Morgunblaðið - 26.05.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.05.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1993 31 Minning Jhgólfur Jóhannes- son frá Skálholtsvík Fæddur: 27. ágúst 1916 Dáinn: 18. maí 1993 Ingólfur Jóhannesson hefur. lokið jarðvist sinni. Hann varð bráð- kvaddur á fæðingarstað sínum í Skálholtsvík við Hrútafjörð, þriðju- daginn 18. maí síðastliðinn. Andlát Ingólfs kom ættingjum hans og vin- um á óvart, svo hress og atorku- samur sem hann hafði verið. Ingólfur var næstyngstur í tólf bama hópi foreldra sinna, þeirra Sigurrósar Þórðardóttur og Jóhann- esar Jónssonar, sem lengi bjuggu í Skálholtsvík. Sex systkinanna eru nú látin, en sex iifa. Þau systkinin hafa alla tíð verið samhentur hópur með sterk ijölskyldubönd. Sem ungur maður gerðist Ingólf- ur bóndi á föðurleifð sinni ásamt bræðrum sínum. Ingólfur giftist ungur Ástu Emilsdóttur frá Krossi á Barðaströnd og bjuggu þau fé- lagsbúi með bræðrum Ingólfs, þeim Jóni og Amdóri, á ámnum 1942- 1948. En örlögin gripu inn í. Ásta dó aðeins 34 ára að aldri árið 1947. Þeim Ingólfi var ekki barna auðið, en Ásta átti þijú böm fyrir, þegar hún giftist Ingólfi. Leið Ingólfs lá til Reykjavíkur eftir að hann brá búi. Starfaði hann þá fyrst hjá Ölgerðinni Egill Skalla- grímsson hf., en fljótlega réðst hann til Mjólkursamsölunnar í Reykjavík, og þar starfaði hann samfleytt í yfir fjóra tugi ára sem bifreiðastjóri. í Reykjavík varð hann fyrir því stóra láni að kynnast Guðríði Ein- arsdóttur, sem varð síðari eiginkona hans árið 1950. Óhætt er að fuil- yrða að hjónaband þeirra var með eindæmum fallegt. Milli þeirra hjóna ríkti gagnkvæmur skilningur, ást og virðing. Ingólfur Jóhannesson var maður glæsilegur í útliti, hár maður og spengilegur og fríður sýnum. Auk þess prýddi hann lundarfar, sem var með afbrigðum gott, hann var glaðlyndur, glettinn og hlýlegur og hvers manns hugljúfí. En Ingólfur gat líka átt það til að vera smáert- inn og stríðinn, en þó í góðu, og ekki höfðu þeir sem þekktu Ingólf vel, nema gaman af. Ingólfur var líka ættrækinn og heimili Inga og Gógóar stóð ævinlega opið fyrir ættingjum og vinum utan af landi, þegar þeir voru á ferðinni í höfuð- borginni. Gestrisnin og höfðings- skapurinn sátu í fyrirrúmi á heimili þeirra, og þar var gott að dvelja. Það var líka áberandi eðlisþáttur í fari Ingólfs hversu mikill bamavin- ur og dýravinur hann var. Ingólfur lét fólk sig miklu varða, hann vildi leggja því gott til og sýndi það í verki. Umhyggju hans og elskusemi Birgir Krisijáns- son — Minning Fæddur 7. ágúst 1925 Dáinn 14. maí 1993 Nú er hann Birgir afi okkar dá- inn. Svolítið erfitt er fyrir okkur bræðuma fjögurra og sex ára að skilja það að við fáum ekki að hitta afa aftur. Við vitum samt að afi er núna hjá Guði og hann er líka alltaf hjá okkur og passar okkur. Við minnumst afa þó alltaf fyrir gönguferðirnar niður í fjöru, bíltúr- ana og sundlaugaferðimar þar sem synt var á bakinu á afa. Alltaf var gaman að koma á Fálkagötuna, en afi lék sér alltaf með okkur og gaf okkur athygli sína frekar en að tala allan tímann við fullorðna fólkið. Afi okkar var góður maður sem við fengu alltof lítinn tíma með sem við erum þó þakklátir fyrir að hafa haft. Blessuð sé minning þín, afi okk- ar. Daníel og Alexander. Tengdafaðir minn, Birgir Krist- jánsson, lést skyndilega eftir mjög skömm veikindi á Benidorm 14. maí, þar sem hann var í leyfi ásamt tengdamóður minni. Birgir fæddist í Syðra-Holti í Svarfaðardal 7. ágúst 1925 og var því aðeins 67 ára gamall þegar hann lést. Foreldrar hans voru Kristján Hallgrímsson frá Syðra- Holti og Guðlaug Þorvaldsdóttir frá Árgerði í Svarfaðardal. Systkini Birgis urðu fjögur alls, en tveir eft- irlifandi bræður hans, Páll og Hart- mann, búa á Dalvík. Birgir lagði snemma stund á sjó- mennsku og öðlaðist réttindi sem stýrimaður 1949. Stundaði hann síðan sjómennsku í mörg ár á togur- um frá Akureyri. Eftirlifandi eigin- konu sinni, Björgu Þórisdóttur, kvæntist Birgir 22. nóvember 1955 og voru þau mjög samrýnd alla tíð. Eignuðust þau þijú börn: Jórunni Sigríði, fædda 6. ágúst 1955, Krist- ján, fæddan 27. desember 1957, og Guðlaugu Kristínu, fædda 6. júní 1964. Birgir og Björg bjuggu nánast alla sína tíð á Akureyri eða þangað til fyrir um fimm árum þegar þau fluttust búferlum til Reykjavíkur og bjuggu sér heimili á Fálkagötunni. Starfaði Birgir síð- ustu árin sem einn af umsjónar- mönnum Morgunblaðshússins Aðal- stræti 6 í Reykjavík. Ég kynntist Birgi fyrst fyrir átta árum og kom hann mér þá strax fyrir sjónir, eins og ég átti eftir að kynnast honum síðar, sem dagfars- prúður, hæglátur og orðvar maður. Birgir var góður maður og heiðar- legur sem ekki bar tilfinningar sín- ar á torg ná kvartaði þótt kvillar sæktu á hann. Hann var maður sem stóð alltaf eins og klettur í hafi þótt öldurnar ólguðu allt í kring. Birgir hafði alltaf veraldleg og hversdagsleg málefni á hreinu gagnvart sér, fjölskyldu sinni og öðrum sem er hveijum manni til eftirbreytni. Er ég þakklátur fyrir að hafa kynnst Birgi á minni lífs- leið, sem mér er um leið kært að minnast hér. Vil ég að lokum færa tengdamóður minni innilegar sam- úðarkveðjur og bið Guð að styrkja hana í sorg hennar. Blessuð sé minning Birgis Krist- jánssonar. Helgi Þ. Kristjánsson. var við brugðið. Börn löðuðust fljótt að honum, og dýrin sömuleiðis. Á vetuma áttu fuglarnir von á góðu frá Ingólfi og þá voru engir fuglar undanskildir, einnig mávar og svan- ir löðuðust að þessum veigerðar- manni sínum sem daglega gaf þeim, þegar flestar bjargir voru þeim bannaðar. Stórborginni Reykjavík samsam- aðist Ingólfur fljótt eftir að hann flutti suður og kunni vel að meta kosti borgarlífsins. Engu að síður var hann áfram hinn sanni sveita- maður, náttúruunnandi, veiðimaður og sjósóknari í frístundum. Og Ing- ólfur var dugmikill maður, hagsýnn og afar nákvæmur í peningamálum. Hann vildi aldrei standa í skuld við nokkum mann, og skipti þá ekki máli hversu lítil upphæðin var. Áram saman hélt hann til hrogn- kelsaveiða á Skeijafirði á vorin og seldi afla sinn við fjölfarnar umferð- argötur borgarinnar. Hugur hans dvaldi einatt í Skálholtsvík og þang- að leitaði hann og fjölskylda hans þegar færi gafst. Þau Ingólfur og Gógó lifðu ágætu félagslífi og ferð- uðust talsvert til útlanda, þegar færi gafst. Þau störfuðu með fé- lagsskapnum Kátu fólki, stunduðu spilamennsku í hópi kunningja og heimsóttu ættingja og vini. Það vora heimsóknir sem við kunnum vel að meta. Þegar löngum starfsdegi hjá Mjólkursamsölunni lauk, tók Ingólf- ur af alefli til við áhugamál sín og hugðarefni. Hann flutti bát sinn, Lukku, til Skálholtsvíkur, og kom sér upp aðstöðu fyrir bátinn, auk þess að koma sér upp litlu sumar- húsi, þar sem þau hjónin dvöldu oft. Fyrir fjóram árum fékk Ingólfur slæmt hjartakast þar sem hann var staddur á biðstofum augnlækna á Landakoti. Lífi hans var borgið og eftir hjartaaðgerð var Ingólfur áram yngri en fyrr og hans biðu fjögur athafnasöm og gleðirík ár. Ásamt Magnúsi, syni þeirra hjóna, og Björgu Björnsdóttur, sem varð tengdadóttur þeirra á þessu tíma- bili, keyptu þau stórt hús í Trönu- hólum, á einstaklega fögrum stað í borginni, þar sem útsýn er yfir laxveiðiá, athafnasvæði hesta- manna og óbeislaða náttúru. Betra umhverfi gat Ingólfur ekki hugsað sér. Á þessum árum bættist líka við í heimilið lítill sólargeisli, sem fékk nafnið Ingólfur Máf, og vora þeir einkar samrýndir félagarnir og nafnamir. Þegar dauðann bar að garði, var Ingólfur á sínum fæðingarslóðum, og beið byijar fyrir sig og aðstoðar- mann sinn. Það hafði gefið illa og ekki fært á sjó um alllanga hríð, en betri dagar til sjósóknar í vænd- um. En sú veiðiferð var aldrei far- in. Ingólfur tókst á hendur aðra ferð og lengri, sem okkur er öllum einhvemtíma búin. Án efa bar dauða vinar okkar að höndum eins og hann hefði helst viljað kjósa sér. Hann fékk hægt andlát á sínum æskuslóðum, sem hann elskaði svo mjög. Þó er það svo að við hefðum viljað hafa Ingólf í nálægð okkar miklu lengur, en eigi má sköpum renna. Við viljum að lokum senda Gógó, Magga, Björgu og barnabörnunum, þeim Guðríði Ernu, Ástu Lilju, og litla Ingólfi Má, okkar dýpstu sam- úðarkveðjur. Megi góður guð varð- veita minninguna um góðan mann. Fjóla Arndórsdóttir, Jón Birgir Pétursson. Það er ávallt erfitt þegar fólk er kallað brott úr þessu jarðlífi. Ingi frændi var skyndilega kallaður brott frá okkur hinn 18. maí síðast- liðinn. Aðeins minningin um góðan mann situr eftir og því langar mig til að minnast frænda míns í stuttu máji. Ég kynntist Ingólfi frænda mín- um og konu hans Gógó vel þegar ég var í sveit hjá afa mínum og ömmu í Skálholtsvík. Ingólfur hafði alla tíð sterkar taugar til æsku- stöðva sinna í Skálholtsvík og komu þau Gógó þangað á hveiju sumri. Var þeirrar stundar þegar Ingi og Gógó myndu renna í hlaðið ávallt beðið með mikilli eftirvæntingu. Eftir að Ingi hætti að vinna gerðu þau sér yndislegan íverustað í Skál- holtsvík sem þau kölluðu Inghól. Þar dvöldu þau gjarnan stóran hluta sumarsins. Ingi átti bát sem heitir Lukka og það kom fyrir að Ingi færi á sjóinn meðan hann dvaldist fyrir norðan. Fór ég þá gjaman með honum ef tími gafst til. Þær sjóferðir urðu margar hveijar mjög eftirminnilegar, en mér er ein þeirra mjög minnisstæð. í þeirri sjóferð bilaði vélin í bátnum. Þó að við hin hefðum misst alla von um að hún færi aftur í gang gafst Ingi ekki upp og tókst að lokum með þijósku sinni og þrautseigju að koma henni í gang. Ingi var sérlega góður maður við alla þá sem minna máttu sín. Hann var mikill dýravinur og hændust dýr að honum og treystu honum enda fannst honum aldrei of vel við þau gert. Allt er breytingum háð. Hlutir sem manni þóttu sjálfsagðir eins og það að sitja í frístundum og spila marías eða kana í eldhúsinu í Skálholtsvík era skyndilega orðnir að dýrmætri minningu um stundir sem maður átti með Inga. Það er undarleg tilhugsun að aldrei framar muni maður heyra hann stríða einhveijum góðlátlega eða sjá hann kíma eilítið á sinn sérstaka hátt. Gamansemi hans, góðmennska og góðlega stríðnisbrosið mun alltaf standa ljóslifandi í huga mér. Um leið og ég kveð Inga vil ég þakka fyrir allar góðu stundimar sem ég átti með honum. Minningin um góðan mann mun ávallt lifa í hjarta mínu. Elsku Gógó, Maggi, Björg, Ema, Ásta og Ingi litli megi Guð gefa ykkur allan þann styrk sem þið þurfíð á þessum erfiðum tímum. Fura Ösp Jóhannesdóttir. HÓPFERÐIR VEGNA JARÐARFARA [ÖfUM GÆÐA HÓPBIFREIÐA FRÁ12TIL65 FARÞEGA LBITID UPPLÝSING/ »!í fÓPFERÐAMIÐSl Bíldshöfða 2a, Sfmi 685055, Fax 674969 SUZUKISWIFT ARGERÐ 1993 ★ ★ ★ ★ ★ Aflmikil, 58 hestafla vél með beinni innspýtingu. Odýr í rekstri - eyðsla frá 4,0 1. á hundraðið. Framdrif. 5 gíra, sjálfskipting fáanleg. Suzuki Swift kostar frá kr. 795.000.- stgr. (3ja dyra GA) $ SUZUKI SUZUKI BÍLAR HF SKEIFUNNI 17 SlMI 68 51 00 LIPUR OG SKEMMTILEGUR 5 MANNA BÍLL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.