Morgunblaðið - 26.05.1993, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1993
t
Eiginkona mín,
SIGRIÐUR JÓHANNESDÓTTIR,
Vitastíg 9a,
Reykjavik,
lést í Borgarspítalanum að kvöldi sunnudagsins 23. maí.
Fyrir hönd aðstandenda,
Kristinn Jóhannsson.
t
Útför systur okkar,
GUÐLEIFAR GUÐJÓNSDÓTTUR,
áðurtil heimilis
i Asparfelli 4,
fer fram frá litlu kapellu Fossvogskirkju fimmtudaginn 27. maí
kl. 13.30.
María Guðjónsdóttir,
Regína Guðjónsdóttir,
Bergþóra Guðjónsdóttir.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GRÍMUR EIRÍKSSON
frá Ljótshólum,
Drápuhli'ð 42,
lést á heimili sínu laugardaginn 22. maí.
JarðsungiðverðurfráÁrbæjarkirkjuföstudaginn28. maíkl. 15.00.
Ástríður Sigurjónsdóttir,
Eiríkur Grímsson,
Anna Grímsdóttir, Runólfur Þorláksson,
og barnabörn.
t
Elskulegur faðir minn, tengdafaðir
og afi,
GUÐNI JÓNSSON,
Hraunbæ 103,
sem lést 22. maí, verður jarðsung-
inn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn
27. maí kl. 15.00.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent
á Krabbameinsfélag íslands.
Brynsteinn, Monika og börn.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐBJÖRG ANNÝ GUÐJÓNSDÓTTIR
Ijósmóðir,
Vorsabæjarhjáleigu,
verður jarðsungin frá Gaulverjabæjarkirkju laugardaginn 29. maí
kl. 10.30.
Guðbjörg Guðmundsdóttir, Ingimar Ottósson,
Guðrún Guðmundsdóttir, Hilmar Fr. Guðjónsson,
Katrín Guðmundsdóttir,
Guðmundur Guðmundsson, Guðrún Þ. Jónsdóttir.
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Systir okkar og mágkona,
VALGERÐUR KETILSDÓTTIR
frá Álfsstöðum,
Skeiðum,
Heimahaga 9,
Selfossi,
verður jarðsungin frá Selfosskirkju fimmtudaginn 27. maí
kl. 13.30.
Brynjóifur Ketilsson,
Ólafur Ketilsson,
Sigurbjörn Ketilsson,
Hafliði Ketilsson,
Guðmundur Ketilsson, Ingilaug Jónsdóttir.
t
Minningarathöfn um unnusta minn,
GRÉTAR LÝÐSSON,
Sóleyjargötu 8,
Akranesi,
og son okkar,
GRÉTAR SIGURÐSSON,
Vallarbraut 3,
Akranesi,
fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 28. maí kl. 14.00.
Þeim, sem vildu minnast þeirra, er bent á að láta Akranesdeild
Slysavarnafélags íslands njóta þess.
Kristin Harpa Þráinsdóttir,
Þurfður Jónsdóttir, Sigurður Árnason
og fjölskyldur.
Karen Louise Jóns-
son — Minning
Karen Louise Jónsson lézt 15. þ.m.
á 96. aldursári. Hinn 24. apríl sl.
vorum við í 95 ára afmæli hennar
og engan grunaði þá að Karen ætti
svona stutt eftir.
Karen fæddist í Kaupmannahöfn,
dóttir Oscars Köhlers, sem var stór-
iðjuhöldur. Heimilið var í Friðriks-
holm og var annálað fyrir myndar-
skap. Það var dæmigert aldamóta-
heimili. Fjölskyldan átti miklar eign-
jr í Svíþjóð óg dvaldist þar á sumrin.
Karen var mjög góð skytta og vann
til verðlauna fyrir skotfimi.
Karen var í menntaskóla í Hilleröd
þegar boð kom frá Þýskalandi um
hvort hún vildi taka að sér heimili
mágs síns, Péturs Jónssonar óperu-
söngvara, sem þá var dáður söngv-
ari í Þýzkalandi. Karen stjómanði
þessu heimili með mikilli prýði.
Seinna giftust þau Pétur og Kar-
en. Þau áttu saman dótturina Mar-
gréti. Eríka, nú búsett í Kanada, og
Per, dr. agron. í Kaupmannahöfn,
eru börh Péturs af fyrra hjónabandi.
Árið 1933 dundu yfir mikiir erfið-
leikar í Þýzkalandi og fluttist þá
Pétur heim með fjölskyldu sína.
Heimili þeirra var á Ásvallagötu þar
sem söngelskt fólk hittist til að fá
leiðbeiningar hjá Pétri.
Pétur og Karen ferðuðust mikið
um landið og söng Pétur víða í sveit-
um landsins.
Karen hafði verið augu Péturs
eftir að hann missti sjónina. Þegar
Margrét missti mann sinn, Jón, af
slysförum árið 1961 á ísafírði, og
fluttist til Reykjavíkur naut Karen
þess að hugsa um ungar dætur henn-
ar, Hildi Karen og Hólmfríði, meðan
Margrét vann úti. Síðan kom að fjöl-
skyldu Margrétar að hugsa um Kar-
en síðustu æviárin og fyrir það var
hún mjög þakklát.
Minningin iifir um stórbrotna
konu.
Ellen og fjölskylda.
í dag verður jarðsungin frá Foss-
vogskirkju Karen Louise Jónsson,
ekkja Péturs heitins Jónssonar
óperusöngvara, en hún andaðist að
Dvalarheimilinu Skjóli 15. þessa
mánaðar.
Ég kynntist Karen fyrst í gegnum
Hildi Karen tengdadóttur mína.
Henni varð tíðrætt um móðurömmu
sína og ekki fór á milli mála að hún
bæði elskaði hana og virti. Eftir að
Karen varð ekkja bjó hún í nábýli
við Margréti dóttur sína og tók virk-
an þátt í uppedi dætra hennar, en
Margrét missti mann sinn, Jón Gests-
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐRÚN JÓNÍNA ÓLAFSDÓTTIR,
áðurtil heimilis
i'Þverholti 12,
verður jarðsett frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 27. maí kl. 13.30.
Kolbrún Geirsdóttir, Jóhann Hauksson,
ívar Geirsson, Guðrún Þórsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær dóttir okkar og systir,
HELGA HELGADÓTTIR,
sem lést af slysförum þann 20. maí sl., verður jarðsungin frá
Akranesskirkju fimmtudaginn 27. maí kl. 11.00 árdegis.
Stefani'a Sigmarsdóttir,
Helgi Sigurðsson,
Guðri'ður Helgadóttir,
Sigurður Helgason.
t
JÓHANN KR. JÓNSSON,
Vfðihvammi 18,
Kópavogi,
andaðist í Borgarspítalanum fimmtudaginn 20. maí.
Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 27. maí
kl. 15.
Valgerður Jóhannsdóttir, Haukur Ingimundarson
og fjölskylda.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
JÓNA KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR,
Álftamýri 20,
verður jarðsungin frá Langholtskirkju fimmtudaginn 27. maí
kl. 13.30.
Gísli'na Magnúsdóttir,
Valgerður Magnúsdóttir, Skarphéðinn Össurarson,
Sigri'ður Magnúsdóttir, Andrés Adólfsson,
Elín Magnúsdóttir, Sigurður Gunnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Sonur okkar og bróðir,
SÆVAR GEIRDAL GÍSLASON,
lést á heimili sínu 11. maí sl.
Jarðarförin hefur farið fram.
Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna,
Gísli Sigurðsson, Freyja Geirdal,
Sigurður Geirdal Gíslason,
Örn Geirdal Gíslason,
Eygló Geirdal Gísladóttir,
Ægir Geirdal Gi'slason,
Jóhann Geirdal Gi'slason.
son, rafveitustjóra á ísafirði frá
tveimur ungum dætrum.
Þegar ég hitti Karen fyrst var hún
komin fast að áttræðu, en bar aldur-
inn afburða vel. Ekkert var ofsagt
af því sem bamabarnið hafði sagt
mér. Amma hennar var sterkur per-
sónuleiki sem hafði djúp áhrif á þá
sem kynntust henni. Hún hafði ótrú-
lega starfsorku miðað við aldur og
hugsaði sjálf um heimili sitt. Hún
bjó í sama stigagangi og Margrét
og það var sterkt og innilegt sam-
band á milli mæðganna. Hún bar
alia tíð mikla umhyggju fyrir dætrum
Margrétar og þær fyrir henni. Þegar
langömmubörnin bættust í hópinn
löðuðust þau að henni og umhyggjan
var söm fyrir þeim.
Karen var höfðingleg í fasi og
yfir henni reisn heimskonunnar. Hún
var fastheldin á gamla, góða siði og
kurteisisvenjur sem í dag eru því
miður meira og minna aflagðar og
stundum kallaðar siðavendni. Hún
var fædd og uppalin á umsvifamiklu
menningarheimili í Kaupmannahöfn,
fylgdi manni sínum á glæsilegum
söngferli í Þýskalandi, fluttist síðan
með honum til Islands árið 1933 og
helgaði heimili og börnum krafta
sína. Tvö börn þeirra hjóna eru bú-
sett erlendis, sonur í Danmörku og
dóttir í Kanada. Karen var mikið
náttúrubarn og hafði unun af útivist
og ferðaiögum. Sem ung stúlka lagði
hun stund á útiíþróttir, bæði hesta-
mennsku og skotfimi, og náði langt
í þeirri grein sem ekki mun hafa
verið algengt um stúlkur á þeim
árum.
Þessi kona hafði lifað viðburðaríka
ævi og var auk þess vel lesin. Ég
hafði mikla ánægju af að sitja hja
henni yfir góðum kaffibolla og hlusta
á hana segja frá. Jafnan var þá stutt
í hláturinn því að kímnigáfan var á
sínum stað. í stofunni hennar var
mikið af fallegum munum sem
tengdir voru ljúfum minningum frá
liðnum árum. Þessa hluti sýndi hún
mér og sagði sögu þeirra. Margir
þeirra voru frá Þýskalandsárunum
þegar Petur stóð á hátindi frægðar
sinnar.
Karen átti því láni að fagna að
vera við góða heilsu lengst af, en
fyrir þremur árum var farið að halla
á hana í baráttunni við Elli kerlingu
og hún gat ekki haldið heimili leng-
ur. Síðustu tvö árin dvaldist hún á
Skjóli og hélt þar upp á 95 ára af-
mælið sitt.
Með þessum línum vil ég þakka
fyrir að hafa fengið að kynnast þess-
ari merku konu sem gaf mér dýr-
mætar perlur í sarp minninganna
sem ég mun ætíð varðveita.
Margréti, dætrum hennar, tengda-
bömum og öðrum ættingjum sendi
ég og fjölskylda mín innilegar sam-
úðarkveðjur.
Jóhanna
Séifræðingar
i blóiiiaskrovíiiigum
við «11 la*kila‘ri
Skólavördustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími19090