Morgunblaðið - 26.05.1993, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1993
Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskólans
Framsóknarflokkurinn
stærstur með 27,5% fylgi
Sjálfstæðisflokkur fengi nú stuðning 25,7% kjósenda
28,6% styðja sljórnina
FRAMSÓKNARFLOKKURINN fengi mest fylgi, eða 27,5%, ef
gengið væri til alþingiskosninga nú, samkvæmt niðurstöðum
skoðanakönnunar um fylgi flokkanna, sem Félagsvísindastofnun
Háskóla íslands hefur gert fyrir Morgunblaðið. í könnuninni,
sem gerð var 14.-20. maí, fékk Sjálfstæðisflokkurinn næstmest
fylgi, 25,7%, en það er 7,6 prósentustigum minna en í síðustu
könnun Félagsvísindastofnunar í febrúar, er flokkurinn fékk
33,3% fylgi.
Morgunblaðið/Þorkell
Blásið af innlifun
EINN af hápunktum Rurek-jazzhátíðarinnar voru tónleikar hins
heimsþekkta trompetleikara Freddie Hubbards á Hótel Sögu í gær-
kvöldi. Jazzáhugamenn fjölmenntu á tónleikana og fögnuðu Hubbard
ákaft þegar hann blés sín þekktu sóló.
Framsóknarflokkurinn fékk
23,9% fylgi í síðustu könnun og
18,9% í þingkosningunum 1991.
Sjálfstæðisflokkurinn fékk 38,6%
fylgi í kosningunum og hefur því
tapað þriðjungi þess fylgis. Fram-
sóknarflokkurinn mældist einnig
stærsti flokkurinn I könnun ÍM
Gallup, sem gerð var í apríl.
Kvennalisti sækir mest á
Kvennalistinn eykur fylgi sitt enn
meira frá síðustu könnun en Fram-
sóknarflokkurinn, eða um fimm
prósentustig, úr 13,1% í 18%.
Kvennalistinn fékk 8,3% í kosning-
unum. Alþýðuflokkur bætir við sig
frá síðustu könnun, fær nú 10,2%,
en hafði 6,8% fylgi í febrúar og
15,5% í kosningunum. Alþýðu-
bandalag tapar nokkru fylgi, fær
nú 17,7% en fékk 21,2% í febrúar
og 14,4% í kosningunum.
Spurt var um stuðning við ríkis-
stjómina og reyndust 28,6% vera
stuðningsmenn hennar, heldur fleiri
en í febrúar. Einnig hefur andstæð-
ingum stjómarinnar fækkað lítil-
lega og eru þeir nú 51,5%. Saman-
lagt fylgi stjórnarflokkanna hefur
hins vegar ekki verið minna á kjör-
tímabilinu.
Sjá bls. 18: „28,6% styðja
stjórnina.. .“
Yfíriögregiuþjóni veitt lausn frá störfum
Oskylt málefnum
sýslumannsins
YFIRLÖGREGLUÞJÓNI í Siglu-
firði var í gær veitt lausn frá
störfum um stundarsakir meðan
rannsókn fer fram á meintum
Fiskveiðasjóður leysir
til sín frystihús E.G.
FISKVEIÐASJÓÐUR íslands mun leysa til sín frystihús þrotabús
E.G. í Bolungarvík í dag, með þeim hætti að sjóðurinn gerir til-
boð í frystihúsið, að upphæð 79 milljónir króna. Már Elísson,
forstjóri Fiskveiðasjóðs, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær,
að í kjölfar þess að sjóðurinn leysti til sín frystihúsið, yrði það
auglýst til sölu.
Á veðhafafundi í síðustu viku
kom fram að Fiskveiðasjóður
myndi gera tilboð í frystihúsið með
þeim hætti að hann gengur inn í
tilboð sem þegar hefur verið gert,
og þar af leiðandi var ekki fjallað
um, eða tekin afstaða til, tilboðs
Ósvarar hf. í Bolungarvík.
Ekki er þess vænst að aðrir veð-
hafar hyggist ganga inn í tilboð
það sem Fiskveiðasjóður íslands
hefur gert, og búist er við að aðr-
ir veðhafar samþykki tilboð Fisk-
veiðasjóðs, samkvæmt upplýsing-
um Morgunblaðsins. Búist er við
því að í dag leysi sjóðurinn til sín
eignina á þann veg að þrotabú
E.G. afsali frystihúsinu til sjóðsins.
Féll af hesti og lést
29 ÁRA kona beið bana þegar
hún féll af hestbaki í Þorláks-
höfn í fyrrakvöld.
Konan reið hesti sínum eftir göt-
unni Heinabergi í Þorlákshöfn.
Hesturinn var á brokki en nam
skyndilega staðar og við það féll
konan fram af hestinum og í göt-
una. Hún Ienti á höfðinu.
Lögregla og sjúkralið var þegar
kvatt til og var konan flutt á Borg-
arspítalann í Reykjavík. Hún var
úrskurðuð látin þegar þangað var
komið.
Ekki er unnt að greina frá nafni
konunnar að svo stöddu.
Már Elísson, forstjóri Fiskveiða-
sjóðs, sagði í gær að ef tilboð Fisk-
veiðasjóðs yrði samþykkt af öðrum
veðhöfum, þá myndi sjóðurinn
leysa til sín frystihúsið. „Verði það
niðurstaðan að við leysum til okkar
frystihúsið, þá gerum við það sem
okkar skylda er, auglýsum frysti-
húsið,“ sagði Már.
Bókhald yfirfarið með aðstoð
endurskoðanda
Skiptastjórar E.G. munu á næst-
unni fara ofan í bókhald Einars
Guðfinnssonar hf. undanfarin tvö
ár, ásamt löggiltum endurskoð-
anda. Skiptastjórum ber, þegar þar
að kemur, að tilkynna saksóknara
um þau atriði bókhalds, sem kunna
að varða við sérrefsilög, svo sem
það að hafa ekki skilað skilafé á
borð við skyldusparnað.
Samkvæmt kröfuhafaskránni er
sett fram 15 milljóna króna krafa,
vegna vangoldins skyldusparnaðar
E.G., en sú krafa er með fyrir-
vara, vegna þess að ekki liggur
ljóst fyrir hversu mikið af 10 millj-
óna króna greiðslu E.G. í ársbyijun
1992 fór til þess að greiða vangold-
inn skylduspamað, þar sem fyrir-
tækinu bárust ekki skilagreinar
um það upp í hvað greiðsla þessi
var tekin. Þetta mun vera ástæða
þess að Húsnæðisstofnun lýsti of-
angreindri kröfu upp á 15 milljón-
ir króna með fyrirvara.
brotum sem hann er grunaður
um. Mál þetta kom upp í kjölfar
rannsóknar á máli sýslumannsins
í Siglufirði sem er grunaður um
aðild að tollalagabroti og hefur
Rannsóknarlögregla ríkisins mál
hans til meðferðar. Hefur Halldór
Jónsson, sýslumaður á Sauðár-
króki, verið settur sýslumaður í
Siglufirði i viku tíma.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins er mál yfirlögregluþjónsins
óskylt tollsvikamálinu sem sýslu-
maðurinn er grunaður um.
Grunsemdir vöknuðu
Við rannsókn á því kom hins veg-
ar í Ijós atriði sem vöktu grunsemd-
ir er beinast að yfirlögregluþjónin-
um. Hefur honum verið veitt lausn
frá störfum meðan rannsókn fer
fram á meintum brotum hans.
Mál sýslumannsins í Siglufirði
kom upp er hestakerra sem kom til
staðarins með þýsku skipi var toll-
skoðuð en skráður eigandi hennar
var eiginkona sýslumannsins. Kerr-
an reyndist full af ýmis konar varn-
ingi, m.a. reiðtygjum og áfengi.
t dag
Borgarkringlan
Stærstu veðhafar leystu Borgar- kringluna til sín í gær 5
Ævintýri
Krabbameinssjúk böm á Dyfiinni 14 ferð í
Leyndarmál
General Motors sakar fyrrum starfsmann um iðnaðamjósnir 20
Leiðari
likai'ft IÍQökii unl miniKUt
tKtmkafla okkar f káiflt ökl
Á hættuslóðum í ríkisfjármálum -
Fríðkaup Vesturlanda 22
_____
Úr verinu
Tillögur um hámarksafla -.
Lyktarlaus loðnuverksmiðja -
Hærri Iaun til færri skipverja -
Rafeindaílskmerki - Handflök-
un - Austur-Evrópa
ó heima
jl»
'ZS&ssiam %
:
Myndasögur
►►ijóð - Gátur - Brandarar
- Myndasögur - Leikhomið -
Hvítasunna - Pennavinir - Drátt-
hagi blýanturinn - Myndir
ungra listamanna
Ræstingar stofnana dómsmálaráðuneytis
66 millj. kr. spam-
aður á fimm ámm
Tilboð Sævars Ciesielskis úrskurðað ógilt
RÍKIÐ getur sparað samtals um 66 milijónir á fimm árum með út-
boði á ræstingu og hreingerningu húsnæðis á vegum dómsmálaráðu-
neytisins á höfuðborgarsvæðinu. Áætlað er að kostnaður við ræsting-
una sé nú um 214,4 milljónir kr. en Iægsta tilboð, sem var frá ISS
þjónustunni hf., reyndist vera 148,5 milljónir kr., eða 69,2% af kostn-
aðaráætlun. Reyndar var allra lægsta tilboðið, 29 milljónir kr. frá
Sævari Ciesielski, úrskurðað ógilt.
Innkaupastofnun ríkisins bauð
út ræstingu í tíu stofnunum á veg-
um dómsmálaráðuneytisins á höf-
uðborgarsvæðinu. Eru það Héraðs-
dómar Reykjavíkur og Reykjaness,
Landhelgisgæslan, Lögreglan í
Reykjavík, Lögregluskóli ríkisins,
Rannsóknarlögregla ríkisins, Ríkis-
saksóknari og sýslumennirnir í
Hafnarfirði, Kópavogi og Reykja-
vík. Boðin var út ræsting og hrein-
gerning í fímm ár.
Lægsta tilboð 69%
Tilboðin voru opnuð í gærmorg-
un. Sjö gild tilboð bárust í alla þjón-
ustuna, að sögn Ásgeirs Jóhannes-
sonar forstjóra Innkaupastofnunar.
Lægsta tilboðið reyndist vera frá
ISS þjónustunni hf., 148,5 milljónir
kr. sem er 69,2% af kostnaðaráætl-
un. Þrifafl hf. bauð tæpar 150 millj-
ónir og Hrís hf. 156,2 milljónir kr.
Hæsta tilboðið var rúmar 177 millj-
ónir. Kostnaðaráætlun Verkfræði-
stofu Stefáns Ólafssonar hf„ en hún
byggir á áætlun á núverandi ræst-
ingarkostnaði, hljóðaði upp á 214,4
milljónir kr. Munar því 66 milljónum
kr. á lægsta tilboðinu og kostnaðar-
áætlun.
Auk tilboðanna sjö sem tekin
voru gild barst eitt tilboð í hluta
ræstinganna og annað sem úr-
skurðað var ógilt, en það var tilboð
frá Sævari Ciesielski upp á 29 millj-
ónir kr„ eða 13,5% af kostnaðar-
áætlun. Ásgeir sagði að tilboð Sæv-
ars hefði ekki fullnægt formkröfum
sem gerðar voru í útboðinu.
I útboðsskilmálum er gert ráð
fyrir að sá sem fær ræstingarsamn-
inginn ráði það fólk sem nú vinnur
þessi störf.
Ásgeir sagði að tilboðin yrðu yfir-
farin og síðan send dómsmálaráðu-
neytinu. Gert væri ráð fyrir að
samningur tæki gildi síðar á árinu.