Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MAI 1993 11 Lygar og leyndarmál Morgunblaðið/Árni Sæberg Leikarar í Kjaftagangi ásamt leikstjóra, búningahönnuði og ljó- samanni, í lok frumsýningar Leiklist____________ Súsanna Svavarsdóttir Þjóðleikhúsið Kjaftagangur Höfundur: Neil Simon. Þýðing og staðfærsla: Þórarinn Eld- járn. Leikstjóri: Asko Sarkola. Leikmynd: Hlín Gunnarsdóttir. Búningar: Hlín Gunnarsdóttir og Þórunn María Jónsdóttir. Lýsing: Asmundur Karlsson. Lygar og leyndarmál eru meg- inuppistaðan í þessum farsa. Leik- urinn hefst á því að hjónin Kristín og Benni (Lálja Guðrún Þorvalds- dóttir og Öm Árnason) koma í boð hjá Kalla og Svandísi. Áður en þau komu inn í húsið heyrðu þau skothvell, brutust inn og fundu Kalla liggjandi í blóði sínu, en Svandís er á bak og burt. Á meðan Benni stumrar yfir Kalla (utansviðs), reynir Kristín að ná í lækni hans, sem er í óperunni að sjá Sardasfurstynjuna. Þegar næst í lækninn, kemur svo Benni æðandi niður úr svefnherbergi Kalla og segir Kristínu að Ijúga að lækninum — ekkert hafi gerst. Því næst taka þau til við að taka á móti þeim gestum sem væntan- legir eru, vegna þess að Kalli og Svandís eiga tíu ára brúðkaupsaf- mæli. Fýrst koma Klara og Jenni (Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Sig- urður Siguijónsson). Þau sjá að ekki er allt með felldu, en Benni bannar Kristínu að segja þeim hvað hefur gerst. Kristín reynir að kjafta sig frá sannleikanum, en Benni segir þeim svo satt, án þess að Kristín viti og veldur það að vonum misskilningi, niðurlæg- ingu og ergelsi. Næst koma Önni og Kíkí (Pálmi Gestsson og Tinna Gunnlaugsdóttir). Hún er ógur- lega bakveik, dettur mikið og skríður eftir gólfinu, en fer samt í eldhúsið til að malla; hráefnið liggur allt á borðinu en af ein- hveijum óskiljanlegum ástæðum er enn ekki farið að elda. Þá koma Svenni og Kolla (Ingvar E. Sig- urðsson og Halldóra Björnsdóttir). Það er ekki gott samkomulag á milli þeirra, en svo fara allir að borða og það er komið hlé og þó nokkuð margar skýringar á því hvers vegna Kalli og Svandís eru ekki í sinni eigin veislu. Skýring- arnar snúast að mestu leyti um framhjáhaldsmöguleika þeirra hjóna; Kalli liggur skotinn (að vísu bara í gegnum eyrnasnepil- inn) uppi í svefnherbergi, en Sveindís alveg jafn horfin og í upphafi. Eftir hlé lendir Svenna og Kollu saman, hún klæðir sig í sturtu- hengi og fer að káfa á Jenna, svo ijúka hún og Svenni út og inn í nýja Bé Emm Vaffinn hans Benna, sem hafði verið klesstur á leið í veisluna. Löggur koma (Randver Þorláksson og Þórey Sigþórsdóttir) og finnst grunsam- legir hlutir vera að gerast fyrir utan húsið, sérstaklega vegna þess að þær eru að leita að rauð- um Pors, sem hafði verið stolið úr umboðinu og keyrt á Bé Emm Vaffinn. Allir eru svo hræddir við iögguna að Benni þykist vera Jenni og Jenni þykist vera Kalli og eiga heima þarna. Þegar lögg- an ætlar svo að fara, álpar Svenni því út úr sér að hann hafi komið eftir að skothvellirnir heyrðust og löggan heimtar skýringu. Svenni spinnur upp sögu sem löggan trú- ir. Svo kveður löggan, uppspuni Svenna reynist réttur. Sveindís hafði bara verið niðri í kjallara í nokkra klukkutíma, var læst þar niðri og bankar nú á kjallaradyrn- ar. Ekkert dularfullt hefur gerst; bara eitt partý snúist um ekkert. Út af fyrir sig allt í lagi efnivið- ur í farsa, með einstaka góðum sprettum — sérstaklega upphafs- atriðið, þar sem Kristín og Benni reyna að komast að samkomulagi um hvað skuli gera, hvernig skuli útskýra aðstæður, hveiju skuli leyna, hvað skuli sagt. Annað ágætt atriði er spuni Svenna, þeg- ar hann þykist vera Kalli, til að losna við lögguna. Meira er það ekki. í leikskrá segir leikstjórinn Asko Sarkola: „Farsar eru aðeins fyrir afburðaleikara." Og víst er að hlutverkaskipanin í Kjafta- gangi er þéttskipuð grínstjörnum þjóðarinnar, en ekki tekst betur til en svo að manni verður á að spyija: Fyrir hvers konar leik- stjóra eru farsar? Mér fannst stjórnleysi einkenna alla sýninguna. Allir voru of móð- ursjúkir, of háværir, of undrandi, of hneykslaðir, textaflutningur of hraður, hreyfingar of stórar, þannig að ég ákvað að taka undir með leikstjóranum sem segir í umræddu viðtali í leikskrá, eftir að hafa lofað farsa; „illa leikinn farsi er skelfilegasta leikhús sem til er“. Ég játa að mér finnst þessi til- tekni farsi ekki góður, en leik- stíllinn sem leikstjórinn hefur val- ið honum er síst til að bæta hann; sýningin er yfirdrifin keyrsla, laus við þann aga og fágun í svipbrigð- um, hreyfingum og textameðferð sem farsa ber. Þegar persónurnar ljúga setja þær undantekninga- laust upp svip sem segir að þær séu að ljúga. Það vantar alla flærð og lævísi í þær. Þau verða öll eins, öll þessi Svennar og Bennar, Jenn- ar og Önnar og þeirra spúsur. Það er helst að Lilja Guðrún Þorvalds- dóttir og Sigurður Siguijónsson nái að tempra leik sinn á köflum. Jafnvel ærslaleikur hefur sín landamæri, sinn afmarkaða ramma — annars væri hann ekki leikhús. Ég verð að segja eins og er, að ég sárvorkenndi leikurunum að þeytast um sviðið og taka þátt í þessari vitleysu. Það var átakan- legt að horfa á þetta fólk, sem kann öðrum betur að koma manni til að hlæja, vaða út yfir öll mörk þess sem skemmtilegt getur talist og senda mann gersamlega kúg- uppgefinn út" úr leikhúsinu, rétt eins og maður hefði verið í partýi með tíu mjög ofvirkum einstakl- ingum. Leikmyndin var af íburðarm- iklu einbýlishúsi og kom ágætlega út og var það eina í sýningunni sem undirstrikaði að þarna væri saman komið ósköp „normal" fólk við aðstæður sem það ræður ekki alveg við. Búningarnir voru sömu- leiðis skemmtilegir, nógu ýktir fyrir farsa, en alveg innan senni- legra marka. Norbert Weber með fyrirlestur í Nýlista- safninu ÞÝSKI sýningahaldarinn og út- gefandinn Norbert Weber heldur fyrirlestur í Nýlistasafninu við Vatnsstíg, í dag, þriðjudaginn 4. maí, klukkan 20.30. Fyrirlesturinn kailar hann „The lost House - The found Key“ og mun hann þar m.a. fjalia í máii og myndum um það sem kallað hefur verið póstmód- ernismi og kynna í því sambandi hugmyndafræðina að baki stórri, alþjóðlegri útilistasýningu í Lissa- bon. í stuttum texta þar sem Norbert Weber lýsir við- fangsefni fyrirlest- ursins, líkir hann listheiminum við hús sem hentar okkur tæplega lengur þó við tregð- umst við að viður- kenna það og segir m.a. „Það er tilgangslaust að leita í herbergjum sem enginn hefur notað að undanförnu því það sem hentaði í gær fullnægir ekki þörfum okkar í dag. Við verðum að yfírgefa gamla húsið. En það er til lykill, brothættur og hálf ósýnilegur. Finnum dyrnar sem honum er ætlað að ljúka upp, - glerlykillinn." Norbert Weber er fæddur í Kir- berg í Þýskalandi 1943 og lagði stund á nám í listum, uppeldisfræði og stjómmálahagfræði í háskólanum í Mainz. Hann lærði síðar grafíklista- prentun í Wiesbaden og 1975 stofn- aði hann eigin prentverkstæði fyrir grafíklistamenn, sem íslenskir iista- menn hafa m.a. notið góðs af. í rú- man áratug hefur hann auk þess rekið eigið listhús og listbókaútgáfu, NEMO, í Eckernförde í Þýskalandi og nú síðustu ár hefur honum verið falin umsjá stórsýninga á borð við útilistasýninguna RADAR í Finn- landi 1990 og nú síðast Rostock-tví- æringsins. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Norbert Weber. Orgeltónleikar Tónlist Jón Ásgeirsson HAUKUR Guðlaugsson orgel- leikari kom fram á vegum Listavinafélags Hallgríms- kirkju sl. sunnudag og lék á Klais-orgelið verk eftir Pachel- bel, J.S. Bach, Reger og Pál ísólfsson. Tónleikarnir hófust á Ciacona í f-moll eftir Pachelbel og var þetta fagra verk sérlega vel leikið. Radd- skipanin var fagurlega útfærð og að mestu á fínlegri nótunum. Fant- asían í G-dúr (BWV 572) var nokk- uð sérkennilega útfærð og á undir- ritaður þar við fyrsta hluta henn- ar, sem er tokkata, en þar var radd- skipanin ef til vill einum of frönsk, þó verkið sé frá hendi Bachs í frönskum stíl. Hvað um það, þá var verkið mjög vel leikið og rismik- ill miðþáttur verksins, sem er „kór- all“, að mestu byggður á fallandi tónferli, naut sín sérlega vel. Frægt Sicilianó eftir J.S. Bach fylgdi á eftir fantasíunni en það heyrðist hér fallega flutt í orgelumritun ein- leikarans. Toccata í d-moll og fúga í D-dúr eftir Max Reger eru glæsileg verk og þar fengu áheyrendur að heyra „þrumuraust" orgelsins, sem kom sérlega fram í glæsilega fluttri tokkötunni. Seinni hluti_ tónleik- anna var helgaður Páli Isólfssyni og leikin fjögur verka hans; Sálm- forleikur og sálmurinn Víst ert þú Haukur Guðlaugsson Jesús kóngur klár, annar sálmfor- leikur yfir Bænin má aldrei bresta þig. Maríuvers og Chaconne yfir upphafsstef Þorlákstíða. Sálmforleikimir og Máríuversið voru fallega leikin en það var í gælsiverkinu Chaconne, sem leikur Hauks reis hvað hæst en það sem helst einkenndi leiks hans var eink- ar skýr hendingamótun. Nokkuð er langt síðan Haukur Guðlaugsson hefur haldið tónleika hér heima en það var sannarlega timi til kominn og þar eru áheyrendur líklega sam- mála undirrituðum, því sjaldan hef- ur verið mannfleira á orgeltónleik- um en sl. sunnudagskvöld. VOR- OG SUMARFATNAÐ UR Ótrúlega gott og fallegt úrval Stakir jakkar Terlene-buxur Gallabuxur Sumarbuxur Bermuda-buxur Stuttbuxur Pils Bómullarbolir DIVINA-tískufatnaður blússur, jakkar, pils. GEISSLER Dr'agtir og stakir jakkar EmDee — blússur og bolir SEIDENSTICKER -blússur FULWILNE - úlpur úr mikró-efni. Váuntu fataverslun v/Nesveg, Seltjarnarnesi. Opið daglega frá kl. 9-18, laugardaga frá kl. 10-14. V ________ dömufatnaöur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.