Morgunblaðið - 26.05.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.05.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1993 19 Styrkþegar SPARISJÓÐIRNIR veittu tólf Liðveislustyrki sl. mánudag. Hér má sjá alla styrkþegana saman komna ásamt forsvarsmönnum úthlutunarnefndarinnar. Sparisjóðimir veita tólf Liðveislustyrki STYRKIR á vegum Liðveislu, námsmannaþjónustu sparisjóðanna, voru nýlega veittir. Annars vegar er um að ræða almenna styrki en hins vegar um styrki til sérstakra verkefna. Alls voru veittir tíu almennir styrkir og er hver þeirra að upphæð 50.000 krónur. Umsækjendur þurfa ekki að uppfylla önnur skilyrði en þau að hafa skilað eðlilegum náms- árangri, vera innan vébanda Banda- lags íslenskra sérskólanema og fé- lagar í Liðveislu sparisjóðanna. í ár hlutu almenna styrki Anna Lilja Torfadóttir, Fósturskóla ís- lands, Ágúst Frímann Jakobsson, Kennaraháskóla Islands, Elín Thor- arensen, Fósturskóla íslands, Gísli Guðfinnsson, Tækniskóla íslands, Hallgrímur H. Gröndal, Samvinnu- háskólanum, Inga Þórisdóttir, Sam- vinnuháskólanum, Jóhann G. Jó- hannsson, Vélskóla íslands, Krist- ján Freyr Helgason, Kennarahá- skóla íslands, Róbeit Hafliðason, Stýrimannaskóla Íslands, Víglund- ur Laxdal Sverrisson, Stýrimanna- skóla íslands. Tveir styrkir til sérstakra verkefna Styrkir til sérstakra verkefna voru tveir að þessu sinni og er það sett sem skilyrði að verkefnið sé frumlegt, stuðli að nýsköpun og sé hagnýtt. Verkefnið Neyðarskýli fyrir Slysavarnafélag íslands hlaut 150.000 krónur. Að því stóðu Alm- ar Eiríksson, Páll Björnsson og Pálmar Viggósson, nemendur í Tækniskóla íslands. Hinn styrkur- inn féll í hlut þeirra Arinbjarnar Clausen, Jóhanns Bjarnasonar, Jó- hanns Sveinssonar, Ketils Gunnars- sonar og Sigurbjarnar Jónssonar i Tækniskóla íslands fyrir þrískipt verkefni. í fyrsta lagi hugbúnað fyrir kennslu í skyndihjálp, í öðru lagi varmagúmmíhellur fyrir snjó- bræðslukerfi og í þriðja lagi mæli- búnað fyrir lengd togvíra í frysti- skipum. Peter Hallberg heiðursfélagi Rithöfundasambandsins AÐALFUNDUR Rithöfundasambands íslands var haldinn laugardag- inn 22. maí í Norræna húsinu. Á fundinum var Peter Hallberg, pró- fessor í Gautaborg, kjörinn heiðursfélagi Rithöfundasambands Is- lands og teknir voru inn 16 nýir félagar. Úr stjórn áttu að ganga tveir aðalmenn og einn varamaður. Kosningu hlutu í þei.-ra stað: Hjört- ur Pálsson, Kristín Steinsdóttir og Egill Egilsson. Nýja stjórnin er svo skipuð: Þráinn Bertelsson, formað- ur til vors 1994, Sveinbjörn I. Bald- vinsson, varaformaður til vors ’94, meðstjórnendur Hjörtur Pálsson til vors ’95, Ingibjörg Haraldsdóttir-til vors ’95 og Kristín Steinsdóttir til vors ’95. Varamenn eru Vigdís Grímsdóttir við vors ’94 og Egill Egilsson til vors ’95. Þá samþykkti fundurinn ályktun undirritaða af Sveinbirni I. Bald- vinssyni, Þráni Bertelssyni, Ingi- björgu Haraldsdóttur, Siguijóni B. Sigurðssyni (Sjóni) og Vjgdísi Grímsdóttur, þar sem segir: „í ljósi þeirra síauknu menningaráhrifa sem íslendingar standa frammi fyr- ir er stórháskalegt að torvelda með skattlagningu tengslin milli þjóðar- innar og bókmennta hennar.“ Er þar átt við álagningu virðisauk- skatts. „Islenskir rithöfundar skora á stjórnvöld að snúa þegar í stað af þessari óheillabraut áður en var- anlegur og óbætanlegur skaði hlýst af. Burt með bókaskattinn.“ (Fréttatilkynning) Húsgagna- verslunin Sess er gjaldþrota SESS hf., húsgagnaverslun í Reykjavík, hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta að ósk stjórn- enda fyrirtækisins. Sess flutti inn húsgögn auk þess að annast fram- leiðslu í nokkrum mæli, m.a. á stólnum Loka, sem Þórdís Zoega hannaði. Að sögn Sigurðar G. Guðjónssonar hrl., skiptasljóra, nema skuldir fyrirtækisins sam- kvæmt bókhaldi um 50 milljónum en á móti standa nokkrar eignir. Verulega hafði dregið úr starfsemi Sess fyrir gjaldþrotið og munu for- gangskröfur nema óverulegum fjár- hæðum. Fyrirtækið var til húsa í leiguhúsnæði í Faxafeni 9. Helstu kröfuháfar eru erlendir húsgagnaframleiðendur, að sögn Sigurðar^G. Guðjónssonar. Meðal stærri irmlendra lánardrottna er Landsbanki íslands. Kröfur hans eru meðal annars tryggðar með veðum í eignum nokkurra hluthafa, sem eru í milljóna króna ábyrgðum vegna skuldbindinga fyrirtækisins. -----» ♦ ♦ Flugskýli Flugleiða á Keflavíkurvelli Kanadískur verktaki ber kostnað af viðgerð KANADÍSKUR verktaki, Mat- hew’s Contracting, ber allan kostnað af viðgerð á þaki nýs flug- skýlis Flugleiða á Keflavíkurflug- velli. Hún fer þannig fram að ný klæðning verður lögð yfir þá sem fyrir er að sögn Einars Sigurðs- sonar blaðafulltrúa fyrirtækisins. Einar sagði að þakklæðningin næði yfir 8.500 fm flöt sem stækkað gæti um 15 fm við hitabreytingu og léki hún því laus í festingum. Fest- ingarnar hefðu gefið sig í vetur og hefði klæðningin verið skrúfuð föst í kjölfarið. Nú hefði verktakinn hins vegar látið hanna nýja klæðningu, sem sett yrði yfir þá gömlu, og léki laus í festingum. Klæðningin er kom- in til landsins og verður sett upp þegar veður leyfir. Aðspurður sagði Einar að kanad- ískur verktaki flugskýlisins bæri all- an kostnað af viðgerð þess og hefði hann ekki verið inntur eftir kostnað- aráætlun. Flugleiðamenn hefðu hins vegar fengið jákvætt álit fagmanna á viðgerðinni. í flugskýlinu fer fram viðhald flugflota Flugleiða auk ann- arra viðhaldsverkefna. Hemlaklossar Hemlakjálkar Hemladiskar Hjóldælur Höfuðdælur Hemlaslöngur Hemlagúmmí Handbremsubarkar Hemlavökvi Hemlarofar Kripalu|óga Orka sem endist Byrjendanámskeið hefst 2. júní. Kennt mánud. og miðvikud. frá kl. 16.30-18.00. Kennari Áslaug Höskuldsdóttir. Jógastöðin Heimsliós Skeifunni 19,2. hæð, s. 679181 (kl. 17-19). ÞAKEFNI AF BESTU GERD MR búðin*Laugavegi 164 sími 11125*24355 NÝUA BÍLAHÖLL./N FUNAHÖFÐA 1 S:672277 Toyota Corolla 1600 Sl, árg. '93, ek. 1.800 þ. km, rauður, 5 g., V. 1.220.000,- stgr. Ath. skipti. M. Benz 230E, árg. '89, ek. 47.000 þ. km., Ijós grár, sjálfsk., álfelgur, centrallæs., ABS, 4 hausp. V. 2.650.000,- stgr. Ath. skipti. MMC Pajero turbo diesel, arg. 67.000 þ. km., grænn/drapp, 5 g., álfelgur, sóllúga. Verð 3.150.000.- stgr. Ath. skipti. Toyota Corolla Liftback 1.6 GL, árg. '85, ek. 108.000 þ. km. hvítur, sóllúga, álfelgur. Verð 340.000,- stgr. Engin skipti. Toyota Corolla Twin Cam, arg. 86, ek. 111.000 þ. km., svartur, sóllúga. Verð 480.000 stgr. Ath.skipti. BÍLATOFtG FUNAHÖFÐA 1 S:683444 MMC Pajero turbo diesel Intercooler '89, blár, 33“ dekk, 5 gíra, ekinn 105.000 þ. km. Verð kr. 1.750.000,- Toyota 4Runner V-6 árg. 90, grásanserað- ur, sjálfsk., vökvastýri, topplúga, ek. 60 þ. km. Verð 2.100.000,-. Ath. skipti. V 1= f f=? 7 0 0 Toyota Landcruiser langur, árg. '81, brúnn, diesel, 33" dekk. Verð 980.000,- Mazda 323 LX, árg. '92, hvítur, ek. 22 þ. km., 3 dyra, 5 gíra. Verð 1.250.000,-. Ath, skipti.____________________________________ Suzuki Vitara stuttur, árg. '91, vínrauður, * 32“ dekk, krómfelgur, ek. 32 þ. km. Verð § 1.200.000,-__________________s X\ Ð l\l U A/l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.