Morgunblaðið - 30.05.1993, Qupperneq 51
gn *,
H3\qHAVTU
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MAI 1993
51«*-
eftir Eltnu Pálmadóttur
URHLYJU
FÖÐURHUSA
Tuttugu ár að vaxa, tuttugu
ár í blóma, tuttugu árin
standa í stað og 20 ár hallar
undan fæti. Eitthvað á þessa leið
lýsir írskt máltæki mannsævinni.
Líklega nokkuð rétt um meðal-
ævina, sem hjá íslendingum lýk-
ur þarna í brekkunni undir átt-
rætt. Þeir sem fara, fram yfir
meðallífsskammtinn fá bónus,
sem nýtist misvel við brekkuræt-
ur. Þar geta margir þó unað vel
í enn ein tuttugu ár ef þeir fá
frið fyrir sjúkdómum og sætta
sig.við að lifa með Elli kerlingu.
Ætli þroskinn gangi ekki
hægar hjá
þjóðum en
einstakling-
um? Eða er
sú ályktun
bara dregin
af því sem
blasir við hið
næsta? Hvar
ætli íslenska
lýðveldið sé
annars statt á
þessu ferli?
Líklega dálít-
ið seinþroska
á fimmtugs-
aldrinum,
jafnvel meðal þjóða. Nokkuð erf-
itt að staðsetja það. Að minnsta
kosti er það einhvers staðar í
brattanum á fyrsta uppvaxtar-
skeiðinu. En hve langt ætli það
sé komið áleiðis að brekkubrún
blómatímans? Ekki mjög langt.
Uppvöxturinn kemur víst oft í
rykkjum, talað um að börn og
unglingar taki vaxtarkipp. All-
lengi hefur verið beðið eftir að
unglingurinn okkar taki kippinn
til vits og ára. Er þá nokkuð
eðlilegra en að á meðan geri
hann allar vitleysumar, vaði
áfram án fyrirhyggju, ryðjist um
og láti fýrir sér fara, viti allt og
prófi allt? Af því lærir maðurinn,
því ekki líka þjóðir? On n’est pas
serieux quant on a dix-sept-
ans“, sagði franska ljóðskáldið
Arthur Rimbaud, og orðin lifa
sem spaklegur kjami máls. Mað-
ur er ekki alvörumaður sautján
ára.
Þar má kannski hafa einhveija
viðmiðun. En em ekki farin að
sjást merki um að unglingurinn
okkar, hann ísland, sé obbolítið
farinn að taka við sér? Farinn
að mannast? Er nýbúinn að skilja
að dómsvald og framkvæmda-
vald og í fyrsta skipti loks búínn
að setja stjórnsýslulög um al-
mennar umgengnisreglur stjórn-
valda og sveitarfélaga við þjóð-
ina. Þar er til dæmis í lög leitt
að stjórnvald skuli sjá til þess
að mál sé næglega upplýst áður
en ákvörðun er tekin í því. í
venjulegu uppeldi heitir þetta
víst bara að nauðsynlegt sé í líf-
inu að vita hvað maður er að
gera. Uppörvandi að það skuli
vera orðin lagaskylda við stjóm-
un þjóðarinnar. Bendir til þess
að unglingurinn ísland sé
kannski að komast til þroska og
standa undir því að ráða sér og
stjórna sjálfur. Margt fleira er
nú í gangi sem bendir til þess
að þessi unglingur sem við emm
að tala um sé loks að komast
af 17. árinu.
Ekki seinna vænna, enda rétt
búið að sparka honum úr hreiðr-
inu, verndaða umhverfínu, og
nauðugur viljugur sér hann fram
á að þurfa að standa á eigin
fótum. Ofdekur á æskuheimilinu
hefur kannski seinkað þroska á
leiðinni til sjálfstæðis, eins og
títt er í okkar samfélagi. Má sjá
þess merki víða í umhverfinu,
þar sem unga fólkið fær sjokkið
sitt þegar það stofnar heimili og
fínnur allt í einu fyrir því að það
kostar eitthvað að lifa. Margt
hjónabandið fer þá fljótt í vask-
inn. Ekki er lengur hægt að veita
sér það sjálftekna, sem lítt þurfti
að huga að fyrr. Þetta er sárs-
aukafull sjokkmeðferð, sem
flestir dugandi krakkar lifa samt
af. Og þjóðamnglingurinn er nú
að upplifa.
Hann er víst kominn úr vernd-
uðu umhverfí foreldranna. Nokk-
uð langt síðan danski pabbi
sleppti af honum hendinni. Þótt
enn sé hann í vinfengi að af-
henda síðustu gjafirnar, þá er
ekkert hægt á hann að treysta
um stuðning í vandræðum. Og
nú er ameríska mamma líka að
hætta að halda vemdarhendi
yfir honum og skaffa honum ríf-
lega vasapeninga. Hann er sem-
sagt farinn að standa á eigin
fótum og er að æfa fótaburðinn
til að halda jafnvæginu.
Hann kann bara ekki allt og
getur allt, eins og honum hafði
verið talin trú um í uppvextinum,
í skólanum og umhverfinu. Og
það sem verra er, ekki í stakk
búinn til að grípa upp glás af
peningum. Þeir liggja raunar
ekki lengur á lausu, enda búið
að spreða þeim út og suður og
í óborguð lán. í tilbót er erfítt
árferði fyrir þjóðaranglinginn
jafnt sem einstaklingana í land-
inu.
Þetta er mesta basl, eins og
jafnan á þessu stigi. En viti
menn, er ekki þessi efnilegi ung-
lingur loks farinn að-gera alls
konar ráðstafanir til að kippa
langvinnu klúðri í liðinn. Enda
skín aldrei betur í gallana en
þegar að þrengir. Svo margir og
svo gamalgrónir eru pyttirnir
sem blasa við í lífsstílnum og
umhverfínu þegar þessi vemdaði
unglingur kemur út á vöilinn.
Bankarnir nýbúnir að uppgötva
að ekki dugar að lána öllum
burtséð frá endurgreiðslu. Jafn-
vel sumir sjóðir famir að ætlast
til þess að horfur séu á greiðslu-
getu. Ekki þó alfarið, rætt um
sérsjóð til að skera af skuldum
þeirra sem ekki borga. í umræð-
unni meira að segja drepið á að
kannski ættu styrkþegar að gera
grein fyrir í hvað styrkurinn
þeirra fór. Blasa við vilpur í
stjórnarháttum, sem sullaðist úr
framhjá i vinargreiða. Gott ef
ekki eru komnar hugmyndir um
að gera menn ábyrga fyrir opin-
berum útgjöldum. Fjármálaráð-
herra hefur þegar gert gott
skurk í þá veru.
Þetta er auðvitað ekki sann
gjarnt í garð verndaða unglings-
ins okkar. En vísast spjarar hann
sig eftir sjokkmeðferðina. Ef
hann guggnar ekki.
• •
BUJORÐ OSKAST
Jörð, með eða án framleiðsluréttar, á fallegum stað, í full-
um rekstri, með góðum húsum (hús þó ekki nauðsynleg).
Veiðihlunnindi nauðsynleg.
Æskileg staðsetning Austurland, Vestfirðir, Strandir.
Aðrir staðir koma til greina.
Upplýsingar veitir Karl J. Steingrímsson í símum 91-20160
og 91-39373.
HEFUR ÞIG DREYMT UM AÐ
EIGNAST Miele UPPÞVOTTAVÉL?
JÚNÍ-TILBOÐ
TILBOÐ
22%
AFSLÁTTUR
-h
6 manna kaffistell frá
Villeroy & Boch
aö verðmæti 10.000 kr.
fylgir hverri vél.
TILBOÐSVERÐ: 89.522,- KR.
VERÐLISTAVERÐ: 115.263,
Tilboðið gildir meðan birgðir (
W W Jóhann Olaf:
SIINi)ABOK<; U • I04KKYKJ
Opnunartími mánudaga til
Lokað á laugardögum.
*Verð miðast við gengi þý
Þessi vinsæli regn-
fatnaður er kominn
W-502:
Vatnsheldur regngalli úr mjög
sterku og góðu PVC
polyester.
Litir: Ólívugraent og gult.
Staerðir: S-M-L-XL-XXL
Verð kr. 1.990
iQtKARNABÆR
Borgarkringlunni, sími 682912.
BIGA
ELDHUS- ELDHUS
AFMÆLISVEISLA
Af því tilefni að Biga eldhúsinn-
réttingar hafa verið seldar á ís-
landi í 5 ár bjóða Biga verk-
smiðjurnar nokkrar innréttingar
á sérstöku afmælisverði.
Notaðu þetta einstaka
tækifæri til að eignast nýtt
Biga eldhús á hagstæðu verði.
Tiiboðið gildir aðeins i
nokkra daga.
FYRSTI
kaupandi fær
40% AFSLÁTT
ANNAR
kaupandi fær
35% AFSLÁTT
ÞRIÐJI
kaupandi fær
30% AFSLÁTT
4.-6.
kaupandi fær
25% AFSLÁTT
7.-10.
kaupandi fær
20% AFSLÁTT
Nýja Trim og Lux fataskápalínan okkar með rennihurðum í
öllum regnbogans litum á sérstöku kynningarverði afmælisdag-
NÝBÝLAVEGI 12, SÍMI44011