Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1993 Veiðibyrjun í vetrarveðri SILUNGSVEIÐI hófst víða 1. maí, en athyglin beinist á þeim degi mest að Elliðavatni. Þar voru um 100 manns að veiðum á laugardaginn og nokkur hópur á sunnudag, mun færri þó, enda fór veður versnandi. Veiði byrjaði þokka- lega þrátt fyrir rysjótta tíð að undanförnu, en fágætt er að veiðimenn þurfi að ösla snjó til veiðistaða 1. maí. Nokkrir vænir silungar veidd- ust, nær eingöngu urriðar eins og oftast nær. Bleikjan er aðalfiskurinn í vatninu, en hún gefur sig yfirleitt ekki til fyrr en vatnið hlýnar meira síðar í mánuðinum. „Það var'gaman að byija sumarið svona,“ sagði Jón Þ. Einarsson, kaupmaður í Sunnukjöri, sem var meðal hundrað veiðimanna á laugardaginn. Hann veiddi þijá þriggja punda urriða skammt þar frá er Hólmsá rennur í Elliðavatn.„Það var verst að ég varð að hætta um tíuleytið, því þama var mikill fiskur. Þetta eru svona nokkrir blettir sem fiskurinn bunkar sig á þessum árstíma. Ef maður veit af þeim og kemur að svæðinu hvíldu hlýtur maður að fá eitthvað," sagði Jón ennfremur. Hanna Björk Reynisdóttir, sem selur veiðileyfí á Elliðavatnsbænum, sagði í samtali við Morgunblað- Góð byrjun JÓN Þ. Einarsson í Sunnukjöri byijaði vertíðina vel, fékk þessa þrjá þriggja punda urriða í Elliða- vatni á laugardaginn og eins og sjá má er snjór yfir öllu. ið, að menn sem beittu hrognum fyrir neðan bæinn hefðu fengið nokkra góða fiska og einnig hefðu menn sem voru að veiðum í Helluvatni fengið reyt- ingsveiði. VEÐUR VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tfma hlti veflur Akureyri 4 akýjað Reykjavfk 2 slydda Björgvin 7 skýjað Helainki 16 skýjað Kaupmannahöfn 11 alskýjað Narssarssuaq +10 léttskýjað Nuuk +13 iéttskýjað Ósló 13 rigníng Stokkhólmur 20 léttskýjað Þórshöfn 7 hálfskýjað Algarve 19 þokumóða Amsterdam 12 skýjað Barcelona 17 mistur Berlín 11 súld Chicago 14 súid Feneyjar 20 léttskýjað Frankfurt 14 alskýjað Glasgow 11 úrkoma Hamborg 11 skýjað London 12 skýjað LosAngeles 17 alskýjað Lúxemborg 16 skýjað Madrid 13 skýjað Malaga 18 skýjað Mallorca 19 léttskýjað Montreal 16 léttskýjað New York 12 hálfskýjað Orlando 20 alskýjað París 13 skýjað Madelra 16 skýjað Róm 18 skýjað Vín 22 léttskýjað Washington vantar Winnlpeg 8 úrkoma Nauðasamningsfrumvarp Hagvirkis-Kletts borið undir atkvæði kröfuhafa í dag Bústjóri Fómarlambs- ins vill láta kanna hvort tilboðið standist Á FUNDI í dag greiða lánardrottnar Hagvirkis-Kletts atkvæði um nauðasamningsfrumvarp félagsins, þar sem farið er fram á samþykki fyrir eftirgjöf á 60% af höfuðstóli almennra krafna. Hljóti frumvarpið stuðning 60% kröfuhafa er ráði yfir 60% heildarkrafna verður samning- urinn borinn undir héraðsdómara til staðfestingar. Atkvæðisrétt á fund- inum í dag hafa þeir sem lýst hafa kröfum sem fyrirtækið hefur ekki gert ágreining við og ekki nást sættir um á fundinum í dag. Að sögn Eyjólfs Kristjánssonar, lögfræðings hjá Hagvirki-Kletti, nema ágrein- ingslausar samningskröfur sem lýst hefur verið um 330 milljónum króna. Að sögn Eyjólfs er gerður ágreiningur af hálfu fyrirtækisins við allar riftunarkröfur þrotabús Fórnarlambsins, sem áður hét Hag- virki, en Ragnar H. Hall, skiptasljóri þrotabús Fórnarlambsins, lýsti alls 570 milljóna króna kröfum. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins mun Fórnarlambið fá viðurkenndar við atkvæðagreiðsluna u.þ.b. 3-4 miiy. kr. húsaleiguskuld Hagvirkis-Kletts við þrotabúið. Skuldir Hagvirkis-Kletts við ís- landsbanka og Iðnlánasjóð eru tryggðar með veðum samkvæmt tryggingabréfum og því ekki meðal þeirra sem nauðasamningurinn nær til. Ríkissjóður er meðal stærstu kröfuhafa sem taka afstöðu til nauðasamningsfrumvarpsins í dag en að sögn Eyjólfs Kristjánssonar eru þær kröfur ekki nægilega háar til að ráða úrslitum um atkvæða- greiðsluna. í gær lá ekki fyrir, að sögn Eyj- ólfs, endanleg skrá yfir þær kröfur sem viðurkenndar verða við at- kvæðagreiðsluna. Eyjólfur vildi ekki fjölyrða um hveija hann teldi iíklega niðurstöðu fundarins í dag. Ragnar Hall, skiptastjóri þrotabús Fórnarlambsins, vildi ekki láta uppi í samtali við Morgunblaðið hvort hann hygðist andmæla staðfestingu nauðasamningsins í héraðsdómi hljóti hann tilskilinn atkvæðafjölda í dag. Hins vegar lýsti hann því yfir að hann teldi óhjákvæmilegt að taka til athugunar hvort frumvarpið feli í raun í sér greiðslu á 40% skulda eins og það er úr garði gert. 60% þurfa að samþykkja Hugmyndir Hagvirkis-Kletts gera ráð fyrir 10% greiðslu af höfuðstóli krafna í reiðufé, 10% með verð- tryggðu skuldabréfi en 20% með vaxtalausu, óverðtryggðu skulda- bréfi til 5 ára. Meðal forsendna nauðasamningsfrumvarpsins er að hlutafé félagsins verði aukið um 100 milljónir króna. Þar sem frumvarpið telst miða við 60% niðurfellingu höf- uðstóls krafna er áskilið samþykki 60% kröfuhafa sem ráði jafnframt yfir 60% fjárhæðar lýstra krafna. Þegar Hagvirki-Kletti var veitt heim- ild til nauðasamningsumleitana voru lögð fram gögn um að heildarskuldir félagsins nálguðust 900 milljónir króna, að meðtöldum veðkröfum og forgangskröfum. Nauðasamningur- inn nær aðeins til almennra krafna sem lýst hefur verið og atkvæðisrétt um frumvarpið fá aðeins þeir kröfu- hafar sem forsvarsmenn félgsins gera ekki ágreining við. Fjárhæð slíkra krafna er sem fyrr greinir um 330 millj. kr. Möguleiki á að andmæla við dómara í gjaldþrotalögum er gert ráð fyr- ir því, að sé deilt um atkvæðisrétt krafna við atkvæðagreiðslu um nauðasamninga og sættir náist ekki, AF INNLENDUM VETTVANGI PÉTUR GUNNARSSON skuli litið fram hjá þeim kröfum sem ágreiningur er um við atkvæða- greiðsluna. Hljóti nauðasamningsfrumvarp samþykki tilskilins hluta kröfuhafa á fundi þeirra er það borið undir héraðsdómara til staðfestingar. Stað- festi dómari frumvarpið er kominn á bindandi nauðasamningur. Ragnar Hall sagði að áður en dóm- ari tæki ákvörðun um staðfestingu eða synjun skuli hann lýsa eftir and- mælum kröfuhafa og geti þá þeir sem telji kröfur sínar sniðgengnar án raka eða að í raun sé í boði lægri greiðsla en í frumvarpinu segir, mætt fyrir dóminn og komið sjónar- miðum sínum á framfæri. Ragnar Hall vildi ekki lýsa því yfir í samtali við Morgunblaðið að hann mundi greiða atkvæði gegn frumvarpinu í dag eða andmæla stað- festingu þess hjá dómara nái það tilskildum atkvæðafjölda. „Ég ætla að sjá hvað gerist á fundinum. Ég veit ekki hvað gert verður við kröfur Fórnarlambsins þar þótt ég hafi hug- boð um það,“ sagði hann og kvaðst m.a. bíða þess að gerð yrði grein fyrir hvort tekist hefði að afla 100 millj. nýs hlutafjár. 70-75% eftirgjöf í raun? Hins vegar kvaðst Ragnar, eins og fyrr sagði, telja óhjákvæmilegt að taka til athugunar hversu stór hluti höfuðstóls fáist í raun greiddur eins og frumvarpið sé úr garði gert og hvort heimilt sé að bera það upp sem frumvarp sem feli í sér 40% greiðslu á höfuðstóli. „Það er mjög stór hluti sem á að greiðast með vaxtalausum og óverðtryggðum bréfum. Mér sýnist að sá sem sam- þykkir þetta frumvarp sé að gefa eftir 70-75% í ljósi þess hvernig þetta á að greiðast," sagði hann. . Fyrsta keppni í götu- körfubolta í sumar FYRSTA keppni herlendis í svokölluðum götukörfubolta verður haldin í Laugardal laugardaginn 5. júní nk. Keppni í götukörfu- bolta hefur náð miklum vinsældum víða um heim á undanförnum árum og er búist við mörg þúsund keppendum á mótið í Laugardal. Keppnin fer þannig fram að tvö lið keppa á eina körfu. Fjórir skipa hvert lið og eru þrír inná í einu. Keppt verður á bílastæði við gervi- grasvöllinn í Laugardal og verður 15 körfum komið þar fyrir. Það lið sem fyrr skorar 30 stig telst sigurvegari. Keppnin verður með útsláttarfyrirkomulagi og ýmis afþreying verður í boði fyrir þau lið sem falla úr keppninni. Keppt verður í öllum aldursflokkum og aldurstakmark verður ekkert. Aðal framkvæmdaaðili keppn- innar verður Adidas og fá allir keppendur sérstaka boli frá fyrir- tækinu. Skráning hefst fljótlega og verður það auglýst síðar. I > i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.