Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1993 Tvisvar hlustað á Kristján eftir Ásgeir Þormóðsson Sl. Iaugardag birtist hér í blaðinu vegna mistaka stutt bréf frá Ásgeiri Þormóðssyni, sem var lokakafli lengri greinar, sem beðið hefur birtingar. Greinin birtist hér á eftir í heild og er höfundur beðinn velvirðingar á þessum mistökum. Mig langar til að segja frá reynslu okkar hjóna af tveimur utanlandsferðum sem við höfum farið nýlega. Annarri beinlínis til að hlusta á Kristján Jóhannsson óperusöngvara á vegum Urvals- Utsýnar og hinni, þar sem söngur Kristjáns var bónus við ferð, sem þurfti ekki á slíku til að standa undir nafninu Lúxusferð. Sú ferð var farinn undir stjórn hins frá- bæra fararstjóra og forstjóra Heimsklúbbs Ingólfs, Ingólfs Guð- brandssonar. Markmið þessarar greinar er einfalt: Varaðu þig á auglýsingum ferðaskrifstofa. Spyrðu þá sem reynt hafa þjónustu þeirra í sambærilegum ferðum. Það hefir engan tilgang að spyija sölumann ferðaskrifstofu sem sér- hæfir sig í pakkaferðum til sólar- stranda, um ferðir sem verða aldr- ei famar nema með þeim sem vita hvað orðin lúxusferð og lúxushótel þýða. Úrval-Útsýn auglýsti Lúxus óperuferð til New York 11. nóv. síðastliðinn. í auglýsingunni var rætt um lúxus gistingu og ennþá meiri lúxus gistingu. Miðaverð í óperuna var einnig misjafnt, lúxus- sæti og ennþá meiri lúxussæti. Við hjónin, ákafír aðdáendur Kristjáns, sáum þessa auglýsingu, ákváðum að sleppa sumarleyfí okkar og fara. Við kaupin á farseðlum var okkur sýnd mynd af gistiherbergi því sem greitt var fyrir og vegna þess að önnur hjón, vinafólk okkar, höfðu bæst í hópinn var ákveðið að við hjón keyptum þessa „ennþá meiri lúxusgistingu". Þannig gætum við hist á kvöldin og spjallað saman. Myndin af húsakynnum var afar fögur. Stórt herbergi með tveimur gluggum, glæsileg húsgögn. Bað- herbergið, sem hlaut að fylgja þessum dásemdum, sást ekki, hlaut að vera rosalegt. Sú varð líka reyndin en á dálítið annan hátt en búist var við. Kostur var á að kaupa til viðbótar flugi, gistingu og miðans í óperuna eftirtalið: Skoðunarferð um borgina með far- MfRKING Hf BRAUÍARHOLÍ 24 SÍMI: 62/044 i arstjórn, verð fyrir hjón 4.400. Sambærilega ferð er hægt að kaupa fyrir 15 dali á staðnum. Hringferð um Manhattan-eyju ásamt kvöldverði á 13.800 - fyrir hjón, u.þ.b. 214 dali. Þá ferð er hægt að kaupa fyrir 138 dali. Þá er ekki gert ráð fyrir afslætti sem gefinn er ferðaskrifstofum, að minnsta kosti 30-40%. Leið nú og beið og dagurinn 23. mars 1993, sem átti að vera stórt innlegg í kvöldsögur elliáranna, rann upp. Til Leifsstöðvar komum við tíman- lega, sem og aðrir farþegar. Farar- stjórarnir þrír komu síðastir, rétt fyrir útkall. Eftir þóf tókst að finna þeim sæti saman, því að þeir þurftu að skipuleggja ferðina. Ekki ráð nema í tíma sé tekið. Komið til New York í úrhellisrigningu. Okk- ar beið hrjáleg bifreið, að mínu mati og annarra, ekki ökufær. Bil- aðar þurrkur, loftræsting sem varð til þess að maður fór að svipast um eftir kúbeini, sætum með þeim lúxus að gormarnir sem stungust upp í rassinn á manni gætu hafa verið lúxusgormar. Hátalarakerfí ónothæft, höggdeyfar ónýtir o.s.frv. Galli var þó á gjöf, því ósköpin voru bara ein og mátti helmingur farþega híma út í rign- ingunni í hálfa klukkustund áður en önnur ósköp birtust. Einn farar- stjóranna sá ástæðu til að geta þess^að þessir vagnar yrðu ekki notaðir framvegis. Þegar að hótel- inu kom vöknuðu vonir manna. Þetta leit ekki illa út, utanfrá séð. Herbergislyklum var úthlutað og bað ég konu mína að hinkra við á meðan ég athugaði húsakynni. Til að gera langa sögu stutta, varð ég hvumsa þegar ég leit herbergið. Stærðin, tæpur helmingur af því sem sölumaður hafði gefíð okkur mynd af. Öll glæsilegu húsgögnin horfin, stóra ameríska rúmið sömuleiðis. Og baðið, ja, það er sér kapítuli. Ég hefi víða ferðast, en aldrei þurft að leggjast á fjóra fætur, eða fara fram í herbergi til þess að viðhalda hreinlæti, en áður þurfti vottorð frá íþróttaskóla til þess að nálgast salernispappír. Ekki þýddi fyrir tvo að vera inni í einu. Það olli brunasárum af völd- um handklæðaþurrkarans. Brun- asár fékk ekki bara einn eða tveir. Annað var í dúr. Rúmið, ein og hálf breidd, einn stóll út í homi o.s.frv. í sumum herbergja ekki einu sinni fataskápur, bara kúst- prik milli veggja. Þar áttu þessar glæsilegu frúr að hengja upp hátíð- arfatnað er þær höfðu meðferðis til óperuferðar. Þeir sem voru svo heppnir að fá fataskáp (kústa) sættu því að hengja blautan regn- fatnað við hliðina á samkvæmis- klæðnaði. Loðfeldar og glimmer- kjólar að viðbættum smoking-föt- um máttu dúsa á kústpriki eins og hænsni til ryksöfnunar. Eftir hávær mótmæli farþega, margir hveijir að halda upp á sérstök tíma- mót, eins og 20 og 30 ára brúð- kaupsafmæli, fólk sem ætlaði að dekra svolítið við sjálft sig, var gengið til náða í óánægju. Það var ljóst að í þessu hóteli var engar vistarverur að finna sem Úrval- Útsýn auglýsti. Áður hafði mót- tökustjóri hótelsins boðið mér her- bergjaskipti og sent upp á fímmtu hæð í því skyni. Opnaði ég herberg- ið með lykli frá stjóranum. Viti menn! Tvær manneskjur risu upp úr rúminu undrandi yfir þessari innrás. Þeim er innrásina gerði leið ekki par vel heldur. „Er þetta hægt Matthías?“ Þótt undirrituð- um tækist að fá stærra húsnæði eftir tveggja daga þref, varð það aldrei svipað því sem auglýst var. Áður en við gengum til náða pönt- uðum við morgunmat upp á her- bergi. Nóttin leið og viti menn, klukkan níu, á slaginu, mætir þjónn með þennan svakalega morgunverð á bakka á stærð við hálfa Manhattan. Á honum var kaffikanna, glas af appelsínusafa og tveir helmingar af ristuðu brauði. Er þjónsa var bent að að þetta væri helsti mikið, eða þann- ig, fyrir bæði, fór hann, sagðist bara ná í meira, tæki enga stund, hálftíma eða svo, var sagt að ekki yrðu gerðar frekari kröfur um þjónustu. Þess skal getið að engir öskubakkar voru í herberginu. Við vorum á reyklausu svæði. Engin fyrirstaða var þó á því að fá ösku- bakka, er eftir var leitað. Féll um leið niður kvöð um reykleysi. Skrít- ið kerfi það. Skoðunarferð um Manhattaneyju hófst klukkan 10. Fimm mínútum fyrir þann tíma mættum við í móttökunni. Öllum skipað út í vagn, sem var lítið skárri en sá er við ókum í daginn áður. Þegar við komum út í bíl var hann fullsetinn. Enga skýringar á því af hveiju farþegarnir voru of margir eða vagninn of lítill, alla vega ekki hjá fararstjórum. Bíllinn renndi úr hlaði, við stóðum eftir í rigningunni. Önnur skoðunarferð var farin daginn eftir og bjóst maður við boði í þá ferð. Nei, ekki orð. Sá morgunn varð reyndar ekki tíðindalaus. Að fenginni reynslu, ákváðum við að borða morgunverð á veitingastað nærri hótelinu og sofa út. Kvöldið yrði langt, betra að vera vel sofínn. Klukkan hálfsex um morguninn erum við vakin með brunahring- ingu. í símanum var rödd. Sagðist vera „your early moming bird“ tjáði mér að nú væri mál að vakna. „Just sorry“, vissi ekki einu sinni í hvern hringt var, „who are you, sir“. Ef sá hefur ekki fengið krón- ískan hiksta(er ég hissa. Tæpast verður hægt að þakka Úrvali- Útsýn fyrir söng þeirra Kristjáns og Domingos, eða frábæra hljóm- Ásgeir Þormóðsson sveit. Sætin, þessi „ennþá meiri lúxus sæti“, reyndust undir svöl- um, ekki á miðsvæði því sem okk- ur var sýnt hjá Úrvali-Útsýn. Á föstudagskvöldið var farið í báts- ferðina eftir Hudson-ánni. Vegna forfalla bættumst við hjón í þá ferð. Fararstjórar reyndu að halda uppi söng á leið til skips, en skap farþega var í þá veru að „Fyrr var oft í koti kátt“, snerist upp í „Nú er fátt í koti kátt“. Ekki var meira um músíktilraunir. Á skipinu var hópur Japana. Mikill var munur á þeim vögnum sem sóttu þá og þeim Harlemdrógum sem biðu okk- ar. Margir farþegar voru að koma í fyrsta sinn til New York, hefðu þurft góða fararstjóm og ábend- ingar. T.d. upptalningu á bestu stöðum til verslunar og veitinga ásamt korti til glöggvunar, sem hver reyndur fararstjóri hefði út- búið, fjölritað og dreift meðal far- þega. Ekkert slíkt viðhaft enda enginn slíkur með í för. Ekkert reynt til þess að skapa samstilltan hóp. Stungið var upp á að fundinn yrði góður veitingastaður, þar sem þeir er þess óskuðu, gætu borðað saman síðasta kvöldið. Nei, til þess höfðu fararstjórar ekki tíma. Á miðvikudagskvöld logaði agnar- rautt ljós á síma. Þýðir, fyrir vana ferðamenn, að skilaboð séu í af- greiðslu. Margir farþega tóku ekki eftir þessu né höfðu hugmynd um hvað þýddi. Fóru því á mis við einu viðleitni fararstjóranna svo fólk gæti betur fylgst með í óperunni. Gott verk það, en bara illa komið til skila. Hanastél var haldið eftir sýningu í óperunni. Þátttökugjald var tæpir 70 dalir fyrir hjón. Fyrir þetta fékk fólk tvö til þijú hvít- vínsglös, kökubita og slæðing af ávöxtum. Ég hef aldrei séð gesti úða í sig ijóma eða marsipantertur í hanastélum, hvað þá kaffi og te. Úrvals-Útsýnar forstjórinn mætti þarna til að bjóða Kristján velkom- inn til hófs, en dró sig í hlé eftir að honum háfði mistekist að sann- færa reiða farþega um að lúxus væri afstæður. Lúxus er e.t.v. af- stæður í Síberíu, en ekki á Man- hattan. Ef þessi maður hefði nokkra hæfileika til reksturs ferða- skrifstofu hefði hann beðið við- stadda afsökunar, þetta væru mis- tök sem yrðu leiðrétt er heim kæmi. Þess í stað reifst hann við fólk og sagði það hafa ekkert vit á því hvað lúxus væri, þetta er amerískur lúxus, basta. Á Ítalíu með Ingólfi Glæsihótel, glæsibifreið, glæsi- veitingastaðir, fagmennska í fyrir- rúmi, áhugi, þekking, óvæntar ánægjulegar uppákomur, gleði, fegurð. í stuttu máli allt það sem keypt var og margt til viðbótar. Kristján í aðalhlutverki í óperunni Aidu, ógleymanlegt kvöld í Ver- ona. Gist á glæsihótelinu Leon De Oro, þar sem enginn farþega hefði orðið hissa á því að mæta Eng- landsdrottningu á göngum. Salar- kynni slík að margir gleymdu sér í morgunmatnum við að skoða listaverk á veggjum og freskur í lofti. Sungið Kristjáni til heiðurs þegar hann kom óvænt í heimsókn fyrir tilstilli Ingólfs. Þar var ekki „fyrr var oft í koti kátt“-söngur- inn. Þar var fagnað, hlegið og sungið fyrir stórsöngvarann. Allir orðnir vinir og sá vinskapur helst enn fyrir tilstilli fagmanns. Við liggur að maður ætti að biðjast afsökunar á því að nota ekki leið- sögn þessa manns, en hann leiddi sambærilega ferð til New York skömmu áður en okkar ferð var farin. Þá var forstjórinn mættur á glæsihótelið Waldorf Astoria tveimur dögum fyrir komu sinna farþega bara til þess að athuga hvort húsakynni væru samboðin sínu fólki. Olíkt höfumst við að. Næst þegar við hjónin förum til útlanda erum við ekki í vafa um hveijum við treystum til þess að gera okkur ánægð með allan að- búnað, hveijum við treysturn til þess að velja með sinni alkunnu smekkvísi það sem við á. Ejtt er víst. Það verður ekki Úrval-Útsýn. Höfundur er verslunareigandi. Athugasemd við grein Hrafns í grein Hrafns Gunnlaugssonar í Morgunblaðinu fimmtudaginn 29. apríl lætur hann að því liggja að kvikmynd mín, Karlakórinn Hekla, hafí hlotið styrk úr Norræna kvik- mynda- og sjónvarpssjóðnum vegna þess að hagsmunatengsl séu milli mín og Ólafs Ragnarssonar, útgefanda. Þetta eru dylgjur sem ég vil ekki liggja undir. Hrafni á að vera fullljóst að Ólafur er ekki útgefandi minn, heldur hans sjálfs. Hrafni er eiginlegt að hugsa í hagsmunatengslum og má benda honum á að íhuga þann möguleika að stjórn sjóðsins kunni að hafa byggt ákvörðun sína á faglegum grunni. Guðný Halldórsdóttir. 3 „V PlimnIÞR0TTASK0R Mirage joggingskór Teg. 1910. Stærðir: 36-47 Verð kr. 2.490 XC Speed m/dempara undir öllum sólanum. Teg. 2069. Stærðir: 40-48 Verð kr. 7.980 Liberate joggingskór m/dempara Lady Prewail joggingskór m/dempara í hæl. Teg. 3940. Stærðir 35-44 í hæl. Teg. 2044. Stærðir: 36-42 Verö kr. 3.990 Verð kr. 5.490 »hummel é SPORTBÚÐIN Ármúla 40, sími 813555. 3M Örfilmur Höfðar til .fólksíöllum starfsgreinum!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.