Morgunblaðið - 26.05.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.05.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1993 Skák Margeir Pétursson NIGEL Short vann Indverjann Vyswanathan Anand í síðustu umferð á minningarmótinu um Max Euwe í Amsterdam sem lauk nýlega og náði þar með efsta sæti. Keppendur á mótinu voru aðeins fjórir. Þeir Short, Anand og Kramnik hlutu allir þrjá og hálfan vinning af sex mögulegum, en heimamaður- inn Piket rak lestina með einn og hálfan vinning. Short telst þó sigurvegari á stigum, því hann lagði bæði Anand og Kramnik að velli. Short byrjaði hörmulega á mótinu, fékk von- lausa stöðu strax í byijuninni gegn Kramnik í fyrstu umferð. Það er einmitt stærsti kostur Shorts hvað mótlæti er hvetjandi fyrir hann og á það mun örugg- lega reyna í einvíginu við Ka- sparov í haust. í úrslitaskákum teflir Englendingurinn líka ískalt og yfirvegað eins og Anand fékk að reyna í Amsterdam. Þessi endasprettur Shorts kem- ur á besta tíma fyrir hann og skipuleggjendur einvígisins í London. Nái Short að sýna allar sínar bestu hliðar og haldi hann í við Kasparov fram yfir mitt ein- vígi er aldrei að vita hvað gerist. Úrslitaskákina við Anand tefldi Short af gífurlegum sigurvilja og hörku: Hvítt: Nigel Short Svart: Vyswanathan Anand Rússnesk vörn I. e4 - e5, 2. Rf3 - Rf6, 3. Rxe5 — d6, 4. Rf3 — Rxe4, 5. d4 - d5, 6. Bd3 - Rc6, 7. 0-0 - Be7, 8. c4 - Rb4, 9. Be2 - Be6, 10. Rc3 - 0-0, 11. Be3 - Bf5, 12. Re5!? Þetta mun vera nýr leikur í stöðunni en Hiibner lék 12. Hcl gegn Timman í áskorendaeinvígi þeirra 1991. 12. - Bf6, 13. g4 - Be6, 14. f4 — Rxc3, 15. bxc3 — Rc6, 16. Bf3 - Bxe5, 17. dxe5!? Leggur út í miklar flækjur. Eftir 17. fxe5 - Re7, 18. Bg5 c6 hefði svartur trausta stöðu. Nú býður Short upp á peðsfóm, en eftir 17. — dxc4, 18. f5 Bd7, 19. Bf4 hefur hann allgóðar bæt- ur, svo Anand velur aðra leið. Short er sterkur í úrslitaskákum Guðmundur Guðjónsson, landsmótsstjóri og Birgir Jónsson, úti- bússtjóri Landsbankans á ísafirði, lengst til hægri, ásamt keppend- um i yngri flokki Helgi Áss Grétarsson, sigurvegari í eldri flokki, t.v., teflir við Matthías Kjeld. jafntefli í fyrstu umferð við Unnar Þór Guðmundsson úr Borgamesi og sá hálfi vinningur réði úrslitum þegar upp var staðið. Frá því landsmótin hófu göngu sína hefur Landsbanki íslands gert Skáksambandinu kleift að halda landsmótin með þeim mikla keppendaíjölda og glæsibrag sem raun ber vitni. Af hálfu ísfirðinga hafði Jón Bjömsson, kjördæmis- stjóri skólaskákar, veg og vanda af skipulagningu. Skákstjóri var Haraldur Baldursson, en lands- mótsstjóri var Guðmundur Guð- jónsson. Úrslit urðu þessi: Eldri flokkur, 13—16 ára: 1. Helgi Áss Grétarsson, Rvk 7'/2 v. 2. Amar E. Gunnarsson, Rvk 7‘/2 v. 3. Matthías Kjeld, Reylganesi Vh v. 4. Guðm. Daðason, Vestfj. 6‘/2 v. 5. Halldór I. Kárason, NL—A 5 v. 6. Erling Tómasson, Suðurlandi 4 v. 7. Bjöm Margeirsson, NL—V 3‘/2 v. 8. Vigfus Pétursson, Vesturl. 2 v. 9. Gunnar B. Jónsson, Austurl. l‘/2 v. 10. Ómar Ómarsson, Vestprðum 0 v. Yngri flokkur, 12 ára og yngri 1. Jón V. Gunnarsson, Rvk 8‘A v. 2. Bergsteinn Einarsson, Rvk 8 v. 3. Einar H. Jensson, Reykjanesi 7 v. 4. Unnar Þ. Guðm.son, Vesturl. 6 v. 5. Bjöm Finnbogason, NL—A 5'/2 v. 6. Halldór Bjarkason, Vestfj. 4 v. 7. Guðjón Sveinsson, NL-V 3 v. 8. Einar H. Jónsson, Austurl. l'ú v. 9. Björgvin R. Helgason, Suðurl. 1 v. 10. Albert Skarphéðinss., Vestfj. Vrv. Jóhann heillum horfinn Jóhann Hjartarson hefur ekki náð sér á strik á SKA-Mephis- to-mótinu í Miinchen. í síðustu þremur umferðunum hefur hann tapað fyrir Mikhail Gurevich og Artúr Júsupov, en gert jafntefli við Adams. Staðan eftir sjö umferðir er þessi: 1. M. Gurevich 5*/2V. 2-3. Gelfand og Shirov 5 v. 4-6. Adams, Barejev og Júsupov 4 v. 7. Lutz 3'/2 v. 8. Hiibner 3 v. 9. Lobron 2 Vi v. 10—11. Hertneck og Hiibner 2 v. 12. Jóhann Hjartarson U/2 v. í síðustu umferðunum teflir Jóhann við þá Hiibner, Lobron, Lautier og Hertneck, sem einnig hafa verið fjarri sínu besta og á því góða möguleika á að bæta stöðuna mikið. Jón Viktor Gunnarsson, sigurvegari i yngri flokki, t.v., teflir við Bergstein Einarsson. á brott. 37. Kf2? gekk hins vegar ekki vegna 37. — Rg6. Anand sér sig knúinn til að grípa til örþrifa* ráða, en þau leiða strax til taps. 37. - h6?, 38. gxh6 - Hh8, 39. He4 - Kf6, 40. e7 - Kxf5, 41. Hxe5+ og svartur gafst upp. Úrslit á landsmóti skólaskákar Úrslit á landsmóti í skólaskák, því fimmtánda í röðinni fóru fram dagana sjötta til níunda maí í fé- lagsmiðstöð Grunnskóla ísafjarð- ar. Teflt var í tveimur aldursflokk- um og voru keppendur af höfuð- borgarsvæðinu sigursælir. Helgi Áss Grétarsson úr Breiðholtsskóla vann nauman sigur í eldri flokki og Jón Viktor Gunnarsson, Hvas- saleitisskóla, sigraði í yngri flokki. Þúsundir skólabama og unglinga hófu keppni víðsvegar um landið en eftir skólamót, sýslumót og kjördæmismót stóðu tíu keppend- ur uppi í hvorum flokki 0g reyndu þeir með sér á ísafírði. Það kom mjög á óvart að Helgi Áss Grétarsson þurfti að hafa mikið fyrir sigri sínum í eldri flokki. Hann tapaði óvænt fyrir Amari E. Gunnarssyni og mátti teljast heppinn að komast í auka- keppni við þá Amar og Matthías Kjeld. í henni gaf Helgi engin grið og vann þá báða. í yngri flokki vann Jón Viktor Gunnarsson ömggan sigur, gerði aðeins jafntefli við Bergstein Ein- arsson, Breiðholtsskóla, sem varð annar. Bergsteinn gerði einnig 17. — d4!?, 18. cxd4 — Bxc4, 19. d5! Short verður að fórna skipta- mun til að halda fmmkvæðinu. • b c d • » q h 19. - Re7, 20. Bc5 - Bxfl, 21. Kxfl - Dd7 Eftir 21. - He8, 22. f5! hefur hvítur einnig góðar bætur. 22. Db3 - b6, 23. Ba3 - Hae8 Ákveður að gefa skiptamuninn til baka, en svo virðist sem Anand hafi vanmetið 25. leik hvíts. 24. Hdl - Rg6, 25. e6! - Dd8, 26. f5 - Re5, 27. Be2 - Dh4, 28. Dg3 - Dxg3, 29. hxg3 - fxe6, 30. Bxf8 — Kxf8, 31. dxe6 - Ke7, 32. g5! Hindrar svart í að skorða með 3f2. — h6. Vegna frípeðsins á e6 hefur hvítur nú góða vinnings- möguleika. 32. - c6, 33. g4 - g6, 34. Hd4 - gxf5, 35. gxf5 - Hf8, 36. Hf4 - b5, 37. Kel Hótar að fara með kónginn alla ieið til e4 og stökkva riddaranum Dragtir Kjólar Blússur Pils Ódýr náttfatasett Mmmm i 12, simi 44433. 1 LEGSTEINAR UMEIM7 720 Borgarfirði eystra, sími 97-29977, fax 97-29877 Þú svalar lestrarþörf dagsins Ingiríður Sveinbjöms- dóttir — Minning Fædd 24. desember 1908 Dáin 15. maí 1993 •Mig langar til þess að minnast hennar ömmu minnar, Ingiríðar Sveinbjömsdóttur, í fáeinum orðum. Inga amma fæddist 24. desember 1908 í Geirshlíðarkoti í Flókadal sem nú heitir Giljahlíð, en henni var mikið í mun að eldra nafnið félli ekki í gleymsku. Hún var ein af fimm bömum hjónanna Sveinbjam- ar Sveinssonar og Guðlaugar Ingi- mundardóttur, afkomanda Snorra á Húsaelli. Hún giftist Sigurði Daníelssyni frá Skarðshóli í Miðfirði árið 1942, en þá hafði hún þegar eignast föður mihn, Hilmar bifreiðastjóra í Reykjavík, fæddan 1936, með Guð- mundi Þorkelssyni sjómanni í Reykjavík. Með Sigurði eignaðist hún svo þrjú börn, Gylfa bifreiðar- stjóra í Reykjavík, fæddur 1942, Svein bónda á Indriðastöðum í Skorradal, fæddur 1947 og Guð- laugu starfsstúlku í Reykjavík, fædda 1952. Fyrstu búskaparárin bjuggu amma og Sigurður á Skarðs- hóli, þaðan sem Sigurður var ættað- ur, en árið 1945 fluttust þau að Indriðastöðum í Skorradal og bjuggu þar allan sinn búskap síðan. Sigurður lést árið 1973 og stuttu seinna fluttist amma til Reykjavík- ur. Fyrsta minning min um samveru- stundir okkar ömmu er frá því að ég var hjá henni lítil hnáta í sveit- inni á Indriðastöðum og hún söng mig í svefn þar sem ég lá innan um allar dúkkurnar hennar Gullu frænku. í sveitinni opnaðist mér, borgarbaminu, ævintýraheimur. Ég man þegar ég fór með ömmu í hænsnakofann 0g fjósið, út á tún í heyskap eða í gönguferðir upp í fjall. En best man ég þó eftir henni í eld- húsinu þar sem ég skottaðist í kring- um hana eða hjálpaði henni við að skera og baka kleinur. Það var oft gestkvæmt á heimilinu og mikið að gera, en amma var dugnaðarforkur og féll henni sjaldan verk úr hendi. Ég á margar góðar minningar frá þessum árum og alltaf vakti amma yfir velferð minni þessi björtu bernskusumur. Þegar ég var níu ára fluttist amma til Reykjavíkur og það er nú svo, þótt undarlegt sé, að í erli dags- ins gefur maður sér allt of sjaldan tíma til að heimsækja þá sem næst manni búa. Þannig urðu samveru- stundir okkar ömmu færri eftir að hún fluttist suður. Samt þótti mér alltaf jafn notalegt að koma til henn- ar, fá kaffisopa og kleinur, spjalla og fá fréttir af ættingjunum, því að amma fylgdist alltaf vel með því sem gerðist í kringum hana. Amma var aldrei sátt við að flytj- ast á mölina og saknaði sveitarinnar alla tíð. í Reykjavík hélt hún lengst af heimili með Guðlaugu dóttur sinni sem reyndist henni vel til hinstu stundar. Seinni árin þjáðist amma af slæmum asma og gerði það henni lífið mjög erfitt. Hún tók því þó eins og öðru mótlæti því að lífið fór ekki alltaf mjúkum höndum um hana ömmu mína. Hún bar sig þó jafnan vel og sótti styrk til æðri máttar- valda því að hún var trúuð kona. Það er mér mikils virði að amma skyldi lifa það að sjá son minn og þótt hann sé ungur að árum "ona ég að hann geymi einhverja minn- ingu um Ingu ömmu. En nú er komið að leiðarlokum, samverustundirnar verða ekki fleiri. Eftir lifir minningin um góða ömmu. Blessuð sé minning hennar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Hrönn Hilmarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.