Morgunblaðið - 04.05.1993, Síða 23

Morgunblaðið - 04.05.1993, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MAI 1993 23 Morgunblaðið/Hallgrímur Magnússon Æfingar FRA björgunarsveitarnámskeiðinu á Snæfellssnesi. Námskeið í leiðsögn við bj örgunarþyrlur Ráðstefna um stöðu sjúkra barna Skoða þarf sérstöðu barna og unglinga í heilbrigðiskerfinu UMHYGGJA, félag til stuðnings sjúkum börnum, gekkst fyrir málþingi á Hótel Holiday Inn, laugardaginn 27. febrúar sl. Málefni þingsins var: Hver er staða sjúkra barna á íslandi? Hverra er ábyrgðin? Er úrbóta þörf? Erindi á ráðstefnunni héldu: Dögg Pálsdóttir, skrifstofustjóri í Heilbrígðis- og tryggingamála- ráðuneytinu, Arthur Morthens, formaður Barnaheilla, Helga Hannesdóttir, barnageðlæknir, Sigríður Björnsdóttir, kennari og „art therapisti", Þórunn Elídóttir, kennari og djákni, Alda Halldórs- dóttir og Kristín Guðmundsdóttir, barnahjúkrunarfræðingar og Guð- rún Agnarsdóttir, læknir. Niðurstaða málþingsins var sú að mikilvægt væri að vekja at- hygli á aðbúnaði veikra barna, stöðu þeirra innan heilbrigðiskerf- isins og þeirri brýnu nauðsyn að skipuleggja sjúkraþjónustu barna- og unglinga. Staða sjúkra barna á íslandi hefur á undanförnum áratugum þróast til betri vegar. Ljóst er þó að langt er enn í land að mann- sæmandi sé að börnum búið þegar þau veikjast. Sá sjálfsagði réttur barna að hafa foreldra hjá sér í veikindum er ekki nægilega virtur, sérstaklega þarf að tryggja fjár- hagslega stöðu fjölskyldunnar þeg- ar barnið veikist. Einnig er mikilvægt að heil- brigðisyfirvöld skoði sérstöðu barna og unglinga í heilbrigðis- kerfinu. Grundafirði. HALDIÐ var námskeið fyrir björgunarsveitir í Snæfellsnes- sýslu fyrir skömmu og fjallaði það um leiðsögn við þyrlur í björgunarstörfum og samskipti við áhafnir þeirra. Námskeiðið var haldið á vegum Sýslumanns- embættis Snæfellssýslu í sam- vinnu við Landhelgisgæsluna og Flugbjörgunarsveitina. Tvær þyrlur voru notaðar til kennslu, þyrla Landhelgisgæslunn- ar og þyrla frá varnarliðinu. Tals- verður fjöldi björgunarsveitar- manna úr allri sýslunni tók þátt í námskeiðinu. Kennt var hvernig velja skal lendingarstað og hvernig leiðbeina skal þyrlu á lendingar- svæði. Ennfremur voru samskipti við áhöfn þyrlunnar í gegnum tal- stöð og með merkjabendingum þjálfuð. Mikil áhersla var lögð á verklegar æfingar og fengu björg- unarsveitarmenn að hlaupa hálf- bognir undir hvínandi spaða þyrl- unnar með sjúkling í börum og koma honum fyrir í þyrlunni. Reynsla af þessu tagi getur reynst ómetanleg þegar á hólminn er komið og hefur þetta framtak alls staðar mælst vel fyrir. - Hallgrímur. -----♦ ♦ ♦---- Framsókn samþykkir verkfalls- heimild AÐALFUNDUR Verkakvennafé- lagsins Framsóknar var haldinn þriðjudaginn 27. april sl. Sam- þykktir voru listar stjórnar og trúnaðarmannaráðs og eftirfar- andi tillögur samþykktar: „Stjórn og trúnaðarmannaráð Verkakvennafélagsins Framsókn- ar, fer þess á leit við félagsfund á fá heimild til vinnustöðvunar, ef þurfa þykir. „Aðalfundur Verkakvennafé- lagsins Framsóknr lýsir megnri óánægju með að ekki skuli hafa tekist að ná kjarasamningum þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir samnings- aðila á vinnumarkaði. Ef kjara- samningar verða ekki gerðir á næstunni mun það hafa í för með sér sérstakar launalækkanir fyrir lágtekjufólk. Fundurinn skorar á atvinnurek- endur og ríkisstjórn að koma nú þegar til móts við sanngjarnar kröf- ur verkafólks í samningaviðræðun- um. Sérstök ábyrgð hvílir á stjórn- völdum í þessu efni þar sem atvinna fjölda fólks er í hættu ef ekki verð- ur samið. Það er ábyrgðarleysi við núver- andi aðstæður í atvinnumálum og kjaramálum lágtekjufólks að ganga ekki frá kjarasamningum eins fljótt og kostur er. Verkakvennafélagið Framsókn krefst þess að aðilar vinnumarkað- arins og ríkisstjórn setjist umsvifa- laust að samningaborði og gangi frá samningum." I fyrstasiun tvöfaldu Lvinningur Dregið um tvöfaldan ◄ vinning a morgun! Veröurhaim 4 kr.? (Préttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.