Morgunblaðið - 26.05.1993, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 26.05.1993, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1993 43 Fjórir í leikbann FJÓRIR leikmenn í 1. deild karla í knattspyrnu, sem reknir voru útaf í 1. umferðinni á sunnudag, voru úrskurðaðir í leikbann á fundi aga- nefndar í gær. Birgir Karlsson, Þór, fer í tveggja leikja bann og Davíð Garðarsson, FH, Nökkvi Sveinsson, ÍBV og Valdimar Kristó- fersson, fá allir eins leiks bann. Stúlknaliðið mætir Svfum ÍSLENSKA stúlknalandsliðið, sem er skipað leikmönnum 16 ára og yngri, mætir stöllum sínum frá Svíþjóð i vináttuleik á Varmárvelli í kvöld kl. 20. íslenska liðið er þann- ig skipað: Markverðir: Ragnhildur Sveinsdóttir, UBK, Helga Helgadóttir, Stjörnunni og Margrét S. Sigurðardóttir, Val. Aðrir leikmenn: Aslaug Ragna Ákadóttir, Herdís Guðmundsdóttir, Guðrún Sigur- steinsdóttir, Sigrún Hallgrímsdóttir og Brynja Pétursdóttir, allar úr ÍA, Helga Gunnarsdóttir, Sindra, Anna Lovísa Þórsdóttir, KR, Birna Au- bertsdóttir, Erla Hendriksdóttir og Katrín Jónsdóttir úr UBK, Sigríður B. Þorláksdóttir, BÍ, Hulda M. Rúts- dóttir, Val, Ingibjörg Harpa Ólafs- dóttir.'KA og Inga Dóra Magnús- dóttir, Tindastóli. Enn met hjá Guðrúnu GUÐRÚN Amardóttir úr Ármanni bætti tveggja vikna gamalt íslands- met sitt (13,50 í 100 m grinda- hlaupi um helgina, hljóp á 13,39 sekúndum í undanúrslitum á SA- svæðismeisstaramóti bandarískra háskóla í Knoxville, Tennessee. í úrslitum hljóp hún á 13,46 og hafn- aði í öðru sæti. Helga Halldórsdótt- ir úr KR átti metið frá 1987, 13,64. A-lágmark fyrir HM í Stuttgart er 13,30. Árangurinn skipar Guðrúnu á bekk á meðai 10 bestu grinda- hlaupara í bandarískum hásskólum á árinu. ‘ Badmintonlands- liðið keppirá HM ÍSLENSKA landsliðið í badminton he’fur keppni á heimsmeistaramót- inu í dag, en það fer fram í Birming- ham á Englandi. Liðakeppnin er fyrst á dagskrá og lýkur á sunnu- dag, en þá tekur einstaklingskegpn- in við. Broddi Kristjánsson, Árni Þór Hallgrímsson, Þorsteinn Páll Hængsson, Bima Petersen, Guðrún Júlíusdóttir og Vigdís Ásgeirsdóttir, öll úr TBR, skipa liðið að þessu sinni. Þjálfari er Mike Brown. Island mætir Irum í dag, Bandaríkjunum á morgun og liði Tékkneska lýðveld- isins á föstudag. Þorbergur þjálfar HK ÞORBERGUR Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, hefur verið ráðinn þjálfari HK í 2. deildinni en félagið féll úr þeirri fyrstu í vor. „Það sem vakir fyrst og fremst fyrir mér með því að taka tilboði HK er að vera á fullu við þjálfun allan veturinn. Tékkinn Rudolf Havlik verður mér til aðstoð- ar þannig að þetta rekst ekki á við landsliðsþjálfunina enda verður landsliðmálum háttað á annan hátt í vetur en síðasta vetur,“ sagði Þorbergur við Morgunblaðið. Ögri vann í Osló HANDKNATTLEIKSLIÐ Ögra, liðs heymarlausra, sigraði á fjög- urra liða móti í Osló í síðustu viku. Lið frá Búdapest, Osló og Hamborg tóku þátt í mótinu auk Ögra. ís- lenska liðið sigraði í öllum leikjun- um þremur með nokkrum yfírburð- um, gerðu 77 mörk en fengu á sig 42. Jóhann R. Ágústsson var í miklu stuði í leikjunum og gerði meðal annars 19 mörk í einum leiknum. Hann var markahæsti maður móts- ins og einnig valinn besti maður þess. Matthías Rúnarsson, sem bú- settur er í Noregi, lék með Ögra og mun gera á Heimsleikum heyrn- arlausra. KÖRFUKNATTLEIKUR / NBA ÚRSLITAKEPPNIN Phoenix vann þannfyrsta Phoenix Suns sigraði Seattle í fyrsta úrslitaleik vesturdeild- arinnar á mánudagskvöldið með 105 miHHi stigum gegn 91. Gunnar . Leikmenn Phoenix Valgeirsson eru ekki óvanir að skrifarfrá vera j úrslitum vest- Bandaríkjunum urdeildarinnar en þetta er í fyrsta sinn sem þeir sigra í fyrsta leiknum. Seattle lagði mikla áherslu á að stöðva Charles Barkley en Oliver Miller gleymdist og það nýtti hann sér, gerði 15 stig, tók 10 fráköst og varði fimm skot. Miller hafði gert 4,7 stig að meðaltaii í vetur og því var þetta stórleikur hjá honum. Sérstaklega var hann góður í þriðja leikhluta er hann gerði 11 stig og tók sjö fráköst. Stigahæstur hjá Phoenix var Cedric Ceballos með 21 stig og Kevin Johnson gerði 16. „Charles [Barkley] er ekki eigin- gjam. Hann lætur þá sem em „heit- ir“ hafa boltann, en hann á eftir að blómstra í næstu leikjum," sagði Johnson en Barkley gerði aðeins 12 stig í leiknum. „Við vorum ákveðnir í að komá okkur ekki í sömu vand- ræðin og gegn Lakers þegar við töpuðum tveimur fyrstu leikjunum og við náðum upp góðir baráttu," sagði Johnson. Derrick McKey var stigahæstur Seattle með 17 stig, Shawn Kemp gerði 16 og Gary Payton 14. Charles Barkley var í gær valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar í vet- ur. Honum hefur aldrei áður hlotnast þessi heiður. Barkley bestur Charles Barkley hjá Phoenix var í gær útnefndur besti leik- maður NBA-deildarinnar og Hake- ■■■■■■ em Olajuwon hjá Gunnar Houston varð í örðu Valgeirsson sæti. Barkley var 59 skrifarfrá sinnum settur í Bandankjunum - . • . fyrsta sæti en at- kvæðaseðlarnir em 98 og hann hlaut alls 835 stig. Barkley kom frá 76ers fýrir þetta tímabil og hefur kraftur hans og dugnaður vegið þungt í þeim frábæra árangri sem Phoenix hefur náð í vetur. Hakeem Olajuwon hjá Houston varð í örðu sæti, hlaut 27 atkvæði í fýrsta sæti og 647 stig. Michael Jordan hjá Chicago varð í þriðja sæti með 13 atkvæði í fyrsta sæti og 565 stig. Jordan var kosinn sá besti síðustu tvö ár. Fjórði varð Patric Ewing hjá Knicks með 359 stig og fjögur atkvæði í fýrsta sæti. Barkley var fimmti stigahæstur í riðlakeppninni, gerði 25,6 stig að meðaltali. Hann tók 12,2 fráköst að meðaltali og átti 5,1 stoðsend- ingu. Hann er 198 sentimetrar, 114 kíló og hafði 52% nýtingu í skotum utan að velli, 30,3% nýting var hjá honum í þriggja stiga skotum og varði 74 skot. Barkley og Jordan voru einu leik- mennirnir sem nefndir voru á öllm atkvæðaseðlunum. Lenny Wilkens, sem hefur þjálfað Cleveland siðustu sjö árin, sagði af sér í gær, en hann er sá bandaríks- ur þjálfari sem sigrað hefur í næst flestum leikjum í NBA, 869 alls. Red Auerbach, fyrrum þjálfari Bos- ton, á metið, 938 sigrar. Wilkens hefur verið orðaður við þrjú lið, Atlanta, Indiana og LA Clippers en hann segist tilbúinn að taka að sér þjálfun fyrir 750 þúsund dollara á ári, eða um 48 milljónir króna. KNATTSPYRNA Landslið íslands U-18 í Piestany, frá vinstri í aftari röð: Guðni Kjartansson þjálfari, Ólafur Kristjánsson, Bjarnólf- ur Lárusson, Guðjón Jóhannsson, Bjarki Stefánsson, Kjartan Sturluson, Ólafur Einarsson, Sigurvin Ólafsson, Kjartan Antonsson, Guðni Helgason og Gunnlaugur Hreinsson fararstjóri. Fremri röð; Brynjar Gunnarsson, Jóhannes Harðar- son, Ragnar Ámason, Sigurbjörn Hreiðarsson, Guðmundur Brynjólfsson, Ólafur Stígsson og Hjörtur Amarson. Gullit og Papin úti AC Milan og Marseille leika til úrslita í Evrópukeppni meist- araliða á Ólympíuleikvanginum í Munchen í kvöld kl. 18.15 að ís- lenskum tíma og verður leikurinn sýndur beinnt í Sjónvarpinu. Ruud Gullit og Jean-Pierre Papin verða ekki í byijunarliði Milan, en þeir hafa báðir verið meiddir. Fabio Capello, þjálfari Milan, á eftir að gera upp við sig hvort hann lætur Gullit eða Papin sitja á bekknum. Allir eru heilir hjá Marseille og eina spurningin í gær var hvort Eydelie eða Jean-Christophe Thom- as myndu leika á miðjunni. Vinni Marseille verður það fyrst franskra liða til að lyfta Evrópubikarnum. Ef ekki þá fara allir Evrópubikar- amir til Ítalíu því Parma vann í Evrópukeppni bikarhafa og Juvent- us í UEFA-keppninni. Byrjunarlið AC Milan: Sebastiano Rossi - Mauro Tassotti, Páolo Maldini, Alessandro Costacurta, Franco Baresi - Demetrio Al- bertini, Frank Rijkaard, Gianluigi Lentini, Roberto Donadoni - Daniele Massaro, Marco van Basten. Líklegt byijunarlið Marseille: Fabien Barthez - Basile Boli, Jocelyn Angloma, Marcel Desailly, Eric Di Meco - Jean-Jacqu- es Eydelie, Didier Deschamps, Franck Sauzee, Abedi Pele - Alen Boksic, Rudi Völler. Feyenoord í toppsætinu Feyenoord þarf aðeins að sigra í síðasta leik sínum gegn Groningen á útvelli á mánudag- inn kemur til að tryggja sér hol- lenska meistaratitilinn i fyrsta sinn síðan 1984. Feyenoord vann MVV 2:0 í gær og hefur því eins stigs forskot á PSV þegar bæði liðin eiga einn leik eftir. PSV leikur við Volendam í síðustu umferð. „Það er í okkar höndum að klára þetta og það ætlum við okkur,“ sagði Arnar Gunnlaugs- son, sem lék ekki með Feyenoord í gærkvöldi. Sigurbjöm maður mótsins Sigurbjörn Hreiðarsson var val- inn besti leikmaðurinn Jl knattspyrnumóti átta landsliða 18 ára og yngri í Piestany í Slóvakíu. Mótinu lauk á laugardag með sigri Slóvaka, 3:2, í hörkuspennandi úr- slitaleik gegn Pólverjum. Ungverjar urðu í þriðja sæti, ísraelar í fjórða, íslendingar í fímmta, Rúmenar í sjötta, Króatar í sjöunda og lið ít- ala í áttunda. Markvörður Pólveija var valinn besti markvörðurinn, Slóvakar fengu viðurkenningu fyrir prúðasta liðið og Sigurbjörn Hreiðarsson, Val, var eins og áður sagði valinn besti leikmaður mótsins. Meðal leik- manna á mótinu voru margir, sem þegar hafa gert samninga við at- vinnumannalið. Þetta var í þriðja skiptið sem_ íslendingar keppa á þessu móti. I fyrsta skiptið varð lið- iðí 7. sæti, í 6. sæti í fyrra og nú í 5. sæti. í haust leikur landslið 18 ára og yngri gegn Wales og Lithá- en í undankeppni Evrópumótsins. ÚRSLIT Knattspyrna Bikarkeppni KSÍ, 1. umferð: Leiknir R. - Haukar...............1:3 Ásmundur Vilhjálmsson - Guðmundur V. Sigurðsson 2, ívar Guðmundsson 1. Fjölnir - Grindavík...............2:L Magnús Bjarnason, Þorvaldur Logason - Þórarinn Olafsson. Skallagrímur - ÍR................3:3 Jakob Hallgrímsson, Þórhallur Jónsson, Stefán Broddi Guðjónsson - Heiðar Ómars- son, Bragi Björnsson, Jón Þór Eyjólfsson ■ÍR vann eftir framlengingu og víta- spyrnukeppni 4:2. Reynir - Grótta..................1:3 Pálmi Jónsson - Rafnar Hermannssonm, Ingvar Gissurarson, Kristján Haraldsson. Víðir - Ármann...................9:1 Grétar Einarsson 3, Björgvin Björgvinsson 2, Hlynur Jóhannsson 2, Ólafur Gylfason, Guðmundur Einarsson. HB - Þróttur R...................1:6 ~ Njarðvfk - Ægir..................1:3 ívar Guðmundsson - Hannes Haraldsson, Sveinbjöm Ásgrímsson, Emil Ásgeirsson. Víkingur Ó. - UMFA...............0:2 Sumarliði Árnason, Stefán Viðarsson. Snæfell - HK.....................1:6 Selfoss - Stjaman................2:4 Magni Blöndal, Gunnar Garðarsson - Jón Þórðarson 2, Leifur Geir Hafsteinsson, Haukur Pálmason. Dalvík - Tindastóll...............0:1 - Siguijón Sigurðsson. Hvöt - Magni.......................4:2 Hallsteinn Traustason 2, Hörður Guðbjörns- son, Axel Rúnar Guðmundsson - Hreinn Hringsson 2. ■Jafnt var, 2:2, eftir venjulegan leiktíma en í framlengingunni gerðu heimamenn eitt mark I hvorum hálfleik. Völsungur - Þrymur.................4:0 Guðni Rúnar Helgason, Axel Vatnsdal, Jón Grani Garðarson, Jónas Hallgrimsson. ■i Höttur - Þróttur Nes..fr. til þriðjudags KBS- Austri........................1:2 Vilhelm Jónasson - Steinar Aðalbjömsson, Vilberg Jónasson. Einheiji - Sindri..................2:0 Hallgrímur Guðmundsson 2. Undankeppni HM Vilnius, Litháen: Litháen - N-írland.................0:1 - Iain Dowie (8.). 4.000. Staðan Spánn.................8 4 3 I 16: 2 11 Danmörk...............7 3 4 0 5: 1 10 írland................6 3 3 0 10: 1 9 N-frland..............8 3 2 3 9:10 8 Litháen...............8 2 3 3 8:12 7 Lettland..............9 0 5 4 3:15 5 Albanía...............8 1 2 5 4:14 4 Svíþjóð Sænska úrvalsdeildin um helgina: ~ Helsingfors - Degerfors.............2:1 IFK Gautab. - Hiicken...............3:0 Norköpping - Brage.................8:1 Halmstad - Trelleborg...............2:0 Örebro - AIK..................... 0:1 Malmö - Öster.......................0:2 Vestra Fröi. - Örgryte..............1:1 ■ íslendingar léku allir. Gunnar Gislason var þokkalegur í stöðu hægri bakvarðar en Arnór geysigóðurá stöðu fremsta miðvallar- leikmanns hjá Hácken. Var langbesti rnaður vallarins og skapaði mikla hættu. ■ Örebro tapaði enn. Hlynur Stefánsson fékk dóma og varð sagður einn besti maður liðsins. ■ Einar Páll Tómasson var í liði Deger- fors og fékk þokkalega dóma. _ Sveinn Agnarsson, Svíþjóð. íkvöld Knattspyrna Landsleikur kvenna U-16 ára: Varmá: ísland - Svíðþjóð kl. 20 Bikarkeppni KSÍ, 1. umferð: Gervigras: Árvakur - BÍ kl. 20 Vallargerði: Hvatberar - UBK kl. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.