Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/LESBOK tttftunHaMfe STOFNAÐ 1913 113.tbl.81.árg. LAUGARDAGUR 22. MAI 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Jeltsín forseti boðar nýja stjórnarskrá Héi^afulltrúar kallaðir á fund Moskvu. Reuter. BORÍS N. Jeltsín Rússlandsforseti, sem vill að samþykkt verði ný stjórnarskrá þrátt fyrir andstöðu þingsins, sendi 88 héruðum landsins í gær fyrirmæli um að senda tvo full- trúa hvertá ráðstefnu í Moskvu 5. júní þar sem fjalla skal um málið. í tiilögum forsetans, sem þegar hafa verið sehdar héraðastjórnum, er gert ráð fyrir stórauknum völdum for- setans. Gildandi stjórnarskrá er frá sovétskeiðinu en með fjölmörgum lýðræðisviðbótum og eru umbótasinnar á því að hún sé fyrir löngu orðin marklaus þar sem ákvæði henn- ar séu svo mótsagnakennd. Enn er óljóst hvort allar héraða- tStt' '"'"9 ^^^^^^B&^ ^^9 Timor-leiðtogi í lífstíðarfangelsi XANANA Gusmao, sem stjórnaði skæruliðabaráttu íbúa Austur-Timors frá 1979 þar til hann var handtekinn í fyrra, sést leiddur inn í réttarsal í gær. Indónesísk-ur dómstóll dæmdi hann í ævi-langt fangelsi fyrir að reka áróð-ur fyrir aðskilnaði frá ríkinu og ólöglegan vopnaburð. Indónesía lagði eyjarhlutann undir sig 1975 en Portúgalar réðu þar áður ríkj-um. Sameinuðu þjóðirnar viður-kenna ekki yfirráð Indónesa á Austur-Timor og mannréttinda-samtökin Amnesty sögðu í gær að þriggja mánaða réttarhöldin yfir Gusmao væru hneyksli. Reuter Bruðlað á salerninu? London. Reuter. KARL, ríkisarfi Bretlands, ávarpaði fund hótelstjóra í gær og hrósaði Hilton-hótel- inu í borginni fyrir að draga úr vatnsnotkun. Þetta var gert með því að minnka rúmtak salerniskassanna með múr- steinum. Umhverfíssinninn Jonathan Porritt gagnrýndi bruðl á hótelum. „Það er furðulegt að fólk sem greið- ir 200 pund [nær 20.000 kr.] fyrir næturgistinguna skuli vera svo óhreint að það verði að fá nýtt handklæði dag hvern". stjórnir hlíta fyrirmælum forsetans. Sigur hans í þjóðaratkvæðinu ný- verið getur þó riðið baggamuninn og fengið þær til að hlýða. Sendi- menn Jeltsíns hafa ferðast um land- ið undanfarnar vikur til að reka áróður fyrir stjórnarskrárráðstefn- unni. Málamiðlun Forsetinn á samkvæmt hug- myndum Jeltsíns m.a. að hafa vald til að leysa upp þingið sem á að verða í tveim deildum. Hann á að skipa sjálfur ráðherra í ríkisstjórn. Jeltsín segist fús að ræða hugmynd- ir sem þingið hefur sett fram, hann geti sætt sig við málamiðlun en drög hans hljóti að verða grundvöll- ur nýju stjórnarskrárinnar. Helsti andstæðingur Jeltsíns í valdabar- áttunni, Rúslan Khasbúlatov þing- forseti, segir að forsetinn brjóti gegn gildandi stjórnarskrá með því að fela væntanlegri ráðstefnu þetta verkefni en varaforseti þingsins hefur tekið vel í hugmyndina og hvatt til sátta. Auk fulltrúa héraðanna munu ýmsir fulltrúar stjórnmálaflokka, hagsmunasamtaka í iðnaði og sér- stakir trúnaðarmenn forsetans sitja ráðstefnuna, að sögn Sergejs Píl- atovs, eins nánasta ráðgjafa Jelts- íns. Tækni fortíðarinnar Reuter TVEIR rússneskir kennarar á eftirlaunum plægja jarðveginn á kartöfluakri í Pskov-héraði til að búa hann undir að sett verði niður. Eftirlaunin, 54 rúbl- ur á mánuði, duga ekki til að leigja dráttardýr, enn síður vélknúin tæki. Óðaverðbólga geisar og Banda- ríkjadollari kostar sem stendur nær þúsund rúblur. Dularfull veiki geis- ar á Kúbu Havana. Reuter. BANDARÍSKUR veirusér- fræðingur, sem aðstoðað hef- ur lækna á Kúbu við að fínna skýringar á dularfullum taugasjúkdómi, sagði í gær, að hann vissi engin dæmi um faraldur af þessu tagi. Þúsundir manna hafa sýkst en sjúkdómurinn lýsir sér með sjóntruflunum, skertri vöðva- stjörn og kvalafullum krampa. „Sjúkdómurinn er ekki líkur neinu, sem ég hef áður kynnst," sagði dr. Carleton Gajdusek á blaðamannafundi í Havana, en hann hlaut Nóbelsverðlaunin í læknisfræði 1976. Gajdusek sagði, að ekki væri enn vitað hvað sjúkdómnum ylli en kúbverskir læknar hefðu þó leitt nokkrar líkur að því, að sökudólgurinn væri svokall- aðar picorna-veirur. Margt tengdi einnig sjúkdóminn við taugatruflanir af völdum mik- illa reykinga og afengisdrykkju. Dagblaðið New York Times segir líklegt að fallist verði á landvinninga Serba Clinton telur griða- svæði varasama lausn Washington, Belgrad. Reuter. BILL Clinton Bandaríkjaforseti sagði í gær að Bandaríkjastjórn hefði miklar efasemdir um þær leið- ir sem nú væru til umræðu til að binda enda á átðkin í Bosníu. Clint- on, sem fundaði með Andrej Koz- yrev, utanríkisráðherra Rússlands, í gær sagði að til dæmis hugmyndir um sérstök griðasvæði gætu orðið til að skapa álíka vandamál og kom- ið hefðu upp í Líbanon, á Norður- Irlandi og á Kýpur. Fyrir fund Clintons og Kozyrevs sögðu embættismenn að svo virtist sem samkomulag væri í augsýn um sameiginlega stefnu gagn- vart Bosníu. Viðbrögð forsetans eru hins veg- ar talin til marks um að enn skorti töluvert á til að slíkt samkomulag náist. Clinton sagði þó að Bandaríkjastjórn myndi reyna áfram að ná samstöðu með bandamönn- um sínum og að hann vonaðist til að það myndi takast. Bandaríkjaforseti sagði að binda yrði enda á „slátrunina og þjóðernishreinsan- irnar" og því yrði að ná samkomulagi um pólitíska lausn sem byggðist á skynsamlegum landamærum. Dagblaðið New York Times sagði í gær að Bandaríkin, Rússar og helstu ríki EB væru sammála um að fallast á landvinninga Serba, að minnsta kosti til að byrja með. Þau teldu mestu máli skipta að stöðva blóðbaðið. Innan öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna er nú til umræðu að senda um fimm hundruð eftirlitsmenn til landamæra Bosníu og „Júgó- slavíu" (Serbíu og Svartfjallalands) til að tryggja að engar vopna- eða eldsneytissend- ingar berist Bosníu-Serbum. Tillaga þessi var rædd á fimmtudag en afgreiðslu hennar frest- að þangað til í næstu viku til að Bandaríkja- mönnum, Rússum og Evrópubandalaginu gæfíst tækifæri til að stilla saman strengi sína varðandi Bosníu. Serbum verði treyst Dobrica Cosic, forseti „Júgóslavíu", sagði land sitt ekki geta samþykkt áætlunina um eftirlitsmennina þó að Serbar hafí lýst því yfir að þeir hyggist stöðva alla vöruflutninga til Bosníu, að lyfja- og matarsendingum und- Reuter Ungfrú Sarajevo ÍBÚAR Sar^jevo reyna eftir mætti að láta lífíð ganga sinn vanagang. Þótt ótrúlegt megi virðast var efnt til fegurðarsam- keppni í borginni og hér sjást nokkrir þátttakenda en úrslit verða á mánudag. anskildum. Sagði Cosic að umheimurinn yrði einfaldlega að treysta Serbum til að fram- fylgja þessu banni. „Þeir [eftirlitsmennirnir] leysa engan vanda en ógna sjálfstæði okkar og særa stolt okkar sem þjóðar," sagði Cosic.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.