Morgunblaðið - 30.05.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ATVINIMA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1993
ATVINNII
íþrótta- og
smfðakennari
Seyðisfjarðarskóla vantar einn kennara til
að kenna íþróttir og smíðar.
Við útvegum gott ódýrt húsnæði.
Á Seyðisfirði er talsvert íþrótta- og félagslíf.
Leikskóli og sundhöll er á staðnum
auk öflugrar heilsugæslu.
Umsóknarfrestur er til 13. júní 1993.
Nánari upplýsingar veita skólastjóri
og aðstoðarskólastjóri í.símum 97-21172,
97-21351 og 97-21565.
Skólastjóri.
Njarðvíkurkaupstaður
Fóstrur athugið
Okkur vantar fóstrur í eftirtalin störf á leik-
skólann Holt í Njarðvík:
Leikskólastjóri afleysingastarf
frá 1. september 1993.
Yfirfóstra afleysingastarf.
Deildafóstrur í 100% starf.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Fóstrufé-
lags íslands og launanefndar sveitarfélaga.
Umsóknarfrestur er til 15. júní 1993.
Upplýsingar veita.leikskólastjóri, Anna
Sveinsdóttir, í síma 92-16100 og félagsmála-
stjóri í síma 92-16200.
Félagsmálastjórinn íNjarðvík.
Tæknimenntaður
sölustjóri
ÍSAGA hf. auglýsir eftir sölustjóra á gasi og
suðuvörum til viðskipavina sinna á verkstæð-
um og smiðjum.
Sölustjórinn ber ábyrgð á sölu.
Eitt aðalverksvið hans er að skilgreina þarfir
viðskiptavinanna á faglegan hátt og móta
síðan aðgerðir sem leiða til aukinnar arðsemi
og bæta þannig afkomu þeirra.
Við leitum að röskum manni sem hefur
hæfileika til að byggja upp starfið og til að
vinna á sjálfstæðan og skipulegan hátt.
Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi góða
tæknilega menntun.
Skilyrði er að hann hafi þekkingu á málm-
iðnaði og hafi reynslu af sambærilegu sölu-
starfi.
Málakunnátta:
Eitthvert Norðurlandamálanna ásamt ensku.
Starfið er spennandi tækifæri fyrir þann sem
er tilbúinn að takast á við hlutina.
Góðir framtíðarmöguleikar fyrir rétta starfs-
manninn.
Farið verður með allar umsóknir og fyrir-
spurnir sem trúnaðarmál.
Nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon
hjá Ráðgarði frá kl. 9-12 í síma 679595.
Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til
Ráðgarðs hf., Nóatúni 17, 105 Reykjavík,
merktar: fIÍSAGA“, fyrir 10. júní nk.
AGA er eitt af stærstu gasfyrirtækjum í heiminum með dótturfyrirtæki í
31 landi. Starfsemin beinist að málmiðnaði, framleiðsluiðnaði, matvælaiðn-
aði og notkun lofttegunda á heilbrigðissviði.
ÍSAGA hf. var stofnað árið 1919 í samvinnu við AGA.
Starfsfólk ÍSAGA vinnur að settum markmiðum og hver og einn ber
ábyrgð á sínu verksviði.
ÁGÁ
Skurðstofuhjúkrunarfræðingar
Svæfingarhjúkrunarfræðingar
Áhugaverð verkefni
Við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri er laus
staða deildarstjóra á skurðdeild og stöður
svæfingarhjúkrunarfræðinga á svæfinga-
deild.
Skurð- og svæfingadeild hefur 4 velbúnar
skurðstofur þar sem sinnt er, auk almennra
handlækninga, eftirfarandi sérsviðum:
Kvensjúkdómaaðgerða, bæklunaraðgerða,
augnaðgerða, háls-, nef- og eyrnaaðgerða
ásamt bráðaþjónustu allan sólarhringinn,
allt árið.
Umsóknarfrestur er til 1. júlí 1993.
Nánari upplýsingar gefur Rannveig Guðna-
dóttir, starfsmannastjóri hjúkrunar.
Sími FSA er 96-30273.
FJÓRÐIINGSSJÚKRAHÚSIÐ
ílæ
Á AKUREYRI
Framkvæmdastjóri
Óskum aö ráða framkvæmdastjóra Rauða
kross íslands. Starfið er áhugavert og krefj-
andi stjórnunarstarf.
Rauði kross íslands er fjöldahreyfing með
18.000 félagsmenn í 50 deildum um allt land.
Á vegum Rauða kross íslands er m.a. starf-
rækt sjúkrahótel, Rauða kross húsið, neyðar-
athvarf fyrir börn og unglinga, og vin, dag-
vistun fyrir geðfatlað fólk.
, Starfssvið framkvæmdastjóra:
★ Framkvæmdastjóri hefur með höndum
daglega framkvæmdastjórn félagsins og
fylgir eftir samþykktum og ákvörðunum
stjórnar.
★ í starfinu felst yfirstjórn fjármála félagsins
og umsjón með gerð fjárhagsáætlana.
★ Yfirumsjón og skipulagning starfsmanna-
halds.
★ Framkvæmdastjóri gætir hagsmuna fé-
lagsins út á við og annast samskipti við
stoínanir, fyrirtæki og samtök, hérlendis
og erlendis.
Vlð leitum að hæfum einstaklingi í þetta
mikilvæga starf, sem hefur þekkingu og
reynslu af stjórnunarstörfum. Reynsla og
þekking á málefnum félagasamtaka er æski-
leg, en þó ekki skilyrði. Viðkomandi þarf að
hafa frumkvæði, forystuhæfileika og lifandi
áhuga á stjórnun og starfsemi sjálfboða-
hreyfingar. Háskólamenntun er nauðsynleg.
Nánari upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir.
Farið verður með allar fyrirspurnir og
umsóknir sem trúnaðarmál.
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., merktar:
„Rauði kross íslands", fyrir 12. júní nk.
Hagva ngurhf
Skeifunni 19 Reykjavík | Sími 813666 ' ' ' Róðningarþjónusta Rekstrarróðgjöf Skoðanakannanir
IÐSTOÐ
FÓLKS í ATVINNULEIT
Opib mánudaga til föstudaga frá kl. 14.00 til 17.00
ADAGSKRA
vikuna 1. júní til 4. júní
Þriðjudaginn 1. júní kl. 15.00:
Sigríður Þórisdóttir,
framkvæmdastjóri,
ræðirum MANNLEGA
GÆÐASTJÓRNUN TIL FRAMFARA.
Fimmtudaginn 3. júní kl. 15.00:
Guðmundur Tómasson,
tölvuráðgjafi, ræðir um
YFIRSTANDANDI TÖLVUVÆÐINGU Á
RÁÐNINGARSTOFU REYKJAVÍKUR.
MIÐSTÖÐ
FÓLKS í ATVINNULEIT.LÆKJARGÖTU 14A
SÍMI 628180/FAX 628299
Hugbúnaðar-
tæknimaður
Öflugt þjónustu- og innflutningsfyrirtæki á
sviði tölvubúnaðar óskar eftir að ráða hug-
búnaðartæknimann. Þekking á Novell net-
stýrikerfinu, stöðluðum notendahugbúnaði,
Unix stýrikerfum og öðrum algengum stöðl-
uðum netstýrikerfum æskileg.
Viðkomandi verður að hafa menntun sem
tölvuður, kerfisfræðingur, tölvunarfræðingur
eða sambærilega menntun.
Starfið felst m.a. í uppsetningu á netbúnaði,
umsjón með vinnsluumhverfi og ráðgjöf við
notendur.
Farið verður með allar umsóknir sem
trúnaðarmál.
Vinsamlega sendið inn skriflegar umsóknir
til Tæknivals hf. fyrir þriðjudaginn 8. júní.
m Tæknival
SKEIFAN 17 Póitbilf8294
128 REYKJAVÍK
SlMI: 91 - 68I66S FAX: 91-680664
r Sundlaug í
Árbæjarhverfi
Forstöðumaður
Start forstöðumanns við nýja sundlaug í
Árbæjarhverfi er laust til umsóknar.
Forstöðumaður annast daglegan rekstur
laugarinnar svo sem starfsmannahald,
fjármál, innkaup o.fl. Starfið hefst 1.
september n.k. en gert er ráð fyrir að laugin
opni vorið 1994. Fram að þeim tíma mun
forstöðumaður fylgjast með öllum
lokafrágangi við framkvæmdir, ráðningu
starfsmanna og undirbúning opnunar.
Æskilegt er að umsækjendur hafi menntun á
sviði stjórnunar eða tæknikunnáttu og hafi
reynslu af stjórnunarstörfum. Laun eru
samkvæmt kjarasamningi borgarstarfsmanna.
Nánari upplýsingar um starfið veita Erlingur Þ.
Jóhannsson iþróttafulltrúi og Ómar Einarsson
framkvæmdastjóri i sima 622215.
Umsóknarfrestur er til 11. júní n.k.
Umsóknum skal skilað til framkvæmdastjóra
íþrótta- og tómstundaráðs, Fríkirkjuvegi 11 á
eyðublöðum sem þar fást.
Umsóknareyðublöð fást einnig hjá
Ráðningarstotu Reykjavikur, Borgartúni 3.