Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1993 17 Samfélagssáttmáli um heilbrigðisþjónustu eftir Ólaf Örn Arnarson Undanfarið hefur átt sér stað mikil umræða í þjóðfélaginu um heilbrigðis- og velferðarmál. Ekki er það að ástæðulausu enda um gífurlegt hagsmunamál almenn- ings að ræða. Gott heilsufar, lík- amleg og andleg vellíðan hlýtur að vera forsenda fyrir því að fólk- inu í landinu líði vel. í forystugrein í Morgunblaðinu laugardaginn 27. mars sl. er fjallað um þessi mál undir fyrisögninni „Kerfisvandi í ríkisfjármálum". Þar er bent á vanda ríkissjóðs vegna sjálfvirkrar útgjaldaþenslu og bent á að orsökina sé fyrst og fremst að finna í velferðarkerfinu. Þar segir m.a.: „Breytt aldurssam- setning þjóðarinnar á næstu þrem- ur til fjórum áratugum gæti að óbreyttu haft í för með sér að út- gjöld til heilbrigðis- og lífeyrismála ykjust um 6-7% af þjóðarfram- leiðslu en heilbrigðisútgjöldin hafa stóraukist á undanförnum árum og eru með þeim hæstu í heimi.“ Síðar í greininni segir hinsvegar: „Aukin þátttaka sjúkratryggðra í lyijum hefur sparað um 800 millj- ónir og hagræðing í rekstri sjúkra- húsa svipaða upphæð.“ Hér gerir greinarhöfundur engan mun á fé- lagsmálum og rekstri heilbrigði- skerfis. Fullyrðingin um há heil- brigðisútgjöld miðað við aðrar þjóðir byggir nefnilega að hluta til á því að ýmislegt sem við teljum til útgjalda við heilbrigðismál telja aðrar þjóðir til félagsmála. Mjög nauðsynlegt er að skilgreina vel- ferðarkerfið upp á nýtt til þess að menn nái tökum á vandamálinu sem er vissulega mikið. Annars vegar er um að ræða félagslega aðstoð þess opinbera við aldraða, öryrkja, atvinnulausa, tekjulága o.s.frv. Hinsvegar er um það að ræða að veita fólki eðlilega og sjálfsagða heilbrigðisþjónustu, þegar tímabundin eða lengri veik- indi steðja að. Úrelt hugmyndafræði Greinarhöfundur talar um sjúkratryggða. Gallinn er sá að búið er í raun að afnema það trygg- ingakerfi sem hér var við lýði á árum áður. Sú hugmyndafræði sem heilbrigðiskerfið er rekið eftir í dag á að sjálfsögðu rætur sínar að rekja til úreltra þjóðfélagskenn- inga þ.e. sósíalismans. Ríkið skyldi sjá þegnum sínum fyrir „ókeypis" heilbrigðisþjónustu sem greitt yrði fyrir með sköttum almennings og fyrirtækja úr ríkissjóði. Ekki skipti neinu máli að vita hver kostnaður er í hveiju tilviki og umfram allt mega notendur þjónustunnar alls ekki vita hver hann er. Eins og annars staðar verða svona kerfí gjaldþrota því hugmyndafræðin „Mikið hefur gengið á í heilbrigðiskerfi þjóð- arinnar síðust árin. Ýmislegt hefur gerst sem ekki er alltof vel ígrundað. Sparnaður á sumum sviðum hefur einungis leitt til aukins kostnaðar á öðrum. Kostnaði hefur í sumum tilvikum aðeins verið létt af ríkissjóði en velt yfir á einstaklinga. Margt af því sem gerst hefur stenst ekki þegar til lengdar lætur.“ stenst ekki og þarf ekki að fara fleiri orðum um það. Hugmyndir sjálfstæðismanna Heilbrigðis- trygginganefnd Sjálfstæðisflokksins hefur lengi rætt þessi mál og á 29. landsfundi flokksins 1991 var eftirfarandi samþykkt gerð: „Sjálfstæðisflokkurinn vill end- urvekja sjúkratryggingar fyrir al- menning, sem verði starfræktar í stærri rekstrareiningum en var á tímum sjúkrasamlaganna. Iðgjald, sem verði tekjutengt, innheimtist sem hluti af sköttum og skatthlut- fall lækki sem nemur hlutfalli ið- gjalds. Réttindi til þjónustu verði vel skilgreind. Þannig munu ein- staklingar öðlast öruggan rétt til þjónustunnar þegar á þarf að halda. Til að tryggja kostnaðarvit- und og aðhald er Iagt til að sam- lagsfélagar greiði fyrir þjónustu hlutfallsgreiðslu, sem verði með ákveðnu hámarki og undantekn- ingum vegna aldraðra, öryrkja, barna og sjúklinga með langvinna sjúkdóma." Það sem hér er átt við er að breyta hugmyndafræðilegum grunni fyrir rekstri heilbrigðiskerf- isins frá því að sjúklingar séu þiggjendur ölmusu úr ríkissjóði, ef veikindi ber að höndum, í það að vera tryggingatakar sem greiða sín iðgjöld til tryggingakerfís sem veitir þeim rétt á þjónustu þegar á þarf að halda. Rekstur slíks kerf- is verður að vera sjálfstæður og aðskilinn frá rekstri ríkissjóðs og ekki eins háður afkomu hans og nú er. Einstaklingarnir greiða þá fyrir þjónustuna þegar þeir eru heilbrigðir en njóta trygginganna þegar þeir veikjast. Annað mjög mikilvægt atriði í þessu sambandi er að nauðsynlegt er í öllum tilvikum, að kostnaður þjónustunnar sé jafnan ljós. Hlut- fallsgreiðslur á sem flestum svið- um tryggja að slíkar upplýsingar liggi jafnan fyrir og neytandanum ljósar. Samkvæmt þessu er kerfí fastra fjárlaga úrelt og nauðsyn- legt er að kostnaðargreina alla þjónustu sjúkrahúsa og finna þannig út hvar hagkvæmast er að veita hana. Aðeins með því móti skapast möguleikar á því að nýta fjármuni tryggingakerfisins sem best. Með því að skilgreina þá þjón- ustu, sem tryggingar taka að sér að greiða, skapast möguleikar á að bæta grunntrygginguna viðbót- artryggingum ef menn svo kjósa. Grunntryggingin verður að vera skyldutrygging en viðbótartrygg- ing eftir vali hvers og eins. Nauðsyn samfélagssáttmála Mikið hefur gengið á í heil- brigðiskerfi þjóðarinnar síðust ár- in. Ýmislegt hefur gerst sem ekki er alltof vel ígrundað. Sparnaður á sumum sviðum hefur einungis leitt til aukins kostnaðar á öðrum. Kostnaði hefur í sumum tilvikum aðeins verið létt af ríkissjóði en velt yfír á einstaklinga. Margt af því sem gerst hefur stenst ekki þegar til lengdar lætur. Tími er nú kominn til að lofa öllu því ryki sem þyrlað hefur verið upp að setj- ast og íhuga málin betur. Það væri verðugt verkefni fyrir ríkis- stjórnina að setja sér það markmið að nota seinni hluta þessa kjör- tímabils til þess að ná sáttum um velferðarkerfið og rekstur heil- brigðisþjónustunnar í landinu. Framtíð núverandi stjórnarsam- starfs hlýtur að verulegu leyti að velta á því að slíkur samfélagssátt- máli náist á næstu tveimur árum. Höfundur er yfirlæknir Landakotsspítala ogí stjórn heilbrigðis- og trygginganefndar Sjálfstæðisflokksins. Enn fjölgar verðsprengjunum! 28.M-2.jM Gullið tækifæri til að njóta hvítasunnunnar í hrífandi umhverfi og njóta einstakrar gestrisni frænda okkar í Noregi. Tryggið ykkur ógleymanlegt snemmsumarævintýri fyrir aðeins 14. 780 KR miðað við staðgreiðslu. 011 aukagjöld innifálin 28. maí-31. maí Hamborg skartar sínu fegursta um hvítasunnuna og í þessari ferð gefst tækifæri til að njóta alls þess besta sem borgin hefur upp á að bjóða; stórkostlegar verslanirnar, einstakt næturlífið, leikhúsin, veitingahúsin og söfnin. Fyrsta flokks gisting á Holiday Inn Crown Plaza. Öll herbergi með baði, símá, sjónvarpi og minibar. Á hótelinu er veitingastaður, bar, krá, innisundlaug og gufubað. Staðqreiðsluverð aðeins 33.100 KR miðað við tvo í herbergi með morgunverði. Öll aukagjöld innifalin. Hdpferðátdnleilal Bruce Springsteen í Dublin 20. maf! Eldhress skreppitúr! Flogið frá Keflavík kl. 7.00 og heim afturað tónleikum loknum, kl. 01.30 um nóttina! Staðgreiðsluverð 19.885 KR ► Innifalið: Flug, rútuferð frá flugvelli niðrí miðbæ Dublin, rútuferð á tónleikana og út á völl á eftir, miði á tónleikana og öll aukagjöld. Fararstjórar: Dagskrárgerðarmenn Bylgjunnar. K. SamviiMiileriílr verði i'yrir > Lanilsýn ÖATIAS/e EUROCARD Reykjavík: Austurstræti 12 • S. 91 - 69 10 10 • Innanlandsferðir S. 91 - 69 10 70 • Símbréf 91 * 2 77 96 / 69 10 95 • Telex 2241 • Hótel Sögu við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Simbréf 91 - 62 24 60 Hafnarfjörður: Reykjavíkurvegur 72 • S. 91 - 5 11 55 • Keflavík: Hafnargötu 35 • S. 92 - 13 400 • Símbréf 92 - 13 490 • Akureyri: Ráðhústorgi 1 • S. 96 - 27200 • Símbréf 96- 1 10 35 Vestmannaeyjan Vestmannabraut 38 • S. 98 -1 12 71 • Símbréf 98 - 1 27 92 Fullt af góðum vörum á frábæru sumarverði!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.