Morgunblaðið - 26.05.1993, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.05.1993, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1993 félk i fréttum BRIDS Heimsmeistarar á jökli Heimsmeistararnir brugðu sér í vélsleðaferð á Skálafellsjökli. Spilað á jökli Pað er ekki á hverjum degi sem tekið er í spil á fjöllum, hvað þá uppi á jöklum. A-landsliðshópur- inn í brids kom fyrir skemmstu til Hafnar í Horna- fírði og dvaldi þar langa helgi við spil og leik. Dreng- irnir fóru meðal annars á jökul og eru trúlega fyrstu heimsmeistarar í spilamennsku sem spila við borð úr náttúrulegum ís. Á jökli brugðu þeir sér í vélsleðaferð með Jöklaferðum og nutu þess mjög auk hins tæra fjallalofts. Síðar tóku þeir þátt í Opna jöklamóti Brids- félags Homafiarðar en þar var spiluð hraðsveita- keppni með 12 sveitum. Þeirri jöfnu keppni lyktaði svo að sveit Hótel Hafnar sigraði, í öðru sæti var sveit Jöklaferða, og í þriðja sæti sveit Landsbankans á Höfn. Mótinu stýrði Sigurpáll Ingibergsson, formað- ur Bridsfélags Hornafjarðar. Síðar í heimsókninni spiluðu landsliðspörin við áskorendur og höfðu þar vinninginn, enda sennilega enginn búist við öðru. Meðfylgjandi myndir tók Jón Gunnar Gunnarsson í jöklaferðinni góðu. Morgunblaðið/Jón Gunnar Gunnarsson NEKT „Leigukroppar“ stofna samtök Madonna er nánast sú eina sem vill endilega sýna kroppinn... Um fátt er meira talað í Holly- wood þessa dagana en afhjúp- anir svokallaðra „leigukroppa", þ.e.a.s. staðgengla leikara sem koma fram fyrir þeirra hönd í nekt- arsenum. Hefur það valdið mörgum bíóáhugamanninum vonbrigðum að vita að hann sé ekki að horfa á raunverulegan líkama Kims Basin- ger eða Julíu Roberts, heldur ein- hverra kvenna sem enginn þekkir. Þessar óþekktu leikkonur hafa nú komið fram fyrir skjöldu hver af annarri. Raunar eru þær ekki allar kvenkyns, sumir. karlleikarar nota einnig leigukroppa. Það er þó fátíðara, enda mun jafnan ætlast til þess af kvenleikurum að þær sprangi meira naktar eða hálfnakt- ar um tjaldið heldur en karlarnir. Nú er sú kenning komin á kreik að aðeins ein leikkona standi eftir sem noti aldrei leigukroppa. Það er Madonna, því meira að segja Sharon Stone hefur gripið til leigu- kroppanna af og til. Á það ber að líta, að stundum eiga leigukropparnir ekki að sýna annað en fótleggi eða bakhluta. Leigukropparnir hafa nú bundist samtökum í Hollywood og kreijast meira sannmælis. Þeir halda því fram, að þeir séu ekki síður leikar- ar heldur en hinir frægu. Ekki er reiknað með langlífi samtakanna, en talsmaður þeirra, Shawn Lusad- er, er kokhraust og spyr: „Ef þetta er svona lítið mál sem við gerum, svona auðvelt, hvers vegna gera þá stjörnumar þetta ekki sjálfar?" Lusader er þekktust fyrir að vera „kroppur" leikkonunnar Anne Arc- her í kvikmyndinni „A Body of Evidence". Samtök leigukroppa í kvik- myndaborginni eru nokkuð fjöl- menn. í sumum tilvikum neita leik- arar að afklæðast fyrir linsurnar vegna þess að þar draga þeir línum- ar. í öðrum tilvikum er yngri stinn- um kroppum stillt upp þar sem leik- konurnar em ef til vill farnar að dala. Kim Basinger er til dæmis komin fast að fertugu og það sam- ræmist ekki ímyndinni að sýna kropp hennar þótt fagur sé. Svona eru ástæðurnar margvíslegar. DALEIÐSLUNAM Nú býðst loksins nám í dáleiðslumeðferð hér á landi. Námið nýtist öllum þeim s'em vilja skapa sér ný atvinnutækifæri og víkka starfssvið sitt. Skólinn hefst 14. júní og stendur yfir í þrjá mánuði, tvö kvöld í viku. DALEIÐSLUSKOLI ISLANDS Vesturgata 16 ■ 101 Reykjavík ■ ® 91 - 625717 • Fax 91- 626103 Viðurkenndur af Inlernational Medical and Dental Hypnotherapy Association I pplýsingar og skráning allíi virka daga kl. 16.00-18.00. Morgunblaðið/Sverrir Benedikt Gunnarsson sem var frkvstj. framkvæmdanefndar hægri umferðar og Valgarð Briem formaður hennar halda á skilti sem útbúið var til að minna fólk á breytinguna. Við hlið Valgarðs stend- ur Einar B. Pálsson verkfræðingur sem einnig var í framkvæmda- stjórninni. í annarri röð f.v. er Kári Jónasson fréttastjóri Rikisút- varpsins en hann var blaðafulltrúi nefndarinnar, Ingvar Björnsson fyrrv. bifriðaeftirlitsmaður og Guðmundur Þorsteinsson ökukenn- ari. I þriðju röð f.v. eru Ásgeir W. Björnsson fyrrv. starfsmaður Olgerðar Egils Skallagrimssonar, Valdimar Órnólfsson leikfimikenn- ari og Pétur Jónsson framkvæmdasljóri Landspítalans. í öftustu röð eru Steinn Lárusson starfsmaður Flugleiða og Marinó Þorsteinsson skrifstofustjóri Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, en þeir voru allir starfsmenn nefndarinnar. UMFERÐ Tuttugu og fimm ár frá H-deginum A Islendingar stigu stórt skref til framfara fyrir 25 árum eða 26. maí 1968, en þá breyttu þeir frá vinstri yfir til hægri umferðar. Undirbúningur fyrir H-daginn svo- nefnda var iangur og strangur og vel til hans vandað, enda var sam- dóma álit manna að vel hefði tekist til. Fólk var hvatt til að brosa og sýna þolinmæði og kom í ljós svo ekki varð um villst, að íslendingar geta hvort tveggja þegar mikið ligg- ur við. Nokkrir aðstandendur H-dagsins komu árlega saman í fyrstu til minnast þessa merka atburðar, en síðar hittust þeir á fimm ára fresti. í framkvæmdanefnd voru Einar B. Pálsson verkfræðingur, Kjartan Jó- hannsson læknir og aiþingismaður sem nú er látinn og Valgarð Briem lögfræðingur, sem var formaður. Framkvæmdastjóri var Benedikt Gunnarsson. Þegar Valgarð er spurður hvers hann minnist helst frá H-deginum svarar hann: „Léttis og hversu vel fólk tók því að drífa sig strax út í umferðina. Þá var mjög gleðilegt að engin slys urðu og hversu brosleitir allir voru.“ FUNDUR Sannkölluð kæling Reiknistofa fiskmarkaða hélt aðalfund sinn við óvenjulegar aðstæður sunnudaginn 15. maí síð- astliðinn. Til fundarins var boðað uppi á Vatnajökli til að minna á nauðsyn þess að fiskinn verður að kæla mjög vel, þegar hiýnar með sumrinu. Kælingarmáttur Vatna- jökuls fór ekkert á milli mála, því fundarmenn hreppu slæmt veður, norðan rok og mikinn kulda. Fund- urinn var engu að síður haldinn, þrátt fyrir að erfitt hafi verið að komast á jökulinn. Fundarmenn í rokinu á Vatnajökli. Ágúst Sigurðsson Ólafsvík, Ólaf- ur Jóhannsson framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Suðurnesja, Logi Þormóðsson stjórnarformaður, Einar Garðar Hjaitason ísafirði, Ingv- ar Guðjónsson Reiknistofu fiskmarkaða, Styrmir Jóhannsson Grinda- vík, Eyjólfur Guðmundsson Reiknistofu fiskmarkaða, Þórður Stefáns- son Ólafsvík og Kári Sölmundarson Höfn í Hornafirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.