Morgunblaðið - 26.05.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.05.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAI 1993 Ráðstefna um samræmt neyðarnúmer RÁÐSTEFNA um samræmt neyðamúmer fyrir allt land- ið með þátttöku fulltrúa opinberra aðila, félagasám- taka og fyrirtækja var hald- in um helgina á vegum Landssambands slökkviliðs- manna. Að sögn Guðmund- ar V. Óskarssonar formanns sambandsins, var markmið ráðstefnunnar að koma saman helstu hagsmunaað- ilum og gefa þeim tækifæri til að kynna viðhorf sín, en dómsmálaráðherra hefur nýlega skipað nefnd, sem ætlað er að hafa forystu um að koma á samræmdu neyð- amúmeri. SUMARSKÓU Bókfærsla 103 Grunnteikning 103 Skyndihjálp 101 Bókfærsla 203 Grunnteikning 203 Spænska 103 Bókfærsla 303 Heilbrigðisfræði 102 Spænska 203 Bókfærsla 373 Heimspeki 102 Spænska 303 Danska 102 íslenska 102 ' Stjórnmálafræði 102 Danska 202 íslenska 202 Stærðfræði 102 Eðlisfræði 123 Islenska 302 Stærðfræði 202 Efnafræði 103 íslenska 403 Stærðfræði 252 Efnafræði 203 ' Jarðfræði 103 Stærðfræði 363 Enska 102 Líffræði 103 Vélritun og tölvufræði Enska 202 Liffæra- og lífeðiisfr. 103 Enska 302 103 Viðskiptareikningur Enska -Á03 Wlarkaðsfræði 103 103 Félagsfræði 102 Rekstrarhagfræði 103 Tölvufræði 102 Félagsfræði 202 Rekstrarhagfræði 203 Þjóðhagfræði 102 Fjölmiðlun 103 Saga 102 Þýska 103 Franska 103 Saga 202 Þýska 203 Franska 203 Sálfræði 102 Þýska 303 Franska 303 Stjórnun 103 Athugib: Allir áfangar eru matshæfír milli framhaldsskólanna. Skólagjald kr. 15.900. Greibslukjör. Skráning i Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Morgunblaðið/Kristinn K miðasala í verslunum Steinars, versluninni Hljómalind og sölustöðum Listahátíðar Hafnarfjarðar upplýsingar og miðapantanir í síma 65 49 86 íþróttahúsinu KAPLAKRIKA Hafnarfirði 12.júní kl. 20.30 Nýtt frumvarp til laga um öryggismál sjómanna Nýliðanám verði lögfest EITT af þeim frumvörpum sem ekki náði í gegn á síðasta þingi fjallar um að lögfest verði nám fyrir nýliða á sjó. Samgönguráð- herra verði heimilt að setja það skilyrði fyrir lögskráningu nýliða um borð í skipum að þeir hafi lokið þessu námi með fullnægjandi hætti. Ennfremur er kveðið á um í frumvarpi þessu að allir skip- verjar hljóti öryggisfræðslu í Slysavarnaskóla sjómanna, eða með öðrum sambærilegum hætti, og að þessu ákvæði verði fullnægt fyrir lok ársins 1995. Forsvarsmenn sjómanna og útgerðarmanna reikna fastlega með að þetta frumvarp verði afgreitt strax í haust. í athugasemdum með frumvarp- inu kemur fram að frá stofnun Slysavarnaskólans árið 1985 hafa tæplega 7.400 sjómenn sótt nám- skeið þar en til samanburðar má nefna að árið 1991 stunduðu um 6.500 manns sjómennsku á ís- lenskum skipum. „Lögbundin ör- yggisfræðsla stuðlar tvímælalaust að auknu öryggi sjófarenda og verður að teljast nauðsynlegur þáttur í starfí,“ segir m.a. í athuga- semdum og að samgönguráðherra skuli leggja fram frumvarp um breytingu á lögum um lögskrán- ingu sjómanna á þann hátt að þeir verði skyldir til að hafa hlotið grundvallarfræðslu um öryggismái í Slysavarnaskólanum þegar lög- skráning fer fram. Besta leiðin til að fækka vinnuslysum Hvað nýliðafræðsluna varðar segir í athugasemdum að aukin starfsþjálfun fyrir nýliða sé tví- mælalaust árangursríkasta leiðin til að fækka vinnuslysum á sjó en slysatíðini meðal þeirra er mjög há. Samkvæmt 8. grein sjómanna- laga ber skipstjóra að sjá um að nýliða sé leiðbeint um þau störf sem hann á að sinna um borð. Ekki leiki vafi á að þessi leiðbein- ingarskylda verði auðveldari ef nýliðinn hefur hlotið þá fræðslu sem stefnt sé að. Síðan segir: „Slík fræðsla færi væntanlega fram með bóklegu námi, verklegri þjálfun og sýni- kennslu, annarsvegar fyrir háseta á fiskiskipum og hinsvegar háseta á kaupskipum. Nú þegar hefur komið út kennslubók fyrir háseta á kaupskipum og unnið er að því áð semja kennslubók fyrir háseta á fiskiskipum.“ Öryggisfræðslimcfnd hyggur á fundaherferð um landið ( Nýliðafræðsla efst á baugi | HJÁ Öryggisfræðslunefnd er nú í undirbúningi fundaherferð víða um land sem fjalla á um öryggis- mál sjómanna. Ragnhildur Hjaltadóttir formaður nefndar- innar segir að efst á baugi hjá nefndinni nú sé nýliðafræðslan sem liður í að draga úr tíðni vinnuslysa um borð í fiskiskipum. „Þessir fundir eru hugsaðir bæði sem fræðsla og kynning á því helsta sem er á döfinni hjá okkur i öryggismálum," segir Ragn- hildur. í máli Ragnhildar kemur fram að auk fræðslunnar sé ætlunin að hvetja sjómenn til fyrirbyggjandi aðgerða gegn vinnuslysum. „Eins og tölurnar sýna er tíðni þeirra allt- of há meðal sjómanna, sérstaklega nýliða,“ segir Ragnhildur. Nýtt fjarskiptakerfi Af öðrum öryggisþáttum sem ætlunin er að fundirnir fjalli um má nefna nýtt fjarskiptakerfi (GMDSS) sem taka á í notkun um borð í fískiskipum, sjálfvirka til- kynningakerfíð, GPS-leiðréttinga- kerfið og ábyrgð skipstjóra á ör- yggi skips.og áhafnar. Ragnhildur segir að talið sé mikilvægt að ná til yfirmanna á skipum um hvað varðar skyldur þeirra og ábyrgð á velferð manna sinna. Hvað nýliðafræðsluna varðar segir Ragnhildur að lögð verði höf- uðáhersla á að koma henni í gagn- ið sem fyrst og er nú beðið eftir að lokið verði samningu kennslu- bókar fyrir háseta á fískiskipum Páll sagði að spil hefðu verið staðsett með sama hætti í nokkrum fleiri fiskiskipum í mörg ár án þess að það hefði verið talið valda nokk- urri hættu. „Þegar spilin eru stað- sem nýta á í fræðslunni. Skiptar skoðanir hafi verið um hvernig bæri að haga þessari fræðslu en Ragnhildur segir að vonandi nái frumvarp samgönguráðherra um að lögfesta þessa fræðslu í gegn á næsta þingi. sett með þessum hætti eru gerðar vissar ráðstafanir vegna staðsetn- ingar þeirra og það er ætlast til þess að farið sé eftir þeim leiðbein- ingum sem við eiga,“ sagði hann. Nauðsynlegt að lögskylda sleppibúnað í viðtali við Morgunblaðið sagðist Pétur Sveinsson skipstjóri einnig telja að sleppibúnaður á gúmmíbát- | um hefði komið að góðum notum á Andvara en slíkur búnaður var ekki um borð í Andvara. Reglugerð sem > skyldaði notkun slíks búnaðar um borð í fiskiskipum var afnumin um miðjan seinasta áratug eftir miklar . deilur um gagnsemi hans en Páll kvaðst vera eindregið á þeirri skoð- un að það bæri að lögskylda sleppi- búnað á ný og það sem fyrst. Páll sagði að umræða um að skylda notkun sleppibúnaðar væri komin upp á ný þó menn virtust gera sér grein fyrir því í dag að slíkur búnaður væri ekki alfullkom- inn. „En ef hann virkaði í átta til níu tilfellum af hveijum tíu þá er það óumdeilanlegt að hann er björg- unartæki sem menn geta borið traust til. Ég bind fastlega vonir að þessi öryggisbúnaður verði aftur lögskyldaður," sagði hann. Páll sagðist ekki hafa upplýs- ingar um hversu margir bátar væru I án sleppibúnaðar en sagði að það ætti við flesta báta sem smíðaðir hefðu verið á seinustu árum. 3M Disklingar Vestmannaeyjar Einbýlishús til ieigu Áhugasamir sendi tilboð til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 29. maí merkt: „VE - 14414" Innilega þakka ég öllum þeim, sem glöddu mig meÖ heimsóknum, gjöfum og skeytum á sjötiu ára afmœli mínu. Guð blessi ykkur öll. Guðmunda Bergsveinsdóttir. TJALDALEIGA KOLAPORTSIIÍS RISATJÖLD fyrir hverskonar útisamkomur. Frá 200-800 nf. Vanir starfsmenn aðstoöa við uppsetningu hvar á landi sem er. ^Upplýsingar og pantanir í síma 625030. y Sérfræðingur Siglingamálastofnunar um staðsetningu spila í fiskiskipum Aldrei verið talin ! valda neinni hættu PÁLL Hjartarson, deildarstjóri tæknideildar Siglingamálstofnunar ríkisins, segist aldrei hafa heyrt að staðsetning spila eins og var i Andvara VE, sem sökk á Reynisdýpi sl. laugardag, hafi valdið vand- kvæðum en Pétur Sveinsson skipstjóri á Andvara sagði í Morgunblað- inu í gær að sannast hefði að staðsetning spila eins og þau voru á Andvara sé ekkert annað en slysagildra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.