Morgunblaðið - 26.05.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.05.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1993 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1993 23 4- Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1200 kr. á mánuði innan- lands. f lausasölu 110 kr. eintakið. Á hættuslóðum í ríkisfjármálum Tölur þær um fyrirsjáanlegan hallarekstur ríkissjóðs, sem komið hafa fram, eru uggvænleg- ar. Friðrik Sophusson Qármálaráð- herra staðfestir í viðtali við Morg- unblaðið í gær að hallinn á ríkis- sjóði í ár verði að minnsta kosti þrettán milljarðar króna og stefni í rúma átján milljarða á næsta ári, verði ekkert að gert. Hinn aukni halli á næsta ári stafar bæði af útgjöldum vegna nýgerðra kjara- samninga og af sjálfvirkri útgjalda- aukningu, sem skýrist til dæmis af fjölgun lífeyrisþega. Að fenginni reynslu er engin ástæða til að ætla að þessar tölur geti ekki hækkað. Halli ríkissjóðs á tveimur árum stefnir í að verða vel á fjórða tug milljarða. Af ummælum fjármálaráðherra í viðtalinu er ljóst að hann er ekki sáttur við þær aðgerðir, sem ríkis- stjómin hefur lofað að ráðast í tii að greiða fyrir kjarasamningum. „Það má færa góð rök fyrir því að þessar aðgerðir færi okkur nær hættuslóðum í ríkisfjármálunum," segir ráðherrann. „Aðrar þjóðir, sem búa við svipuð vandamál, hafa undanfarið lagt drög að því að greiða niður erlendar skuldir, í stað þess að auka þær eins og hætta er á að við séum að gera. Með þessum aðgerðum erum við vitandi vits að fresta því að taka á þeim vanda til að ná fram öðrum markmiðum." Það er raunar heldur vægt til orða tekið hjá fjármálaráðherra að segja að við færum okkur nær hættuslóðum í ríkisfjármálum. Við erum komin á hættusvæðið. Eftir nokkurn árangur í upphafi starfs- ferils ríkisstjórnarinnar virðast rík- isfjármálin vera að fara gersamlega úr böndunum. Það er rétt, sem fjár- málaráðherrann segir, að þar getur fátt komið til bjargar og fært ríkis- sjóði meiri tekjur. Hagvöxtur er ekki fyrirsjáanlegur. Almenningur ber ekki öllu þyngri skattbyrði en orðið er. Erlendar lántökur eru við hættumörkin. Það eina, sem getur rétt ríkisfjármálin af, er stórfelldur niðurskurður. Fjármálaráðherrann boðar í við- talinu við Morgunblaðið það sem koma skal; niðurskurð velferðarút- gjalda með breytingum á reglum um rétt manna til velferðar- greiðslna, lækkaðar tilfærslur til atvinnuveganna, sameiningu og aflagningu ríkisstofnana og loks enn aukna þátttöku notenda í opin- berri þjónustu. Menn verða að átta sig á því að við þessi verkefni duga engin vettlingatök. Ríkisstjómin telur sig hafa náð sjálfvirkri út- gjaldaaukningu ríkissjóðs niður um átta milljarða á ársgrundvelli nú þegar. Sá árangur kostaði gífurleg átök. Nú er verið að tala um tvö- falda eða þrefalda slíka tölu, ef takast á að ná halla ríkissjóðs niður. Atökin við ríkisfjármálin verða prófsteinn á ríkisstjóm Davíðs Oddssonar. Fjármálaráðherra lýsir því yfir í áðurnefndu viðtali að rík- isstjórnin öll geri sér grein fyrir afleiðingum kjarasamninganna á ríkisfjármálin og hún muni öll bera ábyrgð á þeim niðurskurði, sem framundan er. Þar reynir á hvern einstakan ráðherra. Ætla ráðherr- arnir fyrst og fremst að vera full- trúar þeirra, sem undir ráðuneyti þeirra heyra, eða ætla þeir að vera fulltrúar heildarinnar, fjölskyldn- anna, skattgreiðendanna í landinu? Em þeir sammála Friðrik Sophus- syni þegar hann segir: „Við verðum að hafa í huga að halli ríkissjóðs í dag verður kostnaður heimilanna á morgun“? Friðkaup Yestur- landa Niðurstaðan af tilraunum vest- rænna ríkja til að verða sam- mála um stefnu gagnvart stríðinu í Bosníu-Herzegóvínu veldur von- brigðum. Sú „harðari stefna", sem Clinton Bandaríkjaforseti boðaði fyrir skömmu og átti meðal annars að felast í loftárásum á vígi Serba, hættu þeir ekki þjóðarmorðinu í Bosníu, og afléttingu banns við sölu vopna til Bosníu-múslima, hef- ur gufað upp. í staðinn kemur moðsuða um „verndarsvæði" fyrir múslima í Bosníu og efnahagslegar refsiaðgerðir gagnvart Serbíu, sem hingað til hafa engu skilað og munu ekki gera það í framtíðinni. Málamiðlun Vesturveldanna er í raun viðurkenning á því að Serbar hafa náð markmiðum sínum í Bosn- íu-Herzegóvínu. Friðaráætlun sáttasemjaranna Vance og Owens um jafnræði þjóðarbrotanna, sem um aldir hafa byggt landið, er úr sögunni. Múslima bíða svipuð örlög og Palestínumanna eða Kúrda - að hírast í flóttamannabúðum á verndarsvæðum, sakna heimkynna sinna og skorta tilgang og mann- lega reisn. Með ákvörðunum sínum nú hafa Vesturveldin keypt sér frið - en það er í raun aðeins friður innan þeirra eigin herbúða. Drápin í Bosníu-Herzegóvínu munu halda áfram. Og engin trygging er fyrir því að átökin breiðist ekki út, til dæmis til Kosovo eða Makedóníu, þangað sem Serbar renna hýru auga. Vesturlöndum hefur mistek- izt að móta trúverðuga stefnu til að tryggja frið í Evrópu. Þau hafa slæma reynslu af friðkaupum við árásargjarna og landagráðuga ein- ræðisherra fyrr á öldinni. Ef þau sjá sig ekki um hönd er brautin rudd fyrir næsta einræðisherra eða hóp þjóðernisróstuseggja að hefja stríð á hendur nágrönnum sínum. Eina leiðin til að hindra slíkt er að leiðtogar Vesturveldanna segi: Við brugðumst of seint við átökunum í lýðveldum Júgóslavíu. Næst mun- um við hafa reynsluna af þeim í huga og bregðast við árásarstefnu af fullri hörku. íslenskur tæknifræðingur vekur athygli fyrir hugmyndir um pálmarækt Morgunblaðið/Sverrir Gengið á fund ráðherra Fulltrúar Sambands íslenskra bankamanna gengu á fund Jóns Sigurðssonar bankamálaráðherra í gær vegna fyrirhugaðra uppsagna 76 starfsmanna Landsbankans, en á fundinum lýsti ráðherra því yfir að stjórnvöld væru ekki tilbúin til að slaka á kröfum sínum varðandi hagræðingu í rekstri bankans. Landsbankinn segir uppsagnir 76 starfsmanna vera neyðarúrræði Bankamenn mótmæla upp- sögnum og telja þær lögbrot Heimild til verkfallsboðunar var samþykkt einróma á fundi bankamanna í gær SAMEIGINLEGUR fundur stjórnar, samninganefndar og formanna aðild- arfélaga Sambands íslenskra bankamanna sem haldinn var í gær for- dæmdi þarðlega fyrirvaralausar uppsagnir 76 bankastarfsmanna í Lands- banka Islands, en að sögn Önnu ívarsdóttur formanns SÍB var gripið til uppsagnanna án nokkurs samráðs við stéttarfélag bankamanna. Telur SIB að uppsagnirnar séu ekki aðeins siðlaus aðgerð, heldur einnig brot á kjarasamningi SÍB og bankanna og ennfremur brot á lögum um hópupp- sagnir. Formannafundur aðildarfélaga SÍB samþykkti einróma að veita stjórn og samninganefnd verkfallsheimild, og að sögn Önnu verður hald- inn stjórnarfundur og formannafundur SÍB á morgun, fimmtudag, þar sem væntanlega verður tekin ákvörðun um hvort boðað verði til verk- falls bankamanna. I fréttatilkynningu frá Landsbankanum í gær segir að uppsagnir starfsmanna bankans nú sé neyðarúrræði bankan s á erfioð- um tímum. Anna ívarsdóttir sagði í samtali við Morgunblaðið að Sambandi íslenskra bankamanna hefði síðastliðinn föstu- dag verið tilkynnt bréflega um fyrir- hugaðar uppsagnir starfsmanna Landsbankans og það hefði síðan ver- ið ítrekað á mánudaginn. Yfírlýsing bankans hefði komið SÍB gjörsamlega í opna skjöldu og ekkert samráð hefði verið haft við bankamenn vegna máls- ins. Hún sagði að meðal bankamanna væri nú 2% atvinnuleysi, og í kjölfar uppsagnanna í Landsbankanum yrði atvinnuleysið í stéttinni á bilinu 5-6%. Hún sagði að áætlaður sparnaður bankans vegna uppsagnanna væri um 30 milljónir króna á ári, miðað við að meirihluti þeirra sem sagt yrði upp væri meðal lægst launuðu starfs- manna bankans. Vegna uppsagnanna sagði Anna stjórn SÍB telja útilokað fyrir bankamenn að ganga ti! kjara- samninga að svo stöddu. „Landsbankinn er búinn að taka þessa ákvörðun og hún er tekin vegna skilyrða stjórnvalda á hendur bankan- um. Við gengum á fund bankamála- ráðherra [í gær] og hann sagði okkur að stjórnvöld væru ekki tilbúin til að slaka á kröfum sínum. Hann ítrekaði hins vegar að það væri stjórnenda bankans að ná þessum markmiðum, og kannski væru fleiri en ein leið til þess. Sú leið sem við höfum bent á er að fækka starfsfólki án uppsagna, en það er jú talsverð hreyfing meðal bankamanna," sagði Anna. Hún sagði að yfirlýsing sem samþykkt var á formannafundi SÍB yrði send stjórn Landsbankans og í framhaldi af því yrði óskað eftir frekari viðræðum við bankann. Aðgerðir undirbúnar Helga Jónsdóttir formaður starfs- mannafélags Landsbanka íslands sagði í samtali við Morgunblaðið að mjög þungt hljóð væri í starsfólki bankans vegna uppsagnanna. Hún sagði bankastjórnina hafa í nokkurri tíma rætt við stjóm starfsmannafé- lagsins um fyrirhugaðar aðhaldsað- gerðir, en hins vegar ekki farið að tillögum starfsmannanna. „Við höfum haldið samráðsfund með trúnaðarmönnum, en það eru all- ir mjög slegnir, og við ætlum að mót- mæla þessu kröftuglega. Af þeim sem sagt verður upp er þriðjungur af landsbyggðinni og tveir þriðju af Reykjavíkursvæðinu. Það hallar á hlut kvenna í þessu en rúm 84% eru kon- ur. Þetta er gífurlega erfitt á sama tíma og verið er að ráða 100 manns í sumarvinnu, og það hefði kannski mátt reyna að semja við okkur um að leggja aukið álag á okkur í sumar og fresta þessu fram á haustið," sagði Helga. Hún sagði að í deiglunni væm aðgerðir starfsfólks Landsbankans vegna uppsagnanna og yrði tilkynnt í dag hveijar þær aðgerðir yrðu. Uppsagnir neyðarúrræði Engar upplýsingar fengust hjá stjórn Landsbanka Islands í gær um það hvemig staðið yrði að uppsögnum starsfólks bankans aðrar en þær að viðkomandi starfsmönnum yrði til- kynnt um uppsagnirnar í dag og fram á föstudag. Síðdegis í gær sendi bank- inn frá sér fréttatilkynningu þar sem segir meðal annars að markvisst hafi verið unnið að lækkun rekstrarkostn- aðar bankans undanfarna mánuði. Þessi vinna komi í kjölfar þeirrar vinnu sem framkvæmd hafí verið undanfarin misseri og miðað hafi að gagngerum breytingum á rekstri bankans. Bank- inn hafi hætt rekstri fímm útibúa s.l. þijú ár, og á sama tíma hafi stöðugild- um fækkað um 140. í fréttatilkynningunni kemur fram að teknar hafi verið ákvarðanir sem muni lækka annan rekstrarkostnað bankans enn frekar. Unnið sé að lækk- un kostna'ðarliða svo sem ferðakostn- aðar og risnu, mötuneytiskostnaðar, viðhalds og endurbóta, bílastæða- kostnaðar, sérfræðiþjónustu, auk kostnaðar við auglýsingar, fréttabréf, almanök, póstburðargjöld o. fl. Þá sé ráðning sumarafleysingafólks í lág- marki, yfírvinna hafi verið takmörkuð enn frekar en áður, og lögð hafi verið áhersla á hlutastörf. Þá sé stefnt að fækkun starfseininga og breytingum á opnunartíma. Þrátt fyrir þessar að- gerðir sé nauðsynlegt að segja upp starfsfólki, og muni þessar uppsagnir koma til framkvæmda um mánaða- mótin. Það hafí ekki áður gerst í sögu bankans að grípa hafi þurft til svo harkalegra aðgerða sem uppsagnir starfsfólks séu. Bankastjórn vilji leggja á það ríka áherslu að á þessum erfiðu tímum í atvinnulífi landsmanna, sem bankinn hafi ekki farið varhluta af, séu uppsagnir starfsfólks neyðar- úrræði og verði takmarkaðar eins og frekast er kostur. Stöðugildi við bankastöpf fjöldi stöðugilda við áramót 1.177 1.097 MA LANDSBANKI 1.037 ÍSLANDSBANKI BUNAÐAR- BANKI 491 491 J07 90/91 91/92 92/93 90/91 91/92 92/93 90/91 91/92 92/93 Segir pálma ónýtt forðabúr matvæla og iðnaðarhráefna Prófessor við Landbúnaðarháskólann telur hugmyndirnar mjög forvitnilegar Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. ÍSLENSKUR tæknifræðingur, Tryggvi Thorsteinsson, hefur undanfarið dvalið í Kaupmannahöfn við rannsóknir á pálmum, sem virðast búa yfir miklum nýtingarmöguleikum, en ekki verið sinnt. Olav Stölen prófessor við Landbúnaðarháskólann í Kaup- mannahöfn segir að hugmyndir Tryggva um ræktunar- og nýt- ingarmöguleika pálma séu mjög forvitnilegar. í samtali við Morgunblaðið sagði Tryggvi að athygli sín hefði beinst að pálmunum og möguleikum þeirra þegar hann sá mynd af bónda við hliðina á föllnum sagópálma, sem dugði honum til fæðu í heilt ár. Áhugi Tryggva vaknaði og hann sagði að við eftirgrennslan hefði komið í ljós að áður fýrr hefðu pálm- ar víða verið ræktaðir, en síðan gleymst eins og væri um fleiri forn- ar nytjajurtir. Við Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn fara fram rann- sóknir á ónýttum nytjaplöntum und: ir stjórn Olav Stölens prófessors. í viðtali við Morgunblaðið sagði Stö- len að pálmarnir sem Tryggvi hefði áhuga á væri mjög forvitnilegir og það væri rakið verkefni að vinna að rannsóknum á ræktun og nýt- ingu þeirra í samvinnu við þróunar- Iöndin. Hann sagði að sífellt væri verið að leita nýrra nytjajurta og í því samhengi væru pálmamir spennandi verkefni, því hver pálmi væri eins og auðugt hráefnisbúr. Einnig væri sérlega áhugavert að pálmana væri hægt að rækta á svæðum, þar sem annars væri ekki hægt að rækta neitt nýtilegt, svo ræktunarsvæðið væri viðbót, en tæki ekkert frá annarri ræktun. Nú væri brýnt að safna saman þeirri þekkingu, sem væri á pálmunum. Fæða og iðnaðarhráefni Tryggvi sagði að auk þess sem pálmarnir væru gífurlegt fæðu- forðabúr, sem hægt væri að nota bæði til manneldis og húsdýrarækt- unar, þá fælist í pálmasterkjunni miklir möguleikar í iðnframleiðslu, sem ekki nýttust nú vegna skorts á sterkju. Til dæmis væri æskilegt að nota meiri sterkju í vistvænt plast, sem brotnar niður í náttúr- unni. Einnig væri hugsanlegt að nota sterkjuna til etanólframleiðslu, en það er eldsneyti og þannig væri hægt að ná verðinu niður. í steypu- framleiðslu væri verið að gera til- raunir með að blanda sílikötin með sterkju. Steypa eins og við þekktum hana væri blönduð vatni og því þung og hörð. Ef sílikötum og sterkju væri blandað saman fengist efni með einstaka hæfileika. Bland- an væri sterk og sveigjanleg eins og bein og einnig væri mögulegt að fá þannig steypu, sem væri þunn og gegnsæ. Eins og væri strandaði slík framleiðsla á sterkjuskorti, en ef næg sterkja fengist, til dæmis frá pálmarækt, væri leiðin opin til þróunar nýrrar efnasambanda. Ræktun pálma gæti einnig komið í veg fyrir hungursneyð, sem ávallt væri yfírvofandi og jafnvel fyrirsjá- anleg þegar í byijun næstu aldar. Morgunblaðið/Sverrir Söfnun prentminja VALTER Carlsson, formaður Samtaka norrænna bókagerðar- manna, afhenti Helga Sigurðssyni, safnverði í Árbæjarsafni, menningarverðlaun norrænna bókagerðarmanna. Bókagerðarmenn styrkja Árbæjarsafn SAMTÖK norrænna bókagerðarmanna, Nordisk Grafisk Union, veittu prentminjadeild Árbæjarsafnsins menningarstyrk í gær, en á Árbæjarsafni hefur verið unnið að því undanfarin ár að safna saman gömlum munum úr prentverki og skrá þá muni, sem til eru annars staðar á landinu. Vísir að góðu prentminjasafni er nú á Árbæjarsafni. Þessi menningarverðlaun hafa verið veitt um árabil, ýmist ein- staklingum eða stofnunum, sem stutt hafa verkalýðshreyfinguna með einum eða öðrum hætti, eða sinnt varðveislu prentgripa. Aðal- fundur Samtaka norrænna bóka- gerðarmanna er haldinn hér á landi þessa dagana og var ákveðið að veita prentminjadeild Árbæj- arsafns styrkinn að þessu sinni. Styrknum, 30 þúsund sænskum krónum, deilir Árbæjarsafn með norsku ljóðskáldi og koma því um 130 þúsund krónur í hlut safnsins. „Starfsmenn Árbæjarsafns hafa á undanförnum árum lagt sérstaka rækt í að safna saman gömlum munum úr prentverki jafnframt því að skrá aðra og mynda,“ sagði Þórir Guðjónsson, formaður Félags bókagerðarmanna í samtali við Morgunblaðið. „Það er því risinn hér vísir að góðu prentminjasafni, þar sem hægt er að rekja þróun prentunar á íslandi og Árbæjar- safn er vel að viðurkenningunni kornið," sagði hann. Skýrsla um stöðu hugbúnaðariðnaðar á íslandi Auknir möguleikar á alþjóðamarkaði Skortur á nauðsynlegri rekstrarþekkingu og ögun ÍSLENSK hugbúnaðarfyrirtæki standa vel að vígi varðandi þekkingu og tækni og eiga vaxandi möguleika í aukinni sam- keppni á alþjóðamarkaði. Engu að síður virðast þau fyrirtæki sem eru að stíga sín fyrstu skref í útflutningi skorta vissa rekstrarþekkingu og ögun í framleiðslu- og gæðastjórnun sem nauðsynleg er í eiginlegum framleiðsluiðnaði. Aðrar hömlur hugbúnaðarfyrirtækja í útflutningi er takmarkaður aðgangur að þróunarfjármagni. Þessar upplýsingarnar koma fram í nýútkominni skýrslu rannsóknarþjónustu Háskóla íslands um hugbúnaðariðnað á íslandi. Skýrslan er byggð á viðtölum við forráðamenn fimmtán íslenskra tölvu- og hugbúnaðarfyrir- tækja. Skýrsluhöfundar komast að raun um að íslenskum hugbúnaðariðnaði hafi að verulegu leyti tekist að koma til móts við þarfir innanlandsmark- aðar og vöxtur verði því að hluta til að felast í útflutningi og séu þar vaxandi möguleikar. Annars vegar vegna stækkandi heimsmarkaðs sem greinist í fjölmörg markaðshorn og hins vegar vegna þess að boðleiðir og samskiptareglur séu orðnar skýr- ari og stöðlun og áreiðanleiki meiri. Smæð innanlandsmarkaðar Þeir benda á smæð íslenska mark- aðarins og segja að hún hafí kosti og galla í för með sér. Kostirnir fel- ist m.a. í því að fyrirtæki hér á landi þurfi á lausnum að halda sem hæfi stærð þeirra og sérlausnir fýrir smærri fyrirtæki geti skapað ákveðin markaðstækifæri þar sem stærri hugbúnaðarframleiðendur sinni oft ekki þörfum þessara fyrirtækja sem. skyld. Önnur jákvæð hlið á smæð- inni sé að notendur séu oft á tíðum tilbúnir til að starfa náið með hug- búnaðarfyrirtækjum að útfærslu ein- stakra lausna. Um galla segir að frá sjónarhóli íslensku hugbúnaðarfyrirtækjanna liggi vandinn í því að breyta sér- lausnum í almenna markaðsvöru til útflutnings. „Islensku hugbúnaðar- fyrirtækin eru yfírleitt það smá og í vissum tilfellum svo einangruð að þau hafa ekki bolmagn til að fylgja upphaflegri þróunarvinnu eftir með markaðssetningu og framleiðslu af- urðanna. Þættir eins og gæðastjórn- un, kostnaðaraðhald, afhendingarör- yggi og alþjóðlegt þjónustunet geta skipt miklu máli og raunar verið afgerandi þáttur í að raunverulegur árangur náist,“ segir i skýrslunni. Fjármögnun Takmarkaður aðgangur að þróun- arfjármagni er talinn hamla íslensk- um útflutningsfyrirtækjum. Hins vegar er tekið fram að með samning- um um evrópskt efnahagssvæði opn- ist nýir möguleikar til að fjármagna öflugt þróunarstarf þar sem íslensk fyrirtæki geti leitað eftir styrkjum í þróunarsjóði Evrópubandalagsins. Ennfremur segir í niðurstöðum að ætla megi að aukið samstarf, bæði innan greinarinnar og við stoðfyrir- tæki, s.s. fjármögnunaraðila, skóla- og rannsóknastofnanir, sé forsenda öflugri útflutnings. Íslenskí Grænlandsleiðangurinn Leiðangursmenn að nálgast byggð ÍSLENSKI Grænlandsleiðangurinn var væntanlegur ofan af Grænlands- jökli á sunnudagskvöldið, en þá áttu þeir félagar enn ófarna um 40 km leið til byggða í Syðri-Straumfirði. Voru þeir væntanlegir þangað í gærkvöldi, en engar fréttir höfðu borist. Síðast heyrðist til þeirra á laugardagskvöld. Hafi þessi áætlun staðist tók það þá Ólaf örn Haralds- son, Harald Ólafsson og Ingþór Bjarnason 27 daga að fara yfir jökulinn. Búist var við að leiðin frá jöklinum til byggða myndi reynast leiðangurs- mönnunum nokkuð erfið þar sem gera má ráð fyrir að snjólítið sé á þessum slóðum. Því komi sleðarnir sem þeir hafa haft mikinn hluta út- búnaðarins á ekki að notum, og því líklegt að þeir þyrftu að selflytja far- angurinn. 40 km að meðaltali á dag Ljóst er að leiðangurinn hefur gengið mjög vel síðustu daga og hafa þeir félagar lagt að baki um það bil 40 km á dag að meðaltali. Hefur þeim því tekist að vinna upp þær tafir sem urðu vegna illviðris í upp- göngunni við Ammassalik. Eftir kom- una til Syðri-Straumfjarðar munu leiðangursmenn taka sér far með flugvél til höfuðborgarinnar Nuuk, þar sem þeir færa bæjarstjórninni sérstakar vináttukveðjur, sem þeir hafa meðferðis frá Reykjavíkurborg. 500 millj. Ijón vegna vatns og þjófnaða TRYGGINGAFÉLÖGIN greiddu á fimmta hundrað milljónir kr. í bætur vegna vatnstjóna og um eitt hundrað milljónir vegna innbrota, þjófnaða og skemmdarverka á ár- inu 1992. Félögin hvetja fólk til að ganga vel frá eigum sinum áður en það fer í sumarferðalagið og tryggja eftirlit með þeim á meðan. í samantekt Sambands íslenskra tryggingafélaga á tjónum í fyrra kem- ur fram að greiddar voru bætur vegna rúmlega 4.000 vatnstjóna og rúmlega 1.300 tjónum vegna innbrota, þjófn- aða og skemmdarverka. Tjónabætur námu samtals á sjötta hundrað millj- ónum kr. Gangiðvelfrá í fréttatilkynningu tryggingafélag- anna er vakin athygli á komandi sum- arleyfistíma og minnt á að oft hafi fólk komið að heimilum sínum á kafí í vatni eða að það hafi verið tæmt eða skemmt í innbrotum á meðan fólkið var áhyggjulaust í fríinu. Tryggingafélögin hvetja fólk til að ganga tryggilega frá eigum sínum áður en það fer í sumarleyfí, loka fyrir vatn að tækjum og búnaði til að minnka hættu á óhöppum af völd- um vatns. Þá er fólki bent á að fá vini, ættingja eða nágranna til að l(ta reglulega eftir heimilinu á meðan það er í burtu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.