Morgunblaðið - 26.05.1993, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.05.1993, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1993 3 , Morgunblaðið/Júlíus Gambri ARNÞÓR H. Bjarnason lögreglumaður í brugggerðinni við Súðarvog við tvær tvö hundruð lítra tunnur fullar af gambra. I baksýn eru eimingartækin, sem taka um 350 lítra af gambra og er talið að gætu annað eimingu á þeim 950 lítrum sem fundust á staðnum á um það bil sólarhring. Rekstrarstöðvun öflugrar bruggiðju LÖGREGLAN í Breiðholti hellti í gær niður um 950 lítrum af gambra og 30 lítrum af soðnum landa í afkastamikilli brugggerð við Súðar- vog í Reykjavík. Tveir menn sem áður hafa verið staðnir að fram- leiðslu af þessu tagi eru taldir bera ábyrgð á málinu en þeir höfðu tekið húsið á leigu og sagst þurfa á því að halda undlr fatalager. Þeir voru ekki á staðnum þegar lögreglan lét til skarar skríða og höfðu ekki verið handteknir síðdegis í gær. Að sögn lögreglumanna höfðu þessir bruggarar yfir mjög öflugum 300 lítra eimingartækjum að ráða og áætlar lögreglan að þeir hefðu getað eimað 950 lítrana og búið til nothæfan landa úr honum á um það bil einum sólarhring. Þá segir lög- reglan að einungis líði fjórir sólar- hringar frá því að bruggarar með umsvif af þessu tagi „leggja í“ og þar til þeir bytja að eima mjöðinn. Er því talið að þeir sem mest hafa umleikis á þessum markaði selji hundruð lítra á viku hverri fyrir um það bil 1.000 krónur hvern lítra. Lögreglan hafði um skeið fylgst með húsinu við Súðarvog og beið eftir hentugu tækifæri til að láta til skarar skríða. Það var svo gert í gær þótt bruggararnir væru ekki á staðnum þar sem kvartanir fóru að berast um ólykt frá nálægum húsum. Skýringin var sú að brugg- ararnir höfðu misst niður tvö hundr- uð lítra tunnu þannig að gambri flóði um gólfið og lagði dauninn um nágrennið. Húsnæðið höfðu þeir nýlega tekið á leigu og sögðu eiganda þess að þá vantaði hús- næði undir fatalager. Mennirnir tveir hafa áður komið við sögu bruggmála, annar var handtekinn í vetur við þessa iðju og hinn var í fyrrahaust viðriðinn umfangsmikinn iðnað á þessu sviði í Vogum. Reyna að komast í heimsmetabókina 1.110 manns í reip- togi í Hafnarfirði 1.110 þátttakendur í Landsmóti skólalúðrasveita ætla að reyna með sér í reiptogi við reiðhöll Hafnfirðinga á sunnudag. Engin fjöldamet í reiptogi eru skráð í Heimsmetabók Guinness en meiningin er að metið verði skráð í bókina, að sögn Stefáns Ómars Jakobssonar móts- haldara. Stefán sagði að rúmlega 1.100 börn, unglingar og stjórnendur skólalúðrasveita þeirra kæmu til mótsins á föstudag. Á sunnudag verður boðið upp á grillveislu við reiðhöllina fyrir ofan Háfnarfjarð- arbæ milli kl. 10 og 12 og verður þá skipt í tvö lið og farið i reiptog. Gert er ráð fyrir um hálfum metra fyrir hvern þátttakanda svo reipið verður i heild 500-600 metrar. Heimsmet skráð Engin fjöldamet í reiptogi eru skráð í Heimsmetabók Guinness en ætlunin er að reiptogið verði skráð í bókina. Til þess þarf að fylla út sérstakt eyðublað aftast í bókinni en þar kemur fram lýsing á meti og staðfesting fjögurra vitna. Eyðu- blaðinu, sem senda á til ritstjórnar bókarinnar, eiga svo að fylgja mynd- ir af sjálfu afrekinu. Þess má geta að einnig verður keppt í svokölluðum kínverskum leiguvagnaakstri við reiðhöllina en eftir hádegi verða tónleikar úrvals- sveitar og mótsslit. Bein útsending verður frá tónleikunum í Ríkisút- varpinu kl. 14.30. Háir sem lágir, mjóir sem breiðir, ungir sem aldnir þurfa Weetabix til að halda athygli sinni og starfsgleði í erli dagsins. ÞÚ KEMST LANGT Á EINNI KÖKU. -OA— ( EINNIG Á SUNNUDÖGUM ) ORKIN 1012 -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.