Morgunblaðið - 26.05.1993, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.05.1993, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1993 27 Morgunblaðið/Rúnar Þór Leikir, keppni og grill á sunddiskói BÚAST má við að fjölmargir leggi leið sína í sundlaugarnar í bænum í dag, en í tilefni Hversdagsleikanna þarf enginn að greiða aðgangs- eyri. Við Sundlaug Akureyrar ætla valinkunnir sómamenn að gera Möllersæfingar í morgunsárið og síðan tekur vatnsleikfimi við. Síðdeg- is, frá kl. 17 til 19, verður sunddiskó fyrir börn. Farið verður í leiki, hljómsveitir leika og barnakór Lundarskóla syngur. Þá verður keppni og grillveisla. Um kvöldið frá kl. 21 til 23.30 verður svipuð dagskrá fyrir þá sem eru 13 ára og eldri. íþróttamannvirkin við Glerárskóla verða einnig opin, sundlaug og íþróttasalur, en þar verður spilað badmin- ton síðdegis. Bæjakeppni við Ashkelon í Israel BÆJAKEPPNI milli Akureyrar og Ashkelon í ísrael fer fram í dag, miðvikudaginn 26. maí, undir yfirskriftinni Hversdagsleikarnir og eru allir hvattir til að taka þátt og leggja þannig sitt af mörk- um til að afla stiga i keppninni. Öll íþróttasvæði verða opin al- menningi og gefst fólki færi á að kynnast ýmsum greinum íþrótta. Ferðafélag Akureyrar efnir til þægilegra gönguferða með leið- sögumönnum í tilefni dagsins, önn- ur verður um Innbæinn og fjöruna og hin hefur yfirskriftina Oddeyrin, hernámsárin og liðnir dagar. Miðbærinn Það verður mikið um að vera í Miðbæ Akureyrar, en kl. 14 ætla júdómenn að kynna íþróttina og klukkustund síðar Verður fimleika- fólk þar á ferðinni og loks verður fólk frá Púlsinum með pallaæfingar á Ráðhústorgi kl. 16, en á tímabil- inu frá kl. 17 til 18 verður boðið upp á blóðþrýstingsmælingar í göngugötunni. Krabbameinshlaupið verður við Dynheima kl. 18.30, en skráning hefst hálfri klukkustund fyrr. Þá verða skátar með þrautabraut á flötinni austan við Samkomuhúsið frá kl. 17. Þátttökutilkynningum á að skila í þar til gerða kassa fyrir miðnætti, en þeir verða staðsettir m.a. í göngugötu, íþróttamann- virkjum, stórmörkuðum, í Kjarna- skógi og Dynheimum. Fyrirtæki - félagasamtök Til leigu í sumar Höfum til leigu nokkur herbergi á stúdentagarðinum Útsteini, Skarðshlíð 46, Akureyri, á tímabilinu 1. júní - 20. ágúst. Hver tvö herbergi eru með sér snyrtingu. Hvert herbergi er með rúmi, skáp, stól og skrifborði. Aðgangur er að sameiginlegu eldhúsi og setustofu. Leiguverð fyrir herbergi er kr. 22.800 á mánuði. Nánari upplýsingar gefur Jóhanna í síma 96-11780 eða 11770 fyrir hádegi. Félagsstofnun stúdenta á Akureyri. Skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri VMA hefur verið á eilíf- um þeytingi milli húsa „ÞAÐ ER nauðsynlegt að búa vel að grunnmenntun verklegs náms og e.t.v.,er gott tilefni á næsta afmælisdegi Akureyrar, iðnaðarbæjar- ins við Eyjafjörðinn, sem menn nefna svo í hátíðarræðum, þegar liðinn eru 12 ár frá því er fyrsta skóflustungan var tekin á Eyrar- landsholti að taka nú ákvörðun um að ljúka þessum byggingum sem allra fyrst,“ sagði Bernharð Haraldsson skólameistari Verkmennta- skólans á Akureyri við skólaslit á laugardaginn, en hann gerði hús- næðismál m.a. að umtalsefni í ræðu sinni. Hússtjórnarsviðið skólans er enn á sínum gamla stað í svokölluðum Húsmæðraskóla, sem bráðum á hálfrar aldar afmæli, „gott hús á sinni tíð, sem svarar hvergi kröfum tímans", sagði Bernharð og bætti við að trésmíðadeildin, sem væri einn af burðarásum verklegs náms, væri enn á sínum upprunalega stað, í kjallara Háskólans á Akureyri „nærri þijátíu ára gömul er hún, líka mestur hluti búnaðarins. Þar kennum við um 70 stundir á viku, 14 stundir á dag til jafnaðar, tvö kvöld í viku til klukkan 21.30. Þetta er vélvæddur vinnustaður lítt harðnaðra unglinga." Erfiðleikar alla tíð Bernharð sagði þetta óviðunandi ástand, sem bæta þyrfti úr hið snar- asta og sagði gott tilefni til að taka ákvörðun þar að lútandi á næsta afmælisdegi bæjarins. „Því er nú þannig varið, að í Verkmenntaskól- anum á Akureyri höfum við búið við erfiðleika í húsnæðismálum alla tíð, nemendur og starfsfólk hefur verið og er reyndar að nokkru enn, á eilífum þeytingi milli húsa, það slítur þannig starfsviðfangið í sund- ur svo gott sem það nú er,“ sagði skólameistari. Stefnir í 20 ára byggingatíma Hann nefndi að á hveiju ári hafi menn þóst sjá betri tíð og brátt yrði lokið við byggingarnar. „Þeim, sem finnst við vera óþolinmó,ð, en það stefnir í að byggingartíminn verði allt að tuttugu ár, bendi ég á að nú alveg nýverið var gerður samningur um byggingu nýs fram- haldsskóla í Grafarvogi í landnánu Ingólfs og Hallveigar Fróðadóttur. Þessi skóli á að vera svipaður að gerð og skólinn okkar og bjóða upp á líkt nám, nám sem við köllum stundum starfstengt. Hins vegar verður byggingartíminn stuttur, því það var auglýst rækilega í útvarp- inu, auðvitað sem frétt, að skólinn skyldi fullbúinn 10 þúsund fermetr- ar á árinu 1998, eftir 5 ár, þá hafa byggingaframkvæmdir okkar stað- ið í 17 ár. Mér dettur ekki annað í hug en að það sé einskær tilviljun að tyeir deildarstjórar í mennta- málaráðuneytinu eru í bygginga- nefnd þessa nýja skóla,“ sagði Bernharð. Dráttarvélanám- skeið fyrir unglinga Dráttarvélanámskeið fyrir unglinga fædda 1978, 1979 og 1980 verður haldið á Akureyri föstudaginn 28. maí og laugar- daginn 30. maí næstkomandi. um er að ræða fornámskeið sem er tvískipt, annars vegar kennsla og hins vegar verkleg þjálfun. Það eru Umferðarráð og Vinnueftirlit ríkisins sem standa að þessu námskeiði. Innritun fer fram á skrifstofu Vinnueftirlits ríkisins á Akureyri miðvikudag, fimmtudag og föstudag, 26. til 28. maí frá kl. 13 til 17, en þá þarf jafnframt að greiða þátt-^"’ tökugjald, sem er 3.000 krónur. (Fréttatilkynning.) Nýsköpun er nauðsyn Fundur á Akureyri Ræðumenn verða Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra, Sveinn Hannesson, Félagi íslenskra iðnrekenda og Geir A. Gunnlaugsson, Marel hf. Fundurinn er öllum opinn en höfðar einkum til þeirra, sem láta sig varða atvinnumál. Fjallað verður um aðgerðir og verkefni til að styðja við frumkvæði í nýsköpun. Fundartími: Fundarstjóri: Staður: 27. maí 1993 kl. 20.30. Ásgeir Magnússon. Hótel KEA. Jón Sigurðsson, iönaðarráðherra. Geir A. Gunnlaugsson, Marel hf. Sveinn Hannesson, Félagi ísl. iðnrekenda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.