Morgunblaðið - 30.05.1993, Page 2
2 FRÉTTIR/INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1993
EFNI
Innbrot í
bíla og ráp
í miðbænum
FJÖLDI ungmenna var í mið-
borginni í fyrrinótt. Þegar mest
var taldist lögreglunni til að um
3.000 unglingar hefðu Iagt leið
sína niður í bæ og dvaldist þeim
framundir morgun.
Unga kynslóðin hafði ýmislegt
annað fyrir stafni en miðbæjarrölt
og voru tveir drengir á reiðhjólum
teknir með þýfi, sem þeim hafði
áskotnast í bílainnbrotum, í Vestur-
bænum í morgunsárið. Drengimir
voru 15 og 17 ára og hefur annar
þeirra komið alloft við sögu lögregl-
unnar.
Brotist var inn í bíl við Háskóla-
bíó um kl. 22 í fyrrakvöld og stolið
þaðan skjalatösku. Einnig var
tveimur handtöskum með seðla-
veskjum stolið úr bifreið við Lauga-
veginn aðfaranótt laugardagsins.
----------------
Dró staurinn
60 metra
ÁREKSTUR varð á mótum
Reykjanesbrautar og Dalvegar í
gærmorgun.
Bíl var ekið á staur með þeim
afleiðingum að hann rifnaði upp.
Dróst staurinn með bflnum milli 50
og 60 metra. Ökumaðurinn slapp
ómeiddur og er grunaður um ölvun.
---------♦ ♦ ♦
Bruggtæki
og gambri
RANNSÓKNARLÖGREGLAN í
Kópavogi og Hafnarfirði hand-
tók tvo unga pilta á föstudags-
kvöld, en bruggtæki fundust í
bifreið þeirra. ílát undan
gambra fundust í iðnaðarhús-
næði í Kópavogi og önnur
bruggtæki fundust í húsnæði í
Garðabæ.
Þegar lögreglan kom að iðn-
aðarhúsnæði við Dalveg í Kópa-
vogi á föstudagskvöld var verið
að aka bifreið þaðan í burtu. Lög-
reglan stöðvaði bifreiðina og í
henni fundust suðutæki og 20-30
lítrar af gambra. í iðnaðarhús-
næðinu voru 400 lítra ílát undan
gambra.
Tveir 16 og 20 ára piltar, sem
voru í bílnum, voru á leið í annað
húsnæði í Garðabae, þar sem átti
að sjóða löginn. í því húsnæði
fundust suðutæki.
Morgunblaðið kemur ekki út
þriðjudaginn 1. júní vegna hvíta-
sunnuhelgarinnar. Blaðið kemur
næst út miðvikudaginn 2. júní.
Morgunblaðið/Sverrir
Nær engar tafir við Ingólfstorg
EKKERT bendir ti.l. að verulegar tafir verði á framkvæmdum við Ingólfstorg þrátt fyrir húsarústir og mannvist-
arleifar, sem þar komu fram þegar jarðvegsvinnan hófst í vor. Verið er að mynda rústimar og mæla, en síðan
verða þær fjarlægðar, að sögn Sigurðar Skarphéðinssonar gatnamálastjóra. Þá hefur verið mokað yfir mann-
vistarlög sem fundust og verður ekki hreyft við þeim frekar. Þessa dagana er verið að vinna við Vallarstræti
og Hafnarstræti og sagði Sigurður að verktakinn hefði þurft að færa sig um set á meðan verið var að rann-
saka rústir og jarðlög.
Aukíð frelsi í verð-
lagningii frá 1. júní
VERÐLAGNING ýmissa þjónustuþátta verður gefin frjáls
1. júní næstkomandi, samkvæmt ákvörðun samkeppnisráðs.
Á það við um taxta þvottahúsa og efnalauga, álagningu á
útselda vinnu byggingameistara og rafiðnaðarmeistara, far-
gjöld með sérleyfis- og hópferðabifreiðum, flutningataxta
vöruflutningabifreiða og far- og farmgjöld í innanlands-
flugi. Blaðafulltrúi Flugleiða býst ekki við að þessi ákvörðun
leiði til hækkunar fargjalda um mánaðamótin.
Georg Ólafsson, forstjóri Sam-
keppnisstofnunar, sagði í samtali
við Morgunblaðið að verðlagsráð
hefði á undanfömum ámm fellt úr
gildi opinberar ákvarðanir um verð-
lagningu flestra þátta vöra og þjón-
ustu. Þessi ákvörðun samkeppnis-
ráðs væri framhald þeirrar þróunar.
Georg sagði að samkeppni hefði
aukist í þessum greinum. Nýju sam-
keppnislögin væra hins vegar meg-
inforsenda ákvörðunar um frjálsa
verðlagingu í umræddri starfsemi.
Þau gerðu ráð fyrir því að í stað
þess að yfirvöld tækju ábyrgð á
verðlagningunni með því að sam-
þykkja taxta sem viðkomandi at-
vinnugreinasamtök semdu væri
árangursríkara að beita ákvæðum
laganna til aðhalds verðlagningar-
innar, meðal annars með því að
gera verðkannanir og banna sam-
ráð fyrirtækja um verð.
Samkeppni við vegakerfið
Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi
Flugleiða, sagðist ekki búast við
hækkun fargjalda þegar verðlags-
ákvæðin féllu niður. Markaðurinn
bæri einfaldlega ekki hærri far-
gjöld. Því réði annars vegar efna-
hagslægðin og hins vegar aukin
samkeppni í innanlandsflugi og
batnandi vegakerfi. Hann sagði að
í kjölfar gildistöku EES-samnings-
ins væri gert ráð fyrir nýjum flug-
málareglum sem hefðu i för með
sér aukna samkeppni í innanlands-
flugi. Þá sagði hann að eftir því sem
vegirnir bötnuðu versnaði sam-
keppnisstaða flugsins og nefndi sem
dæmi að stutt væri í það að vegur-
inn milli Reykjavíkur og Akureyrar
yrði með bundnu slitlagi alla leið.
Taxtar leigubíla undir
verðlagsákvæðum
Að sögn Georgs er verðlagning
sements, álagning á ákveðnum bú-
vöram og taxtar leigubíla enn und-
ir opinberum verðlagsákvæðum,
vegna sérstakra aðstæðna í þessum
greinum.
Hörð aftan-
ákeyrsla
HÖRÐ aftanákeyrsla varð á
Reykjanesbraut við Vífils-
staðaveg í fyrrakvöld. Öku-
maður fólksbíls á leið til
Reykjavíkur nam nokkuð
snöggt staðar á gulu Ijósi og
lenti bifreið sem kom á eftir
aftan á bíl hans.
Ökumaður fremri bílsins
meiddist á höfði en meiðslin vora
ekki talin alvarleg. Fjarlægja
varð bifreið hans með kranabíl.
Kostnaður hins opinbera vegna vistunar unglinga víða í vanskilum
Ýmis sveitarfélög skulda
nú um 70 milljónir króna
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur sent
Kjalarneshreppi reikning vegna vistunar
vandræðaunglings upp á rúmlega milljón
krónur. Ýmis önnur sveitarfélög víða um
land hafa fengið samskonar reikninga
en samtals eru 70 miiyónir króna í van-
skilum vegna vistunar unglinga. Kópa-
vogskaupstaður skuldar mest, eða um
11 milljónir króna, en Hafnarfjörður og
Akureyri skulda einnig töluvert. Önnur
sveitarfélög skulda minna og eru reikn-
ingarnir allt niður í 10-15.000 krónur.
Að sögn Jóns Magnússonar, viðskiptafræðings
á gjaldaskrifstofu fjármálaráðuneytisins, breytt-
ist fyrirkomulag á greiðslum vegna vistunar
vandræðaungiinga um síðustu áramót er ríkið
tók þessar greiðslur alfarið á sig. Á móti tóku
sveitarfélögin við öðrum útgjöldum svo sem
skólaakstri. Er farið var að kanna stöðu mála í
ríkisbókhaldi komu vanskilin í ljós.
Reykjavík skuldlaus
Kostnaður sá sem hér um ræðir er daggjöld
vegna vistunar annað hvort á Unglingaheimili
ríkisins eða á Torfastöðum. Reykjavík hefur
borið mestan kostnað sveitarfélaga af vistuninni
enda langstærsta sveitarfélagið. Hinsvegar er
borgin skuldlaus þar sem þeim kostnaði sem
borgin bar var skuldajafnað á móti ýmsum öðram
greiðslum til hennar frá ríkinu jafnóðum.
Að sögn Jóns Magnússonar gilti það fyrir-
komulag fram að síðustu áramótum að sveitarfé-
lögum bar að greiða kostnað vegna vistunar
unglinga ef þeim var vísað á Unglingaheimilið
eða Torfastaði af barnaverndamefndum viðkom-
andi sveitarfélaga. „Eftir að ákveðið var að rík-
ið tæki þennan kostnað alfarið á sig fórum við
að gera þetta dæmi upp og þá komu vanskilin
í ljós og því höfum við verið að senda viðkom-
andi sveitarfélögum reikninga,“ segir Jón.
Fylgið á flakki
►Skoðanakannanir sýna að kjós-
endur eru lausari í rásinni og fylg-
isgrunnur flokkanna er ótrygg-
ur./lO
Endurtekið efni í Hvíta
húsinu?
►Bill Clinton Bandaríkjaforseti
hefur endurtekið mistökin frá rík-
isstjóraárum sínum í Arkansas og
hans bíða sömu örlög og Carter,
bregðist hann ekki hart við./14
í sátt við umhverfið og
náttúruna
►Heimsókn tii athafnahjónanna
Sveins R. Eyjólfssonar og Auðar
Eydal, sem hafa byggt upp glæsi-
lega ferðaþjónustu að Leirubakka
í Landsveit./ 16
Leit úr lofti
►Alþjóðleg björgunaræfíng var
haldin við Austur-Grænland hér á
dögunum, með þátttöku íslend-
inga. /18
Fölnandi kratarósir
► Sósíalistar og vinstri menn hafa
hvarvetna átt undir högg að sækja
í Vestur-Evrópu./ 20
Nútíð við fortíð
►Gamlir munir, en nýstárlegir að
því leyti að þeir hafa aldrei verið
til sýnis almenningi, verða meðal
130 muna á viðamikilli sýningu í
Þjóðminjasafni./22
B
► 1-36
Fagurkeri í fjármála-
heimi
►Hinn harði heimur viðskiptalífs-
ins virðist í fljótu bragði eiga fátt
sameiginlegt með hinum skapandi
heimi bókmennta og iista, en
Sverrir Kristinsson fasteignasali,
framkvæmdastjóri Hins íslenska
bókmenntafélags og ákafur lista-
verkasafnari, segir að sá sem vilji
stunda viðskipti af einhveiju viti
verði að kynna sér heim bók-
mennta og lista./l
í deiglunni
►Vinsælasta erlenda hljómsveit
landsins um þessar mundir er án
efa Spin Doctors./4
Mannasiðir þá og nú
►Gluggað í 73 ára gamalt kver
um mannasiði eftir Eufemiu frá
Arnarvöllum. /6
Hvers vegna Ma-
astricht?
►Maastricht er merkileg borg fyr-
ir margra hluta sakir, jafnt í for-
tíð sem í nútíð, jafnt í friði sem í
ófriði. /10
Vor í varplandi
►Svipast um í varplöndum og
könnuð hreiðurgerð hinna ýmsu
fuglategunda./ 12
Nepal
► Land guða, himinhárra tinda og
töfrandi mannlífs. /16
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/6/bak ídag 22b
Leiðari 26 Fólk í fréttum 24b
Helgispjall 26 Myndasögur 28b
Reykjavíkurbréf 26 Brids 28b
Minningar 28 Stjömuspá 28b
íþróttir 44 Skák 28b
Útvarp/sjónvarp 46 Bíó/dans 29b
Gárur 51 Bréf til blaðsins 32b
Mannlífsstr. 8b Velvakandi 32b
Dægurtónlist 14b Samsafnið 34b
Kvikmyndir 15b
INNLENDAR FRÉTTIR-
2—6—BAK
ERLENDAR FRÉTTIR:
1-4