Morgunblaðið - 26.05.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.05.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1993 Ríkisstjórnin og kjarasamningarnir Friður í stað átaka eftirBjörn Bjarnason Flestir anda léttar vegna ný- gerðra kjarasamninga. Ollum er ljóst að við mikinn vanda er að glíma í efnahags- og atvinnumál- um. Hann verður ekki auðveldari viðfangs ef aðilar vinnumarkaðar- ins deila harkalega innbyrðis eða eiga í átökum við ríkisvaldið. Þótt það viðhorf sé yfirgnæfandi að fagna beri sáttinni um kjaramálin og þríhliða samstarfi ríkisstjórnar, launþega og atvinnurekenda eru ekki allir á einu máli frekar en endranær. Sumir sjá fátt jákvætt við samningana annað en það tii dæmis, að ríkisstjómin hafi „lokað sjálfa sig inni“ eins og segir í for- ystugrein Morgunblaðsins laugar- daginn 22. maí. og verði nú að standa sig í niðurskurði ríkisút- gjalda. Sá kostur var fyrir hendi að gera ekki almenna kjarasamninga. Þau sjónarmið hafa heyrst á undan- fömum mánuðum að ekki ætti að semja. Staða Alþýðusambands ís- lands (ASÍ) væri svo veik vegna atvinnuleysis og innra sundurlyndis að auðveldlega mætti hafa kröfur þess að engu. Viðsemjendur verka- lýðshreyfingarinnar höfnuðu þess- um sjónarmiðum. Forystusveit at- vinnurekenda og launþega hefur setið viðræðufundi með stuttum hléum frá því að liðnu hausti. Var jafnvel talið að til samninga kynni að draga fyrir þing ASÍ sem var haldið á Akureyri í nóvember 1992. Niðurstaða aðila vinnumark- aðarins var sú að ekki væri unnt að ná samkomulagi um launahækk- anir við núverandi efnahagsað- stæður. Á hinn bóginn lögðu þeir fram sameiginlegar kröfur á hend- ur ríkisvaldinu. Viðbrögð ríkis- stjómarinnar leiddu til þess að hinn 21. maí var ritað undir samninga sem gilda að óbreyttu til 31. desem- ber 1994. Verði framvinda mála í samræmi við forsendur samnings- ins hefur þannig verið tryggður rúmlega 18 mánaða vinnufriður á hinum almenna markaði. Stríð eða friður? Öllum er ljóst að framlag ríkis- stjómarinnar til að tryggja þennan frið á vinnumarkaðinum hefur í för \)arnaSf3rf Námskeið I ► Sumarnámskeið fyrir börn 8-10 ára. Þetta námskeið er blanda af leikjum, fræðslu, skyndihjálp, gróðursetningum og skemmtiferðum. Þátttakendafjöldi 15. Þátttökugjald er 6.000,- kr., efnis- og ferðakostnaður er innifalinn. Námskeiðin eru 2 vikur og frá kl. 9 - 16 q að Þingholtsstræti 3 í Reykjavík: B • *. • |g |mlíM-r 4 ••.. I Mzmmímm® 'J l.námskeið 01. júní -II. júní m | 2. námskeið 14. júní - 25. júní a 3. námskeið 28. jún! - 09. júlí a 4. námskeið 12. júlí - 23. júlí Námskeið2b Sumarbúðir fyrir 10-12 ára á Snæfellsnesi vikuna 25- - 30. júlí. Svipuð dagskrá og á Mannúð og Menning 1. Fjöldi þátttakenda verður 15 og leiðbeinendur verða 2. Þátttökugjald kr. 11.000,- Skráning á skrifstofu RKÍ með sér auknar byrðar fyrir ríkis- sjóð. Jafnframt hefur ríkisstjómin skuldbundið sig til þess að halda á stjórn efnahags- og atvinnumála með ákveðnum hætti. Þetta gerir ríkisstjórnin til að tryggja frið á vinnumarkaði á tímum mikils at- vinnuleysis, þegar nokkur óvissa ríkir um fiskverð á mikilvægum mörkuðum og þegar veiðiheimildir á þorski eru verulega skertar. Hefði verið farið að ráðum þeirra sem töldu rétt að þrengja að verka- lýðshreyfingunni vegna veikrar stöðu hennar hefði óvissa og stríð ríkt á hinum almenna vinnumark- aði í stað friðar. Unnt er að gera sér nokkra grein fyrir því hvað friðurinn kostar. Enginn veit hins vegar hver herkostnaðurinn hefði orðið. Sálræn áhrif þess að samn- ingar hafa tekist eru mikil. Reynsl- an sýnir að festa í kjaramálum er mikilvæg forsenda fyrir ákvörðun- um einstaklinga og fyrirtækja þeirra um fjárfestingar í atvinnulíf- inu. Friðkaup eru síður en svo ávallt réttlætanleg. Davíð Oddsson for- sætisráðherra komst þannig að orði um kjarasamningana að ríkis- stjórnin hefði fremur kosið að stöðva á bjargbrúninni en fara fram af henni. I þessum orðum forsætis- ráðherra felst ekki óskhyggja held- ur raunsæ viðvörun um að teflt sé á tæpt vað, ekki síst fyrir ríkissjóð. Þegar staðið er frammi fyrir tveim- ur kostum mælir almenn skynsemi með því að sá sé valinn sem gerir fært að leysa úr vanda í sæmilegum friði. Ríkisstjómin og aðilar vinnu- markaðarins tóku þann kost. Hjá ríkisstjórninni Hvort heldur ríkisstjómin hefði gengið til samstarfs við aðila vinnu- markaðarins eða ekki hefði boltinn verið hjá henni, svo að enn séu notuð orð úr forystugrein Morgun- blaðsins laugardaginn 22. maí. Það felast því alls ekki nein ný sann- indi í lokaorðum forystugreinarinn- ar um að framtíð ríkisstjórnarinnar sé í veði vegna þess hvernig til tekst í atvinnu-, efnahags- og sími 626722 (/w «... n i V l Ungmennahreyfing Rauða kross íslands Björn Bjarnason „Hefði verið farið að ráðum þeirra sem töldu rétt að þrengja að verkalýðshreyfingunni vegna veikrar stöðu hennar hefði óvissa og stríð ríkt á hinum al- menna vinnumarkaði í stað friðar.“ kjaramálum. Líf ríkisstjórna ræðst yfirleitt af úrlausn þessara mála. Það á við um ríkisstjóm Davíðs Oddssonar án tillits til kjarasamn- inga. Samningarnir auðvelda ríkis- stjóminni hins vegar að átta sig á stærð og eðli vandans. Þeir eiga einnig að auðvelda henni glímuna við vandann. Heildarafli á næsta fiskveiðiári er meðal þess sem ríkisstjómin þarf að ákveða og snertir forsendur hins nýgerða kjarasamnings. Á núverandi fiskveiðiári er aflahá- mark í samræmi við tillögu Haf- rannsóknastofnunar er miðaði að hægari vexti þorskstofnsins en rót- tækasta tillaga stofnunarinnar um niðurskurð á afla. Á vettvangi ríkis- stjórnarinnar var ekki deilt um það hvort fara ætti að tillögum fiski- fræðinga heldur hitt hvaða kostur þeirra skyldi valinn. Verði sam- ræmi í tillögum Hafrannsókna- stofnunar milli ára og pólitískum ákvörðunum á grundvelli þeirra ætti það ekki að hrófla við kjara- samningunum. Kjarasamningarnir hafa að geyma markmið fyrir ríkisstjórnina við stjóm efnahags- og ríkisfjár- mála. Auðvitað má líta þannig á að einstaklingar, fýrirtæki eða rík- isstjórnir „loki sjálfa sig inni“ með því að móta sér ákveðna stefnu eða setja sér markmið og skuldbinda sig til að ná þeim með samningum við aðra. Hvað sem orðavali líður skilar markviss stefna að ákveðn- um markmiðum almennt betri árangri en handahófslegar aðgerð- ir. Þá er það jafnframt almennt talið æskilegt skilyrði fyrir árangri í stjórnmálum að sæmileg og víð- tæk sátt sé um leiðir að markmið- um. Kjarasamningarnir skapa slík skilyrði. Þeir eru mikilvægur áfangi í viðleitni ríkisstjórnarinnar til að leysa úr vanda ríkissjóðs og vanda þjóðarinnar allrar í efnahags- og atvinnumálum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins íReykjavík. Otulir síbrotaunglingar LÖGREGLUMENN handtóku 15 ára pilt á stolinni SAAB-bif- reið að morgni laugardagsins. Með honum voru tveir piltar á líkum aldri. Allir hafa margsinnis komið við sögu lögreglu, einn þeirra m.a. í tengslum við eyðileggingu á sumar- bústað við Meðalfellsvatn nýlega. Að sögn Ómars Smára Ármanns- sonar aðstoðaryfirlögregluþjóns er lögreglu tekið að lengja eftir að hið opinbera komi á fót stofnun sem geri kleift að vista þennan pilt og fáeina aðra sem eins er ástatt um, þannig að ekki þurfi sífellt að sleppa þeim út á götu eftir að þeir hafa verið staðnir að afbrotum heldur verði hægt að vinna að lausn á vandamálum þeirra. laugardag 10 til 13 Sunnudag 13 til 17 Líttu við í Litaveri því það hefur ávallt borgað sig FUAVARNAREFN115% afsláttur OÆMI: Kjörvari 4 Itr. Ailir iitir. Verð áöurkr. 2.511,- nú KR. 2.134,- 011 íslensk málning! - Veljum íslenskt GRASTEPPI M/TÖKKUM15% afsláttur Verð áður kr. 980,- NÚ kr. 833,- ÓDÝRU STÖKU TEPPIN fyrir parketið, flísarnar og í sumarbústaðinn DÆMI: Sarah «É§#S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.