Morgunblaðið - 15.06.1993, Page 4

Morgunblaðið - 15.06.1993, Page 4
4 MORGUNBIAÐIÐ ÞRIÐJÚDAfíÚR Í 5. JÚ.NIÍ 1993 V Ekki gert ráð fyrir að 6 mán- aða áætlanir Flugleiða standist GERT er ráð fyrir lakari afkomu Flugleiða á fyrstu 6 mánuð- um þessa árs en áætlanir félagsins kveða á um. En samkvæmt rekstraráætlunum þessa árs er gert ráð fyrir að reksturinn verði í jámum þrátt fyrir 739 milljóna tap af rekstrinum fyrstu 3 mánuði þessa árs. Afkoman veltur þó mikið á gengisþróun næstu mánuði. Flutningar fyrir vamariiðið Breytingin bitnar ekki á viðskiptavinum Samskipa TALSMENN Samskipa hf. segja ljóst að þjónusta við þá við- skiptavini sem flutt hafa vörur sínar með félaginu til Ameríku muni ekki verða lakari þrátt fyrir að félagið komi ekki til með að annast flutninga fyrir varnarliðið frá næstu mánaða- mótum. Að sögn Árna Geirs Pálssonar hjá Samskipum eru mál nú í athugun varðandi Am- eríkuflutningana, og verður nánari tilhögun þeirra kynnt síðar. Samskip hf. hefur annast ís- lenska hluta flutninganna fyrir vamarliðið undanfarið ár, en eins og greint var frá í Morgunblaðinu á sunnudaginn var Eimskip með lægsta tilboð í flutningana næstu 12 mánuði frá 1. júlí n.k. að telja. Hljóðaði það upp á 230 milljónir króna, en áætlað flutningsmagn er um 2.500 gámaeiningar. Tapið fyrstu 3 mánuðina var meira en rekstraráætlanir félagsins gerðu ráð fyrir. Að sögn Halldórs Vilhjálmssonar framkvæmdastjóra fjármálasviðs Flugleiða hefur meðal- fargjaldið lækkað verulega en far- þegafjöldinn er svipaður og gert hafði verið ráð fyrir. Því eru tekjum- ar lægri en áætlanir sögðu til um. „Við vonumst til að sumarið mæti okkar áætlunum en erum ekki vissir um það. Ljóst er að þó að við flytjum fleiri farþega þá er það á miklu lægri gjöldum og það kemur niður á tekj- unum. Við trúum því þó enn að rekst- ur ársins verði í jámum,“ sagði Hall- dór. Spamaðaráform endurskoðuð Flugleiðir stefna að 500 milljóna króna spamaði á þessu ári og að sögn Halldórs er sá spamaður að hluta til kominn fram en hann á eftir að koma betur fram þegar umsvif félagsins aukast. Aðspurður um hvort enn frekari spamaðarað- gerðir væru fyrirhugaðar sagði Hall- dór að alltaf væri hugað að spamaði og eflaust þyrfti að endurskoða spamaðaráformin aftur. VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 15. JUNI YFIRUT: Yfir hafinu umhverfis íslands er 1.020 mb hæð en hitalægð myndast yfir landinu að deginum. Um 300 km NA af Jan Mayen er 1.000 mb lægð sem þokast suðsuðaustur en 987 mb lægð um 1.000 km suður af Hvarfi þokast norðaustur. SPÁ: Hægviðri um allt land fram eftir morgni. víða skýjað og 5-8 stiga hiti. Smám saman léttir til og síödegis veröur orðið bjart veður um mest- an hluta landsins, þó verður sums staðar skýjað við sjóinn. Hiti gæti orð- ið ein 17 stig sums staðar í innsveitum en við norður- og austurströndina verður svalara. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Hæg austlæg átt, skýjað og fremur svalt um austanvert landið, en víða léttskýjað vestanlands og sæmilega hlýtt. HORFUR Á FIMMTUDAG: Austan- og norðaustan gola eða kaldi. Léttskýj- að á SV- og V-landi, en skýjað og dálítil súld N- og A-lands. Hiti 3-7 stig um norðan- oa austanvert landíð, en 7-14 stig suðvestan- og vestanlands. HORFUR Á FOSTUDAG: Norðan kaldi, skýjað og súld um norðanvert land- ið en léttskýjað um sunnanvert landið. Hiti 3-6 stig nyrðra en allt aö 16 stiga hiti sunnanlands. Nýir veðurfregnatimar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22. 30.Svarsími Veðurstofu fslands — Veðurfregn- ir: 990600. Heiðskírt Léttskýjað / r r r r r r r Rigning * / * * r r * r Slydda & Hálfskýjað * * * * * * * * Snjókoma ■A Skýjað Alskýjað V Ý V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstelnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig v súld = Þoka riig.. FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 í gær) Það eryfirleitt góð færð á þjóðvegum iandsins. Á Vestfjörðum eru Þorska- fjaröar-, Tröllatungu- og Steinadalsheiðar ófærar, fært er um Steingrims- fjarðarheiði og Dynjandisheiöi. Öxarfjaröarheiði á Norðausturlandi er ófær en fært orðið um Hólssand. Hálendisvegir eru lokaðir vegna snjóa og aurbieytu. Viðgerðir á klæðningum eru víða hatnar og eru vegfarendur beðnir eindregiö að virða hraðatakmarkanir vegna grjótkasts. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti f síma 91-631500 og í grænni línu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að í$l. tíma hlti veður Akureyri ð léttskýjað Reykjavík 10 skýjaö Bergen 10 léttskýjaö Helsinki 12 skýjað Kaupmannahöfn 17 skúr Narssarssuaq 16 skýjað Nuuk 2 þoka Ósló 11 skýjað Stokkhólmur 16 hátfskýjað Þórshöfn 8 alskýjað Algarve 29 iéttekýjað Amsterdam 13 súld Barcelona 22 léttskýjað Berlín 16 slcýjað Chicago - 19 alskýjað Feneyjar 23 hálfskýjað Frankfurt 14 rigning Glasgow 11 alskýjað Hamborg 16 skýjað London 16 rigning LosAngeles 18 þokumóða Lúxemborg 14 skýjað Madríd 25 léttskýjað Malaga 25 Iett8kýjað Mailorca 25 iéttskýjað Montreal 20 léttskýjað NewYork 20 léttskýjað Oriando 26 alskýjað París 14 rigning Madeira 20 léttskýjað Róm 22 þrumuveður Vín 18 skýjað Washington 19 heiðskfrt Winnipeg ð skúr Heimild: Veöurstofa islands (Byggt i veöurspá kl. 16.15 I gær) /DAG kl. 12.00 Morgunblaðið/Bjami Við garðvinnu í gróandanum HRESSIR krakkar í bæjarvinnunni urðu á vegi blaðamanns og ljós- myndara Morgunblaðsins við Norðurfellið í Breiðholti á föstudag. Krakkarnif, sem flestir eru 15-16 ára gamli, voru að leggja stíga og bera á tijáplöntur sem gróðúrsettar voru á svæðinu í síðustu viku. Þeir tóku lífínu af jafnaðargeði þótt kominn væri föstudagur og frí- helgi framundan, enda blíðskaparveður. Tryggingastofnun og spastísk börn Sjúkraþjálfun barn- anna hefst að nýju ÞAU börn sem fengu synjanir frá Tryggingastofnun um framhaldsmeð- ferð hjá Æfingarstöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra munu nú fá áframhaldandi þjálfun að sögn Júlíusar Valssonar læknis hjá Trygg- ingastofnun. Fólki hefur verið bent á að fara til meðferðarlæknis og fá sérstaka greinargerð hjá honum þar sem tilgreindar eru ástæður fyrir þjálfun. Hrafnhildur Inga Halldórsdóttir móðir 14 ára gamallar spastískrar stúlku, Ólafar Ingu Halldórsdóttur, sem fyrirvaralaust var sagt að um sinn fengi hún ekki frekari þjálfun hjá Æfingarstöðinni er mjög óánægð með framkvæmd þessara aðgerða hjá Tryggingar- stofnun. Ekkert „þak“ Morgunblaðinu barst í gær frétta- tilkynning frá Tryggingastofnun þar sem m.a. segir að engar skorður hefðu verið settar af hálfu stofnun- arinnar varðandi mikið fatlaða ein- staklinga og ekkert „þak“ hefði ver- ið sett á fjölda meðferðarskipta. Að sögn Júlíusar Valssonar læknis hef- ur stofnunin í vissum tilfellum farið fram á greinargerð frá lækni til að fylgjast með framvindu þjálfunar- innar en ekki væri rétt að lokað hefði verið fyrir þjálfuna. Á meðan beðið væri eftir greinargerðinni fengju einstaklingarnir 5-10 skipti í þjálfun. „Það eina sem við þurfum á þessu sviði sem og öðrum er að fylgjast með.“ Jafnframt er tekið fram í fréttatil- kynningunni að kostnaður Trygg- ingastofnunar ríkisins vegna sjúkra- þjálfunar hefði aukist gífurlega síð- ustu árin. Heildarkostnaður fyrir árið 1990 hefði verið liðlega 150 milljónir, fyrir árið 1991 tæpar 202 milljónir og fyrir árið 1992 tæpar 237 milljónir. Mikil röskun Hrafnhildur segist vera mjög ánægð með það að Ólöf Inga fái nú aftur að hefja þjálfun. Hins vegar sé það mjög athugavert að Trygg- ingastofnun hafí einhliða tekið ákvarðanir, sem valdi mikilli röskun bæði hjá einstaklingnum og fjöl- skyldu hans, og fyrirvaralaust lokað fyrir þjálfun. Það þurfí að gefa fólki tækifæri til að leita sér læknisað- stoðar og fá vottorð tímanlega til að þjálfun rofni ekki. „Þjálfun Olafar Ingu var stöðvuð og þetta er önnur vikan sem hún hefur enga þjálfun fengið. Allt, fer úr skorðum þegar þjálfunin er stöðvuð sv'ona fyrirvara- laust. Við þurfum t.d. að panta ferðaþjónustu tímanlega svo að hún komist á réttum tíma i æfíngar og á þessari stundu vitum við ekki hve- nær þjálfunin mun aftur heljast,“ sagði Hrafnhildur Inga Halldórs- dóttir í gær en Ólöf Inga var í sjúkra- þjálfun hjá Æfíngarstöðinni 3-4 sinnum í viku. Svifaseinni Tryggingastofnun Frá aprílmánuði síðastliðnum hef- ur Æfingarstöðin sífellt fengið færri æfingarskipti samþykkt í hvert sinn sem sótt er um framhaldsþjálfun til Tryggingastofnunar, að sögn Freyju Skúladóttur sjúkraþjálfara hjá Æf- ingarstöðinni. Jafnframt segir hún afgreiðsluna einnig hafa verið nokk- uð seinvirka og því hafí hratt geng- ið á æfíngarskipti þein-a sem mikla þjálfun þurfa. „Þegar Ólöf Inga fékk tilkynningu um að hún fengi 5 skipti til viðbótar áður en nauðsynlegt væri að fá greinargerð frá meðferð- arlækni hafði þá þegar verið farið fram yfír þá tíma sem þá höfðu ver- ið samþykktir af Tryggingastofnun. Því var þjálfun hennar stöðvuð án frekari fyrirvara." Enn hafa ekki borist tilmæli til Æfíngarstöðvarinn- ar um hvort áframhaldandi þjálfun barnanna geti hafist. Endurskoðun félagskerfis landbúnaðarins Stéttarsambandið vill ræða um sameiningu STJÓRN Stéttarsambands bænda hefur óskað eftir viðræðum við stjórn Búnaðarfélags íslands um möguleika á samruna þessara samtaka. Á fundi stjórnar SB síðastliðinn föstudag var rætt um nauðsyn þess að fram færi endurskoðun á félagskerfi landbúnaðarins í heild, og í fram- haldi af því var samþykkt áiyktun þar sem lýst er áhuga á viðræðum við stjórn BI um möguleika á samruna. í ályktun stjómar Stéttarsam- bandsins segir áð óskað sé eftir við- ræðum um samruna bændasamtak- anna með það fyrir augum að efla samstöðu bændastéttarinnar og fé- lagslegan styrk, bæta þjónustu og draga úr kostnaði. Miklar umræður hafa farið fram meðal bænda á undanförnum vikum og mánuðum um nauðsyn þess að endurskoða félagskerfi landbúnaðar- ins með það fyrir augum að gera það einfaldara, skilvirkara og ódýrara.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.