Morgunblaðið - 26.05.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAI 1993
5
Veðhöfum slegin stærst-
ur hluti Borgarkringl-
unnar fyrir 200 milljónir
STÆRSTUR hluti Borgarkringlunnar, Kringlunni 4-6, var í gær sleg-
inn íslandsbanka, Landsbanka, Iðnþróunarsjóði og Iðnlánasjóði á
nauðungaruppboði fyrir 200 milljónir króna. Þessir aðilar höfðu
sammælst um að leysa til sín eignina en þeir voru eigendur helstu
og stærstu veðskulda, fyrir alls u.þ.b. 900 milljónir króna.
Veðhafarnir hafa ráðið Jón Sig-
urðsson, framkvæmdastjóra, til
þess að kynna sér fyrir þeirra hönd
aðstæður í húsinu og marka stefnu
varðandi framhaldið með það að
markmiði að veðhafarnir nái fulln-
ustu krafna sinna en brunabótamat
hússins alls er um 1.600 milljónir
króna.
Fimm uppboð
5 aðskilin uppboð á mismunandi
eignarhlutum voru haldin til að selja
Borgarkringluna. 3. og 4. hæð
Kringlunnar 4 og hluti verslunar-
rýmis á 1. og 2. hæð þess húss
voni ekki boðin upp.
í fyrsta uppboðinu var seld 1.
og 2. hæð Kringlunnar 4. Fyrr-
greindir aðilar, sem fengu eignina
slegna sér, buðu í byrjun 50 milljón-
ir og bauð lögmaður Sameinaða líf-
eyrissjóðsins á móti þeim þar til
kaupverðið var 150 milljónir króna.
Steingrímur Eiríksson lögmaður líf-
eyrissjóðsins kvaðst hafa með boði
„Gamall kunniiigi“ að
ólöglegnm laxveiðum
DANSKI fiskibáturinn Brodal frá Borgundarhólmi hefur enn
verið staðinn að ólöglegum laxveiðum á alþjóðlega hafsvæðinu á
milli íslands, Færeyja og Noregs. Að sögn Orra Vigfússonar,
formanns alþjóða kvótakaupanefndarinnar, er BrodaI„gamall
kunningi" sem hefur verið skráður í Panama til að komast hjá
alþjóðlegri samþykkt um bann við laxveiðum á þessum slóðum.
„Það verður flókið pólitískt mál
að koma í veg fyrir þetta, því þó
Panama sé komið með reglugerð
sem bannar svona veiðiskap, þá
hefur hún ekki öðlast gildi enn
sem komið er. Það sem við getum
gert er að komast að því hvar
báturinn landar aflanum," sagði
Orri í samtali við Morgunblaðið.
Landaði 36 tonnum
Orri sagði enn fremur, að Brod-
al hefði síðast landað í Kohlberg
í Póllandi í mai í fyrra, alls 36
tonnum af laxi. Vitað væri að lax-
inn hefði verið fluttur með lest til
stórra reykhúsa í Sviss, en stjórn-
völd þar í landi hefðu neitað um
alla aðstoð við að grafast nánar
fyrir um hvaða reykiðjur hefðu
keypt aflann. „Við erum að vinna
eftir öðrum leiðum, því eitthvað
verður að gera,“ sagði Orri.
Hann lét þess einnig getið, að
þó að veiðitíminn á þessum slóðum
væri frá nóvember, væri þetta í
fyrsta sinn sem veiðibátur fyndist
í ár. Norska strandgæslan hefur
haft eftirlit með svæðinu með
Orion-flugvélum sínum. „Hann
hefur ætlað að ná einum túr svona
í lokin, einmitt er laxinn er farinn
af stað af miðunum til heimaáa
sinna. Hann veit um gönguleiðirn-
ar og veiðir eflaust vel,“ sagði
Orri Vigfússon.
Skila þarf þátttökuseðlum
Einstaklingar og/eða hópar
verða að skrá sig á næsta skráning-
arstað og liggja þátttökuseðlar
frammi í Ráðhúsi Reykjavíkur,
sundstöðum borgarinnar, félags-
miðstöðvum, Perlunni, íþróttafélög-
um og hjá heilsuræktarstöðvum.
Auk þess er hægt að hringja inn
þátttöku eða senda símbréf til Rás-
sínu verið að standa vörð um sam-
eiginlegt veð sjóðsins og fleiri aðila
á 1. veðrétti og við 150 milljóna
markið hefði fullnusta þeirrar
kröfu, auk 32 milljóna króna
ógreiddra fasteignagjalda, verið
tryggð. Veð þar á eftir eru í eigu
þeirra aðila sem eignuðust húsið á
uppboðinu.
Á öðrum hluta uppboðsins var
Kringlan 6 seld að undanskildum
3. og 4. hæð og hluta verslunarrým-
is á 1. hæð. Helstu veðhafar fengu
þann hluta sleginn sér á 50 milljón-
ir króna án þess að önnur tilboð
bærust. Þá var 67,8 fermetra versl-
unarrými á 1. hæð Kringlunnar 6
slegið fyrirtækinu Birgi hf, fyrir
10,3 milljónir króna. Ekki bárust
tilboð í byggingarrétt á 8. og 9 hæð
hússins í sérstökum uppboðum.
Þeir hlutar Borgarkringlunnar sem
ekki voru seldir á uppboði í gær eru
í eigu annarra aðila en Borgar-
kringlunnar hf.
Hversdagsleikar - alþjóðleg íþróttakeppni
Reykjavík keppir við
Nithsdale í Skotlandi
REYKVÍKINGAR mæta íbúum Nithsdale í Skotlandi í Hversdagsleik-
unum, sem fram fara í dag. Er þetta í fyrsta sinn sem Reykjavíkur-
borg í samvinnu við samtökin íþróttir fyrir alla tekur þátt í alþjóð-
legri keppni milli borga og bæja. í tilefni dagsins er aðgangur að
sundstöðum ókeypis, leikfimi er á Lækjartorgi í hádeginu og aðstaða
opin til kl. 19 fyrir trimmara við skautasvellið í Laugardal. Þá verða
samtök áhugafólks um íþróttir aldraða í Sundhöllinni kl. 14 og æfinga-
hlaup Heilsuhússins og Bylgjunnar hefst á Skautasvellinu kl. 17.
Reglur leikanna gera ráð fyrir
að allir sem staddir eru innan borg-
armarkanna geti tekið þátt í leikun-
um og er nóg að vera þátttakandi
í einhverri íþróttagrein, leik eða
hreyfíngu í minnst 15 mínútur.
Við Hlíðarskóla, Breiðagerðis-
skóla, íþróttahús Hagaskóla og á
bílastæðinu við Gervigrasvöllinn í
Laugardal hefur verið komið upp
tennisnetum og merktum völlum.
Frá skautasvellinu í Laugardal eru
merktar göngu- og skokkleiðir auk
aðstöðu fyrir körfubolta, knatt-
spyrnu, reiptog, parís, brennó og
fleira á skólalóðum. Starfshópar
fyrirtækja og stofnana eru hvattar
til sameiginlegrar þátttöku.
Morgunblaðið/Sverrir
Nauðungaruppboð
HALLDÓRA Bachmann, fulltrúi sýslumanns og uppboðshaldari,
ræðir uppboðsskilmála við Víglund Þorsteinsson, formann Borgar-
kringlunnar hf, og Þorstein Einarsson hdl., einn uppboðsbeiðenda.
ar 2 en þar eru höfuðstöðvar leik-
anna. Skila verður inn þátttökuseðl-
um í þar til gerða kassa á framan-
greindum stöðum fyrir kl. 22.
Sú borg sem hefur hærra pró-
sentuhlutfall þátttakenda miðað við
íbúafjölda, vinnur.
Skorið niður
vegna riðu
Hvammstanga.
ENN FINNST riða á sauðfjárbúi
í Húnaþingi, í þetta sinn í kindum
á bænum Gröf í Víðidal, en þar
mun hafa verið hátt á fimmta
hundrað fjár á fóðrum í vetur.
Héraðsdýralæknirinn í Vestur-
Húnavatnssýslu, Egill Gunnlaugs-
son, sagði í gær að riðugreining á
sauðburði væri afar leiðinleg, þar
sem öllum fénaði yrði að farga, bæði
óbomum ám og smálömbum.
Þetta er annað riðutilfellið í Víðid-
al í vetur, því í mars var skorið niður
í Jörfa, sem er í nágrenni við Gröf.
Þar var skorið um 250 fjár.
- Karl.
MOTOROLA
dagar
í Kringlunni
26.-29: maí
Komdu á Motoroladaga í
Kringlunni 26.-29. maí og
kynntu þér m.a. vandaðan
Motorola farsíma, Richo
bílafax og þráðlausan síma
á kynningarverði.
PÓSTUR
OG SÍMI
GOTTFÓLK/SlA