Morgunblaðið - 26.05.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.05.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1993 4 Tveggja daga skemmtiferð krabbameinssjúkra barna og aðstandenda þeirra til Dyflinnar Ævintýrin gerast enn í boltasundi SYSTURNAR Sunna (7 ára) og Hildur Axelsdætur (4 ára) með Herdísi Óskarsdóttir sem verður fjögurra ára í desember. TEXTI OG MYNDIR: ANNA G. ÓLAFSDÓTTIR „ÞAÐ HAFA svei mér verið margar óvæntar uppákom- ur,“ sagði Hildur 4 ára og horfði íbyggin á mig þar sem við sátum í tveggja hæða strætisvagni á leið til Burling- ton-hótels í Dyflinni í upphafi tveggja daga skemmtiferðar krabbameinssjúkra barna og aðstandenda þeirra um helg- ina. Og orð hennar voru orð að sönnu því enda þótt ferðin væri rétt að hefjast hafði ýmislegt skemmtilegt gerst og átti reyndar eftir að ger- ast þennan dag og þann næsta. Við áttum eftir að eignast marga vini og verða fyrir eftirminnilegri reynslu sem eflaust á eftir að lifa lengi á vörum ferðalanganna, ekki síst barnanna, þeirra krabbameinssjúku, og systk- ina þeirra. Sumir höfðu komið um langan veg að flugstöð Leifs Eiríkssonar eldsnemma á laugardagsmorgun- inn og þó var ekki að sjá á þeim þreytumerki. Spennan lá í loftinu og alltaf bar eitthvað nýtt fyrir augu. „Mamma, hvar flýgur flug- vélin? Hvert förum við?“ voru spumingar sem spruttu af vörum þeirra smærri þegar flugvélin hóf sig til flugs en aðrir drógu sig stilltir í hlé og hugsuðu sér að láta reynsluna leiða í ljós hvað verða vildi. Svo sátu prúðir ung- lingar í sætum sínum og töldust annaðhvort til bama eða fullorð- inna þegar boðið var uppá eitthvað sérstaklega fýrir bömin. Valið var þeirra enda ferðin yngri kynslóðar- innar; umbun krabbameinssjúku bamanna í hetjulegri baráttu þeirra fyrir því að fá að lifa og leika sér eins og önnur böm. Af virðingu og aðdáun Guðmundur Jónmundsson, bamalæknir á Landspítalanum, talar um þessa ungu skjólstæðinga sína með virðingu og aðdáun. En mæðusvipur færist yfir andlit hans þegar hann hugsar til þess tíma, fyrir aðeins um tuttugu ámm, þegar læknaráð dugðu skammt. Stofugangur sagði lítið og hjúkr- unarfólk horfði á bömin veslast upp og deyja. Með örri framþróun læknavísinda hefur dæmið hins vegar snúist við og nú em bata- horfur krabbameinssjúkra barna allt að 80% en hlutfallið er nokkuð misjafn eftir eðli meinsins. Það má þó ekki gleyma því að bati kostar bæði svita og tár. Hann krefst þess að börnin gangi í gegnum sársaukafulla og tíma- freka meðferð en Guðmundur hrósar þeím óspart og bendir sem dæmi á fimm ára snáða og segir að þegar hann hafi verið tveggja ára hafi hann brett sjálfur upp ermina og rétt sér handlegginn til að fá sprautur. Snáðinn er nú undir lækniseftirliti eins og margir ferðafélagar okkar en hópurinn samanstendur af 126 manns, börnum og fullorðnum. Á vit ævintýra Aðeins fyrir nokkram ámm var farið með krabbamein í börnum sem feimnismál en sem betur hef- ur umræðan opnast og má í því sambandi minna á vel heppnaða söfnun á Stöð 2 fimmta mars sl. Sú söfnun varð til þess að nokkur fyrirtæki tóku sig saman og buðu krabbameinssjúkum börnum og fjölskyldum þeirra í þessa ævin- týraferð til Dyflinnar. Ævintýrið hófst raunar strax á Rianta-flugvelli því þar héldu írsk flugmálayfirvöld ferðalöngunum móttöku og tóku ekki ómerkari sögupersónur en Lísa í Undralandi og Hattarinn á móti bömunum. Ekki tók verra við í sjálfum mót- tökusalnum því þar svignuðu borð bókstaflega undan gosi og sætind- um og ætti að vera óhætt að stað- hæfa að jafnvel í sínum villtustu draumum um nammidaga hafí börnin ekki ímyndað sér neitt þessu líkt. Þau vom reyndar svolít- ið feimin til að byija með en smám saman losnaði um hömlur og hug- djarfír freistuðu þess að kippa of- urlítið í pilsið á Lísu. Bilað sjónvarp „Þetta er eins og bilað sjón- varp,“ sagði einhver þegar við vomm aftur komin inn í farkost okkar, tveggja hæða strætisvagn, og þutum framhjá írskum skógi á leið til Newbridge House, 18. aldar herragarði og sýnisbúi, rétt fyrir utan borgina. Já, umhverfið var fljótt að fara hjá og brátt var kom- inn tími til að stíga út og gripu þá margir fegins hendi að spretta úr spori og hlaupa út um víðan völl eftir innilokunina í flugvél- inni. Eftir að húsið hafði verið skoðað og heilsað upp á dýrin var svo kominn tími til að bmna í næturstað og síðan niður í miðbæ og er haft fyrir satt að bamafata- verslanir hafí verið vinsælir áfangastaðir. Þreyttir og glaðir borðuðu svo allir saman á hótelinu um kvöldið. Sunnudagur í Dyflinni Við voram aftur komin á ról snemma á sunnudagsmorguninn, á þeim tíma sem írar eiga að vera í kirkju en em það ekki eins og Svanhildur Davíðsdóttir fararstjóri orðar það. Nú var ferðinni heitið á ekki ómerkari stað en Leisure PleXj tækjasal í útjaðri borgarinn- ar. Á leiðinni sjást fáir á ferli og fyrir utan eru engir bílar enda hefur salurinn verið sérstaklega opnaður fyrir íslensku gestina. Móttökur starfsfólksins em líka frábærar og krakkamir ráða sér ekki fyrir kæti þegar þeir smám saman uppgötva alla þá möguleika sem staðurinn býður upp á. Þarna er spilatækjasalur, uppblásinn Gestkvæmt í Hólminum Stykkishólmi. ÞAÐ var óvenjuleg ferðahelgi hér um seinustu helgi. Frétta- ritari minnist þess t.d. ekki að jafnmargar rútur hafi verið fyrir framan hótelið eins og nú. Fyrir utan alla smærri bíla voru þar fjórar stórar rútur og allar frá Snæfelli. Rúturnar vom á vegum rúmlega 50 ára gamals fyrirtækis sem Helgi Pétursson hleypti af stokkunum á svo að segja vega- lausu landi og hefur fyrirtækið þróast jafnt og þétt og er nú und- ir stjóm sona hans. Hótelið hefur ekki oft á sínum ferli fengið jafn- marga gesti í mat og nú og þó var veðrið ekki beinlínis til að hæla því, enda um tveggja stiga frost og hregg svona inn á milli. Þama vora hópar á ferð af höfuðborgarsvæðinu, s.s. Lions- menn, hressir og kátir, og eihnig hópar af kvensjúkdómalæknum og sérfræðingum. Það fer ekki millí mála að Hólm- urinn er vaxandi ferðamannabær og hefur upp á margt sérkennilegt að bjóða og þess má geta að ráð- stefnuhald hefur aukist í nokkrum mæli í Hólminum. Fyrir utan nátt- úmfegurðina er margt annað að sjá og taka eftir, þó ekki væri nema hið gamla og athyglisverða klaustur og Amtbókasafn og þá má ekki gleyma stóm og sérstæðu kirkjunni sem trónar á einum feg- ursta stað í bænum. - Ami. Morgunblaðið/Árni Helgason ÞEIR voru hressilegir kvensjúkdómalæknarnir sem heimsóttu Stykkishólm fyrir skömmu. MOTOROLA - traustur tengiliöur )STUR OG SÍMI Söludeildir í Ármúla 27, Kirkjustræti, Kringlunni og á póst- og símstöðvum um land allt Fínn á fjalli! Motorola farsíminn er fyrirferðarlítill, léttur og lipur. Tilvalinn ferðafélagi um fjöll og firnindi. f-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.