Morgunblaðið - 26.05.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.05.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAI 1993 29 KAUPMANNAHAFNARBRÉF KERFISÁST OG BLINDA Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur fréttamanni Morgunblaðsins. MEÐAN við sátum og biðum þess að forsætisráðherrann Ijáði erlendum blaðamönnum í blaðamannamiðstöðinni í Kristjánsborg gleði sína yfir úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslunnar rabbaði ég við tvo enska starfsbræður mína. Þeir höfðu lesið nafnið mitt á merkimiðanum, sem allir voru skyldugir að bera til merk- is um að þeir væru þarna með leyfi og sáu að þetta væri íslenskt nafni. Þeir vildu gjarnan heyra hvort niðurstaðan hefði einhver áhrif á íslandi. Nei, því dönsku undanþágurnar skipta okkur engu máli meðan fiskurinn er ekki ein- hvern veginn undanþeginn. Hvort ég væri staðsett í Brussel eða byggi á íslandi? Nei, hér. Um leið luku þeir upp einum munni um hve heppin ég væri. Þeir höfðu ekki komið til Kaupmannahafnar áð- ur. í fyrra hafði verið litið á þjóðaratkvæða- greiðsluna sem hreina afgreiðslu og því höfðu þeir ekki verið sendir hingað þá. Nú voru úrslitin hins vegar spennandi og þeir því mættir á staðinn. Þeir voru alveg heillað- ir af borginni. Með augum Lundúnabúa var allt svo hreint hér, allt gekk eins og klukka og andrúmsloftið yndislegt. Hvort það væri ekki frábært að búa hér? Jú, eiginlega, ekki síst núna að vori til. Vorið er uppáhaldsárs- tíðin mín hér. Ég gat líka sagt þeim að ég hefði verið alveg heilluð af London eftir ferð þangað í haust, þó ég kæmist ekki hjá að sjá hvað allt væri niðurnítt og sjúskað. í London er allt slitið, niðurnítt og skítugt, sögðu þeir og ekkert virkaði. Nú, nú. Er það þá eins og á Ítalíu. Nei alls ekki, því á Ítalíu er öll óreiðan með stæl, sem ekki er í Englandi og því er hún bara óþolandi hjá okkur. Síð- an vildu þeir gjarnan heyra hvort þessi fyrstu áhrif væri rétt, hvort þjóðfélagið gengi svona slétt og fellt fyrir sig eins og þeim sýndist við fyrstu sýn. En þá birtist forsætisráðherrann sigurhreyfur og ég náði ekki að svara. Síðan var ekkert annað en að segja bæ, bæ um leið og við æddum af stað út í bygg- inguna til að ná í síðustu tilsvör stjórnmála- manna og fá tilfinningu fyrir niðurstöðunum áður en það væri of seint að senda fréttairn- ar; Nokkur oddhvöss ummæli frá Uffe Elle- mann-Jensen (sem sagði í lyftuni að stjórn- in dygði til einskis, bara'piss), tilraunir hins landsföðurlega en milda forsætisráðherra til að vera hvass líka, þjökuð gleði Holgers K. Nielsens, formanns Sósíalíska þjóðar- flokksins, sem sagði nei í fýrra en já núna og tókst ekki að sannfæra nema nokkra flokksmenn til að gera það sama, vonbrigð- isorð Drude Dahlerup, eins og formælendur Júníhreyfingarinnar, sem var á móti. A meðan hélt ég áfram samtali mínu við Eng- lendingana tvo í huganum. Ég segi gjarnan með bros á vör að Dan- ir hafi skipt út kristindómi og kærleikanum til Guðs og í staðinn beint trúnni og kærleik- anum að velferðarkerfinu. í nýrri danskri bók eftir Morten Thing um menningu kom- múnismans 1918-1960, sem sagt hefur verið frá í Morgunblaðinu, því þar fjallar hann meðal annars um áhrif Halldórs Lax- ness á danska umræðu, fæst ákveðin sögu- leg sýn á nútímann. Hann bendir meðal annars á að ýmis af þeim gildum, sem kommúnistar börðust fyrir á sínum tíma hafi verið tekin inn í hugmyndafræði vel- ferðarkerfisins, þangað komin með komm- únistum sem yfirgáfu flokkinn og gengu í Jafnaðarflokkinn, þar sem þessar hugmynd- ir urðu grunnurinn að velferðarkerfínu. Skattakerfið: Risavaxið útjöfnunarkerfi Thing bendir ennfremur á að kommúnist- ar hafí litið á Sovétríkin sem nsastóra fé- lagslega tilraun, þó þeir yrðu síðan að horf- ast í augu við að þessi fagri, nýi heimur þeirra breyttist í anstæðu þess sem þeir vildu trúa. En með uppbyggingu velferðar- kerfisins danska var líka lagt í heljarmikla tilraun, sem ekki á sér hliðstæðu nema i Svíþjóð. Undirstaðan er skattakerfið, sem er risavaxið útjöfnunarkerfí, er deilir út peningum eftir þeim félagslegu gildum sem kerfið er byggt á. Enskur rithöfundur sagði eitt sinn að sænska velferðarkerfið væri sósíalismi með bros á vör og sama mætti örugglega segja um það danska. Þegar ég flutti hingað áleit ég að ég væri bara að flytjast frá einu velferðarkerf- inu til annars, en það leið ekki á löngu áður en ég komst að annarri niðurstöðu og að hér væri ég komin á eitthvað æðra plan. Hér kostar ekkert að fara til læknis, hvorki heimilislæknis né sérfræðings eða fá nætur- lækni, bókasöfnin eru ókeypis, engin papp- írsgjöld í skólum, svo eitthvað af því smáa sé nefnt. Og íslenska félagsmálakerfið er ekki nema svipur hjá sjón miðað við það danska. Listir eru að miklu leyti ríkisstyrkt- ar, þó vafalaust segi einhveijir að þar sé ekki nóg að gert. Munurinn er kannski í grófum dráttum sá að meðan íslenska vel- ferðarkerfið á að aðstoða fólk íjárhagslega þá borgar það danska fyrir fólk. Þessi risavaxna félagslega tilraun, sem kallast danska velferðarkerfíð, er þróað eft- ir stríð, fram eftir sjöunda áratugnum, þeg- ar efnahagslegur framgangur virtist enda- laus. Kerfið byggði á að laga mætti alla galla þess og vankanta með meiri pening- um. Þegar fór að blása óbyrlega í efnahags- lífinu átti að leggja eyðsluklóna til hliðar, en þá kom í ljós að hún var eins og gróin föst og erfítt að losna við hana. Með aukinni fýrirferð kerfísins ýttist kristindómurinn út og í staðinn kom trúin á kerfið. í þetta skiptið var trúin ekki bund- in við lítinn hóp, heldur varð almennings- eign. Og það lítur næstum út eins og ná- ungakærleikanum hafi verið beint inn í kerf- ið líka. Einstaklingurinn þarf ekki að taka sérstakt tillit til náunga síns, því til þess er kerfíð. Hin útbreidda samstaða Það þarf ekki að ræða lengi við Dani eða hlusta á danska stjómmálamenn til að átta sig á að það er útbreidd samstaða um að velferðarkerfi þeirra sé að mestu leyti gott. Auðvitað ekki gallalaust, en þó ekki þaijnig að ástæða sé til að endurskoða það. Kannski eins gott, því það er orðið risavaxið fýrir- bæri, sem lifir eigin lífi og varla er hægt að hreyfa mikið til. Ekki þarf lengur að þróa þjóðfélagið, bara halda því við. Enda- punkti sögunnar hefur verið náð, nú er bara að halda ástandinu við. Ég fæ heldur ekki séð að í þessu þjóðfélagi, sem einu sinni var frægt fyrir þjóðfélagsgagnrýni og gagn- rýna hugsun yfirleitt, sé nokkur einasta umræða í þá átt. þess er væntanlega heldur ekki þörf í fræðilega séð fullkomnu þjóðfé- lagi. Þetta með kerfistrúna hafði ég þó sumsé alltaf nefnt svona svolítið upp á grín. Ég átti því ekki von á að heyra ástaijátningu til kerfisins af munni forsætisráðherra. Vís- ast hafa ensku blaðamennirnir og aðrir starfsbræður ekki tekið eftir að í inngangs- orðum hans á blaðamannafundi að morgni 19. maí talaði hann um að nú ætlaði stjórn- in að koma með efnahagsráðstafanir til að styrkja danska velferðarkerfið, „sem við elskum öll svo innilega". Ég gat ekki látið vera að velta fyrir mér hvort einmitt þessi ást á kerfinu væri ekki dragbítur fyrir Dani, því hún ýtir til hliðar heilbrigðri skynsemi og gagniýnni hugsun, rétt eins og Sovéttrúin á sínum tíma. Og ég velti því líka fýrir mér hvort þessi ást hefði ekki leitt til þess að flokkur forsætis- ráðherra, Jafnaðarmannaflokkurinn, hefði lagt til hliðar hlutverkið sem uppbyggjandi og tekið að sér hlutverk varðhundsins, sem varla getur verið uppbyggilegt til lengdar. Ili11 ILJBI II II ATVINNULEYSI : /: < , 11 ^ •» 1 i "U b-Víiú er iil 1'U.oe: Aðhald og sparnaður NÚ ÞEGAR kreppir að í þjóðfé- laginu, atvinnuleysið eykst og tekjur dragast saman, íhuga margir hvernig best verði staðið að sparnaði og aðhaldi í heimilis- haldi. Mörg góð og gagnleg ráð hafa verið gefin í gegnum árin í sparnaði, en oft hefur þeim verið ýtt til hliðar í góðu árunum, þessvegna verða mörg þeirra sem ný opinberun þegar þau eru rifjuð upp á ný. Matarinnkaup hafa ætíð vegið þungt í pyngju tekjuminni fjöl- skyldna, jafnvel þó að reynt sé að gæta aðhalds í innkaupum. Þess- vegna hafa mörg ráð til sparnaðar einmitt beinst að matarinnkaupum. Hér skulu nokkur rifjuð upp nokkur sígild ráð: ,1. Farið ekki í matvöruverslun nema eiga þangað erindi. 2. Farið aldrei svöng til inn- kaupa'. Fólk hefur tilhneigingu til að kaupa annars konar matvöru þegar það það finnur til svengdar, en það annars myndi gera við eðli- legar aðstæður. Ein brauðsneið með osti fyrir innkaupaferð slær á óþarfa freistingar. 3. Skráið á innkaupalista allt það sem vantar til heimilishaldsins og haldið ykkur við hann. Oft bjóða verslanir upp á sértilboð á ákveðn- um vörum. Þessi tilboð geta verið hagstæð, en þau eru það ekki allt- af. Stunduin getur samskonar vöru- tegund undir öðru vörumerki verið ódýrari jafnvel í sömu verslun, eða að hægt er að fá hana á lægra verði annars staðar. 4. Er varan nauðsynleg? Þegar meta á hvað kaupa á inn til heimil- isins er oft ágætt að spyija sjálfan sig: Hef ég þörf fyrir þessa vöru? Er hún nauðsynlega? Ér hægt að vera án hennar? og haga síðan inn- kaupum í samræmi við það. 5. Við matarinnkaup þarf að meta hagkvæmni og nýtingu. Fisk- ur er sennilega oftar á diskum landsmanna en aðrar matartegund- ir, bæði vegna þess að að hann er hollur og þægilegra að búa til úr honum ódýra, fljótlegri málsverði en úr öðru hráefni. Til þess að spamaður i nýtist að fullu er hagstætt að kaupa 2-3 kíló af ferskum fiskflökum, roð- fletta og beinhreinsa, skera í bita og setja í plastpoka nákvæmlega það magn sem nægir í máltíð fyrir LANDSINS BESTA VERÐ! Vorum að taka upp nýja sendingu af peysum, bolum, pilsum og jökkum. Sama lága verðið! Póstval, Vt*** Skútuvogi 1, s. 68-44-22 fjölskylduna og setja í fi-ysti. Á þennan hátt er oft hægt að nýta fiskinn betur og koma í veg fyrir að afskorningar eða afgangar fari fyrir lítið eins og oft á sér stað þegar keypt eru heil flök í máltíð. Ath. Éf frystur fiskur er ekki látinn þiðna alveg áður en hann er matreiddur, þá missir hann mjög lítinn vökva þegar hann hefur verið eldaður. 6. Þegar keypt er kjöt er nauð- synlegt að meta nýtinguna. Oft getur verið drýgra að kaupa bein- laust kjöt en kjöt með beini, jafnvel þó að beinlausa kjötið sé á hærra kílóverði. Það er því nauðsynlegt að reyna að áætla þyngd beina og fitu, sem annars er fleygt, þegar borið er saman kílóverð á hinum ýmsu kjöttegundum. 7. Undir kjötmeti fellur álegg og við kaup á því getur umtalsverður peningur farið fyrir lítið. Ástand þess áleggs sem hér er á boðstólum hefur oft verið lélegt, það hefur lít- ið geymsluþol og er stundum farið að skemmast áður en það hefur náð síðasta söludegi, eins og höfundur þessa pistils hefur haft reynslu af að undanförnu. Áleggið er dýrt og ef það er ekki notað um leið og umbúðimar hafa verið opnaðar getur þurft að fleygja því. Það getur verið dýrt að henda hálfum pakka af dýru áleggi, pen- ingum sem þannig er kastað á glæ eru ótrúlega fljótir 'að safnast upp í dágóðar íjárhæðir. 8. Brauð er nauðsynlegur þáttur í okkar daglega mataræði. Góð brauð eru ekki ódýr, því er nauðsyn- legt fylgjast vel með nýtingunni á þeim og gæta þess að afföll verði ekki of mikil. Það getur því tals- verður peningur legið í brauðendun- um sem orðið hafa of gamlir og því verið hent. Það gæti því verið fróð- legt fyrir fjölskyldur að taka saman hjá sér, hversu miklar fjárhæðir fara í súginn á heimilinu, ekki að- eins með gömlu brauði sem hefur verið fleygt, heldur einnig ýmsu öðru sem keypt hefur verið til heim- ilisins og ekki hefur nýst sem skyldi. FYRIR GARÐA OG SUMARHÚS MR búðin*Laugavegi 164 sími 11125 • 24355 HÁSKÓLANÁM í KERFISFRÆÐI Innritun ó haustönn 1993 stendur nú yfir í Tölvuháskóla VÍ. Markmið kerfis- fræðinámsins er að gera nemendur hæfa til að vinna við öll stig hugbúnað- argerðar, skipuleggja og annast tölvu- væðingu hjá fyrirtækjum og sjá um kennslu og þjálfun starfsfólks. Námið tekur tvö ár og eru inntökuskilyrði stúd- entspróf eða sambærileg menntun. Tölvubúnaður skólans er sambærilegur við það besta sem er á vinnumarkaðinum og saman stendur af Vict- or 386MX vélum, IBM PS/2 90 vélum með 80486 SX örgjörva, IBM RS/6000 340 og IBM AS/400 B45. Nemendur viö Tölvuháskóla VI verða að leggja á sig mikla vinnu til þess að ná árangri. Þeir, sem vilja und- irþúa sig í sumar, geta fengið ráðgjöf í skólanum. Mikil áhersla er lögð á forritun og er gagnlegt ef nem- endur hafa kynnst henni áður. Eftirtaldar greinar verða kenndar: Fyrsta önn: Forritun í Pascal Kerfisgreining og hönnun Stýrikerfi Fjárhagsbókhald Önnur önn: Fjölnotendaumhverfi og RPG Gagnasafnsfræði Gagnaskipan með C++ Rekstrarbókhald Þriðja önn: Gluggakerfi Kerfisforritun Hlutbundin forritun Fyrirlestrar um valin efni Fjórða önn: Staðbundin net Tölvugrafík Hugbúnaðargerð Raunhæf verkefni eru í lok hverrar annar eftir að hefðbundinni kennslu lýkur. Lokaverkefni á 4. önn er gjarnan unnið í samráði við fyrirtæki, sem leita til skólans. Umsóknarfrestur fyrir haustönn 1993 er til 18. júní. Umsóknir, sem berast eftir þann tíma, verða afgreiddar eftir því sem pláss leyfir. Kennsla hefst 31. ágúst. Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar fást á skrifstofu TVÍ frá kl. 8-16 og í síma 688400. . I TÖLVUHÁSKÓLI YÍ, Ofanleiti 1, 103 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.