Morgunblaðið - 26.05.1993, Side 21

Morgunblaðið - 26.05.1993, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1993 21 Snillingur eða ómerkilegur þjófur? IGNACIO López fyrrum innkaupastjóri GM situr undir þungnm ásökunum um að hafa látið keppinautinn VW fá leynilegar upplýs- ingar um framleiðsluáform fyrirtækisins. Hann og sjö nánir aðstoðar- menn hófu störf þjá VW í mars. anna til að sækja ítarefni. Fundinum lauk um kl. 16 þann 9. mars og daginn eftir, kl. 13.50 flaug López til Bandaríkjanna. Áður hafði hann tæmt skrifstofu sína í Riisselheim. „Sameiginlegt leyndarmál“ Sama dag tilkynnti hann Jack Smith forstjóra GM frá því að hann hygðist láta af störfum. Telja stjórnendur Opel að hann hafí þá þegar, áður en hann fór frá Þýska- landi, verið búinn að afhenda full- trúpm VW gögnin af fundinum. Þann 11. mars sýndi López yfir- mönnum GM samning sem hann hafði undirritað við VW. Daginn eftir átti hann fund með Smith þar sem honum voru boðnir gull og grænir skógar ef hann yrði áfram hjá GM. Meðal annars lofaði Smith að gera alvöru úr því að reisa verk- smiðju í Baskalandi en það mun hafa verið langþráður draumur Lópezar að byggja slíkan minnis- varða. Á hann að hafa trúað ýms- um samstarfsmönnum sínum hjá GM fyrir því að einhvern tímann hygðist hann snúa aftur til átthag- anna, sem frægur og valdamikill maður, og snúa sér að stjórnmálum í stað viðskipta. Laugardaginn 13. mars ákvað því López að hætta við að hætta og um helgina skrifaði hann till- finningaþrungna ræðu til að kynna þá ákvörðun sína, sem sögð er geta sómað sér í hvaða Hollywood- kvikmynd sem er. Nokkrum klukkutímum áður en hann ætlaði að flytja ræðuna á mánudeginum settist hann aftur á móti upp í flug- vél til Þýskalands. Smiths biðu ein- ungis handskrifuð skilaboð: Því miður. Mér snerist hugur. Eitt af því sem menn velta hvað helst fyrir sér er hvernig á þessum sinnaskiptum hafi staðið. VW-for- stjórinn Piech gefur ástæðuna í skyn í viðtali við Manager Magaz- in. Þar segist hann hafa rætt í síma við López um helgina og minnt á „sameiginlegt leyndarmál“ þeirra. Hefur Spiegel það eftir ónafn- greindum heimildum meðal stjórn- enda VW að sá orðrómur hafi gengið fjöllunum hærra í fyrirtæk- inu að Piech hafi minnt López á að töluvert magn af skjölum væri þegar komið til Wolfsburg. Átti hann að senda þau til baka til General Motors? Eftirspuiin eftir eldri Honda er það mikil, a§ við liluin á notaða Honda sem Okkur vantar yfirleitt eldri Honda til að geta sinnt eftirspurn. Ef þú átt Honda og hefur hug á að skipta og fá þér nýja, þá metum við eldri bílinn á sanngjörnu verði og þú eignast nýjan Honda fyrirhafnarlítið. [0 HONDA VATNAGÖRÐUM - SÍMI689900 -góð fjárfesting Meira en Jni geturímyndað þér! Þýskar baðinnréttingar og sturtuklefar á sérstöku kynningarverði næstu daga IBIZA VERÐ: 14.950,- STGR. RAVENNA | Innréttingarnar eru seldar í einingum eftir óskum og þörfum hvers og eins. Standard: Breidd 215 cm verö kr. 57.430 stgr. Standard: Breidd 130 cm verö kr. 40.955 stgr. Ravenna: Breidd 157 cm verö kr. 78.482 stgr. Gerum tilboö í innréttingar; sturtukiefa, hreinlætis- og biöndunartæki 00 BYGGINGAVORUR SKEIFUNNI T lb - SÍMI 681570.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.