Morgunblaðið - 15.06.1993, Page 23

Morgunblaðið - 15.06.1993, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1993 23 Skotfélag Akur- eyrar eignast félagsheimili SKOTFÉLAG Akureyrar eignað- ist félagsheimili fyrir skömmu og var það flutt á félagssvæðið vest- an Glerár, skammt frá gömlu Akureyrarréttunum. Húsið er um 60 fermetrar að stærð og munu félagar i sumar vinna við að inn- rétta það. Á síðustu misserum hafa félagsmenn byggt upp góða aðstöðu til æfinga á þessu svæði og þar er nú fullkominn leirdúfu- völlur. Um 180 manns eru í Skot- félagi Akureyrar. Handverkshátíð að Hrafnagili Á ANNAÐ hundrað aðilar sýna ýmis konar handsverksmuni á sýningu sem haidin verður á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit dagana 18. og 19. júní næstkomandi. Það er átaksverkefnið Vaki og samstarfshópurinn Hagar hendur sem að þessari sýningu og sölu á handverki stendur. A undanförnum tveimur árum hefur verið mikil vakning meðal fólks á gömlu og nýju handverki um allt land. Stofnuð hafa verið smáfyr- irtæki eða myndaðir formlegir og óformlegir samstarfshópar og eru konur í miklum meirihluta þeirra. Það sem knúið hefur fólk til verka er aukið atvinnuleysi og samdráttur í landbúnaði. Með því að skapa eigin störf eru einstaklingarnir að tryggja ~eigið atvinnuöryggi og lífsafkomu heima í héraði. Þetta er í fyrsta skipti sem haldin er sérstök hátíð handverkafólks með slíkum fjölda þátttakenda svo víða að. Tilgangurinn er að gefa fólki tækifæri til að gera framleiðsiu sína sýnilega og ekki síður að skapa tækifæri fyrir handverksfólk, sem oft vinnur einangrað, til að hittast og ræða saman. í tengslum við sýninguna verða sýningar á gömlu handverki, s.s. ullarvinnslu, knippli og balderingu, sundlaug verður opin, hestar verða á staðnum, sigling er í boði um Eyjafjörð, útsýnisflug í svifflugum og skoðunarferðir um svæðið með leiðsögn. Þá verður kvöldskemmtun með grilli, varðeldi, glensi og gamni. Handverkshátíðin verður í íþrótta- húsi Hrafnagilsskóla og verður opin frá kl. 13 til 17 báða sýningardag- ana. Á sunnudeginum verður hald- inn fundur handverksfólks, þar sem m.a. verður tekin ákvörðun um hvort stofna eigi landssamtök. íþróttgallar 'v<í 'A? - k! Stærðir 116-176 Verð kr. 4.490,- XS-XXL stærðir Verð kr. S.290,- ' Nýtt kortatimabil haffid »hinad^ S P O R T B Ú Ð I N Ármúla 40, sími 813555. $UMAR ^ Útgáfudansfeikur vegnajhljómplötu _llmuHuniH_ BOGOMIúFONT OG Mlkj QmAMÆRINGANNA . _ éKK"“essi lbí^ 16 iUl" %nwna, CzCá tekur á móti sumri með Mambó stemningu^^P BOGOMIt FONT OG MlúJÓNAAtÆRINGARNIR frá kl. 23.30 - 03.00 rir dansi á íðstudagskvöldum í sumar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.