Morgunblaðið - 26.05.1993, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1993
FASTEIGNASALA
SKEIFUNNI 19
108 REYKJAVÍK
FAX 91-68 8317
SÍMI 684070
Reykás
Erum með í einkasölu mjög rúmg., fal-
lega 70 fm endaíb. Parket og flísar.
Gluggi á baði og eldh. Þvottah. í íb.
Góð sameign. Hús nýmálað utan. Áhv.
byggingsj. ca 3,7 millj. Verð 6,7 millj.
Fallegt útsýni.
Engihjalli
Erum með í einkasölu glæsil. 53 fm 2ja
herb íb. á jarðh. í litlu fjölb. Sérgarður.
Eikarparket og -innréttingar. Skipti
mögul. á 4ra herb. íb. Verð 5,2 millj.
Spóahólar
2ja herb. íb. á 3. hæð (efstu). Suðursv.
Nýtt parket og hurðir. Svalir yfirbyggðar
að hluta. Verð 5,4 millj.
Brekkustígur
Falleg 80 fm 3ja herb. íb. á 1. hæð.
Mikiö endurn. eign. Áhv. 3,3 millj. veöd.
V. 7,2 m.
Hrísmóar - Gbæ
Nýkomin í sölu mjög góð 90 fm 3ja
herb. íb. á 2. hæð í litlu fjölb. Þvottah.
í íb. Áhv. 3,7 millj. Verð 7,9 millj.
Lundarbrekka - Kóp.
Vorum að fá í sölu 94 fm 3ja-4ra herb.
íb. á jarðh. íb. er öll nýstands., innr.,
gólfefni o.fl. Áhv. 3,0 millj. Verð 7,9 millj.
Eyjabakki
Vorum að fá í einkasölu góða 103 fm
4ra herb. íb. Þvherb. í íb. Stutt í alla
þjón. Verö 7,3 millj.
Blöndubakki
Vorum að fá í sölu góða 105 fm 4ra
herb. endaíb. Ný gólfefni, nýmál. Suð-
ursv. Aukaherb. í kj, Hús endurn. utan.
Verð 7,3 millj.
Kleppsvegur
Björt og vel skipul. 103 fm endaíb. á
l. hæö í góðu húsi. Parket á gólfum.
Gluggi á baði. Ekkert áhv. Laus fljótl.
Efstasund
Vorum að fá í sölu mjög góöa og mikið
endurn. efri sérhæö ásamt risi. Stærð
165 fm auk 40 fm bílsk. Fallegur suður-
garður. Hagst. áhv. lán. Verð 12,8 millj.
Grafarvogur - sérh.
Mjög góð 120 fm efri sérh. í nýju tvíb.
Innb. bílsk. Áhv. 3,5 millj. húsbréf. Verð
10,5 millj.
Sólbraut - Seltjnesi
Vorum að fá í einkasölu mjög vandaö
230 fm einb. á einni hæö. Tvöf. innb.
bílsk. Fal-
legur garður. Góð staðsetn.
Stórihjalli - Kóp.
Vorum að fá í einkasölu 230 fm raðh.
m. innb. bílsk. + aukarými innaf bílsk.
Miklir mögul. 4 svefnherb. Góð suður-
verönd. Útsýni. Áhv. 6,0 millj. húsbr.
Verö 13,8 millj.
Tunguvegur
Vorum að fá í einkasölu 111 fm raðhús
á jarðhæö, anddyri, eldhús og stofa.
Efri hæð 3 svefnherb. og baöherb.
Þvherb og geymsla í kj. Verð 8,2 millj.
Kleifarsel
Glæsil. keðjuhús á tveimur hæðum 195
fm ásamt 29 fm bílsk. m. geymslurisi.
M.a. 4 svefnherb., arinstofa, borðstofa,
stofa, fallegt eldhús. Tvennar svalir.
Upphitaðir göngust. Fallegur garður.
Verð 14,5 millj.
Heimir Davidson,
Ævar Gíslason,
Jón Magnússon, hrl.
KAUPMIDLUN
FASTEIGN ASALA
AUSTURSTRÆTI 17 - SÍMI 62 1 7 00
Lögm. Ásgeir Pétursson,
Róbert Árni Hreiöarsson.
Opið á laugardögum
kl. 10-14
Laugavegur
Falleg og sérstök rúml. 90 fm íb. í uppg. I
húsi. Parket á öllu. Stórar svalir. Mikil ]
lofthæð.
Skúlagata
Sérlega glæsil. íb. á efstu hæð fyrir [
eldri borgara í þessu nýja húsi. Stæði T
í bílageymslu. Stórir gluggar. Þrennar [
svalir á hæðinni.
Goðatún — Gbæ
Ódýr 3ja herb. íb. í parhúsi ásamt bíl- ]
skúr. Mikið áhv.
Klapparstígur
Glæsil. 3ja herb. ca 90 fm íb. á
4. hæð í nýju fjölbhúsi á Völund-
arlóðinni. Glæsil. innr. og útsýni.
Stæði í bílageymslu. Áhv. 5,3
millj. byggsj.
Tjarnarmýri Seltjn. ný 2ja h.
Baldursgata. 2ja h.
Vogatunga - Kóp. 2ja-3ja h.
Engihjalli. 3ja herb. Mikið áhv.
Efstaland. 3ja-4ra h.
Rauðás. 3ja h. jarðh. Mikið áhv.
Hraunbær. 3ja h. m/aukah.
Hverfisg. 3ja h. + kj. Hagst. verð. I
Rimahverfi. Sérl. glæsil. 3ja h.
Ljósheimar. 4ra h. m./útsýni.
Miðhús. 116 fm sérh. Mikið áhv.
Víðiteigur Mos. 3ja h. raðh.
Breiðvangur Hf. 140 fm raðh.
m/bílskúr.
Vesturberg. 145 fm parhús
+ bílskúr.
Stekkir. Rúml. 300 fm einbh.
Lindarsmári. 200 fm parh.
Tilb. u. trév.
Vantar einbhús í Gbæ.
Sumarbúst. í Eilífsdal. Mikil
rækt. V. 2,0 m.
Erum meö fjölda
sumarbústaða og
sumarbústaöalönd á
söluskrá.
VZterkurog
k J hagkvæmur
auglýsingamiðill!
Jítoriiimbl&Mfc
MIÐJAN
Hlíðarsmári 8
(Nýtt, vandað skrifstofuhús)
Til sölu:
403,2 fm jarðhæð.....................lager/iðnaðarhúsnæði
160,4fm 1. hæð................verslunar-/skrifstofuhúsnæði
213,8fm 1. hæð..............verslunar-/skrifstofuhúsnæði*)
760,0 fm 3. hæð.......................skrifstofuhúsnæði**)
760,0 fm 4. hæð......................skrifstofuhúsnæði***)
*)Auðvelt að skipta í 65,9 fm og 147,9 fm.
“JAuðvelt að skipta í 183,7 fm, 206,1 fm og 389,7 fm.
***)Auðvelt að skipta i 380 fm og 380 fm.
Allar nánari upplýsingar veitir Þorlákur Einarsson,
sölustjóri hjá okkur, í síma 812300.
Frjálstframtak
Armúla 18,108 Reykjavik
Aðalskrrfstofur: Arrnúla 18 — Slmi 82300
Sinfóníuhljómsveit Islands
Hátíðartónleikar tíl heið-
urs Páli Pampichler
HÁTÍÐARTÓNLEIKAR Sinfó-
níuhljómsveitar Islands til heið-
urs Páli Pamphichler Pálssyni
verða haldnir á morgun, fimmtu-
daginn 27. maí kl. 20. Páll hefur
verið fastráðinn hljómsveitar-
stjóri Sinfóniuhljómsveitarinnar
frá 1971 en hann mun láta af því
starfi nú í lok þessa starfsárs. Á
efnisskránni er píanókonsert nr.
2 eftir Brahms og „Ljáðu mér
vængi“ eftir Pál Pampichler.
Árið 1949 var leitað til dr. Frans
Mixa í Graz í Austurríki og hann
beðinn að útvega trompetleikara til
þess að stjórna Lúðrahljómsveit
Reykjavíkur. Dr. l^ixa kom strax í_
hug ungur trompetleikari í 'óperu-
hljómsveitinni í Graz sem síðan
reyndist tilleiðanlegur til starfans.
Ungi maðurinn var að sjálfsögðu
Páll Pampichler sem réð sig til
ársdvalar á íslandi. Skömmu eftir
komu Páls til landsins var Sinfóníu-
hljómsveit íslands stofnuð og var
hann þá ráðinn fyrsti trompetleik-
ari hennar. Strax á fyrstu árum
hljómsveitarinnar var farið að leita
til Páls um að stjórna SÍ og óx sá
starfi með árunum þar til hann var
ráðinn fastur stjórnandi 1971. Páll
hefur stjórnað hljómsveitinni við
ýmsar aðstæður og má segja að
hann hafi gengið með henni í gegn-
um súrt og sætt. Einn af hápunkt-
um samstarfs Páls og SÍ er án efa
þegar hann stjórnaði hljómsveitinni
í hinu helga musteri tónlistarinnar
Musikvereinsal í Vínarborg.
Það er ekki aðeins SÍ sem hefur
notið starfskrafta Páls. í borgar-
stjórnartíð Gunnars heitins Thor-
oddsens var stofnað til tónlistar-
fræðslu innan grunnskóla Reykja-
víkur með því að setja á laggirnar
lúðrahljómsveitir innan skólanna.
Til þess að skipuleggja og stjórna
þessu uppbyggingarstarfi var Páll
ráðinn ásamt með Karli heitnum
Runólfssyni. Þessu að auki hefur
Páll verið stjórnandi Karlakórs
Reykjavíkur um 30 ára skeið.
Páll Pampichler Pálsson.
Eitt ár várð að fimmtíu árum
Þannig hefur ferðin til íslands
árið 1949 sem átti að vera ársdvöl
staðið í hartnær 50 ár. Nú þegar
Páll lætur af starfi hjá Sí hyggst
hann helga tónsmíðum krafta sína,
en tónsmíðar hafa alla tíð átt hug
Páls og hefur hann verið mikilvirk-
ur á því sviði. Páll hefur hlotið
ýmsar viðurkenningar fyrir störf
sín, m.a. var hann sæmdur Riddara-
krossi hinnar íslensku Fálkaorðu
fyrir störf að tónlistarmálum hér-
lendis, einnig sæmdi menntamála-
ráðherra Austurríkis hann heiðurs-
prófessorsnafnbót fyrir störf hans
að kynningu og útbreiðslu tónlistar
frá Austurríki.
Brahms og Páll
Tveir sólistar koma fram á tón-
leikunum. Austurríski píanóleikar-
inn Markus Schirrrter, sem reyndar
kemiir frá Graz, fæðingarborg Páls,
leikur píanókonsert nr. 2 eftir
Brahms. Meðan Brahms var að
semja konsertinn gerði hann heldur
lítið úr verkefninu, hann skrifaði
vinum sínum að hann væri að semja
„nokkur lítil píanólög" eða „smá
Rannveig Bragadóttir.
píanókonsert með lítilli scherzo
ögn“. Þessi litlu píanólög reyndust
síðar einn stórkostlegasti píanókon-
sert sem saminn hefur verið. Kon-
sertinn var frumfluttur 1881 og var
Brahms sjálfur í einleikshlutverk-
inu.
Verk Páls „Ljáðu mér vængi“ er
verk í 6 þáttum fýrir mezzósópran
og sinfóníuhljómsveit. Einsöng í
verkinu syngur Rannveig Braga-
dóttir. Eftir nám í söngskólanum í
Reykjavík hélt Rannveig til Vínar-
borgar og nam þar við Tónlistarhá-
skólann. Þaðan lauk hún námi með
sérstakri viðurkenningu. Rannveig
gerðist síðan félagi í Óperustúdíói
Ríkisóperunnar í Vínarborg þar til
hún varð fastráðinn einsöngvari við
óperuna 1989. Hún hefur tekið
þátt í fjölda óperusýninga við þetta
fræga óperuhús undir stjórn
þekktra hljómsveitarstjóra eins og
Herbert von Karajan, Claudio
Abbado, Georgs Solti. Rannveig
hefur tekið virkan þátt í tónleika-
haldi hér á landi og er skemmst
að minnast ljóðatónleika í Gerðu-
bergi fyrir stuttu sem fengu af-
bragðs undirtektir áheyrenda og
gagnrýnenda.
I
1
I
I
r
i
!
í
I
Nýjar bækur
■ ICELAND — From Past to
Present heldur ný bók eftir Es-
björn Rosenblad og Rakel Sig-
urðardóttur Rosenblad. Bókinni
er ætlað að gefa útlendingum
greinargott yfirlit yfir sögv Is-
lands og veita innsýn í íslenskt
samfélag eins og það er nú.
í kynningu útgefanda segir:
„Gerð er grein fyrir sögulegu
baksviði okkar, fornbókmenntunum
og menningu nútímans; þróuninni
eftir seinna stríð er gerð skil og
sömuleiðis stjórnkerfinu og stöðu
íslands í samfélagi þjóða; sérstakir
kaflar eru um jarðfræði landsins
og fískveiðimál; í viðaukum má
finna upplýsingar um bókmenntir,
tungumál, kvikmyndir, ferðamál og
fleira. Forseti íslands, Vigdís Finn-
bogadóttir, ritar formálsorð.
Allnokkrar ljósmyndir eru í bók-
inni, bæði svart/hvítar og litmyndir
svo og nafnaskrá.“
Esbjörn Rosenblad er doktor í
alþjóðarétti og starfaði í 38 ár í
sænsku utanríkisþjónustunni, þar
af árin 1977-1986 við sendiráð
Svía á íslandi. Eiginkona hans,
Rakel Sigurðardóttir, hefur m.a.
menntun og reynslu sem leiðsögu-
maður.
Bókin kom upphaflega út á
sænsku, Island i saga och nutid,
hjá Norstedts-foralginu í Stokk-
hólmi árið 1990. Fyrir þessa útgáfu
var textinn endurskoðaður rækilega
af höfundum og þýddur á ensku
af Alan Crozier.
Bókin er gefin út af Máli og
menningu og er 438 bls. að stærð
auk 24 síðna með litmyndum.
Hún er unnin í Prentsmiðjunni
Odda hf. og kostar 2.980 krónur.
■ HISTORY OFICELAND heit-
ir ný bók eftir Jón R. Hjálmars-
son og spannar hún Islandssög-
una allt frá landnámi til okkar
daga.
I kynningu útgefanda segir:
„í bókinni er sögð saga Islands
allt frá því að land byggðist og þar
til Islendingar hófu samningavið-
ræður um inngöngu í Evrópska
efnahagssvæðið. Texti bókarinnar
er hnitmiðaður og aðgengilegur og
skrifaður með hinn almenna le-
sanda í huga, en fræðimenn ættu
engu að síður að hafa af henni
gagn, sérstaklega þegar haft er í
huga að þetta er eina bókin sem
nú er til á ensku sem nær yfir alla
Jasskvartett Vesturbæjar
__________Jass____________
Guðjón Guðmundsson
Stolen Moments var fyrst á
efnisskrá Jasskvartetts Vestur-
bæjar á Rúrek-tónleikum í
Kringlukránni á mánudagskvöld,
leikið í hægu tempói og án nokk-
urra kraftaláta. Kvartettinn skipa
Stefán S. Stefánsson tenórsaxó-
fónn, Ómar Einarsson gítar,
Gunnar Hrafnsson kontrabassi og
Alfreð Alfreðsson trommur.
So What í útgáfu Ronnie Jor-
dans er ómótstæðilega grúví, og
hreint með ólíkindum hvað tempó-
breyting getur gert fyrir eitt lag.
Stefán lék gítarsóló Jordans á
tenórinn og fórst það vel. Síðan
kom fönkuð útsetning á This
Masquerade.
Efnisskráin var afar skemmti-
leg hjá kvartettnum og fyrsta
flokks hljóðfæraleikur í alla staði.
Ómar Einarsson hefur skipað sér
á bekk með bestu gítaristum
landsins en hann lék á handsmíð-
aðan, íslenskan gítar sem hljóm-
aði mjög fallega. í spuna hans í
How Insensitive, sem var án
nokkurs hljómagangs, reyndi
mjög á tæknilegu hliðina og Ómar
leysti verkefnið frábærlega af
hendi. Gunnar er skemmtilegur
kontrabassaleikari sem nálgast
hljóðfærið áþekkt því sem gítar-
bassaleikarar gera.
Kvartettinn lék einnig Mo’ bett-
er blues úr samnefndri kvikmynd
Spike Lee, ákaflega skemmtileg-
an og grípandi blús með góðum
sólóköflum. Kvöldinu lauk með
öðrum slagara úr kvikmynda-
heiminum, Flintstone.
í Djúpinu hitaði tríó Björns
Thoroddsen upp áður en söngkon-
an Linda Walker steig á svið. Hún
söng m.a. Misty og fleiri góðar
perlur við góðar undirtektir.
Huggulegur dinneijass. Djúpið er
ákaflega skemmtilegur staður til
tónleikahalds af þessu tagi og
næst oft mjög náin stemning.
Björn átti líka mjög fallega sólók-
afla í sömbunum.
I
1
I