Morgunblaðið - 15.06.1993, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JLINÍ 1993
15
Sally Mann
Sally Mann: „Virginia, Emmett og Jessie“. 1989.
Myndlist
Eiríkur Þorláksson
Unnendur ljósmyndunar geta
verið ágnægðir með lífið þessa dag-
ana, þar sem verk ýmissa þekktra
og áhugaverðra erlendra ljósmynd-
ara hafa prýtt sýningarsali undan-
farið, bæði í Reykjavík og Hafnar-
firði. Sú sýning sem væntanlega
hefur vakið hvað mesta athygli
þeirra sem fylgjast með ljósmyndun
erlendis er lítil sýning á nokkrum
myndum bandaríska ljósmyndarans
Sally Mann, sem staðið hefur yfír
á Mokka við Skólavörðustíginn frá
því snemma í maí.
Sally Mann hefur á fáum árum
öðlast mikla frægð í ljósmynda-
heiminum, og verk fárra ljósmynd-
ara (að Robert Mappethorpe sáluga
frágengnum) hafa vakið jafn mikl-
ar deilur vegna myndefnisins, sam-
hliða almennri aðdáun vegna hinn-
ar tæknilegu og myndrænu full-
komnunar, sem listakonan hefur
náð í verkum sínum.
Þrátt fyrir að Mann hefði mikinn
áhuga á ljósmyndun frá unga aldri,
stundaði hún ekki nám á þessu
sviði, og telst sjálfmenntuð sem
ljósmyndari. Þetta er undravert í
ljósi þess valds sem hún hefur öðl-
ast á miðlinum, og vandvirkni henn-
ar er viðbrugðið; hæfni hennar
verður enn ljósari þegar haft er í
huga að hún vinnur að mestu með
gömlum og þunglamalegum tækj-
um, þar sem hraði rafeindatækn-
innar er víðs fjarri. Mann tekur
myndir sínar að mestu á sumrin,
en vinnur síðan úr þeim í myrkra-
herberginu á vetrum, og þar verða
hin umdeildu verk hennar endan-
lega til.
I myndunum á sýningunni kemur
vel fram hvemig henni hefur tekist
að vinna með grátóna birtunnar,
svo og myndskipun; sjónarhom eru
t.d. alltaf hnitmiðuð, þannig að
myndefnið fær á sig þann framandi
og jafnvel kuldalega blæ, sem hefur
orðið svo mörgum tilefni til að
gagnrýna listakonuna. Því það er
fyrst og fremst efni myndanna, sem
hefur stuðað fólk.
Mann hefur í nær áratug ein-
beitt sér að því að ljósmynda ung
böm sín, og sýnir þau hispurslaus
í viðkvæmum uppvextinum; oft eru
þau nakin í náttúrunni, eða þá inn-
an um annað (fullklætt) fólk, alvar-
leg, jafnvel þungbúin á svip. Hér
er tekist á við tvíræðni augnabliks-
ins; hvenær verða endalok æsku
og sakleysis, og hvar tekur áhyggja
og alvara kynferðislegrar meðvit-
undar við? - í félagslegu samhengi
nútímans er eðlilegt að slíkar mynd-
ir kalli fram áköf viðbrögð, ýmsar
spurningar, jafnvel hneykslan.
Á síðasta ári kom út viðamesta
bók listakonunnar til þessa, undir
nafninu „Nánasta fjölskylda", og
hafði hún að geyma flestar þær
myndir af börnum hennar, sem
vakið hafa hvað mesta athygli.
Bókinni var fylgt úr hlaði með mik-
illi farandsýningu, sem hefur komið
nokkru róti á ljósmyndaheiminn og
hefur mátt lesa um í listtímaritum.
Sýningin á Mokka er örlítið brot
úr þeirri sýningu, hingað komin
fýrir tilstilli Hannesar Sigurðssonar
listfræðings, í samráði við listakon-
una sjálfa og Houk Friedman-gall-
eríið í New York.
Hannes Sigurðsson fylgir sýn-
ingunni úr hlaði með afar fróðlegri
ritgerð um listakonuna, þar sem
hann dregur saman helstu atriði í
ferli hennar, fjallar um verk hennar
og þá gagnrýni sem hún hefur
mátt þola. Þessi ritsmíð er afar
fróðleg og gagnleg lesning þeim
sem vilja kynnast þeim heimspeki-
og siðfræðilegu viðhorfum, sem
hefur borið hæst í umræðunni.
Hannes
hafnar þó
að lokum
þeirri
gagnrýni
sem fram
hefur kom-
ið á verk
listakon-
unnar og
telur þar á
ferð for-
dóma og
hræsni
þjóðfélags,
sem verður
bert að tví-
skinnungs-
hætti, m.a.
með tilvís-
un til nekt-
ar í málverki og öðrum listmiðlum.
Slíkt er ef til vill of mikil einföld-
un. Staðreyndin er sú, að ljósmynd-
in getur verið mun hvassari miðill
en málverkið, ef því er að skipta,
og því eðlilegt að viðbrögðin verði
mikil. I ljósi þeirrar umræðu sem
orðið hefur á síðasta áratug um
bamaklám, kynferðislega misnotk-
un barna og barnaverndarmál yfir-
leitt (en þéssi umræða ætti að
standi Sally Mann jafn nærri og
öðrum foreldrum) er ekki að undra
að ýmsir furði sig á hvað komi
móður til að stilla bömum sínum
upp nöktum á þennan hátt til
myndatöku, og verðlauna þau jafn-
vel fyrir með smáaurum; slíkt geti
tæplega talist í samræmi við hug-
myndir vestrænna þjóða um siðsemi
og barnavernd. Listakonan sjálf tók
í reynd ómeðvitað undir þessi við-
horf þegar hún bað þess að bókin,
sem olli mesta uppnáminu, yrði
ekki seld í heimabæ hennar; Hann-
es hefur ef til vill einnig haft þau
í huga þegar valin voru verkin á
sýninguna á Mokka, því þar eru
engar af þeim myndum, sem hafa
valdið mestu uppnámi.
Hin hlið umræðunnar byggir á
að hér eru einfaldlega á ferðinni
mikilfengleg listaverk, sem fjalla á
hispurslausan hátt um eitt við-
kvæmasta tímaskeið mannsævinn-
ar, rétt áður en vitundin um kyn-
veruna vaknar. Edvard Munch náði
að túlka þetta augnablik þroskafer-
ilsins á eftirminnilegan hátt í
nokkrum málverkum og grafík-
verkum fyrir tæpri öld, en síðan
hafa fáir náð að fjalla um þetta
æviskeið á jafn tvíræðan, táknræn-
an og um leið innilegan hátt og
Sally Mann. { listrænum skilningi
er framlag hennar þannig óvé-
fengjanlegt.
Hver sem siðferðileg afstaða
manna er til verka Sally Mann (og
hver hugsandi einstaklingur hlýtur
að móta sér slíka afstöðu) verður.
því ekki mótmælt, að verk hennar
eru öflug listaverk, sem hreyfa við
kviku sálarlífsins. Slíkt afrekar
myndlistin því miður of sjaldan í
tilfinningadoða samtímans, og því
skal þakkað fyrir hvert það sinn
sem það gerist; því eiga Mokka og
Hannes Sigurðsson þakkir skildar
fyrir það framtak að kynna þessa
listakonu hér á landi.
Sýningunni á ljósmyndum Sally
Mann í Mokka við Skólavörðustíg-
inn lýkur sunnudaginn 20. júni, og
eru listunnendur sem eiga það eft-
ir hvattir til að líta við.
VW Golf CL
Hann er þyngdar sinnar virbi i gulli
- en kostar aðeins 1 • 120.000 kr!
Um þessar mundir býSst VW Golf ó óvenju hagstæðu verði
-aðeins 1.120 þúsund kr. fyrir þennan þýska kostagrip sem
farið hefur sigurför um heiminn og safnað að sér
viðurkenningum. Hannn var meðal annars valinn „Bíll órsins í
Evrópu 1992."
BÍLL ÁRSINS í EVRÓPU 1992
Eigendur VW Golf (oekkja af eigin raun óstæðurnar fyrir
þessari velgengni; Aksturshæfnina, þægindin, öryggið og
óreiðanleikann. Þér stendur einnig til boða að kynnast þessum
kostum í reynsluakstri.
- Veríb velkomin - bíllínn bíbur.
Volkswagen
GOLF
m
HEKLA
Laugavegi 170 -174 • Sími 69 55 00
VERND
UMHVERFIS-
VIOURKINNING
IÐNIÁNASIÓOS