Morgunblaðið - 15.06.1993, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1993
17
Á að fjármagna borgar-
sjóð með sölu fyrirtækja?
eftir Alfreð
Þorsteinsson
Sú fyrirætlan borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins að breyta SVR
í hlutafélag er augljóslega fyrsta
skrefið til að einkavæða fyrirtækið.
Ekki kæmi mér á óvart, þótt fréttir
bærust af því, að Rafmagnsveita
Reykjavíkur og Hitaveita Reykjavík-
ur væru einnig á iista sjálfstæð-
ismanna yfír borgarfyrirtæki, sem
breyta ætti í hlutafélög. Það hefur
raunar verið gefið í skyn af núver-
andi borgarstjóra.
Það er athyglisvert, að sjálfstæð-
ismenn reyna að beita þeim blekk-
ingum, að einungis sé verið að breyta
rekstrarformi, ekki standi til að selja
hlutabréf í borgarfyrirtækjum, sem
breytt verði í hlutafélög. Þau verði
áfram í eigu Reykjavíkurborgar og
starfsmenn þurfí ekki að óttast um
hag sinn. Þeim fullyrðingum trúir
enginn — og allra sízt sjálfstæðis-
menn sjálfír — enda eru þeir mjög
meðvitaðir um stefnu flokksins varð-
andi opinberan rekstur.
Það eykur einnig líkurnar á sölu
borgarfyrirtækja, að sjálfstæðis-
menn hafa klúðrað fjármálum
Reykjavíkurborgar svo, að það kann
að reynast þeim töluverð freisting
að selja þau til að rétta fjárhaginn
við, þótt vitað sé, að sannvirði fáist
aldrei fyrir þessi fyrirtæki.
í síðustu borgarstjórnarkosning-
um var ekki kosið um einkavæðingu
Alfreð Þorsteinsson
„Það eykur einnig lík-
urnar á sölu borgarfyr-
irtækja, að sjálfstæðis-
menn hafa klúðrað fjár-
málum Reykjavíkur-
borgar svo, að það kann
að reynast þeim tölu-
verð freisting að selja
þau til að rétta fjárhag-
inn við, þótt vitað sé,
að sannvirði fáist aldrei
fyrir þessi fyrirtæki.“
borgarfyrirtækja eða að breyta þeim
í hlutafélög. Reykvíkingum hugnast
ekki, að þjónustufyrirtæki á borð við
SVR, rafmagnsveitu eða hitaveitu
verði einkavædd, þótt menn geti
samþykkt, að opinberum fyrirtækj-
um, sem standa í beinni samkeppni
við einkaaðila, verði breytt í hlutafé-
lög og e.t.v. seld að hluta eða öllu
leyti.
Sjálfstæðismenn standa því
frammi fyrir því, ef þeir ætla að
keyra þessar breytingar í 'gegn, að
nýr meirihluti muni í upphafí nýs
kjörtímabils rifta gjörningi þeirra.
Að öðru leyti hljóta þessi mál að
verða eitt helzta mál borgarstjóm-
arkosninga á næsta ári.
Höfundur er varaborgarfulltrúi
Framsóknarflokksins.
VINKLAR Á TRÉ
HVERGI LÆGRI VERÐ
ÞÝZKIR GÆÐAVINKLAR
OG KAMBSAUMUR
ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI
c8 Þ.ÞORGRÍMSSON & CO
Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640
iTqTqTqTðTðTqTS^
' "k v1
s,
VIÐEYJARNAUST |
Við léttum ankeri &
og siglum á S mínútum út í Viðeyl
q)(9
Sigling - útivera - grill
Ævintýraferö fyrir hópa af öllum stærðum.
Njótið náttúruperlu sundanna.
Grillveisla á ótrúlega lágu verði
allt frá 760,- krónum fyrir manninn.
Sérkjör fyrir börnin.
Kynnið ykkur málið
símar:
62 19 34 eða 68 10 45
EIGA
ÓDÝRAR PYLSUR
AÐ KOSTA MIKIÐ
Þrátt fyrir gylliboð annarra á ódýrum pylsum
eru Búrfellspylsur á sumartilboði langódýrastar.
Verðið er aðeins 599 kr./kg, sem er 10% lægra
verð en á næstódýrustu pylsunum.
Þegar þú færð þér ódýrar pylsur
skaltu fá þér Búrfellspylsur.