Morgunblaðið - 26.05.1993, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1993
Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskólans fyrir Morgunblaðið
Hvað myndu menn kjósa í alþingiskosningum nú?
Samanburöur við fyrri kannanir og alþingiskosningar 1991, % þeirra sem taka afstöðu q KOSNINGAR 1991
# □ Júni 1991
§ □ Nóvember 1991
38,6%
Vikmörk könnunar
irnaiim
15,5%
37,8%
35,2%
-±3,5%
□ Júni1992
□ Nóvember 1992
Q Febrúar 1993
@ MAÍ1993
£ 21,2%
§ £ § « n* i
14,4%
±3,0%
- ±3,0%
rS
of
V) 2
g Í5 S‘LI
íP 2'
3,3%
1 V
Ji
Hvort mundip þú segja aö
þú væpip stuðningsmaðup
píkisstjópnapinnap eða
andstæðingup?
Hlutfall þeirra sem svara Stuðnings-
Andstæðingar
J
nú 18% fylgi. Kvennalistinn naut
stuðnings 8,3% kjósenda í kosning-
unum. Alþýðuflokksmenn bæta
líka við sig og komast aftur á svip-
að ról og þeir hafa verið á í skoð:
anakönnunum, með 10,2% fylgi. í
síðustu könnun fékk Alþýðuflokk-
urinn 6,8% fylgi, en hafði 15,5%
fylgi í kosningunum. Alþýðubanda-
lagið tapar nokkru fylgi frá síðustu
könnun, eða 3,5 prósentustigum
og fær nú 17,7% fylgi. Flokkurinn
naut stuðnings 21,2% svarenda í
síðustu könnun og 14,4% kjósenda
í kosningunum.
Alþýðuflokksmenn hálfvolgir í
stuðningi við stjórnina
Er litið er á fylgi við ríkisstjóm-
ina eftir flokkum, kemur í ljós svip-
uð mynd og í könnunum undanfar-
in misseri. Yfírgnæfandi meirihluti
fylgismanna stjórnarandstöðu-
flokkanna er andvígur ríkisstjóm-
inni, þorri sjálfstæðismanna styður
hana, en alþýðuflokksmenn eru
mest beggja blands og styðja tæp-
lega 60% þeirra stjórnina, en um
28% em henni andvígir.
28,6% styðja sljómina -
54,6% em henni andvígir
Samanlagt fylgi stj órnarflokkanna það minnsta frá kosningum
STUÐNINGSMENN ríkisstjórnarinnar eru 28,6% þeirra,
sem afstöðu tóku í skoðanakönnun sem Félagsvísinda-
stofnun Háskóla Islands gerði fyrir Morgunblaðið í síð-
ustu viku. Andstæðingar stjórnarinnar eru 51,5% og
19,9% segjast hlutlausir. Hlutföllin hafa breytzt stjórn-
inni lítið eitt í hag frá síðustu könnun Félagsvísindastofn-
unar í febrúar, er stuðningsmenn voru 24,6% og andstæð-
ingar 54,6%. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna er hins
vegar 35,9%, nú er kjörtímabilið er hálfnað, og hefur
ekki verið lægra í könnunum Félagsvísindastofnunar frá
upphafi kjörtímabils. í síðuatu þingkosningum fengu
Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur samanlagt 54,1%
atkvæða.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins í könn-
uninni er það minnsta á kjörtímabil-
inu, eða 25,7%, þriðjungi minna en
í alþingiskosningunum í apríl 1991
er flokkurinn fékk 38,6% fylgi. í
síðustu könnun Félagsvísindastofn-
unar í febrúar fékk hann 33,3%
fylgi. Fylgistap Sjálfstæðisflokksins
frá síðustu könnun er 7,6 prósentu-
stig, sem er tölfræðilega marktækt.
Hins vegar er ekki marktækur
munur á fylgi Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks, sem nú mælist
stærsti flokkurinn með 27,5% fylgi.
Framsóknarmenn fengu 23,9% fylgi
í febrúar og 18,9% í kosningunum.
Framsóknarflokkurinn
stærstur
Þetta er í fyrsta sinn frá kosning-
um sem Framsóknarflokkurinn er
stærsti flokkurinn í könnun Félags-
vísindastofnunar. Niðurstaðan er
hins vegar svipuð og í könnun IM
Gallup í apríl, en þá fékk Fram-
sóknarflokkurinn 32,2% fylgi og
Sjálfstæðisflokkurinn 28,6%.
Kvennalisti bætir mestu við sig
Sá flokkur, sem mest bætir við
sig frá síðustu könnun, er Kvenna-
listinn, sem fékk þá 13,1% en fær
Framkvæmd og heimtur
Könnun Félagsvísindastofnunar
var framkvæmd 14.-20. maí.
Stuðzt var við slembiúrtak úr þjóð-
skrá, sem náði til 1.200 manna á
aldrinum 15-75 ára, af öllu land-
inu. Þar af voru 1.159 átján ára
og eldri, sem spurðir voru um af-
stöðu til flokkanna. Nettósvörun —
þegar dregnir hafa verið frá úrtak-
inu þeir sem eru nýlega látnir, er-
lendir ríkisborgarar eða búsettir
erlendis — er 72,2%, sem telst vel
viðunandi. Fullnægjandi samræmi
er milli skiptingar úrtaksins og
þjóðarinnar allrar eftir aldri, kyni
og búsetu að mati Félagsvísinda-
stofnunar. Til að fækka óákveðnum
svarendum var eftir fyrstu spurn-
ingu spurt áfram, gæfu menn ekki
upp ákveðinn flokk: „En hvaða
flokk eða lista heldurðu að líkleg-
ast sé að þú myndi kjósa?“ Segð-
ust menn enn ekki vita, var enn
spurt: „En hvort heldurðu að sé
líklegra að þú kjósir Sjálfstæðis-
flokkinn eða einhvern annan flokk
eða lista?.“ Með þessu móti fer hlut-
fall óákveðinna niður í 5,5%, en
9,6% neituðu að svara.
Fimm aðilar sækja um sjónvarpsrásir til útvarpsréttarnefndar
Innlend sjónvarpsstöð, endur-
varp og fræðslusjónvarp HI
Útvarpsréttarnefnd hefur nú til afgreiðslu umsóknir fimm
aðila, sem sækja um sjónvarpsrásir. Þessir aðilar eru Háskól-
inn, Islenska útvarpsfélagið, Fijáls fjölmiðlun, Hans Kristján
Árnason og Útvarpsfélag Seltjarnarness. Háskólinn hefur hugs-
að sér að nota rásir fyrir kennslu- og fræðsluvarp, íslenska
útvarpsfélagið og Hans Kristján ætla að endurvarpa erlendu
efni, Útvarpsfélag Seltjarnarness ætlar bæði að endurvarpa
erlendu efni og senda sjálft út kvikmyndir á sérstakri rás og
Frjáls fjölmiðlun ætlar bæði að endurvarpa erlendu efni og
koma upp innlendri stöð. Alls er sótt um 56 rásir, en 23 eru
til ráðstöfunar.
Stúdentar
fá sumar-
vinnu við
rannsóknir
BORGARRÁÐ hefur sam-
þykkt 4,8 milljóna króna auk-
afjárveitingu, sem renna
mun til Háskóla íslands. Féð
verður notað til að ráða allt
að 50 reykviska háskólastúd-
enta til rannsóknastarfa í tíu
vikur á vegum Háskólans.
Þessi ákvörðun er tekin í ljósi
slæmra atvinnuhorfa náms-
manna í sumar og munu stúd-
entar vinna að verkefnum,
sem borgaryfirvöld telja
áhugaverð og geti nýtzt í
þágu borgarinnar.
Að sögn Guðmundar K.
Magnússonar, prófessors við
Háskóla íslands, eru meðal
þeirra verkefna, sem til greina
koma, verkefni um Reykjavík
sem ferðamálamiðstöð, athug-
anir á fískveiðistjómun, lífeyr-
ismálum og arðsemi menntun-
ar, könnun á áhrifum styrkja á
atvinnumál á landsbyggðinni
og fleira.
Miðað við að 50 stúdentar
fái vinnu við rannsóknarverk-
efni, koma 96.000 krónur í hlut
hvers stúdents, sem svarar til
38.400 króna mánaðarlauna.
Að sögn Guðmundar Magnús-
sonar hefur þessi samvinna
borgar og háskóla í för með sér
að fleirum en ella er gert kleift
að einbeita sér að rannsóknum
í námi sínu.
„Það sem vakir fyrir mér er að
hér verði sem mest fjölbreytni á
sjónvarpssviðinu," sagði Hans
Kristján Árnason. „Útvarpsréttar-
nefnd þarf að eiga frumkvæði að
því hvemig staðið verður að þessu,
nú þegar þessi kaflaskil eru í ljós-
vakamálum. Það verður að setja
ákveðnar reglur, vegna þess hve
margar umsóknir liggja fyrir.“
Evrópskar rásir
Hans Kristján sagði að hann
hefði í huga að bjóða upp á evr-
ópskar rásir, á fleiri tungumálum
en ensku. „Það er fjöldi erlendra
rása sem koma til greina og nást
ekki á einkabúnað,“ sagði hann.
„Ég sæki um tuttugu rásir og
byggi það á því, að hagkvæfnni
stærðarinnar ræður. Það er erfítt
að bjóða íslenskum sjónvarpsá-
horfendum upp á mörg kerfi, því
það er eitt af þeim lykilatriðum,
sem útvarpsréttarnefnd þarf að
taka afstöðu til, hvemig hægt sé
að bjóða upp á þetta án þess að
íþyngja neytendum of mikið. Það
er ekki hægt að bjóða upp á marg-
ár gerðir af myndlyklum, heldur
þarf að koma til einhver samvinna
þeirra, sem fá úthlutað rásurn."
Hans Kristján sagðist ekki
standa einn að baki umsókninni,
því með honum væri samráðshóp-
ur, en ekki vildi hann nafngreina
menn í þeim hópi. „Það er of
snemmt að tjá sig of mikið um
þetta mál að sinni, því við þurfum
að átta okkur á því hvernig það
þróast. Stjómvöld verða að taka
afstöðu til þess hveijir fá úthlutað,
því það verður að tryggja fjöl-
breytni, bæði hvað eignarhald og
dagskrárefni snertir. Þá fínnst mér
áhugavert að fylgjast með hvaða
stöðu Ríkisútvarpið, stærsti aðilinn
á markaðnum, hefur í þessu,“
sagði Hans Kristján Ámason.
Ný innlend stöð
, „Við höfum í huga stofnun nýrr-
ar sjónvarpsstöðvar og einnig end-
urvarp erlendra stöðva,“ sagði
Hörður Einarsson, stjómarformað-
ur Ftjálsrar fjölmiðlunar, sem sæk-
ir um 8 rásir og 4 til vara, ef nauð-
synlegt reynist að grípa til þeirra
vegna móttökuskilyrða. „Við höf-
um hugsað okkur að koma á fót
sjónvarpsstöð og endurvarpa jöfn-
um höndum. Sjónvarpsstöðina
hugsum við í svipuðum dúr og þær
sem fyrir eru, með fréttum, afþrey-
ingarefni, barnaefni og fræðslu-
efni. Við höfum nú ekki horft sér-
staklega til þess að samnýta starfs-
menn okkar fyrir sjónvarpsstöðina
og DV, enda teljum við að þetta
verði allt að lifa sínu sjálfstæða
lífí. Endurvarpið er erfíðara að til-
greina riú, þar sem það er á samn-
ingastigi."
Hörður sagði að hann teldi að
grundvöllur væri fyrir þriðju sjón-
varpsstöðinni. „Það hlýtur líka að
vera tímaspursmál hvenær ríkið
hættir að reka sjónvarp, enda hef-
ur það ekkert við það að gera og
ætti að hætta því sem fyrst. Mér
finnst augljóst að þeir aðilar, sem
em að velta fyrir sér útsendingum
á efni, verði að sameinast um þann
búnað, sem til þarf, til dæmis afr-
uglara. Það er mjög skynsamlegt
að sameina þetta með einhverju
móti,“ sagði Hörður Einarsson,
stjórnarformaður Fijálsrar fjölm-
iðliinar.
Kvikmyndir
„Útvarpsfélag Seltjarnarness
hefur í hyggju að endurvarpa
gervihnattarásum, sem nú eru
sendar út í kapalkefí í fjölbýlishús-
um við Eiðistorg. Þá höfum við
einnig í hyggju að senda út kvik-
myndir á sérstakri rás,“ sagði Jón-
as Kristjánsson, sem er ritari Út-
varpsfélags Seltjarnamess. Félag-
ið, sem hefur starfað í nokkur ár,
sækir um 6 rásir fyrir endurvarpið
og 2 rásir, sem eru ætlaðar fyrir
kvikmyndir eingöngu.
Jónas sagði að hann teldi frá-
leitt annað en að þeir sem fengju
úthlutað þessum rásum sameinuð-
ust um fjölnota afruglara. „Það er
fullkomlega eðlilegt að aðilar, þótt
þeir séu í samkeppni, vinni saman
að því sem er til sparnaðar,“ sagði
Jónas Kristjánsson, ritari Útvarps-
félags Seltjarnarness.
r