Morgunblaðið - 30.05.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.05.1993, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B tfgiiiiWfifeife STOFNAÐ 1913 120. tbl. 81. árg. SUNNUDAGUR 30. MAI1993 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Walesa vill kosningar LECH Walcsa, forsetí Póllands, hefur ákveðið að rjúfa þing og efna tíl kosri- inga i kjölfar þess að ríkisstíórn Hönnu Suchocka beið ósigur í atkvæða- greiðsiu á pólska þinginu um van- trauststíllögu á fðstudag. Suchocka baðst afsagnar en Walesa sagði í gær að hann myndi ekki taka þá beiðni tíl greina. Verður hún því forsætísráð- herra fram að kosningum. Basinger gjaldþrota? BANDARÍSKA leikkonan Kim Basin- ger, sem fær um 200 milljónir króna fyrir hverja kvikmynd, sem hún leikur í, hefur beðið um að verða tekin til gjaldþrotaskipta. Segir leikkonan skuldir sínar vera um 300 miUjónir króna umfram eignir. I marsmánuði var Basinger dæmd tíl að greiða kvik- myndaframleiðandanum Carl Mazzo- cone 600 núUjónir króna í skaðabætur fyrir að hætta við að leika í kvikmynd hans „Boxing Helena". Myndin fjallar um lækni sem tekur konu sem lentí í bílslysi í gislingu, sker af henni alla útlimi og geymir í kassa í þeirrí von að hún muni einhvern tfmann elska hann. Basinger sagðist hafa hætt við að leika í myndinni vegna hinna í'jöl- mörgu nektaratriða í myndinni en Mazzocone segist hafa tapað stórfé á því að þurfa að gera myndina með annarri ieikkonu, Sherilyn Fenn, í aðal- hlutverki. Babel ræðst á BiU Clinton ÍRASKA dagblaðið Babel, sem gefið er út af syni Saddams Husseins, leið- toga íraks, réðst á laugardag harka- lega á Bill Clinton Bandaríkjaforseta. Sagði biaðið forsetann vera lygara, tækifærissinna og hafa enga þekkingu á utanríkismálum. Þetta er harðasta opinbera árásin á Clinton, sem gerð hefur verið í frak frá því að hann tók við embætti en til þessa hafa iraskir embættísmenn gætt hófsemi í ummæl- um sínum í garð Bandaríkjaforseta. Er talið að hinar hörðu árásir í Babel séu tíl marks um að írakar hafi gefið upp von um forsetinn taki upp aðra stefnu gegn írak en forveri hans i embætti, George Bush. AÐ LEIK VIÐ ÆGISSIÐU Morgunblaðið/Þorkell Fimm Tyrkir láta lífið í íkveikju í Solingen í Þýskalandi Ottast herferð nýnasista á hendur útlendingum Bonn. Reuter. FIMM Tyrkir, þrjár konur og tvö börn, létu lífið og tveir tíl viðbótar særðust þegar kveikt var í húsi þeirra i bænum Solingen í vesturhluta Þýskalands að- faranótt laugardagsins. Fimmtán tókst að flýja úr húsinu án meiðsla þegar elds- ins varð vart klukkan rúmlega hálftvö um nóttina. Óttast yfirvöld að nýnasistar hafi staðið á bak við tilræðið og að það kunni að vera liður í nýrri herf erð þeirra á hendur útlendingum. íkveikjan er sögð mjög áþekk því er kveikt var í húsi í bænum Mölln í nóvember í fyrra en þá fórust þrír Tyrkir, miðaldra kona og tvö börn. Alda ódæðisverka gegn útlending- um gekk yfír Þýskaland á síðasta ári og kostaði alls sautján manns lífið. Talsmaður lögreglunnar í Solingen sagði í gær ekki vera fullkomlega ljóst hvort ný- nasistar bæru ábyrgð á íkveikjunni en í ljósi fyrri atburða yrði að halda „öllum möguleik- um opnum". Lögregla lét embætti saksóknara sam- bandslýðveldisins, sem hefur aðsetur í Karlsruhe, fá málið til meðferðar þegar í stað, sem talið er benda til að öfgamenn séu sterklega grunaðir um að hafa staðið á bak við tilræðið. Sjónvarpsfréttastöðin n-tv sagði eitt fórn- arlambanna hafa látið lífið er það reyndi að forða sér frá eldinum með því að stökkva út um glugga á annarri hæð. Hin fórn- arlömbin brunnu til bana í húsinu eða lét- ust af völdum brunasára á sjúkrahúsi. Hætta á nýrri ofbeldisöldu Eckart Werthebach, yfirmaður þýsku leyniþjónustunnar, sagði fyrir nokkrum dög- um í viðtali að hætta væri á að árásir af hálfu nýnasista gegn útlendingum myndu blossa upp að nýju hvað úr hverju þrátt fyrir tilraunir yfirvalda til að leysa upp sam- tök öfgamanna. Sagði Werthebach að þrátt fyrir að dreg- ið hefði verulega úr árásum kynþáttahatara á útlendinga, þær voru 73 í aprfl miðað 535 í septémber í fyrra, væri það ekki vísbend- ing um að nýnasistum hefði fækkað. Sagði hann að atvik álíkt því og gerðist í Mölln gæti „orðið kveikjan að nýrri ofbeldisöldu hvenær sem er". Leyniþjónustan er með á skrá 42.700 hægri öfgamenn og telur að 6.400 þeirra séu herskáir. Lögreglá í Berlín skýrði frá því í gær að fjórtán hefðu særst er eldur kom upp 5 gisti- heimili fyrir útlendinga í borginni. Ekki er enn ljóst hvort um íkveikju var að ræða. ENDURTEKID EFKI í HVÍTA HÚSIHU? 14 í SÁTT 16 VID UMHVERFIÐ DG NÁTTÚRUNA íeif ór lofti Sagt Irá Brighl Eye, árlegri / O leilar- og ¦*- O bförgunaraefingu Fagurkeri í Qármálaheimi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.