Morgunblaðið - 15.06.1993, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1993
Rekstrarfélag ÍSI tekur rekstur þrotabús íslensks skinnaiðnaðar á leigu
Stöðugildum
fækkar um 50
REKSTRARFÉLAG ÍSI tók í gær við rekstri íslensks skinnaiðnað-
ar, sem lýst var gjaldþrota á föstudag, en samkomulag tókst um
helgina milli skiptastjóra þrotabúsins og Hamla hf., eignarhaldsfé-
lags í eigu Landsbanka íslands um að Hömlur kaupi fyrir hönd hluta-
félags sem stofnað var af þessu tilefni, allar vörubirgðir íslensks
skinnaiðnaðar og taki á leigu fasteignir, vélar og tæki fyrirtækisins
til septemberloka. Allar vörubirgðir fyrirtækisins voru veðsettar
bankanum. Um 115 stöðugildi verða hjá hinu nýja félagi, sem eru
um 50 stöðugilda fækkun frá því sem var.
Skiptastjórar, þeir Þorsteinn
Hjaltason og Hreinn Pálsson, boð-
uðu fyrrverandi starfsfólk íslensks
skinnaiðnaðar til fundar í húsnæði
fyrirtækisins að Gleráreyrum á
sunnudagskvöld þar sem þeir upp-
lýstu að búið væri að leigja rekstur-
inn og jafnframt að það hefði ekki
starfsskyldur við hið nýja félag, en
rekstrarfélagið myndi ráða til sín
það fólk úr hópi starfsfólks sem það
hefði þörf fyrir. Ljóst væri að starfs-
fólki myndi fækka.
Skrá sig strax á
atvinnuleysisskrá
Inga Þöll Þórgnýsdóttir lögfræð-
ingur verkalýðsfélaganna á Akur-
eyri skýrði fyrir fólki hvaða rétt það
hefði í stöðunni og hvernig þeir
ættu að bera sig að sem ekki fengu
atvinnu, en mikilvægt væri að skrá
sig strax á atvinnuleysisskrá. Þá
gerði Bjami Jónasson, sem hefur
verið ráðinn til að veita rekstri nýja
félagsins forstöðu grein fyrir hvern-
ig staðið yrði að ráðningu nýs
starfsfólks, en hringt var í þá sem
ráðnir voru á sunnudagskvöld og
mánudagsmorgun.
í frétt frá skiptastjórum og
Hömlum segir að auk þess að gera
með þessari ráðstöfun mögulegt að
Aukið eftir-
lit lögreglu
með umferð
LÖGREGLUMENN á Norður-
landi munu á næstu dögum
leggja áherslu á að kanna ástand
ökumanna og ökutækja. Um er
að ræða framhald á svokölluðu
Norðlensku umferðarátaki 1993,
sem stendur yfir 16. til 30. júní.
Lögreglumenn verða meira úti á
vegum og götum en áður, ökumenn
verða stöðvaðir og ástand þeirra
kannað, m.a. með tilliti til áfengis-
neyslu, svefns, réttinda til aksturs
og fleira. Ástand ökutækis verður
einnig kannað og geta umráðamenn
óskoðaðra bifreiða eða bíla á snjó-
dekkjum átt von á að númer þeirra
verði tekin af.
í frétt frá aðstoðaryfirlögreglu-
þjóni á Akureyri segir að það sé
von norðlenskra lögreglumanna að
ekki þurfi að koma til róttækra
aðgerða lögreglunnar, að menn aki
ekki undir áhrifum áfengis eða
ósofnir.
Óvissa um áframhaldandi rekstur sútunarverksmiðju ÍSI á Akureyri
Oróleiki á aðalmarkaði og
óljóst með hráefnisöflun
vinna og selja þær vörubirgðir sem
voru í eigu íslensks skinnaiðnaðar
við gjaldþrotið, væri það vilji
Rekstrarfélags ISI að skapa svig-
rúm til ákvarðanatöku um framtíð
þeirrar starfsemi sem Islenskur
skinnaiðnaður hafði með höndum.
' Hverjir fá vinnu?
EFTIR fundinn á sunnudagskvöld bar fólk saman bækur sínar og eflaust hefur því verið efst í huga
hveijir héldu vinnunni.
GRUNDVÖLLUR fyrir rekstri sútunarverksmiðju á Akureyri er
fyrir hendi að mati Bjarna Jónassonar, framkvæmdastjóra Rekstrar-
félags ÍSI og fyrrverandi framkvæmdasljóra íslensks skinnaiðnað-
ar, að uppfylltum tveimur skilyrðum. Að markaður sé fyrir hendi
og hráefni til vinnslunnar sé tryggt. Nokkur óvissa sé ríkjandi varð-
andi þessi atriði um þessar mundir.
Hið nýja félag sem tók rekstur
þrotabús íslensks skinnaiðaðar á
leigu breytir nokkuð um áherslur
varðandi vöruflokka, dregið verður
úr leðurvinnslu og þá verður líka
dregið úr framleiðslu ákveðinna
vöruflokka i mokkavinnslu. Starfs-
fólki hefur verið fækkað í samræmi
við takmarkaðri vinnslu.
Viðskiptasamböndum
viðhaldið
Unnið var að því í gær að tryggja
að viðskiptasambönd sem íslenskur
skinnaiðnaður hafði aflað sér rofn-
uðu ekki og taldi Bjami að vegna
þess hve fljótt rekstrarfélag bank-
ans kom til skjalanna væru hverf-
andi líkur á að svo yrði. „Það eru
horfur á að takist að viðhalda flest-
um viðskiptasamböndum sem fyrir
voru bæði gagnvart birgjum og eins
viðskiptavinum," sagði Bjarni. „Síð
an er bara að vona að á þessum
tíma fram í september takist að
skapa þá samstöðu sem þarf til að
áframhald verði á þessu rekstri.“
Óvissan
Bjarni sagðist telja að grundvöll-
ur væri fyrir rekstri sútunarverk-
smiðju að uppfylltum ákveðnum
skilyrðum, markaður væri fyrir
hendi fyrir framleiðsluna og að hrá-
efni til vinnslunnar væri tryggt.
Óróleiki á Ítalíumarkaði sem var
stærsti markaður fyrir framleiðslu-
vörur íslensks skinnaiðnaðar var
ein af ástæðum gjaldþrots fyrir-
tæksins. Þá væri mikilvægt að hafa
tryggt hráefni til vinnslunnar, en
umræður um útflutning á gærum
sköpuðu nokkra óvissu. „Þekkingin
er til staðar ennþá, en menn verða
að vera fljótir að gera upp við sig
hvort þeir vilji halda þessum iðnaði
áfram eða ekki, því sláturleyfíshaf-
ar þurfa að gera fljótlega upp við
sig hvað þeir ætla að gera við þær
gærur sem til falla í haust,“ sagði
Bjami.
Vinnumiðlunarskrifstofan
Um 60 skráðu sig
atvinnulausa í gær
MIKILL erill var á Vinnumiðlunarskrifstofu Akureyrar í gær-
dag þegar um 60 manns, fyrrverandi starfsfólk íslensks skinna-
iðnaðar skráði sig þar atvinnulaust. Fyrir voru rúmlega 400
manns á atvinnuleysisskrá í bænum.
Bjami Jónasson framkvæmda-
stjóri Rekstrarfélags ÍSI sagði að
ráðið hefði verið í 115 stöðugildi
hjá nýja félaginu sem tók rekstur-
inn á leigu í gær og væri þar um
að ræða um 50 stöðugilda fækkun
frá því sem var.
Fækkar á kvöldvakt
Þegar fyrirtækið var lýst gjald-
þrota á föstudag voru um 200
manns á launaskrá. Fyrir um ári
síðan störfuðu um 240 manns hjá
fyrirtækinu en síðustu mánuði var
ekki ráðið í þau störf sem losnuðu.
Bjami sagði að mest fækkaði
starfsfólki á kvöldvakt hjá fyr-
irtækinu, en hvarvetna hefði fólki
fækkað, í stjómunarstörfum og á
skrifstofu.
Sölumaður
óskast
Fyrirtækið er staðsett ó Akureyri og er um
almennt sölustorf oð ræðo. Viðkomondi þorf
oð hafo bifreið til ummðo. Reynslo of sölu-
störfum er æskileg. Um hlutostarf er oð ræða.
Umsækjendur skili umsóknum til Morgunbloðs-
ins ó Akureyri fyrir 19. júní, merktor: „19. júní".
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Starfsfólki fækkar
BJARNI Jónasson sagði starfsfólkinu, sem mætti á fund á sunnudags-
kvöld, frá hvernig staðið yrði að ráðningu nýs starfsfólks. Starfs-
mönnum fækkar umtalsvert eftir gjaldþrotið.
Útgáfa byggða-
sögu Eyjafjarðar
RITVERKIÐ „Byggðir Eyjafjarðar 1990“ kemur út í ágústmánuði,
en þar er um að ræða tvær bækur, tæplega 1.200 síður. í bókunum
er að finna margvíslegar upplýsingar um sveitarfélögin á svæði
Búnaðarsambands Eyjafjarðar sem gefur bókina út. Saga sambands-
ins 1970-’90 er rakin í bókinni.
Greint er frá hveiju sveitarfélagi
á sambandssvæðinu utan hrepp-
anna tveggja sem eru í S-Þingeyjar-
sýslu. Yfírlitsmynd er af hveijum
hreppi, stutt sveitarlýsing og síðan
kort þar sem merkt eru öll byggð
ból, eyðibýli og helstu kennileiti.
Birtar eru litmyndir af bæjunum
og sögð saga þeirra og einnig eru
myndir af ábúendum, auk ábúenda-
tals frá upphafí. Þá er sagt frá
kirkjum, félagsheimilum og sam-
komuhúsum og fleiri markmiðum.
Sagt er frá öllum býlum sem
farið hafa í eyði frá aldamótum og
myndir af þeim sem enn eru uppi-
standandi. Yfírlitsmyndir eru af
þéttbýliskjömum, ásamt umsögn
og íbúaskrá. Allar upplýsingar eru
miðaðar við árslok 1990.
Ákveðið hefur verið að bjóða
áskrift að bókinni og gildir það til
30. júní næstkomandi, en verðið
hækkar úr 10 þúsund krónum í 12
þúsund auk virðisaukaskatts sem
þá leggst á bækur eftir 1. júlí og
verður þá 13.680 krónur. Þeir sem
hug hafa á áskrift geta haft sam-
band við skrifstofu Búnaðarsam-
bands Eyjafjarðar á Akureyri.