Morgunblaðið - 26.05.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.05.1993, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1993 Um þungatak- markanir á vegum eftirBjörn Ólafsson í Morgunblaðinu þann 5. maí sl. birtist opið bréf frá sveitarstjóm Öxarfjarðarhrepps um þungatak- markanir á vegum í Þingeyjarsýsl- um. í bréfinu eru gerðir útreikningar á álagsþrýstingi fyrir mismunandi öxulþunga og í framhaldi af því er metið heildarálag á veg miðað við misþungar vagnlestir og fjölda ferða. Einnig er bent á, að sjáanleg veikleikamerki séu ekki á leiðinni Húsavík - Þórshöfn og að víða annars staðar sé öxulþungi ekki takmarkaður en kaflarnir lagfærðir eftir þörfum. Til að skýra ástæður fýrir þess- um þungatakmörkunum er bent á eftirfarandi: Margþættar rannsóknir hafa leitt í ljós, að áhrif af hærri öxulþunga eru ekki eins og getum er leitt að í greininni, heldur aukast þessi áhrif í fjórða veldi. Þannig hefur 10 tonna öxulþungi rúmlega fjórföld álags- -Jáhrif miðað við 7 tonna öxulþunga (104/74=10.000/2.401=4,16). Með því að lækka öxulþunga í 7 tonn minnkar álagið þannig í einn fjórða af því sem áður var. Að vorlagi þegar frost er að fara úr vegum er burðarlagið vatnsmett- að og því yfirleitt mjög burðarlítið. Þiðnun jarðklakans verður að mestu ofan frá og er algengt, þegar dýpt á klakann er orðin 30 sm eða meiri, að yfirborð vegarins sé þurrt og óskemmt. Yfírborðið flýtur þá á vatnsmettuðu efni á milli þess og jarðklakans. í fljótu bragði getur virst sem vegurinn sé í góðu lagi, sem hann raunar er, ef komist er hjá því að bijóta hann niður. Við viss skilyrði getur verið um að ræða þunnt lag af frosnu efni og er þá vatnsmettað efni ofan og neðan þess lags í veginum. Frosna lagið er þá nánast eini berandi hluti veg- arins og ef álagið er of mikið brotn- ar klakinn og blautt undirbygging- arefni þrýstist upp í burðarlagið. Við það að frostnæmt og burðarlít- ið efni blandast burðarlaginu mynd- ast varanleg skemmd sem verður ekki lagfærð nema með endurbygg- ingu vegarins. Á vegarköflum sem til stendur í næstu framtíð að end- urbyggja, eins og víða á leiðinni Borgarnes - Staðarsveit, getur ver- ið raunhæft að takmarka ekki öxul- þunga og lagfæra sýnilegar skemmdir með lágmarksaðgerðum, en víða annars staðar verður þessu ekki við komið. Nú hefur stór hluti stofnvega- kerfisins verið styrktur eða endur- byggður fýrir 10 tonna öxulþunga, sem er það takmark sem miðað er við í flestum löndum. Ennþá þarf að styrkja frekar nokkra vegi sem tengja saman byggðarlög. Oftast er um að ræða tiltekna kafla af leiðunum, þó aðrir hlutar séu þegar endurbyggðir. Má í því sambandi nefna veg nr. 61, Djúpveg um Strandasýslu og ísafjarðardjúp, veg nr. 1 á milli Mývatns og Egils- staða, veg nr. 60 á milil Reykhóla og Þingeyrar og veg nr. 85 á milli Húsavíkur og Vopnafjarðar. Eins og gefur að skilja er lækkun á öxulþunga bifreiða fyrirbyggjandi aðgerð, gerð til að lágmarka tjón á vegum, og þarf að gerast áður en skemmdir hafa orðið. Til að fylgjast með þessari þró- un, hefur Vegagerðin komið fyrir sérstökum frostmælum í vegum víða um land og eru mæligildi þeirra m.a. notuð, þegar ákveðið er að lækka öxulþunga. Á kaflanum milli Húsavíkur og Þórshafnar eru fjórir frostmælar sem lesið er af reglulega og með mið af mældri frostdýpt og Afleiðingar of mikils öxulþunga. „Til að fylgjast með þessari þróun, hefur Vegagerðin komið fyrir sérstökum frostmælum í vegum víða um land og eru mæligildi þeirra m.a. notuð, þegar ákveðið er að lækka öxulþunga.“ reglulegri könnun á öðrum hlutum vegarins eru takmarkanir ákveðn- ar. I grein sveitarstjórnar Öxarfjarð- arhrepps er fjallað um burðargetu vörubifreiða þegar þungatakmark- anir eru í gildi. Af þessu tilefni er rétt að hafa eftirfarandi í huga þegar rætt er um 7 tonna öxulþunga: Venjulegur vörubíll með einn framöxul og einn afturöxul má vera 12 tonn að heildarþyngd. Flestir bílar af þessari gerð vega tómir um 7 tonn. Þeir geta því flutt 5 tonn. Sé tengdur 7 tonna vagn aftan í bílinn með 2,5 tonna eiginþyngd má auka farmþyngdina um 4,5 tonn. Samtals getur þessi bíll flutt á vegum, sem takmarkaðir eru við 7 tonna öxulþunga, um 9,5 tonn. Á sama hátt gæti sami bíll með festi- vagni flutt allt að 12 tonnum í ferð. Til að flytja sama farm á aur- bleytutíma þarf því að dreifa þyngd- inni á fleiri öxla til að komast hjá vegaskemmdum. Þungatakmarkanir eru ekki sett- ar á, nema þegar hætta er á skemmdum á lengri vegarköflum. Á leiðinni Húsavík - Þórshöfn eru margir slíkir kaflar og hefur tekist að halda þessum vegi í viðunandi ástandi með því að fýlgjast vel með ástandi hans á vorin og takmarka öxulþunga þegar ástæða er til. I umræddri grein er getum að því leitt, að margar léttar ferðir geti haft sömu eða verri áhrif á veginn en færri þyngri ferðir. Þetta er ekki rétt og til ábendingar má setja fram þá líkingu, að yfír ísilagt vatn og tiltekna ísþykkt getur farið mikill fjöldi léttra farartækja án þess að ísinn brotni, en ekki þarf nema eitt of þungt til að illa fari. Höfundur er yfirverkfræðingvr þjónustudcildar Vegagerðar ríkisins. R AÐ AUGL YSINGAR HÚSNÆÐI ÍBOÐl íbúðtil leigu Til leigu falleg 5 herbergja íbúð í Þingholtunum. Tilboð sendist til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 1. júní merkt: „íbúð - 355“. Sumartími Frá og með 1. júní nk. til 1. september 1993 verður opnunartími skrifstofunnar frá kl. 8.00-16.00. Lögmenrt Höfðabakka sf., Höfðabakka 9, Reykjavík. KENNSLA Verzlunarskóli íslands Innritun 1993-1994 Nemendur með grunnskólapróf: Umsóknir, ásamt staðfestum Ijósritum af grunnskólaskírteinum, skulu hafa borist skrifstofu skólans fyrir kl. 15.00 föstudaginn 4. júní nk. Teknir verða 280 nemendur inn í 3. bekk. Berist fleiri umsóknir verður valið inn í skól- ann á grundvelli einkunna þeirra, sem nú Ijúka grunnskólaprófi, en umsóknir eldri nem- enda fá víðtækari umfjöllun. VÍ tekur inn nemendur af öllu landinu og úr öllum hverfum Reykjavíkur. Nemendur með verslunarpróf: Umsóknir um nám í 5. bekk skulu hafa bor- ist eigi síðar en 31. maí nk. á sérstöku eyðu- blaði sem fæst á skrifstofu skólans. Inntökuskilyrði í 5. bekk er verslunarpróf með þýsku og aðaleinkunn ekki lægri en 6,50 eða sambærilegur árangur. Upplýsingar um brautir og valgreinar fást á skrifstofu skólans. Aðalfundur Félags tækniteiknara verður haldinn fimmtudaginn 27. maí kl. 20.00 í Skipholti 29 (gamla Ópalhúsinu), efstu hæð. Sýnið samstöðu og mætið. Stjórnin. Byggung - Kópavogi Framhaldsaðalfundur BSF Byggung Kópa- vogi verður haldinn í kvöld, miðvikudaginn 26. maí, kl. 20.30 í Hamraborg 1. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin. LANDSSAMTÖKIN HEIMILI OG SKÓLI Aðalfundur Landssamtökin Heimili og skóli halda aðal- fund miðvikudaginn 9. júní nk. kl. 20.30 í Kornhlöðunni v/Lækjargötu. Nánar auglýst síðar. Sjórnin. ímM,.fc Félagsfundur Félags hárgreiðslu- og hárskerasveina Félagsfundur um nýgerða kjarasamninga verður haldinn í dag, miðvikudaginn 26. maí 1993, kl. 20.00 í Ingólfsbæ, Ingólfsstræti 5. Fundarefni: Nýgerðir kjarasamningar lagðir fram til afgreiðslu. Sýnum samstöðu - mætum á fundinn. Féiag hárgreiðslu- og hárskerasveina. ouglýsingar Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. /Híl SAMBAND ÍSLENZKRA KRISTNIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 58-60. Almenn kristniboðssamkoma í Kristnib'oðssalnum í kvöld kl. 20.30. Ræðumaður verður sr. Ólafur Jóhannsson. Þú ert velkomin(n)! Hvítasunnukirkjan Fíladelfia Skrefið kl. 18.00 fyrir 10-12 ára krakka. Biblíulestur kl. 20.30. Ræðumaður: Mike Fitzgerald. Allir hjartanlega velkomnir. Sjálfboðaliðar óskast til að lag- færa gróðurskemmdir eftir utan- vegaakstur við Djúpavatn í Reykjanesfólkvangi. Unnið laug- ard. 29. maí í fallegu umhverfi. Ferð frá BSl kl. 9.00. Upplýs- ingar og skráning í síma 46165 eöa 684241 fyrir föstudag. Aðalfundur Skíðadeildar Víkings verður miðvikud. 2. júni í Víkinni kl. 20.00. Dagskrá: Venjuleg að- alfundarstörf. Stjórnin. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 • SÍMI 682533 Miðvikudaginn 26. maíkl. 20.00: Mosfell f Mosfellsdal (kvöld). Gengið frá Hrísbrú. Skemmtilegt útsýni - þægileg gönguleið! Verð kr. 600. Brottför frá Um- ferðarmiðstöðinni, austanmeg- in, og Mörkinni 6. Hvítasunnuferðir F.í. 28.-31. maí: 1) Snæfellsnes-Snæfellsjökull Gist í svefnpokaplássi að Görð- um í Staðarsveit. Jökullinn heill- ar, en margt annað er I boði bæði á láglendi og fjöllum. Silungsveisla. Stutt í sundlaug. 2) Öræfajökull-Skaftafell Gengið á Hvannadalshnúk, 15 klst. ganga. Gist að Hofi. Göngu- ferð og æfing í þjóðgarðinum. 3) Skaftafell-Öræfasveit- Jökulsárlón. Snjóbflaferð á Skálafellsjökul f boði Göngu- og skoðunarferðir um þjóðgarðinn og Öræfasveitina. Góð gistiaðstaða í svefnpoka- plássi eða tjöldum að Hofi. Árbókin 1993: Við rætur Vatna- jökuls eftir Hjörleif Guttorms- son var að koma út. Ferðir 2 og 3 eru fyrstu af mörgum ferð- um f sumar sem tengjast efni hennar. Ómissandi f ferðir um Austur-Skaftafellssýslu. 4) Þórsmörk. Gist í Skagfjörðs- skála. Gönguferðir um Mörkina. Brottför I ferðirnar er kl. 20.00. Farmiðasala á skrifstofunni, Mörkinni 6. 5) 29.-31. maí - brottför kl. 8.00: Fimmvörðuháls-Þórs- mörk. Ekiö að Skógum og geng- ið þaöan á laugardeginum yfir til Þórsmerkur. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu F.Í., Mörkinni 6. Ferðafélag Islands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.