Morgunblaðið - 15.06.1993, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 15.06.1993, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1993 Kaffi ekki sökudólgur London. Reuter. ATHUGUN á rannsóknum sem hafa verið gerðar á und- anförnum 20 árum á tengsl- um kaffidrykkju og tíðni krabbameins í þvagfærum, þykir hafa leitt í ljós að kaffi- neysla auki á engan hátt líkur á krabbameini. Samkvæmt grein í lækna- blaðinu Lancet var athugunin gerð af vísindamönnum við Yale-háskóla í Bandaríkjunum, sem skoðuðu niðurstöður 35 rannsókna sem gerðar hafa ver- ið síðan árið 1971. Við athugun- ina nú var ekki tekið tillit til þeirra rannsókna þar sem áhrif annarra áhættuþátta, eins og til dæmis reykinga, höfðu ekki verið tekin með í reikninginn. „Niðurstöður þeirra sjö rann- sókna sem stóðust þær aðferða- fræðilegu kröfur sem við gerð- um benda ekki til þess að fólki sem drekkur kaffi að staðaldri [1 bolla á dag] sé hættara en öðrum við krabbameini í þvag- færum,“ segir í greininni. „Né heldur aukast iíkurnar þótt drukkið sé mikið magn [4-5 bollar á dag].“ Vatnaskil TANSU Ciller (í miðjunni) var falin stjórnarmyndun í Tyrklandi í gær eftir að hún hafði sigrað í leið- togakosningum innan Sannleiksstígsins, flokks Demirels fyrrum forsætisráðherra. Litið er á kjör Ciller sem viss vatnaskil í tyrkneskum stjórnmálum. Vatnaskil í tyrkneskum stjórnmálum með leiðtogakjöri Tansu Ciller Konunni með stálbros- ið falin stj ómannyndun Ankara. The Daily Telegraph. Reuter. SULEYMAN Demirel Tyrklandsforseti fól í gær Tansu Ciller að mynda nýja ríkisstjórn og verður hún fyrsta konan til þess að gegna starfi forsætisráðherra í Tyrklandi og aðeins þriðja konan sem fær það hlutskipti í ríki múslima. Ciller er 47 ára hagfræðingur, menntuð í Bandaríkjunum. Hún var óvænt kosin eftirmaður Demirels sem leiðtogi flokksins Sannleiksstígur- inn á sunnudag. Pyrirfram var hún talin eiga litla möguleika á flokksþinginu sem nær ein- göngu var skipað karlmönnum. Bar Ciller sigur- orð af tveimur karlmönnum, Ismet Sezgin innan- ríkisráðherra og Koksal Toptan menntamálaráð- herra, og hlaut fleiri atkvæði en þeir báðir sam- tals I fyrstu umferð eða 574 af 1.170. Drógu þeir sig strax í hlé og fékk hún 933 atkvæði í seinni umferðinni. Demirel hafði heitið því að blanda sér ekki í kjör eftirmanns síns en leyndi þó aldrei því að hann tók Sezgin fram yfir Toptan og Ciller og vildi síst að hún hefði sigur. Stjómmálaskýrend- ur sögðu í gær að sigur hennar gæti verið tákn um að kynslóðaskipti væru að«eiga sér stað í tyrkneskum stjórnmálum og gætu breytingamar haft mikla þýðingu fyrir framt(ðarþróun í land- inu. Ciller er kunn fyrir aðdáun sína á Margaret Thatcher fyrrum forsætisráðherra Bretlands og eru þær miklar vinkonur. Stóð heldur ekki á Thatcher að hringja til Ankara og óska Ciller til hamingju. Sem kunnugt er fékk Thatcher viðumefnið járnfrúin hjá breskum blaðamönnum en tyrkneskir starfsbræður þeirra hafa um skeið skrifað um Ciller sem konuna með stálbrosið til marks um grjótharðann metnað hennar. Ciller á glæstan feril að baki sem fræðimaður og kennari en hún sagði starfi sínu sem hag- fræðiprófessor við Hellusundsháskólann í Istanb- úl fyrir þremur ámm og gekk til liðs við Sann- leiksstíginn og reis stjarna hennar fljótt. Hafði hún reyndar gerst efnahagslegur ráðgjafi Demir- els á síðasta áratug. Búist er við að Ciller boði kappsfulla frjálsræðisstefnu í efnahagsmál- um er hún kynnir nýja stjórn sína. Meðal ann- ars hefur hún heitið því að draga úr ríkisútgjöld- um með því að einkavæða ríkisfyrirtæki. Ciller var efnahagsráðherra í stjórn Demirels og varð lítt ágengt í baráttunni við verðbólgu sem nú er talin vera 65%. Reyndar er henni fundið það til málsbóta að hún hafi lengstum átt í harðvítugum deilum um minnstu ráðstafanir við háttsetta embættismenn og kerfískarla. Meðal þeirra sem Ciller átti einna erfíðast með var Rusdu Saracoglu seðlabankastjóri sem nú er talinn eiga uppsögn yfir höfði sér. Verðbréf hækka Tyrkneskir fjármálamenn virðast hafa trölla- trú á Ciller því hlutabréf stórhækkuðu í verði þegar kauphöllin í Istanbúl opnaði í gærmorgun. Stjórn Bills Clintons Bandaríkjaforseta hefur ákveðið, þrátt fyrir slæma frammistöðu Tyrkja í mannréttindamálum, að selja þeim hergögn fyrir andvirði 18,5 milljarða króna. Warren Chri- stopher utanríkisráðherra Bandaríkjanna hvatti til aukinna samvinnu Bandaríkjamanna og Tyrkja er hann dvaldist í Ankara fyrir helgi. Hann sagði að Tyrkir ættu viðsjárverða ná- granna og verðskulduðu mikla aðstoð á sviði öryggis- og varnarmála. Rudolf Scharping valinn formaður þýskra jafnaðarmanna Gífurleg þátttaka í fyrsta prófkjörinu Bonn. Reuter. RUDOLF Scharping, forsætisráðherra Rheinland-Pfalz, bar sigur úr býtum í prófkjöri, sem þýskir jafnaðarmenn efndu til á sunnudag um leiðtoga flokksins og væntanlegt kansiaraefni. Var kosningaþátttakan í þessu fyrsta prófkjöri í Þýskalandi miklu meiri en nokkurn óraði fyrir, 56% flokksbundinna jafnaðarmanna komu á kjörstað, og er tal- ið, að það ýti undir, að prófkjör verði almennt tekin upp hjá flokkunum. Forystusveit jafnaðarmanna út- nefndi Scharping strax í gær eina frambjóðandann í embætti flokks- formanns en formlega verður um það kosið á flokksþingi 25. þessa mánaðar. Talið er víst, að hann verði einnig valinn kanslarefni jafnaðar- manna enda hefur hann stefnt að því síðan Björn Engholm sagði af sér formennskunni fyrir rúmum mánuði vegna hneykslismáls. í prófkjörinu á sunnudag fékk Scharping um 40% atkvæða en helsti keppinautur hans, Gerhard Schröd- er, forsætisráðherra Neðra Sax- lands, fékk 33,2%. Þingmaðurinn Heidemarie Wieczorek-Zeul fékk 26,5%. Lafontaine vill reyna aftur Scharpings bíður mikið verk við að rífa upp Jafnaðarmannaflokkinn og draga úr innbyrðis ágreiningi en hann hefur staðið heldur illa í skoð- anakönnunum að undanfömu. Hann er heldur ekki einn um að hafa áhuga á að verða kanslaraefni flokksins því að Oskar Lafontaine, forsætis- ráðherra í Saarlandi, sem beið sem mestan ósigur fyrir Helmut Kohl 1990, vill reyna sig í annað sinn. Hefur kosningastjóri hans hvatt til, að haldið verði sérstakt prófkjör um kanslaraefnið. Viðbrögðin við prófkjöri jafnaðar- manna og mikilli þátttöku í því hafa verið mikil meðal þýskra stjómmála- manna. Er búist við, að það verði tekið upp í öðrum flokkum einnig og margir telja það hugsanlegt svar Skjótur frami SCHARPING var lítt kunnur þar til hann vann Rheinland-Pfalz úr höndum kristilegra demókrata 1991 og nú vill hann fá kanslara- embættið líka. við miklum pólitískum leiða. í Vestur-Þýskalandi hefur lengi verið andstaða við „beint lýðræði" í formi þjóðaratkvæðagreiðslu eða forkosninga og er hún rakin til reynslunnar af Weimar-lýðveldinu, sem einkenndist af miklu kosninga- fargani. Er það meðal annars talið hafa greitt nasistum leið til valda. Major óvinsæl- astur allra JOHN Major, forsætisráð- herra Bret- lands, er óvin- sælastur allra breskra for- sætisráðherra frá stríðslok- um. Kemur þetta fram í skoðanakönn- un Mori-stofn- unarinnar fyrir Sunday Times en aðeins 16% kváðust ánægð með frammistöðu hans í emb- ætti. í annarri könnun fyrir In- dependent on Sunday voru 18% sátt við Major. í báðum könnun- unum var Verkamannaflokkur- inn með 15% meira fylgi en íhaldsflokkurinn. Major sagði um helgina, að landsmenn yrðu þess brátt varir, að efnahagss- amdrættinum í landinu væri lok- ið og hét að hækka ekki skatta á flesta. Hans bíður þó það erf- iða verk að draga úr fjárlagahal- lanum, sem er nærri 5.000 millj- arðar ísl. kr. Ukraínu- stjórn í vanda ÚKRAÍNSKA þingið samþykkti í gær að taka á dagskrá fyrir vikulok umræðu um þjóðarat- kvæðagreiðslu um traust eða vantraust á Úkraínuforseta og ríkisstjómina en framtíð hennar hangir á bláþræði vegna víð- tækra verkfalla. Hefur vinna stöðvast í 200 námum og 100 iðnfyrirtækjum í austurhluta landsins og krefjast verkfalls- menn hærri launa og aukinnar sjálfstjómar, einkum í efnahags- málum, í Donbass-héraði. Þar em Rússar í meirihluta. Rafsanjan tap- aði fylgi en sigraði samt FJÖLMIÐLAR og þingfulltrúar í íran brugðust í gær við endur- kjöri Akbars Rafsanjani til emb- ættis forseta landsins, og sögðu að forsetinn yrði að gera breyt- ingar á stjórn sinni og takast alvarlega á við spillingu og skrif- ræði, auk þess að halda áfram efnahagsumbótum. Rafsanjani var endurkjörinn í kosningum á föstudag, og hlaut 63% atkvæða, sem telst naumur sigur á íransk- an mælikvarða. Þegar Rafsanj- ani var kjörinn forseti árið 1989 fékk hann tæplega 95% at- kvæða. Dauðadómar í Kúvæt DÓMSTÓLL í Kúvæt hefur dæmt tíu Jórdani til dauða, fyrir þær sakir að hafa aðstoðað íraka við innrásina í landið. Þá var einn Jórdani dæmdur til fjögurra ára fangavistar og fjársektar. Þetta er í annað sinn sem kú- vætskur dómstóll kveður upp dauðadóma fyrir glæpi tengda innrásinni, en í síðustu viku voru fimm írakar dæmdir fyrir að hafa reynt að telja Kúvæta á að ganga í Baath-flokkinn íraska á meðan hersetunni stóð. Eftirmanns Weiszáckers leitað AUSTUR-þýski andófsmaðurinn Jens Reich hefur verið nefndur til sögunnar sem hugsanlegur mótframbjóðandi Hans- Dietrichs Genschers þegar þing- ið velur forseta landsins á næsta ári. Núverandi forseti, Richard von Weizsácker, lýkur kjörtíma- bili sínu í maí 1994.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.