Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1993 Margrét Stefáns- dóttir frá Kleifum í Gilsfirði — Minning Fædd 13. ágúst 1912 Dáin 26. april 1993 Kvödd er í dag hinstu kveðju ást- kær móðir, tengdamóðir og amma, Margrét Stefánsdóttir frá Kleifum í Gilsfirði. Hún sofnaði svefninum langa eftir erfíða sjúkdómslegu og á þessari stundu koma okkur í hug þessi orð: Guð þig leiði sérhvert sinn sólarvegi alla. Vemdar-engill varstu minn, vissir mína galla. (Jón Sigfínnsson) Hún kunni þá list að gera gott úr öllu og var sannkallaður höfðingi heim að sækja. Það að Drottinn legði líkn með þraut var aldrei neitt vafa- mál í hennar huga og hún sýndi það sjálf síðustu lífdagana. Foreidrar hennar voru Stefán Eyj- ólfsson, bóndi á Kleifum, og Anna Eggertsdóttir kona hans. Anna var afkomandi Eggerts Ólafssonar í Hergilsey, en Stefán kominn í beinan karllegg frá Bjarna Pálssyni land- lækni. Hún ólst upp á Kleifum í stór- um systkinahópi. Níu böm þeirra hjóna komust á legg; Eyjólfur, Sig- valdi, Eggert, Sigurkarl, Ástríður, Ingveldur, Jóhannes, Margrét og Birgitta. Nú eru tveir bræður og ein systir á lífi. Margar fallegar sögur hafa okkur verið sagðar frá þessu stóra heimili, þar sem afar, amma og móðursystir voru þátttakendur í uppeldi bamanna og daglegu lífi þeirra. Fóstursystkini sín varð mömmu líka tíðrætt um, sérstakega Jóhönnu og Benediktu og voru þær allar náskyldar. Á næsta bæ, Brekku, bjó Jón Theódórsson frændi hennar, en hann var einnig alinn upp á Kleifum og var alltaf hlýtt á milli hennar og bama hans. -blómstrandi verslun Blóm Skreytingar Gjafavara Kransar Krossar Kistuskreytingar Opið alla daga frá kl. 9-22 Fákafeni 11 s. 68 91 20 Blömmtofu FriÓfinm Suðuriandsbraut 10 A stóru sveitaheimili var bömum kennt heima, eldri systkini lögðu þar lið og kenndu hinum yngri að lesa. Þar var margt til gamans gert, ortar vísur og það gat hún vel, þó að hún flíkaði því ekki. Þulur og ættarljóð vom á hvers manns vörum og þetta kunni hún fram í andlátið. Seinna kenndi hún sínum bömum að lesa og hafði mikinn áhuga á námi þeirra. Móðir hennar var mikil hannyrða- kona og kenndi dætmm sínum. Sjálf saumaði mamma föt og saumaði út eins lengi og sjónin entist. Önnur skólaganga var tveir vetur við Héraðsskólann á Laugarvatni, þar sem kórsöngur var í hávegum hafður og reyndust þessir tveir vetur henni örlagaríkir. Henni fannst gam- an að læra og átti gott með það, enda afburðaminnug. Hún hafði fal- lega sópranrödd og söngur var henn- ar yndi. Bókelsk var hún líka og la_s mikið, sérstaklega hin seinni ár. Á Laugarvatni var samstilltur hópur og hún gladdist þar með jafnöldmm. Veganestið þaðan entist henni vel og þar sá hún eftirlifandi maka sinn fýrst, Kára ísleif Ingvarsson, trésmið frá Markarskarði í Hvolhreppi. Þau giftu sig 14. október 1939 og hófu seinna byggingu húss í Heiðargerði 44 í Smáíbúðahverfinu. Þar unnu þau samhent að því að búa sér og bömun- um sínum heimili. Þau eignuðust þijú börn: Katrínu Sigríði, maki Öl- ver Skúlason og eiga þau þrjú böm og fimm bamaböm; Stefán Amar, maki Stefanía Björk Karlsdóttir og eiga þau einn son; og Önnu, maki Karsten Iversen og eiga þau þijú böm. Þau hjónin vom sérlega samhent og í fersku minni em heimsóknir ættingja úr Rangárvallasýslu eða að vestan og það að íjölskyldumeðlimir áttu ávallt hjá þeim víst skjól. Um tíma var heimilisföst hjá þeim frænka hennar, Elín Ormsdóttir, sem hafði mikið dálæti á henni frá fyrstu tíð. Bömin voru sérlegir aufúsugestir og þeim var sýnd sérstök virðing. Enda vildu þau helst heimsækja ömmu Möggu og afa Kára ef fara átti eitthvað. Hún fékk að heyra þeirra leyndarmál og hún hlustaði og.gætti þeirra vel. í huganum geymast myndir af henni sitjandi við orgelið sitt spilandi og syngjandi eða að kenna litlu barni að ná fram tón. Samband hennar við systur sínar var einstakt, aldrei var rifíst, engin styggðaryrði fóru þeirra á milli og gagnkvæm virðing og lífsgleði ein- kenndi alltaf þeirra samvistir. Hún var skilningsrík og ættrækin og studdi okkur bömin bæði í uppeld- inu og í lífínu í meðbyr og mótbyr. Henni þótti mjög vænt um tengda- bömin sín og var styrkur, stolt og viska hennar okkur kjölfesta daglegs lífs. Upp í hugann koma ótal orð. En eftir stendur minning um mömmu sem hafði óbilandi tilfinningu fyrir því sem mestu máli skiptir í lífínu og víst er að hennar verður sárt sakn- að. Guð gefi pabba styrk og blessuð sé minning hennar. Anna, Karsten, Bjarki, Kjartan og Margrét Okkur langar að kveðja langömmu okkar og þakka henni fyrir alla henn- ar umhyggju og ástúð sem hún sýndi okkur í hvert skipti sem við hitt- umst. Langamma var alltaf brosandi og hlý og gerði alltaf gott úr öllu. Við minnumst hennar með ást og virðingu. Við þökkum henni fyrir allt og biðjum henni Guðs blessunar og að Guð styrki langafa í hans mikla missi. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þeirri tregatárin strið. (V. Briem) Guð blessi minningu hennar. Birgitta Hrund og Elka Mist Káradætur, Grindavík. Mig langar til að minnast ástkærr- ar ömmu minnar, sem var mér svo kær. Ég minnist þess alltaf þegar við komum í heimsókn til ömmu í Heiðargerði hvað allt var gert til að okkur liði sem best. Kaffi og kræs- ingar voru alltaf bomar á borð. Þeg- ar ég var í pössun hjá ömmu gerði hún alltaf skemmtilegustu hluti með mér. Til dæmis fannst mér gaman að fara í strætó. Þá fór hún með mér 1-2 hringi til að uppfylla óskir mínar. Góðsemi og hjálpsemi var ömmu í. blóð borin. Hún vildi öllum vel. Ávallt var gaman þegar amma og afí og komu til Grindavíkur á jólum, en það höfðu þau gert allt frá því að ég man eftir mér. Einnig var gott að fá ömmu og afa með í sveit- ina þar sem við eigum sumarbústað. Hún átti alltaf einhveijar góðar sög- ur í pokahominu og hún og afi sögðu mér oft söguna af Búkollu sem var í miklu uppáhaldi hjá mér. Mig langar til að kveðja elsku ömmu og þakka henni fyrir allar góðu stundimar sem við áttum sam- an. Elsku afi, ég bið Guð að styrkja þig í þessum mikla missi. Blessuð sé minning hennar. Ég krýp og faðma fótskör þína, frelsarinn minn, á bænastund. 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öii kvöld tii ki. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öli tilefni. Gjafavörur. % % íd Ólína A. Gunnlaugs- dóttir — Minning Fædd 3. september 1896 Dáin 27. apríl 1993 Hún lifði tímana tvenna; allt frá því að hestar voru einu farartækin, og þar til beint sjónvarp frá öðram heimshlutum er orðið næsta hvers- dagslegt fyrirbæri. Hún tók virkan þátt í þeim ótrúlegu breytingum sem orðið hafa á þessari öld, lagði sitt lóð á vogarskálina, og nú búum við, sem á eftir komum, við allt önnur lífskjör og öryggi. B i- G <S Á «3 A B B ír A s -r ifs BS Y TT^* R Ó , M A ® w a m i I N N L I P A B B M A S T M * .HELGASON HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 KÓPAVOGI SÍMI: 91 76677 Ólína A. Gunnlaugsdóttir var líka þeirrar gerðar að vaxa frekar ásmeg- in ef henni bauð í gran að störf henn- ar gætu orðið öðrum að liði. Einu gilti hvort hún starfaði við sveita- störf, í síld, á pijónastofu eða við heimilistörf, alltaf gaf hún sig óskipta að viðfangsefnum sínum og hlífði sér hvergi. Þannig kynntumst við systkinin í Ránargötu 16 á Akureyri henni; sí- fellt að koma okkur til hjálpar og aðstoða móður okkar með stóra barnahópinn. Þær höfðu ótrúlega margt á sinni könnu konumar þær. Ólína var ömmusystir okkar og var í áratugi ein af fjölskyldunni, tók þátt í gleði hennar og eflaust sorg, þótt lítið fari fyrir þeim þætti í minn- ingunni, þar var flest gott þótt ekki væru efnin mikil. Foreldrar Ólínu-voru hjónin Gunn- laugur Sigurðsson og Þuríður Bjamadóttir sem lengi bjuggu á Svalbarðsströnd við Eyjafjörð. Hún stundaði alla almenna vinnu, en lengstum hluta starfsævi sinnar eyddi hún í fataverksmiðjunni Heklu á Akureyri og sýndi þar sömu trú- mennskuna og dugnaðinn eins og í öllu öðra sem hún tók sér fyrir hend- Ég legg sem bamið bresti mína, bróðir, í þína iíknarmund. Ég hafna auðs og hefðarvöldum, hyl mig í þínum kærleiksöldum. (Guðmundur Geirdal) Erla Dagbjört Ölversdóttir. Í dag verður jarðsungin Margrét Sigurðardóttir frá Kleifum í Gils- firði. Foreldrar hennar voru Anna Eggertsdóttir og Stefán Eyjólfsson, sem bjuggu allan sinn búskap á Kleif- um. Böm þeirra, sem náðu fullorð- insárum, vora níu, en nú era þijú eftirlifandi. Heimilið á Kleifum var stórt, þar dvöldust nánir ættingjar hjónanna og að auki vora á Kleifum vinnumenn og vinnukonur, sum árum saman og mörg bundust þau ævilöngum tryggðarböndum við Kleifafjölskylduna. Mörg böm úr frændgarði Önnu vora alin upp á Kleifum og auk þess var á Kleifum að sumarlagi fjöldi bama og ungl- inga, sum árum saman. Margrét var næstyngst í systkina- hópnum og yndi og eftirlæti allra heimilismanna því hennar ljúfa lund laðaði að sér fólk. Þessi ljúfa lund var aðalsmerki Margrétar alla tíð. Elín Jóna, sem var um árabil vinnu- kona á Kleifum, leit á sig sem sjálf- skipaðan vemdara Möggu, sem laun- aði henni ríkulega umönnunina, þeg- ar Elín Jóna var orðin öldrað. Á Kleifum var mikill gestagangur. Kleifahjónin vora höfingjar heim að sækja og Stefán góður bóndi. Hann var þekktur um allt Vesturland fyrir hesta sína og hestamennsku og mik- ið leitað til hans þegar þurfti að sækja læknishjálp eða aðstoða ferða- menn. Anna var heilsuveil og þurfti oft að leita lækninga utan heimilis. Hún gegndi þó húsmóðurstörfum með mesta myndarbrag. Hún var mikil hannyrðakona og kenndi dætr- um sínum hannyrðir, vandvirkni og útsjónarsemi. Á Kleifaheimilinu var gleðin ríkjandi, mikið sungið og ort. Anna á Kleifum lést vorið 1924, þegar Magga var á tólfta ári. Elstu ur. Öll hennar breytni tók mið af því að skila ávallt góðu dagsverki og rétta þeim hönd sem þess þurftu með. Við systkinin í Ránargötunni nutum góðs af þessum eiginleikum hennar og fyrir það stöndum við ávallt í þakkarskuld. Nú hefur hún haldið til nýrra heima, södd lífdaga. Löngu og farsælu lífsstarfí er lokið og eftir stendur minning um góða konu og grandvara. Blessuð sé minning Ólínu A. Gunn- laugsdóttur. Ingólfur Sverrisson. systurnar, Ástríður og Ingveldur, fýlltu húsmóðursætið eftir fremsta megni og voru yngri systkinum sín- um sem mæður, þótt ungar væra. Samband Kleifasystkinanna var alla tíð mjög náið og studdu þau hvert annað af fremsta megni alla ævi. Þegar Magga fór að heiman um tvítugt til Reykjavíkur, dvaldist hún á heimili Sigurkarls bróður síns og Sigríðar mágkonu sinnar og hjálpaði til við heimilisstörfin. Magga var minnug og bókhneigð og átti létt með að læra. Hún var tvo vetur á Laugarvatni árin 1935 og 37 og tók þar próf með afbragðs árangri. Hún minntist tímans á Laugarvatni með mikilli ánægju og eignaðist þar marga vini. A Laugarvatni sá Magga fyrst piltinn, sem hún átti eftir að giftast, en kynni þeirra Kára Ing- varssonar hófust, þegar hún hljóp í skarðið fyrir vinkonu sína og réðst að Markarskarði, heimili Kára. Kári og Magga giftu sig 14. októ- ber 1939, en það var tvöfaldur gleði- dagur í Kleifafjölskyldunni, því Ing- veldur, systir Möggu og Guðbergur Guðjónsson, giftu sig um leið. Sam- band þeirra systranna hafði verið mjög náið, en varð enn sterkara eft- ic því sem árin liðu. Báðar stofnuðu þær heimili af litlum efnum, en hið góða uppeldi frá Kleifaheimilinu var þeim gott veganesti. ía, sem var eldri og reyndari, miðlaði Möggu af reynslu sinni og þegar bömin tóku að fæðast, var samgangurinn enn meiri og bömin litu á sig nánast sem systkini. Þegar Stefán, sonur íu, var á sjöunda ári, veiktist hún mikið og lá á sjúkrahúsi vikum saman. Guð- bergur, eiginmaður íu, var þá líka rúmfastur, en heimilið átti hauk í homi þar sem Magga og Kári vora. Stefán kom þar daglega og naut ástríkis og hlýju, sem ía var alla ævi þakklát systur sinni fyrir. Magga og Kári bjuggu fyrst í leiguhúsnæði, Kári vann verka- mannavinnu, en lærði síðar trésmíði og vann við smíðar eftir það. 1952 réðust þau sjálf í húsbyggingu í Heiðargerði, þar sem þau bjuggu síð- an uns þau fluttust nýlega á Granda- veg. Á þessum áram var langt frá Miðstræti þar sem Magga og Kári bjuggu, inn í Smáíbúðahverfi. Kári hjólaði eftir langan vinnudag inneftir og vann við húsbygginguna langt fram eftir kvöldi og Magga dró held- ur ekki af sér. Um heigar fór hún með bömin, sem voru orðin þijú, ýmist gangandi eða í strætisvagni, inn í Heiðargerði að hjálpa til. Eftir giftinguna hafði vinnustaður Möggu verið heimilið, en þetta sumar réðst hún að barnaheimilinu að Silunga- polii með yngstu dótturina, en eldri börnin fóra í sveit. íbúðinni var sagt upp og um haustið bjó fjölskyldan um sig í hálfbyggðu húsinu, eins og svo margar íslenskar fjölskyldur hafa gert. Möggu kynntist ég fyrst fyrir þrjá- tíu ámm, þegar ég varð tengdadótt- ir íu systur hennar. Fyrstu kynni mín af henni voru í jólaboði, þar sem Kleifasystkinin, sem bjuggu í Reykjavík, og fjölskyldur þeirra hitt- ust. Þar var glatt á hjalla, hlegið og kankast á, tekið í spil og málin rædd. Möggu kynntist ég nánar eftir því sem árin liðu og ekki fór fram hjá mér hið innilega samband þeirra systranna, því varla leið svo dagur að þær ræddust ekki við. Hógværð Möggu, ljúflyndi og hjálpsemi laðaði alla að henni. Við hjónin fluttumst inn í Smáíbúðahverfi og bjuggum rétt hjá Möggu og Kára í nokkur ár. Þegar Hjörtur, elsti sonur okkar, var að hefja skólagöngu, skaraðist skólatími hans og vinnutími minn um klukkutíma brot úr viku. Magga brást skjótt við og taldi sjálfsagt að piltur kæmi við hjá sér á leiðinni heim, það væri hvort sem er í leið- inni. Magga tók þá á móti honum eins og hann væri eitt af ömmubörn- unum og oft dvaldist mér í eldhús- króknum hjá henni, þegar ég kom til að sækja soninn. Þannig var Magga, það var enginn asi í kringum hana og öllum leið vel í návist hennar. Magga veiktist alvarlega fyrir tæplega 15 áram og fékk þá blæð- ingu inn á heilann. í þessum veikind- um kom glögglega í ljós þrautseigja hennar og æðruleysi og hversu seigt var í þessari litlu konu. Hún átti í fyrstu erfítt með að koma orðum að hugsun sinni, en með gífurlegri þrautseigju og góðum stuðningi fjöl- skyldunnar tókst henni að þjálfa sig upp á ný. Sjálf gerði hún góðlátlegt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.