Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1993 ÞJOÐMAL STEFÁN FRIÐBJARNARSON Níutíu ár frá norska „sfldar- land-náminu“ í Siglufirði Lífskjör sótt í síld og þorsk Frá vissum sjónarhóli séð námu Norðmenn Island ððru sinni síðla 19. aldar, þegar þeir hófu síldveiðar hér við land. Fyrst segir af síldveiðum þeirra árið 1868 við Austfirði. Árið 1880 eru höfuðstöðvar þeirra við Eyjafjörð nyrðra. Þá vóru íslendingar farnir að horfa til vinnubragða þeirra, veiða og vinnslu. A þessu ári eru níutíu ár liðin síðan Norðmenn hófu síldarsöltun norður í Siglufirði. I — Fyrsta stóriðja íslendinga Að sumri komandi (1. til 4. júlí) verður þess minnst á norrænu vinabæjamóti norður í Siglufirði að níutíu ár eru liðin frá því að Norðmenn hófu síldarsöltun þar í bæ. Þess verður trúlega einnig minnst á árlegri síldarhátíð Sigl- firðinga, „síldarævintýrinu", um verzlunarmannahelgina. Norðmenn höfðu frumkvæði að síldveiðum og síldarsöltun hér á landi síðla á 19. öld. Þeir reistu og fyrstu síldarbræðslurnar hér 1905-1910. Að þeirra frumkvæði urðu síldveiðar og síldariðnaður að stóriðju hér á landi. Hún var fyrst í stað nær alfarið í eigu út- lendra en færðist smám saman á hendur heimamanna. Norðmenn hófu síldveiðar við Austfirði árið 1868 en færðu sig fljótlega norður fyrir land. Fyrst var veitt í landnætur og lagnet og síldin söltuð. Talið er að 75 síldveiðiskip hafi verið hér við land um 1880. Með minnkandi síldveiði upp úr 1880 hurfu Norðmenn að mestu burt um sinn en hófu veið- ar á ný af kappi upp úr aldmót- um. Það var um 1903 að veruleg- ur skriður komst á síldveiðar þeirra hér við land. Þá hófu þeir veiðar á hafi úti bæði með reknet- um og herpinót, en landnótaveiði lagðist af. II — Silfursegull í Siglufirði Árið 1901 vóru Siglfirðingar aðeins 146 talsins. Skömmu síðar tók síldin, silfursegull hafsins, að soga til sín fólk hvaðanæva að af landinu, auk þess sem norskir ný-landnámsmenn settust þar að til frambúðar. Siglufjörður varð fljótlega miðstöð veiða og vinnslu síldarinnar. Árið 1920 búa þar 2.500 manns. Árið 1948 fer íbúa- talan í hámarkið, rétt yfir 3.100. Síldin var eitt og allt í atvinnu- lífi og vexti staðarins. Á henni byggðust störf og afkoma fólks- ins, fyrirtækjanna og kaupstaðar- ins. Með hruni norsk-íslenzka síld- arstofnsins hrundi síldariðnaður- inn, atvinnuleg og efnahagsleg undirstaða síldarplássanna. I Siglufirði búa nú rúmlega 1.700 manns, svipað margir og fyrir 70-80 árum. Þar er tiltölulega gott atvinnuástand miðað við stöðu íslenzks atvinnulífs á heild- ina litið. Nú er undirstaðan þorskur í stað síldar. Það skiptir höfuðmáli fyrir íslenzk sjávarpláss eins og Siglufjörð að þorskurinn fari ekki sömu leið ofveiði og síldin! m — Uppurinn silfursjóður! Þessu greinarkorni fýlgir súlu- rit byggt á upplýsingum úr bók Benedikts Sigurðssonar, „Brauðstrit og barátta, úr sögu byggðar og verkalýðshreyfingar í Siglufirði" og Tölfræðihandbók Hagstofu íslands 1984. Því er ætlað að sýna hve þung sílarlóðin vóru á vogarskál íslenzks þjóðar- búskaðar fyrr á tíð. „Síldarafurðir námu 21-45,6% af árlegum út- flutningstekjum þjóðarinnar á ár- unum 1961-1968“, segir í Síldin skilaði miklu! Hundraðshluti síldarafurða annarra en lag metis í verðmæti útfiutnings frá Íslandi1941 Hetmild: Benedikt Sigurðsson. Brauðstrit og barátta, Seinna bindi, s. 137. Skjaldarmerki síldarbæjarins Slglufjarðar Brauðstriti og baráttu. Silfur hafsins rann áratugum saman í stríðum straumum um æðar þjóðarbúskaparins. Drjúgur hluti þess fór í landssjóðinn og samneyzluna. Það var að stórum hluta kostnaðarleg undirstaða framfara og lífskjara í landinu á 20. öldinni, eða þar til að norsk, íslenzk og rússnesk ofveiði eyddi norsk-íslenzka síldarstofninum, e.t.v. með og ásamt hugsanlegum breytingum á lífríki sjávar á upp- runa-, göngu- og veiðislóðum Norðurlandssfldarinnar. Það var þungt höggið, sem greitt var þjóðarhag og lífskjörum fólks, þegar Norðurlandssíldar- stofninn hrundi niður að núlli. Þyngst var höggið þeim sjávar- plássum sem áttu öll sín egg í síldarkörfunni. IV — Síldin og þorskurinn Árið 1954 veiddust 547.000 þorsklestir á íslandsmiðum. Þrátt fýrir útfærslur fiskveiðilandhelg- innar, vísindalega verndun fiski- miðanna og veiðistýringu, svokall- aða, er nú talað um 175.000 borskveiðitonn sem hámarksafla 'iskveiðiárið 1993-94; einn þriðja iflans eins og hann var 1954! 3töku rödd heyrist jafnvel um íauðsyn algjörs þorskveiðibanns nokkur ár, til að byggja upp Dorskstofninn, sem þyngst vegur 'iytjafiska í þjóðarbúskap íslend- inga — ennþá. Efnahagslegt fullveldi þjóð.ar- innar, framfarir og lífskjör, hafa hvílt á síld og þorski, öðrum fyrir- bærum fremur, það sem af er öld- inni. Síldarævintýrið endaði út 1 mýri ofveiðinnar. En hvað um þann gula, þorskinn? Berum við gæfu til að umgangast hann af meiri fyrirhyggju? Beizlum við veiðikappið nægilegri forsjá næstu árin? Ekki er ráð í þessum efnum fremur en öðrum nema í tíma sé tekið. € « « « 3M Nylon límband Brids Ný gerð bamabílstóla * Fyrir böm frá fæðingu til 5 ára aldurs. * Þægilegar 5 punkta fest- ingar með axlapúðum. * Stillanlegur. * Stólnum má snúa með bakið fram (->9kg.) eða aftur (9-18kg.). * Má hafa frístandandi. * Vasi á hlið, fyrir leikföng eða annað. * Auðvelt að taka áklæðið af og þvo það. * Viðurkenndur. * Verðkr. 10.998,- Borgartúni 26 Sími: (91) 62 22 62 Mynds.:(91) 62 22 03 ELFA V0RTICEI VIFTUR TIL ALLRANOTA! Spaðaviftur hv.-kopar-stál Fjarstýringar fyrir spaðaviftur O Borðviftur margar gerðir Gólfviftur Baðviftur Gluggaviftur með tímarofa Inn- og útblástur Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Siglufjarðar Hraðsveitakepþni Nú stendur yfir 3ja kvölda hraðsvei- takeppni með þátttöku 12 sveita. Eft- ir fyrsta kvöldið er röð efstu sveita þessi: Sigurður - Sigfús/Júiía - Sólrún Ásgrímur - Jón/Jakobína - Kristrún Rögnvaldur - Þorst./Guðm. - Haraldur Inga Jóna - Stefán/Reynir - Þórleifur Birgir - Þorsteinn/Birkir - Ingvar Grunnskólamót 6 pör tóku þátt í tvímenningsmóti og varð röð efstu para þessi: Birkir — Ingvar — Ari 130 Ásbjöm-Pálmi 103 Hafliði - Sigriður 102 Uppskeruhátíð 19. maí lýkur vetrarstarfínu með verðlaunaafhendingu, kaffi og með- læti. Þá verður spilaður mitchell-tví- menningur og spilarar dregnir sam- an. Aðalfundur félagsins er alltaf í byijun október og mun stjómin sitja sem fastast fram að þeim degi. Bridsdeild Húnvetningafélagsins Spilaður var eins kvölds tvímenn- 451 ingur sl. miðvikudag og mættu 12 pör. 423 Lokastaðan: 421 Kári Siguijónsson - Eysteinn Einarsson 179 414 Rúnar Hauksson - Páll Siguijónsson 173 407 Cesil Haraldsson - Zarioh Hamadi 171 Þorsteinn Erlingsson - Sæbjörg Jónsdóttir 171 Röraviftur Reykháfsviftur margar gerðir fyrir kamínur Iðnaðarviftur Þakviftur Ótrúlegt úrval - hagstætt verð! Einar Farestveit & Co.hf. Borgartúni 28 — S 622901 og 622900 l([ Forysta í faxtækjum FYRR EN SEINNA VELUR ÞÚ FAXFRÁRICOH I fW SKIPHOLTI 17 ■ 105 REYKJAVlK ,—,,—„_____ SfMI: 91-627333 ■ FAX: 91-628622 Cj(_<(__) Meðalskor 165 Næsta miðvikudagskvöld verður einnig spilaður eins kvölds tvímenn- ingur. Spilað er í Skeifunni 17 kiukk- an 19.30. Bridsfélag Kópavogs Ragnar Jónsson og Þröstur Ingi- marsson sigruðu í Butlertvímenningn- um. Lokastaðan: RagnarJónsson/Þrösturlngimareson 183 Jón Steinar Ingólfsson/Sigurður ívarsson 143 JensJensson/ErlendurJónsson 143 Elín Jóhannsdóttir/Herta Þorsteinsdóttir 137 Guðbjöm Þórðarsson/Stefán R. Jónsson 135 Inga Lára Guðmundsdóttir/Unnur Sveinsdóttir 133 Hæsta kvöldskor: IngaLára/Unnur 55 Elín/Herta 51 Síðasta keppni vetrarins er þriggja kvölda vortvímenningur. Bridsfélag Breiðfirðinga Hjördís Sigurjónsdóttir og Sævin Bjarnason voru öruggir sigurvegar- ar í aðaltvímenningskeppni félags- ins sem nú er lokið. Spilaður var barometer og spiluðu 34 pör. Lokastaðan: Sævin - Hjördís 270 Sveinn R. Þorvaldsson - Páll Þór Bergsson 221 Guðlaugur Karlsson - Óskar Þráinsson 199 ÓskarKarlsson-GuðlaugurNielsen 179 Ólafur Jónsson - Halldór Jóhannsson 163 HaukurHarðarson-VignirHauksson 160 Hæsta skor síðasta spilakvöld: Elís Helgason - Jörgen Halldórsson 122 Guðlaugur Karlsson - Óskar Þráinsson 80 HaukurHarðarson-VignirHauksson 75 Næstu fimm fímmtudaga verður spilaður eins kvölds tvímenningur. 6 ^nr dúkar X HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010 VZterkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamióill! MAMMA/PABBI Allt fyrir minnsta barnabarnið ÞUMALÍNA Fjárstoð hf. Endurskipulagning fjármála, skuldbreytingar, samningaumleitanir við kröfuhafa, aðstoð á greiðslu- stöðvunartíma, nauðasamningar, lögfræðiráðgjöf, Borgartúni 18, sími 629091 « « « « « "f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.