Eva Dögg Rúnarsdóttir kepptu fyrir Gustur í Kópavogi hélt sína keppni fyrir rúmri viku en þar var keppt í fjórum flokkum. í barna- flokki sigraði Dagblaðið Vísir, keppandi var Sigurður Bjarnason á Hæringi. í unglingaflokki sigraði Þórsbakarí, keppandi Þórir Krist- mundsson á Krumma. í kvenna- flokki sigraði Smith og Norland, keppandi Sigrún Sigurðardóttir á Funa. í karlaflokki sigraði svo Björn Sigurðsson byggingaverktaki en keppandi var Bjarni Sigurðsson á Flóka. Blíðskaparveður var þegar Gustsmenn héldu sína keppni en góð þátttaka var á báðum stöðum til dæmis tóku um 26 börn þátt í keppninni hjá Gusti. Þá héldu Fáksmenn Reykjavík- urmeistaramót í hestaíþróttum um helgina. Að venju var Sigurbjöm Bárðarson þar stórtækur í verð- launaöflun og þá sérstaklega í fyrstu verðlaununum. Sigraði hann í öllum greinum nema fjórgangi en þar tókst Sveini Ragnarssyni að skjótast upp fyrir hann, Þátttaka var mjög léleg á mótinu að þessu sinni og er það orðið umhugsunarvert hvað veldur. Sama vetrarríkið ríkti í Víðidalnum og í Mosfellsbæ og þurfti að ryðja völlinn tvívegis til að keppnin gæti farið fram. Mikið verður um að vera hjá hestamönnum um næstu helgi, fáks- menn og sunnlenskir hestamenn verða með stórsýningu í Reiðhöllinni í Víðidal og árleg sýning Stóðhesta- stöðvarinnar verður á laugardag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.