Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 55
_______________________________MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1993_______________55 Umdeild umsókn flugfélagsins Óðins hf. um leyfi til loftferðastarfsemi Óánægja iiman Loftferðaeftir- lits vegna afgreiðslu Flugráðs NÝTT MAT á verðmæti varahlutabirgða þrotabús Helga Jónssonar, sem Helgi vill leggja fram til eignaaukningar í flugfélaginu Oðni hf. ef hann fær bú sitt aftur til frjálsra umráða, liggur nú fyrir og verður kynnt á fundi Flugráðs í dag. Er niðurstaða þess sú að verð- mæti varahlutanna sé að hámarki sjö milljónir króna. Það er mun lægra verð en forsvarsmenn Óðins hafa haldið fram, sem var tæp- lega 14 millj. kr., en það er sama upphæð og félagið hefur þurft á að halda til að standast kröfur um eigið fé vegna umsóknar þess um flugrekstrarleyfi. Endurmat varahlutabirgðanna er hins vegar nokkru hærra en niðurstaða tæknideildar Loftferðaeftirlitsins í síð- asta mánuði. Sérfræðingar þess töldu verðmæti varahlutanna aðeins á bilinu 2-3 millj. kr., og bentu m.a. á að meirihluti varahlutanna væri ólofthæfur, ranglega verðlagður og litlar líkur væru á að félag- ið gæti notað hann sem varahluti eða til sölu. Jón Helgason, fram- kvæmdastjóri Óðins hf., segir að hann eigi von á að takast muni á næstu dögum að uppfylla þau fjárhagsskilyrði sem sett hefðu verið en samgönguráðuneytið veitti því frest til 15. maí. AF INNLENDUM VETTVANGI ÓMAR FRIÐRIKSSON fær flugrekstrarleyfi en bú þeirra er nú til gjaldþrotaskipta. Þau ráku Flugskóla Helga Jónssonar, flugfélagið Odin Air og danska eignarhaldsfélagið J. M. Aviation, sem átti þær fjórar flugvélar sem notaðar voru við flugreksturinn. Óvissa er enn um fjármögnun fé- lagsins en forsvarsmenn þess segj- ast hafa fengið jákvæð viðbrögð við umsókn um lánafyrirgreiðslu hjá Lánasjóði Vestur-Norður- landa, þótt forstjóri hans segi eins og fram hefur komið í Morgun- blaðinu, að félagið hafí ekki feng- ið vilyrði fyrir láni. Flug’vélarnar óhreyfðar í 10 mánuði TVÆR af fjórum flugvélum sem Helgi Jónsson notaði í flugrekstri sínum standa í flugskýli á Reykjavík- urfluvelli en hinar eru í Danmörku. Um er að ræða þrjár Jetstream-skrúfuþotur og eina Navajo-vél sem eru í eigu þrotabús J.M. Aviation í Danmörku en samkomulag er um sölu þeirra til Óðins fyrir 48 millj. kr. ef félagið fær flugrekstrarleyfi. Vélarnar hafa staðið óhreyfðar í um tíu mánuði og var tækjum og viðhaldsbókum stolið úr þeim á síðasta ári. Flugráð samþykkti 21. apríl að láta endurmeta lagerinn vegna þessa ágreinings að ósk forsvarsmanna Oðins þótt meiri- hluti ráðsins hefði þá þegar af- greitt umsókn félagsins til sam- gönguráðuneytisins og mælt með leyfisveitingu ef Óðni tækist að uppfylla skilyrði um eigið fé. Loftferðaeftirlitið gegn leyfi Loftferðaeftirlitið mælti gegn veitingu flugrekstrarleyfis til Oð- ins hf. í síðasta mánuði þar sem félagið þyrfti að afla 22 milljóna kr. til að standast kröfur um eigið fé. Auk þess skuldar félagið 3,5 milljónir í ýmis gjöld til Flugmála- stjórnar, m.a. yfirflugsgjöld, skv. upplýsingum sem fengust hjá Loftferðaeftirlitinu. Fulltrúar Loftferðaeftirlits og endurskoðandi sem fenginn var til að kanna hvort félagið uppfyllti lögbundin skilyrði töldu málið allt mjög einkennilegt, þar sem félagið hefði ekki umráðarétt yfir flugvél- unum sem það ætlaði að nota, bú hjónanna Helga H. Jónssonar og Jytte M. Jónsson, sem ætluðu að leggja fram stærsta hluta hluta- fjár félagsins, væri til gjaldþrota- skipta, og mikil óvissa væri um lánafyrirgreiðslu og fjármögnun að öðru leyti. Morgunblaðið hefur upplýs- ingar um, að Loftferðaeftirlitið sætti sig ekki við þá afgreiðslu sem Óðinn hefur hingað til fengið og vísa m.a. til þess, að Helgi Jónsson hafi í tvígang árið 1991 verið kærður til Rannsóknarlögreglunn- ar fyrir brot á reglum um há- markshleðslu flugvéla en málið er óafgreitt hjá RLR. Loftferðaeftir- litið hefur raunar oftar gert at- hugasemdir vegna frekari brota Helga á reglum um Ioftferðir, skv. upplýsingum blaðsins. Þegar þessi ágreiningur var borinn undir Jón Helgason, son Helga, en hann er framkvæmda- stjóri, stjórnarformaður og flug- rekandi Oðins hf., sagði hann fé- lagið vilja hafa góða samvinnu við Loftferðaeftirlitið. Deilt um virði varahluta Agreiningurinn um varahluta- lagerinn sem er nú í eigu þrotabús Helga Jónssonar á sér talsverða forsögu en að sögn Jóns keypti Helgi umrædda varahluti af bandarískum flugrekstraraðila sem átti eina af þeim flugvélum sem Helgi hefur notað í flug- rekstri sínum. Jón gat ekki gefið upp kaupverð varahlutanna en sagði að verðið hefði verið sann- gjarnt. „Þessi lager hefur verið mjög mikilvægur í rekstrinum hjá okkur, og hann tryggir reksturinn á þessum flugvélum til langs tíma og að hægt sé að halda uppi fyllsta öryggi,“ sagði hann. Stefán D. Franklín, endursköð- andi Flugmálastjórnar, og Þorkell Guðmundsson, tæknistjóri Land- helgisgæslunnar, komast aftur á móti að þeirri niðurstöðu í sínu mati á lagernum, sem kynnt verð- ur Flugráði í dag, að svo virðist sem fyrri eigendur birgðanna hafí ekki metið þær mikils og því nán- ast gefið þær. Gamlir hlutir og brotin rúða í byijun mars lögðu aðstand- endur Öðins fram varahlutaskrá og staðfestingu bandarísks fyrir- tækis, Northwest International Industries, vegna umsóknar fé- lagsins um flugrekstrarleyfi, en þá hafði Loftferðaeftirlitið ítrekað óskað eftir að upplýsingar yrðu veittar um birgðirnar. Þar kom fram að svokallað listaverð vara- hlutanna væri rúmlega 50 millj. kr. en það er fundið með saman- burði við verð frá framleiðanda. Tæknideild Loftferðaeftirlitsins sætti sig ekki við þessar upplýs- ingar og lögðu þá þrír flugvirkjar á vegum Oðins mat á þá vara- hluti sem hafa langan endingar- tíma og endurskoðandi félagsins bar niðurstöðuna saman við vara- hlutamat annarra flugfélaga og komst að því að verðmætið lægi á bilinu 13-14 millj. Tæknideild Loftferðaeftirlitsins krafðist þess hins vegar að fá að skoða umræddan lager. Töldu sér- fræðingar þess að verðmæti hans hefði verið gróflega ofmetið og væri í hæsta lagi 2-3 millj. kr. virði. Komust þeir að því að mikið væri af gömlum og biluðum hlut- um, sem hefði verið pakkað í plast og brotin rúða úr stjórnklefa verið sett í umbúðir nýrrar rúðu og hún verðlögð á rúmlega fjögur þúsund dali. Dæmi væru um hundraðfalda verðlagningu á ýmsum varahlut- um. Að sögn Jóns Helgasonar á þetta sér eðlilegar skýringar og sagði hann að ástand varahlut- anna væri mjög mismunandi. Við- gerðarhæfir hlutir væru ekki verð- lausir en á þeim lista sem lagður hefði verið fram hefðu þessir hlut- ir ekki verið verðlagðir sem nýir. Sagði hann að kostnaður við við- gerð umræddrar rúðu væri 40% af verði nýrrar rúðu, sem kostaði 13 þúsund dali. Engum blekking- um hefði því verið beitt við lýsingu eða verðmat á þessum umdeilda lager. Óánægja vegna afgreiðslu Flugráðs Mikil reiði er innan Loftferða- eftirlitsins vegna þeirrar ákvörð- unar Flugráðs 21. apríl að láta endurmeta varahlutalagerinn og raunar hefur blaðið upplýsingar um að megn óánægja sé bæði inn- an Flugmálastjórnar og sam- gönguráðuneytis vegna þeirrar afgreiðslu sem umsókn Óðins um flugrekstrarleyfi hefur fengið hjá meirihluta Flugráðs. Hjá Loftferðaeftirlitinu er litið á ákvörðun Flugráðs, sem tekin var í samráði við lögmann Óðins, um að fá „hlutlausan aðila“ til að endurmeta verðmæti varahlut- anna sem vantraust á Loftferða- eftirlitið, sem annist þetta eftirlit lögum samkvæmt. Hlutafjársöfnun Helgi Jónsson flugrekandi og kona hans, Jytte M. Jónsson, munu ætla að leggja fram stærsta hlutann af nýju hlutafé í Óðni, eða rúmar sex millj. kr., ef fjárhagsleg endurskipulagning tekst og félagið Helgi Jóhannesson bústjóri seg- ir að ef Helga Jónssyni takist að fá búið afhent til fijálsra umráða í samningum við kröfuhafa, en stærstur þeirra er danski bankinn Bikuben, verði honum frjálst að framselja varahlutalagerinn til Óðins. Hvarf log-bóka og tækja Flugrekstrarleyfi Helga Jóns- sonar var afturkallað í september á síðasta ári eftir að hann var úrskurðaður gjaldþrota í Héraðs- dómi Reykjavíkur. Lögmaður danska Bikuben-bankans lagði inn beiðni um gjaldþrotaskipti hjá hjónunum Helga og Jytte vegna sjálfskuldarábyrgðar þeirra á láni að upphæð 140 milljónir ísl. króna, sem þau fengu til að fjármagna kaup á Jetstream-flugvélum sem notaðar voru í flugrekstri Helga. Jafnframt var lögð fram kæra til Rannsóknarlögreglu ríkisins vegna hvarfs viðhaldsbóka (log- bóka) og fjarskipta- og flugleið- sögutækja úr tveimur flugvélanna eftir að hald hafði verið lagt á þær fjúlí sl. að beiðni þrotabús J.M. Aviation, sem var skráður eigandi vélanna. Verðmæti tækjanna er talið um tvær milljónir króna og eru þau ófundin en hluti viðhalds- bókanna fannst í plastpoka fyrir utan skrifstofu Óðins 5. mars sl. Ekki tjaldað til einnar nætur í vetur hefur verið unnið að fjár- hagslegri endurskipulagningu til að hefja flugrekstur flugfélagsins Óðins en Loftferðaeftirlitið hafn- aði hins vegar í janúar sl. að sam- þykkja Helga Jónsson sem flug- rekstrarstjóra. Jón sonur hans ákvað þá að taka flugrekstrar- stjórapróf hjá Loftferðaeftirlitinu og gerðist flugrekandi félagsins. Töldu aðstandendur Óðins að með því mætti bæta samvinnuna við Loftferðaeftirlitið. Litið er á Óðinn hf. sem nýjan flugrekanda og hefur verið fari^ með umsóknina í samræmi við það. Félagið hefur þegar uppfyllt skilyrði um viðhald, ábyrgðarmenn og tækniþjónustu. Byggjast áætl- anir forsvarsmanna Öðins á að félagið fái áætlunarleyfi fyrir flug- leiðina milli Reykjavíkur og Kulu- suk á Grænlandi. Samkvæmt mati á fjárhags- stöðu félagsins er eigið fé þess að undirbúnings- og viðgerðarkostn- aði meðtöldum neikvætt um 11 millj. kr. Talið er að rekstrarkostn- aður í þrjá mánuði nemi svipaðri upphæð þannig að afla þurfi a.m.k. 22 millj. kr. til að félagið standist kröfur um útgáfu flug- rekstrarleyfís. Hlutafjárloforð fjöl- skyldu Helga Jónssonar og nokk- urra starfsmanna nema 8-9 millj. sem er þó enn óvissu háð vegna gjaldþrotaskipta og eignastöðu. Verði lagerinn einnig lagður til félagsins bætast svo 7 millj. við þá upphæð. Jón Helgason sagði að nú lægju fyrir yfírlýsingar nokkurra aðila um að koma með nýtt hlutafé inn í félagið þannig að það yrði ekki eingöngu í eigu fjölskyldunnar. Skv. upplýsingum Othars Arnar Petersen, lögmanns Bikuben- bankans, er samkomulag um það milli Óðins og danska bankans að félagið geti fengið flugvélarnar keyptar en samningar hafa þó ekki verið undirritaðir enda háðir því, að önnur áform stjórnenda félagsins gangi upp. Jón sagði að danski bankinn hefði samþykkt að aðstoða við endurfjármögnun flugvélanna og lána til þess rúm- lega helming kaupverðsins, sem nemur 48 milljónum kr. „Þær fjár- hagsáætlanir sem við höfum gert lofa mjög góðu. Hér er ekki verið að tjalda til einnar nætur,“ segir Jón. —ef þú spilar til að vinna! 17. leikvika , 1.-2. mai 1993 Nr. Leikur: Röóin: 1. Halmstad - öster - - 2 2. Helsingborg - Brage 3. Trelleborg - örgryte 1 - - 1 - - 4. Frolunda - Degerfoss 5. örebro - Malniö - X - - - 2 6. Chelsea - Coventry 1 - - 7. Crystal Palaee - Ipswích 8. Everton - Arsenal 1 - - - X - 9. Lccds - QPR - X - 10. Norwich - Liverpool 11. Notth Forest - ShefT. Utd. 1 - - - - 2 12. Southampton - Man. City 13. Tottenham - Wimbicdon - - 2 - X - „ Heildarvinningsupphæðin: 94 milljón krónur | 13 réttir: | 701.510 | kr. 12 réttir: | 15.100 1 11 réttir: | 1.330 | kr. 10 réttir: | 380 |kr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.