Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1993 Stær ðfræðing- ar kvótakerfisins eftir Sigurgeir Jónsson Grundvallarskilyrði góðrar stjóm- unar fyrirtækja (gæðastjórnunar) er að menn þekki og viðurkenni vanda sem steðjar að þeim og átti sig á orsökum hans. Það sama gildir um stjómun þjóðfélaga. Ef gerð væri gæðastjórnunarúttekt á stjórnun ís- lensks þjóðfélags og þeim stofnunum sem heyra undir stjórn landsins og hámarks arðsemi þeirra stofnana fyrir þjóðfélagið, til að mynda Há- skóla Islands, þá myndi sjálfsagt ýmislegt koma í ljós sem betur mætti fara. Of háir vextir Allir lántakendur hér á landi kvarta undan háum vöxtum, ríkið, heimilin og atvinnuvegirnir. Þótt skiptar skoðanir séu um orsakir hárra vaxta þá viðurkenna þó flestir að orsökin sé fyrst og fremst sú að of margir séu að beijast um það sparifé sem boðið er til útlána. í skjóli þess geta bankar og aðrir sem lána út fé haldið uppi háum raun- vöxtum. Nú skyidu menn ætla að einfalt sé að auka lánsfé með því að leita út fyrir landsteinana. Flestir eru sammála um að langvarandi við- skiptahalli við útlönd mörg undanfar- in ár leyfi ekki slíkt og við séum fyrir löngu komin á eindaga í þeim efnum. En getum við aukið spamað? Til dæmis með því að hækka innláns- vexti, sem aftur hækkuðu útláns- vexti, sem aftur orsakaði meira tap fyrirtækja, sem síðan kæmi þá í lægra kaupi launþega og þar af leið- andi minni spamað hjá þeim. Ekki sýnist það vænlegur kostur. Samt sem áður kom fram sú skoð- un fyrir skemmstu að ekki bæri að setja sérstakan skatt á háar tekjur þar sem það kæmi aðeins fram í minni spamaði og hærri vöxtum. Samkvæmt því orsaka stöðugt lægri rauntekjur hjá velflestum þjóðfélags- þegnum stöðugt minni sparnað og aukna ásókn í lánsfé þegar tekjumar duga ekki til framfærslu. En hverjir eru gráðugastir í lánsfé sem síðan kemur fram í háum raunvöxtum, miklum mun á inn- og útlánsvöxtum til að halda uppi rándýra bankakerfi með tilheyrandi óstjórn, sem þjóðin skal borga? Ríkið Umsvif ríkissjóðs á íslenska lána- markaðnum era mikil. Stöðugum halla ríkissjóðs er haldið uppi með útgáfu bréfa, sem dengt er inn á markaðinn með tilheyrandi gylliboð- um. Ef ekki selst eru vextirnir ein- faldlega hækkaðir og markaðurinn þar af leiðandi sprengdur. Húsbréf með ríkisábyrgð eru til sölu, bréf með ábyrgð ríkisbanka era til sölu, bréf með ábyrgð bæjar- og sveitarfé- laga eru til sölu, síðan lenda sveitar- félögin í vanskilum og era þá sjálf- skrafa komin í ábyrgð ríkissjóðs. Eftir að ríkissjóður taldi sig kominn að hættumörkum með lántökur er- lendis var lánsfjárþörfinni beint meira á innanlandsmarkaðinn. það segir sitt. Ef til vill er styttra í það en margur heldur, að ríkissjóður fari að leita eftir nauðasamningum við skuldunauta sína innanlands um nið- urfellingu skulda. Sjávarútvegur Skuldir sjávarútvegsins era nú taldar um 95 milljarða króna og stöð- ugt lengist halinn. 65% nettó skuld- anna era gengistryggðar og er nú svo komið að gamla bjargráðið að fella gengið til bjargar sjávarútvegin- um dugir ekki lengur. Á síðastliðnum fimm áram hefur sjávarútgegurinn bætt við sig skuldum sem nemur 18 milljörðum króna. Engu breytir þótt um innlend eða erlend lán er að ræða, þetta kemur fram í háum raun- vöxtum, þar sem aukinn viðskipta- halli við útlönd með lántökum sjvar- útvegsins erlendis beinir ríkissjóði meira að lántökum innanlands. Orsakir skulda sjávarútvegsins í tíð Kjartans Jóhannssonar sem sjávarútvegsráðherra, voru hafðir uppi tilburðir í þá átt að minnka flot- ann með því að stöðva nýsmíði skipa. Það er miður að þeirri stefnu var Sigurgeir Jónsson „Verður það framtíðin að örfáir aðilar og bæj- arsjóðir með aðstoð út- lendinga eigi allan óveiddan fisk í sjónum. Sjómenn verða síðan skikkaðir til að veiða þennan fisk á afar kost- um eins og ánauðugir þrælar?“ ekki fylgt. Sú stefna hefði og leitt til þess að færri fiskvinnsluhús hefðu verið byggð og þau betur nýtt sem fyrir vora. Þá hefði væntanlega verið tekið á hinu sjálfvirka útlánakerfí til sjávarútvegsins í gegnum Fiskveiða- sjóð og aðra opinbera sjóði, svo og Landsbanka íslands og Utvegsbank- ann sáluga. En síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Meistarakokkar kvótakerf- isins komu fljótlega til sögunnar. Reiknuðu þeir út stórgróða í formi óveidds físks sem syndandi væri allt í kringum landið. Breytti það engu þótt fískurinn væri óveiddur og ósýnilegur. Þarna voru fleiri hundruð milljarða króna gróði á ferðinni, að- eins ef kvótakefíð kæmist á (bréf- dúfu hagfræðin). Við þetta mottó sitt halda þeir sig enn í dag. Ekki þyrfti að hafa áhyggjur af stöðugum nýbyggingum skipa, ungfíski, hrygn- ingarfíski, æti í sjónum, veiðarfæram upp í fleiri tonn, sem hægt er að fara með yfir hvað sem er, hvenær sem er, í hvaða veðri sem er. Nú eru liðin níu ár síðan kvótakerfíð kom á. Heldur fer minna fyrir gróðanum en ætlað var. Yfirkokkurinn sjálfur er þó undanskilinn, hann fær sínar föstu tekjur frá LÍÚ í formi gjalda frá gjaldþrota útgerð og getur áhyggjulaust ávaxtað sitt pund á háum vöxtum. Tekjur sem koma ekki frá óveiddum fiski. Fljótlega eftir tilkomu kvótakerfis- ins raku gamlir ryðkláfar sem búið var að leggja upp úr öllu valdi í verði. Eina skilyrðið var að þeim fylgdi ein- hver kvóti og kannski slegið fyrir öllu, enda kvótinn það verðmætur að öllu skipti að fá kvótann hvað sem það kostaði. Eftir þessi níu ár eru reiknimeist- arar kvótakerfísins enn að reikna út gróðann í óveiddum fiski. Eina skýr- inguna á því að gróðinn lætur á sér standa segja þeir þá að útlendingar fái ekki að kaupa kvóta í félagi með íslendingum. Yfírskuldsett fyrirtæki eigi að geta selt útlendingum hlut í kvótanum til að geta haldið áfram að bjóða í kvóta og haldið áfram að tapa og síðan verður væntanlega seldur meiri hlutur eftir meira tap. Seðlabankínn í brennipunkti eftir Þorvald Gylfason Bankarekstur er ef til vill ekki elzti atvinnuvegur heims, en bankar hafa þó fylgt manninum í árþúsund- ir í einni eða annarri mynd. Bankar skipta máli. Seðlabankar eru sér- staklega mikilvægar stofnanir. Mik- ilvægi þeirra hefur aukizt á síðustu áram í kjölfar mikilla breytinga í efnahagslífi þjóðanna. Seðlabankar fara með hluta framkvæmdavalds á sviði peningamála og geta þess vegna haft veruleg áhrif á gengis- skráningu, gjaldeyrisviðskipti, útlán bankakerfisins og vexti meðal ann- ars. Auk þess geta seðlabankar haft mótandi áhrif á starfsumhverfi banka og annarra íjármálastofnana, ekki sízt ef þeir hafa bankaeftirlit á sinni könnu, eins og tíðkast til að mynda hérlendis. Reynslan sýnir, að góð seðlabankastjórn getur skipt sköpum fyrir stefnumótun stjórn- valda í efnahagsmálum og um leið fyrir lífskjör og velferð almennings. Vond bankastjóm getur að sama skapi valdið miklum skaða. I Því er ekki að leyna, að stjórn peningamála og ýmissa annarra þátta efnahagsmála hefur ekki tek- izt mjög vel í löndunum í kringum okkur síðast liðin 20 ár. Árin eftir fyrstu olíuverðshækkunina 1973-74 færðist verðbólga mjög í aukana í iðnríkjunum meðal annars vegna ónógs aðhalds í peningamálum. Lausatök í ríkisfjármálum lögðust víða á sömu sveif, enda var ríkishall- anum mætt með aukinni peninga- prentun að nokkru leyti. Verðbólgan, sem hlauzt af öllu þessu auk ann- ars, var að vísu barnaleikur á ís- lenzkan mælikvarða, en hún kallaði engu að síður á harkaleg viðbrögð, sem eiga trúlega nokkurn þátt í miklu atvinnuleysi, sem hefur hrjáð iðnríkin, einkum Evrópulöndin, síðan 1980. Angar þessa vanda teygja sig nú til Norðurlanda og hingað heim. Að því hlaut að koma. Hér heima hefur atvinnuleysi tífaldazt á örfáum árum. Flestar þjóðirnar í kringum okkur hafa bragðizt við þessum vanda með því meðal annars að veita seðlabönk- um aukið sjálfstæði gagnvart stjórn- völdum síðustu ár. Nýleg lög um sænska seðlabankann era til marks um það. Aukið sjálfstæði seðlabanka hefur verið talið æskilegt til að skerða aðgang ríkisins að lánsfé í seðlabönkum til að hamla gegn pen- ingaprentun og verðbólgu og jafn- framt til að draga úr afskiptum stjómmálamanna af vöxtum og gengi frá degi til dags. Með þessu hefur verið stefnt að aukinni stað- festu og auknum styrk í stjóm pen- ingamála. Rökin fyrir auknu sjálfstæði seðlabanka eru öðrum þræði vald- dreifíngarrök. Þau eru sömu ættar og rökin fyrir aðgreiningu fram- kvæmdavalds, löggjafarvalds og dómsvalds. Reynsla liðinna ára bendir til þess, að verðlag sé yfir- leitt stöðugast í þeim löndum, þar sem seðlabankinn er tiltölulega óháður duttlungum stjórnmála- manna í örvæntingarfullri atkvæða- leit, þótt seðlabankar hljóti auðvitað að starfa á ábyrgð rétt kjörinna stjórnvalda og undir eftirliti þeirra, þegar allt kemur til alls, ekki síður en hæstiréttur til dæmis. Við lifum í lýðræðisríki. Seðlabanki á ekki að vera ríki í ríkinu, en hann á ekki heldur að vera handbendi ístöðu- lausra stjórnmálamanna. Það er 'hægt að skýra höfuðrökin fyrir auknu sjálfstæði seðlabanka með einföldu dæmi úr daglegu lífi. Þeir, sem eiga við ofþunga að etja, reyna stundum að halda í við sig með því að setja sér einfaldar reglur eins og til dæmis að fara með kökukassann úr eldhúsinu niður í kjallara til að falla þá síður í freistni. Þetta er ein- föld regla, sem hefur reynzt mörgum vel. Með sama hætti hafa stjórn- málamenn víða í nálægum löndum séð sér hag í því að reisa skorður við eigin afskiptum af seðlabanka- málum. Þeir hafa farið með seðla- bankann niður í kjallara. Þetta er engin nýlunda. Ódysseifur fór eins að, þegar hann Iét binda sig við mastrið, eins og Guðmundur Magn- ússon prófessor hefur lýst í prýðilegu ritgerðasafni, sem Hagfræðistofnun Háskólans gaf út í fyrra. II Nýtt frumvarp til laga um Seðla- banka íslands, sem viðskiptaráð- herra hefur lagt fram á Alþingi, tek- ur tillit til þeirra sjónarmiða, sem lýst er að framan. Þar er meðal annars gert ráð fyrir því, að Seðla- bankinn losni undan áhrifum stjóm- málamanna að nokkra leyti til betra samræmis við skipan seðlabanka- mála í öðrum löndum. Nýju laga- ákvæði um hæfniskröfur, sem gera verði til bankastjóra Seðlabankans, er að gefnu tilefni ætlað að koma í veg fyrir það, að stjórnmálamenn geti komið sjálfum sér eða hver öðr- um í bankastjórastöður í Seðlabank- anum að loknum stjórnmálaferli. Annað ákvæði frumvarpsins, sem þjónar sama tilgangi, er á þá leið, að bankastjórastöður við Seðlabank- ann skuli auglýstar til umsóknar, þegar þær losna, þannig að yfir- stjórn bankans (það er bankaráðið) geti valið úr hópi sem hæfastra umsækjenda og viðskiptaráðherra, sem skipar bankastjóra, sé bundinn við þá umsækjendur, sem bankaráð- ið mælir með, eftir föstum reglum. Af þessu má ráða, hversu mikilvægt það er, að bankaráðið sjálft sé vel skipað og frumstæðir flokkser- indrekar komi þar hvergi nærri. Bankaráð Seðlabankans er reyndar mjög vel skipað nú. í ráðinu sitja meðal annars tveir mikils metnir prófessorar í viðskipta- og hagfræði- deild Háskóla íslands og forstjóri eins virtasta tryggingafélags lands- ins. Þessir menn láta ekki segja sér fyrir verkum. Þrátt fyrir þessi ákvæði, sem eru til mikilla bóta, gengur frumvarpið að minni hyggju ekki nógu langt í þá átt að draga úr afskiptum stjórn- málamanna af Seðlabankanum. Það má ráða af því, að frumvarpið gerir ráð fyrir þrem bankastjórum eftir sem áður, þótt slík skipan tíðkist yfírleitt ekki í öðrum löndum. Hætt- Þorvaldur Gylfason „Seðlabankinn getur ekki markað skynsam- lega, trausta og trú- verðuga stefnu í pen- ingamálum landsins, svo sem honum ber skylda til samkvæmt lögum, nema sljórnend- ur hans og starfsmenn séu hafnir yfir sljórn- mál og flokkadrætti og njóti virðingar meðal þjóðarinnar.“ an við það að hafa þijá bankastjóra frekar en einn er sú, að stjórnmála- flokkarnir haldi áfram að skipta bankastjórastólum á milli sín, jafn- vel þótt sú skipan hafi gefizt illa og eigi engan rétt á sér lengur. Hvað um það, þegar frumvarp viðskiptaráðherra er skoðað í heild, gegnir það nokkurri furðu, með hvaða hætti fréttir hafa verið fluttar undangengin misseri af fyrirhug- uðum mannabreytingum í banka- stjórn Seðlabankans á þessu ári. í fjölmiðlum hafa birzt með reglulegu millibili fregnir af alls kyns hugsan- legum hrókeringum og hrossakaup- um í tengslum við væntanletrar breytingar á ríkisstjórn landsins. Þetta hefur valdið því, að fólkið í landinu lítur yfírleitt svo á, að Seðla- bankinn sé eftir sem áður skiptimynt í ógeðfelldu valdabraski stjórnmála- manna. Þessi misskilningur virðist stafa af því, að blaðamenn og aðrir, sem um málið hafa fjallað, hafa ekki gert sér fulla grein fyrir mál- avöxtum. Það segir sig sjálft, að úr því að viðskiptaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi, þar sem kveðið er á um það, að bankastjóra- stöður í Seðlabankanum verði aug- lýstar til umsóknar, þegar þær losna, þá hlýtur ráðherrann að líta svo á, að með því móti sé hag bankans bezt borgið við núverandi aðstæður. Bankaráðið hlýtur að sínu leyti að vera áfjáð í að hafa þennan háttinn á, enda var formaður ráðsins einn aðalhöfundur framvarpsins, sem liggur nú fyrir Alþingi. III Allir vita, hvers konar erfiðleikum það er bundið að fá hæfa menn til að gefa kost á sér til stjórnmála- starfa, eins og málum er háttað á þeim vettvangi. Fólkið í landinu hef- ur fengið að fínna fyrir því. Seðla- banki íslands er því miður sama marki brenndur að nokkru leyti vegna mikilla og óeðlilegra afskipta stjórnmálamanna. af málefnum bankans langt umfram það, sem tíðkast í nálægum löndum. Þessi afskipti, sem lýsa sér meðal annars í þrískiptingu bankastjórnarinnar, hafa dregið þrótt úr bankanum og fyrt álit hans meðai almennings. Við íslendingar eigum blessunar- lega marga vel menntaða, hæfa og reynda menn, sem gætu veitt Seðla- bankanum trausta og farsæla for- ustu á næstu árum. En til þess að tryggja Seðlabankanum slíka starfs- krafta er nauðsynlegl að auka sjálf- stæði bankans innan stjórnkerfísins. Nauðsyn þess að reisa skorður við afskiptum stjórnmálamanna af Seðlabankanum og af bönkum yfír- leitt verður enn brýnni fyrir bragðið. Seðlabankinn getur ekki markað skynsamlega, trausta og trúverðuga stefnu í peningamálum landsins, svo sem honum ber skylda til samkvæmt lögum, nema stjórnendur hans og starfsmenn séu hafnir yfír stjórnmál og flokkadrætti og njóti virðingar meðal þjóðarinnar. Höfundur er prófessor við Háskóla íslands. -I-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.