Morgunblaðið - 26.05.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.05.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1993 17 Skólastjóri Siysavarnaskólans um vinnuslys sjómanna Knýjandi að koma verkfræðslu á fót Skólaskip HILMAR Snorrason skólasljóri Slysavarnaskólans sér ekkert því til fyrirstöðu að nota Sæbjörgn undir verkfræðslu fyrir nýliða á sjó samhliða öryggisfræðslunni sem nú er um borð. Heilbrigðisráðherra um óafgreidd lyfjalög Ríkissjóður missir af 170 millj. sparnaði RÍKISSJÓÐUR missir af 170 milljóna kr. sparnaði í lyfjakostnaði á þessu ári vegna þess að frumvarp til nýrra lyfjalaga var ekki af- greitt á síðasta þingi. Þetta kom fram í máli Sighvats Björgvinsson- ar heilbrigðisráðherra á blaðamannafundi á þriðjudag. „Ef frumvarpið hefði verið sam- þykkt hefðu bein áhrif þeirrar laga- setningar verið um 50 milljónir króna til lækkunar á lyfjaútgjöldum ríkisins. Um 100-120 milljónir kr. koma þannig til að lagasetningin hefði gefið mér meira svigrúm til að hafa.áhrif á lækkun álagningar- prósentunnar en ég hef í dag. Við gerðum ráð fyrir 4% lækkun lyfja- verðs vegna lækkunar álagningar og það hefði skilað 100-120 milljóna króna sparnaði," sagði Sighvatur. Vernd lyfsala Hann sagði að lyfsalarnir sjálfir og lyfjaheildsalarnir hefðu talsvert mikla vernd um álagningu í því kerfi sem nú gildir. „Það hefur ekki verið hægt að hafa áhrif á þá til að lækka sína álagningu þrátt fyrir afnám aðstöðugjalds, sem hefur komið þeim til góða,“ sagði Sig- hvatur. Hann sagði að heiidsöluálagning- unni væri skipt í tvennt, annars vegar prósentuálagningu og hins vegar stuðla sem tryggja eiga stöð- ugleika í gengisviðmiðunum. „Þetta hvort tveggja þýðir í heildsölu- álagningu um 22% og um 56% álagningu í smásölu." Hann sagði ennfremur að óbein áhrif lagasetningarinnar um lækk- un lyfjaverðs vegna aukinnar sam- keppni væra ekki metin inn í þessar tölur. Þó væru allir sammála um að aukin samkeppni muni lækka kostnaðinn enn frekar. HILMAR Snorrason skólastjóri Slysavarnaskólans segir að það sé knýjandi að koma verk- fræðslu á fót fyrir nýliða á sjó sem fyrst og að slík fræðsla sé öryggismál fyrir sjómenn eins og tölur um vinnuslys þeirra sýni. Hilmar sér ekkert því til fyrirstöðu að nýta Sæbjörgu, skip skólans, einnig undir þetta verkefni. „Hér yrði í raun um kærkomið viðbótarverkefni að ræða fyrir skólann og allur nauðsynlegur búnaður er um borð til að sinna fræðslu af þessu tagi,“ segir Hilm- ar. „Fræðslan yrði að stórum hluta fólgin í því að fá nemana til að átta sig á hættupunktunum um borð í fiskiskipunum. í gangi er vinnsla á kennslubók þar sem lagð- ur er grunnur að þessari fræðslu og þegar bókinni er lokið verður hægt að huga að öðrum þáttum málsins." Hilmar segir að það sé öllum ljóst að slysatíðni hjá sjómönnum sé allt of há og að slíkt verði að laga með öllum ráðum. Langflestir af þeim sem slasast séu yngri sjó- mennirnir, eða á aldrinum 20-35 ára, sem sýni enn frekar nauðsyn nýliðafræðslu. Sjómenn kenni sjómönmim Aðspurður nánar um möguleik- ana á að nota skipið Sæbjörgu und- ir fræðsluna segir Hilmar að það sé ekki aðeins spumingin um að allt sé til staðar um borð til að annast þessa fræðslu. Hitt sé ekki síður mikilvægt að þarna yrðu sjó- menn að kenna sjómönnum hand- brögðin. Menn sem hefðu reynslu af því hvaða hættur bæri helst að varast fyrir nýliðann um borð. ----------»' ♦...... Laugunum lokað vegna viðgerða Laugardalslaug verður lokuð 27., 28. og hugsanlega 29. maí vegna viðgerða og viðhalds. Grillþjónusta fyrir elnstaklinga, fyrirtæki og félagasamtök Ath. Útvegum veislutjöld fyrir 50 > 500 manns. Tökum að okkur grillveislur hvar sem er: upp tiljjalla, undir húsveggnum og allsstaðarþar á miUi. Sumar og vetur. Fyrir 40 - 600 manns. Mœtum með allt á staðinn; diska, glös, hnífapör o.þ.h. Grillum lambaLeri, heila lambaskrokka, grísakjöt, kjúklinga, heil nautaheri ogjleira. í lautarferðina: Hamborgarar, pylsur, pítur og barbecue-réttir að eigin vali með hvítlauksbrauði og gratineruðum kartöftum. Kynniðykkur verðið ogþjónustuna. Hafsteinn Gilsson matreiðslumeistari, simi: 91-666189. Bílasími: 985-28430 hagstœð kjör, langur lánstími, sveigjanlegt lánshlutfall, margir gjaldmiðlar fe || IÐNÞROUNARS JOÐUR Kalkofnsveai 1 150Revkjavík sími: (91169 99 90 fax: 62 99 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.