Morgunblaðið - 26.05.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.05.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1993 Reuter Óöld í Suður-Afríku LÖGREGLAN í Suður-Afríku réðst í gær inn í höfuðstöðvar Samafríska ráðsins, einnar fylkingar blökkumanna, og handtók nokkra leiðtoga henn- ar. Eru þeir sakaðir um að hafa staðið að mörgum árásum á hvítt fólk og liðsmenn öryggissveitanna. Mikil óöld ríkir í landinu mijji blökku- manna sjálfra og aðeins um síðustu helgi féllu 27 manns í átökum liðs- manna Inkatha-hreyfíngarinnar og Afríska þjóðarráðsins. Var þá meðal annars kveikt í þessari flutningabifreið. Dolfallnir yf- ir sýknudómi Tókýó. Frá Ingu Dagfinnsdóttur. JAPANIR eru forviða yfir sýknudóminum yfir Bandaríkjamanninum Rodney Peairs sem skaut 16 ára japanskan skiptinema til bana í Baton Rouge í Louisiana. Frá því drápið átti sér stað í fyrra hafa Japanir sem hyggja á för til Bandaríkjanna stóraukið viðbúnað sinn. General Motors sakar fyrrum starfsmann um iðnaðarnjósnir Fóru leyndarmálin með López til Volkswagen? ÞAÐ VAKTI mikla athygli fyrr á þessu ári þegar gert var opinbert að José Ignacio López, einn af æðstu stjórnendum bandaríska bifreiðaframleiðandans General Motors, hefði ásamt sjö nánustu aðstoðarmönnum sínum hafið störf hjá þýska Volkswagen-fyrirtækinu. López, sem er Baski að upp- runa, hafði í starfi sínu sem innkaupastjóri GM getið sér orð sem snillingur við stjórnun. Er talið að hann hafi með hagstæð- ari samningum varðandi aðföng sparað GM 65 milljarða ís- lenskra króna á einungis tíu mánuðum. Það var því alvarlegt áfall fyi’ir fyrirtækið þegar hann ákvað að hætta störfum. Nú hefur komið á daginn að áfallið hefur hugsanlega verið enn meira. GM sakar López og samstarfsmenn hans um að hafa tekið gífurlegt magn af leynilegum skjölum með sér til VW og er málið nú í rannsókn hjá saksóknaraembættinu í Darmstadt i Þýskalandi. Japanir sem ætla til Bandaríkj- anna fara meðal annars á sérstök námskeið til að læra „götumál“ eða bandarískt slangur, en japanski skiptineminn hafði ekki lært nógu mikið í ensku til að skilja orðið „freeze!" (kjurr) sem Bandaríkja- maðurinn hrópaði til hans áður en hann skaut. Ennfremur eru haldin sérstök námskeið fyrir nemendur sem fara til háskólanáms í Bandaríkjunum, enda þykja japönsk ungmenni sak- laus í samanþurði við þau banda- rísku. Þar eru þau vöruð við eitur- Yfirheyrsl- ur í ofur- byssumáli SIR Patrick Mayhew, írlands- málaráðherra bresku stjórnar- innar, hefur verið kvaddur fyrir dómstól, sem er að rannsaka ólöglega vopnasölu til íraks fyrir nokkrum árum, en Mayhew hef- ur verið sakaður um yfirhylm- ingu í málinu. Eru þær ásakanir komnar frá Sir Hal Miller, fyrr- um stjórnmálamanni og frammámanni í íhaldsflokknum, en hann segir, að breska leyni- þjónustan hafi vitað 1988, að Irakar væru að smíða „ofur- byssu“ eða eins konar eldflauga- byssu með aðstoð bresks fyrir- tækis. Segir hann, að háttsettir embættismenn hafí reynt að þagga málið niður. Deildu Gull- pálmanum TVÆR mjög ólíkar kvikmyndir, önnur frá Astralíu en hin frá Kína, deildu Gullpálmanum, æðstu verðlaunum árlegrar kvikmyndahátíðar sem lauk í Cannes í Frakklandi í fyrra- kvöld. Ástralska myndin Píanóið er hjartnæm nítjándu aldar ást- arsaga sem látin er gerast á Nýja Sjálandi. Kínverska mynd- in er um örlög leikara við kín- versku óperuna á tímum menn- ingarbyltingarinnar. lyíjaneytendum og durgshætti, sem þau gætu orðið fyrir. Um 69% Japana telja að þeir myndu verða fyrir árásum af ein- hveiju tagi ef þeir færu til Bandaríkj- anna. Margir þeirra pakka því fleiru niður í ferðatöskurnar en nærbuxum og sokkum. Nýlega var opnuð versl- un í Tókýó sem sérhæfir sig í ferða- búnaði fyrir þá sem eru á leið til Bandaríkjanna. Japanir flykkjast nú í þessa verslun og kaupa skotheld vesti, táragas ogtöskur með fjarstýr- ingu sem gefa frá sér skerandi öskur og 40.000 volta straum. López hóf störf hjá VW þann 16. mars sl. og þó laun hans hafi ekki verið gefin upp opinberlega er talið að samningur hans hljóði upp á um 1,2 milljarða króna til fímm ára. Stjórnendur GM telja sig hafa staðfestan grun fyrir því að verðmæti Lópezar hafi ekki ein- ungis legið í hinum óumdeilanlegu stjórnunarhæfileikum hans heldur einnig þeim upplýsingum um GM og hið þýska dótturfyrirtæki þess Opel sem talið er að López hafi komið með til Wolfsburg, þar sem VW hefur höfuðstöðvar sinar. Ef sá grunur reynist á rökum reistur er líklega um að ræða ein- hveijar viðamestu iðnaðarnjósnir síðustu ára og telur Opel fyrirtæk- ið sig vera orðið „gegnsætt" gagn- vart höfuðkeppinautnum VW. Áætlanir til 2003 í úttekt á málinu í nýjasta hefti þýska tímaritsins Spiegel kemur fram að mjög líklega hafi López haft á brott með sér allar helstu framleiðsluáætlanir Opel allt fram til ársins 2003. Þá hafi hann skömmu áður en hann hætti pant- að lista yfir alla þá 60 þúsund hluti, allt frá einföldum skrúfum til há- tæknibúnaðar, sem notaðir eru við smíði Opel-bifreiða. Ef satt reynist gæti þetta þýtt tugmilljarðatjón fyrir Opel og General Motors en margra milljarða króna sparnað og nokkurra ára forskot fyrir VW. Þannig gæti fyrirtækið til að mynda borið saman sína innkaupa- lista við innkaupalista Opel og metið út frá því hvar best sé að gera kaup og á hvaða verði. Alls telja stjórnendur GM að López og félagar hans hafi látið um 10 þúsund blaðsíður af hendi. Þeir telja einnig að þetta hafi ver- ið skipulagt í töluverðan tíma og að hann hafi notið stuðnings þeirra sjö aðstoðarmanna sinna, sem fylgdu með til Volkswagen. „Hurfu“ þeir frá GM samtímis og hann án þess að segja formlega upp störfum. Síðustu vikurnar og jafnvel mánuðina sem hann starfaði hjá GM í Detroit pantaði López bunka eftir bunka af leynilegum upplýs- ingum um framleiðsluna inn til sín. Þegar farið var yfir skrifstofur hans í Detroit og hjá Opel í Rússel- heim eftir að hann hætti fannst hins vegar hvorki tangur né tetur af þessum gögnum. Tjónið er það mikið fyrir GM að fyrirtækið sá sig tilneytt að höfða mál. Má búast við að þetta mál muni vekja mikla athygli og skaða ímynd Volkswagen ef ásak- anirnar reynast réttar. Það væri ekki síst mikið áfall í ljósi þess að sökin er talin liggja hjá þeim mönn- um sem áttu að bjarga fyrirtækinu úr mestu erfiðleikum þess frá upp- hafi: Ferdinand Piech, sem tók við sem forstjóri VW um áramótin, og manninum sem hann réð til að breyta hlutum, nefnilega López. López heldur fram sakleysi sínu en Spiegel telur staðreyndir benda í aðra átt. Þó López segist ekki hafa ákveðið að hætta fyrr en fyrri hluta mars virðist allt benda til að hann hafi tekið ákvörðun sína mun fyrr, jafnvel í byijun ársins. Þann 10. mars segir hann munnlega starfi sínu lausu en þann 8. mars spurði Jose Manuel Guiterrez, ná- inn aðstoðarmaður hans, gesti í kvöldverðarboði hversu margir hygðust fara með til VW. Dagana 8. og 9. mars sat López leynilegan fund í tilraunamiðstöð Opel í Dudenhofen í Þýskalandi, þar sem 20 æðstu stjórnendum GM voru kynnt áform næstu tíu ára. Lét Lopez verkfræðinga Opel gera sér ítarlega grein fyrir nýjum smábíl, sem ætlað er að keppa við VW Chico, sem nú er einnig í þró- un. Þá var á fundinum kynntur arftaki Opel Astra sem á að keppa við VW Golf. Einnig var greint frá áformum um að lækka framleiðslu- kostnað í öllum verksmiðjum Opel í Evrópu og kynntur bíll sem ekki á að taka í notkun fyrr enn um aldamót og verður þriðja kynslóð Opel Omega, en sú fyrsta er enn að slíta barnsskónum. Er haft eft- ir þátttakendum á fundinum að eftir nánast hvert einasta erindi hafi López komið og óskað eftir afriti af þeim upplýsingum sem voru kynntar. Hann fór jafnvel á skrifstofu eins yfirverkfræðing- Enn einn fyrrverandi forsætisráðherra Itala flæktur í spillingarmál Næstæðsti maður Fiat tal- inn sekur um mútugreiðslur Mnnnli' Mílnnn Rpnlpr Napólí, Mílanó. Reuter. YFIRVÖLD í Napólí á Ítalíu hafa tilkynnt Ciriaco de Mita, fyrrver- andi forsætisráðherra, að verið sé að rannsaka feril hans vegna gruns um að hann hafi átt aðild að fjármálaspillingu. Nokkrir menn hafa verið handteknir í tengslum við sama mál er tengist misferli vegna fjárveitinga til endurreisnar á Suður-Ítalíu eftir jarðskjálfta 1980. Skýrt var frá því í gær að næstæðsti maður Fiat-verksmiðjanna væri nú grunaður um þátttöku í spillingarmáli. 45 milljarðar dollara Cesare Romiti aðalfram- kvæmdastjóri Fiat, gengur næstur hinum nafntogaða Gio- vanni Agnelli, stjómarformanni fyrirtækisins, að áhrifum. Fiat er langstærsta einkafyrirtæki ít- alíu. í skýrslu yf- irvalda í Mílánó segir að Romiti sé granaður um að hafa brotið lög um fjármögnun stjóm- málaflokka, einnig að hann tengist „alvariegu og grófu spillingarmáli". Fiat hefur heitið að leyna yfírvöld engu og starfa með þeim að því að upplýsa spillingarmál. Romiti hefur áður sagt að næstráðendur hans hafí nýlega tjáð honum að flokkamir hafi verið styrktir með leynilegum greiðslum, þetta hafi honum ekki verið kunnugt um. Fimm háttsettir menn Fiat hafa þegar verið hand- teknir síðustu mánuði vegna rann- sóknar yfirvalda sem hófst í Mílanó en fer nú fram um nær allt landið. Knattspyrnufélag í vanda? Elveno Pastorelli, er stjórnar al- mannavömum í innanríkisráðuneyt- inu, fékk sams konar tilkynningu og Ciriaco de Mita. Alls sendu yfirvöld í Napólí að auki út handtökuskipanir á hendur um 15 manns í viðskiptalíf- inu og er þar á meðal Corrado Ferla- ino, forseti knattspyrnufélagsins Napólí, en hann stjórnar einnig bygg- ingafyrirtæki. De Mita er þriðji fyrrverandi for- sætisráðherra Ítalíu sem yfirvöld telja ástæðu til að ætla að hafi gerst sekur um fjármálaspillingu. Á þriðja þúsund manna hefur þegar verið handtekið í þeirri herferð sem er í gangi gegn fjármálasukki og samvinnu stjóm- málamanna við glæpasamtök maf- íunnar. I viðskiptalífínu bera menn fyrir sig að mútugreiðslur hafí verið óhjákvæmilegar ætluðu fyrirtæki sér að eiga viðskipti við opinbera aðila. Jarðskjálftinn áðurnefndi varð í heimahéraði De Mita, Irpiníu. Um 3.000 manns týndu lífí og 300.000 heimili eyðilögðust. Aðstoðin sem ít- ölsk stjórnvöld og Evrópubandalagið veittu til endurreisnar á svæðinu nam- alls um 45 þúsund milljónum Banda- ríkjadollara, rúmiega 2.800 milljörð- um króna. Bróðir forsætisráðherrans fyrrverandi, Michele De Mita bygg- ingaverktaki, var nýlega handtekinn og er hann sakaður um falsanir, meðal annars á bókhaldi, einnig er hann sagður hafa tekið við þýfí er tengdist fjárhagsaðstoðinni. Er bróðirinn var handtekinn sagði De Mita, sem er kristilegur demó- krati, af sér formennsku í þingnefnd sem átti að annast endurbætur á stjórnmálakerfi landsins. Pipruð hefnd Moskvu. Reuter. KONA nokkur í Moskvu fékk grun sinn um meinta ótryggð eigin- mannsins staðfestan með óvenjulegum hætti, að því er blaðið Moskovskíj Komsomolets skýrði frá í gær. Konan hafði sýnt manni sínum um aftur í buxnavasa eiginmanns- tryggð í gegnum árin en nýlega var að henni hvíslað að hið sama væri ekki hægt að segja um mann hennar; hann væri ekki við eina fjölina felldur í kvennamálum. Þeg- ar hún fann svo smokk dag nokk- um í buxnavasa mannsins ákvað hún að hefna sín grimmilega. Opn- aði hún bréfíð gætilega, dró smokk- inn út og stráði úr piparstauknum yfír hann. Gekk hún haganlega frá honum aftur í bréfinu, stakk hon- ins og beið þess að bragðið heppn- aðist. Það er síðan af framhjáhaldi eig- inmannsins að segja að blaðið Moskovskíj Komsomolets hefur það eftir fulltrúa á bráðavakt á heilsu- gæslustöð númer fjögúr í miðhluta Moskvuborgar að þar hafi hann hlotið meðferð við bráðri þrútnun og heiftarlegum sviða í kynfærum. Má því segja að hefndin hafí bæði verið sæt og pipruð. De Mita

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.