Morgunblaðið - 15.06.1993, Page 26

Morgunblaðið - 15.06.1993, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JUNI 1993 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1993 27 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1200 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Stefnufesta í stað glundroða Tveir nýir ráðherrar tóku sæti í ríkisstjórn Davíðs Oddsson- ar að loknum ríkisráðsfundi í gær í samræmi við ákvörðun Alþýðu- flokksins í síðustu viku um upp- stokkun á ráðherraliði slnu. Guðmundur Ámi Stefánsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, er nýr heilbrigðisráðherra og Össur Skarphéðinsson, alþingismaður og formaður þingflokks Alþýðuflokks- ins, nýr umhverfisráðherra. Taka þeir við af þeim Jóni Sigurðssyni, fyrrum iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, og Eiði Guðnasyni, fyrrum umhverfísráðherra. Þá hefur Sig- hvatur Björgvinsson, sem undan- farin ár hefur gegnt starfi heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra, flutt sig yfir í iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytið. Þó að ekki hafi skapast hefð fyrir því hér á landi er víða um heim algengt að breytingar verði á ráðherraskipan ríkisstjórna þegar líða tekur á kjörtímabilið. Er það oftast gert til að bæta ímynd ríkis- stjórnar gagnvart almenningi og hleypa nýjum krafti í störf hennar. Ráðherrar, sem ekki eru taldir hafa staðið sig sem skyldi eru látnir víkja, og nýir menn teknir inn í staðinn, sem líklegri eru til stór- ræða. Nýlega átti til að mynda upp- stokkun af þessu tagi sér stað í Bretlandi í kjölfar þess að Norman Lamont fjármálaráðherra neyddist til að segja af sér embætti. Sú uppstokkun, sem nú hefur orðið á ríkisstjóm íslands, er hins vegar annars eðlis. Þó að leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna hafi í upp- hafi stjórnarsamstarfsins nefnt þann möguleika að breyta ráð- herraskipan á miðju kjörtímabili er ástæða umskiptanna nú hvorki sfyða stjómarinnar né frammistaða einstakra ráðherra heldur að ráð- herra í stjórninni, Jón Sigurðsson, sótti um embætti seðlabankastjóra. Uppstokkunin gefur samt sem áður tilefni til að velta fyrir sér stöðu stjórnarinnar og framtlð. Miklar vonir voru bundnar við ríkisstjóm Alþýðuflokks og Sjálf- stæðisflokks þegar stjórnarsam- starf tókst með þeim I lok aprílmán- aðar árið 1991. Þetta var í fyrsta skipti sem þessir flokkar stjórnuðu saman frá því á tímum viðreisnar- stjórnarinnar, sem sat við völd I tólf ár frá 1959 til 1971. Viðreisn- arstjómin er best heppnaða stjórn- arsamstarf í sögu lýðveldisins og stóðu vonir til að hin nýja ríkis- stjórn myndi starfa I frelsisanda viðreisnarstjómarinnar. Henni tókst að stíga stór skref I átt frá þjóðfélagi ríkisafskipta og hafta I átt til þjóðfélags frelsis og fram- fara. Um margt hafa þessar vonir ræst. Ríkisstjómin hefur á mörgum vígstöðvum háð baráttu fyrir af- námi hafta og niðurskurði ríkisút- gjalda. Ytri aðstæður hafa hins vegar ekki verið henni hagstæðar. Sjávarafli hefur stöðugt dregist saman, aðstæður versnað á útflutn- ingsmörkuðum og atvinnuleysi aukist gífurlega. Ríkisstjóminni hefur ekki heldur tekist, að miklu leyti vegna ytri aðstæðna, að ná því yfirlýsta meginmarkmiði sínu að ná tökum á ríkisfjármálunum. í leiðara Morgunblaðsins hinn 30. apríl 1991, sama dag og ríkis- stjórnin tók við völdum, sagði: „Mestu skiptir í samstarfi Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks að traust skapist á milli forystumanna flokkanna. Slíkt traust er undir- staða góðs samstarfs þeirra I milli. Stuðningsmenn flokkanna geta átt mikinn þátt I að skapa það traust og viðhalda því með því að láta togstreitu um minni háttar mál liggja á milli hluta.“ Nýju ráðherrarnir tveir hafa á undanförnum misseram verið iðnir við að gagnrýna störf og stefnu ríkisstjórnarinnar og ýjað hefur verið að því að ein helsta ástæða þess, að þeim hafí verið boðið sæti I ríkisstjórn, sé sá að með því sé tryggt að þeir láti af þeirri gagn- rýni; Báðir tilheyra þeir Guðmund- ur Árni og Össur vinstri armi Al- þýðuflokksins og eftir að ljóst var að þeir yrðu ráðherrar hafa þeir lýst því yfír að þeir hyggist reyna að koma á framfæri „ákveðnum sjónarmiðum og vinna að ákveðn- um breytingum“ innan ríkisstjórn- arinnar, líkt og annar þeirra orðaði það I blaðaviðtali. Það er mikilvægt að menn missi ekki sjónar á því, þó að nýir menn skipi nú nokkrar ráðherrastöður, að ekki hefur verið samið upp á nýtt um starfsgrundvöll ríkisstjórn- arinnar. Það væri raunar stór- háskalegt fyrir ríkisstjórnina ef gerðar yrðu tilraunir af hálfu ein- stakra ráðherra til að færa stefnu hennar frekar til vinstri. Gífurlega vandasöm verkefni eru framundan, ekki síst á sviði ríkisfjármála, og brýningarorð Morgunblaðsins um mikilvægi trúnaðartrausts I sam- starfinu eru síður en svo fallin úr gildi. í þessu sambandi mun ekki síst mæða á hinum nýja heilbrigðis- ráðherra, sem hefur um 40% ríkis- útgjaldanna á sinni könnu. Eitt helsta einkenni þeirra vinstristjórna, sem verið hafa við völd hér á landi undanfarna ára- tugi er sá glundroði og skortur á trúnaði, sem einkenndi innra starf þeirra og öllum var ljós af alls kyns fári í fjölmiðlum þar sem hver yfirlýsingin rak aðra og hvað stangaðist á annars horn. Þessi innri sundrung vinstristjóma hefur hvað eftir annað leitt til upplausnar I efnahagslífi og ætti að vera öllum ríkisstjórnum víti til varnaðar. Við þær erfiðu aðstæður, sem nú ríkja I íslensku þjóðlífi, er nauð- synlegt að ríkisstjórnin sýni einurð og standi sameinuð á bak við þær aðgerðir, sem grípa verður til. Það viðhorf var ríkjandi á viðreisnarár- unum. Það viðhorf verða nýju ráð- herrarnir að tileinka sér. Nóg er nú af erfiðleikunum og þverpóli- tískum rifrildisefnum I íslenskum stjórnmálum nú um stundir. -F Fundur miðstjórnar Alþýðubandalagsins Breytt ríkÍSStjÓm MorgunblaOið/Kristinn ÞRJÁR breytingar voru staðfestar á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í gær. Sighvatur Björgvinsson sest í stól viðskipta- og iðnaðarráðherra, Guðmundur Árni Stefánsson verður heilbrigðis-og tryggingamála- ráðherra og Össur Skarphéðinsson tekur við umhverfisráðuneytinu. Breytingar á ríkisstjórn staðfestar á ríkisráðsfundi Guðmundur Árni og Ossur boða breytmgar TILLAGA Davíðs Oddsonar forsætisráðherra um nýja skipan og skiptingu starfa ráðherra var staðfest á ríkisráðsfundi sem haldinn var I gær. Samkvæmt tillögunni var þremur ráðherrum, þeim Jóni Sigurðssyni, Eiði Guðnasyni og Sighvati Björgvinssyni veitt lausn frá ráðherraembættum sínum. Forseti íslands skipaði Sighvat að nýju í embætti viðskipta- og iðnaðarráðherra en tveir nýir ráðherr- ar voru skipaðir; Guðmundur Árni Stefánsson í embætti heilbrigð- is- og tryggingamálaráðherra og Össur Skarphéðinsson í embætti umhverfismálaráðherra. Verkin munu tala „Við skulum láta verkin tala“ voru einkunnarorð Guðmundar Árna Stefánssonar við komuna á nýjan vinnustað sinn I heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Hann staðfesti að einhveijár breyt- ingar kynnu að eiga sér stað. Sem heilbrigðisráðherra mun hann þó að eigin sögn einkum beijast fyrir hag allra skjólstæðinga velferðar- kerfisins. „Ég mun gera það sem ég get til þess að fólk geti treyst áfram á það skjól og þá þjónustu sem heilþrigðiskerfið veitir,“ sagði Guðmundur við þetta tækifæri. Sighvatur Björgvinsson fráfar- andi heilbrigðisráðherra bauð Guð- mund velkominn og óskaði honum ennfremur alls velfarnaðar I nýju starfi. Aðspurður sagðist Sighvatur kveðja heilbrigðisráðuneytið með söknuði en taldi sig þó bafa lokið flest öllum ætlunarverkum sínum. „Þetta eru ákveðin tímamót fyrir mig og ég er sannfærður um að nú sé rétti tíminn til að skipta," sagði Sighvatur I samtali við Morg- unblaðið. Breytinga ekki að vænta Sighvatur Björgvinsson lagði áherslu á það er hann tók við lykl- um að viðskiptaráðuneytinu að hann væri ekki þangað kominn til að breyta stefnu forvera síns. Jón Sigurðsson fráfarandi viðskipta- og iðnaðarráðherra bauð Sighvat vel- kominn til starfa I ráðuneytinu og minntist orða Matthíasar Bjarna- sonar af sama tilefni fyrir sex árum: „Hér tekur ísfirðingur við af ísfirðingi, Vestfirðingur af Vest- firðingi.“ Hann fullvissaði Sighvat jafnfrámt um það að með ráðuneyt- inu tæki hann við góðu búi I þeim skilningi að þar væri starfslið sem gott væri að starfa með. Sighvatur þakkaði fyrir sig og kvaðst að lok- um vona að hann' og Jón muni áfram eiga saman gott samstarf I framtíðinni. Össur boðar breytingar Um leið og Össur tók við lykla- völdunum I umhverfísráðuneytinu af Eiði Guðnasyni lýsti hann yfir því að breytinga væri að vænta með komu bans í ráðuneytið. Hann kvaðst ekki vilja greina frá þeim nánar við svo búið en sagði að „verkin myndu tala.“ Eiður Guðna- son kvaðst vera afar sáttur með þessi tímamót en að svo stöddu vildi hann ekki tjá sig um þær vangaveltur að hann kynni að ger- ast sendiherra. Hart deilt um afnám framsals aflaheimilda SNARPAR umræður urðu á miðstjórnarfundi Alþýðubandalags- ins um síðustu helgi þegar ályktun um sjávarútvegsmál var til umfjöllunar. Þótti mörgum fundarmanna að ekki væri gengið nógu langt í þeirri tillögu sem fyrir fundinum lá, og var Krist- inn H. Gunnarsson alþingismaður í hópi þeirra sem til dæmis vildu að ályktað yrði um afnám framsals aflaheimilda. Bar Kristinn því upp sjálfstæða tillögu þar sem enn frekar var hnykkt á ákvæðum um að fiski- stofnar á íslandsmiðum væru sam- eign þjóðarinnar og jafnframt um réttarstöðu byggðarlaganna. Að sögn Steingríms J. Sigfússonar, varaformanns Alþýðubandalagsins var tillögu Kristins á endanum vísað til þingflokks og framkvæmda- stjómar, en fyrirliggjandi ályktun var síðan samþykkt mótatkvæða- laust á fundinum.Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubanda- lagsins, segir að eigi að fara sam- ræður milli allra flokka I Iandinu um breytingar á núverandi kerfi. „Menn voru ekki tilbúnir til að afgreiða þessa tillögu Kristins á þessum fundi, en þeir vildu á hinn bóginn heldur ekki fella hana eða vísa henni frá. Þess vegna var tillög- unni vísað til frekari umfjöllunar I þingflokki og framkvæmdastjórn flokksins. Kristinn var ekki skoð- anabræðralaus þarna, og I raun og vera var þetta tillaga sem ég er viss um að mikill meirihluti fundar- manna hefði alls ekki viljað fella. Menn voru búnir að reyna að ná saman um texta sem sem flestir gætu sæst á, en Kristni fannst ekki nógu langt gengið I einum einstök- um þætti,“ sagði Steingrímur I sam- tali við Morgunblaðið I gær. Endurúthlutað við gjaldþrot „Niðurstaðan var að mínum dómi mjög efnismikil og felur það I fyrsta lagi I sér að við teljum núverandi kerfi ekki ganga upp og bendum á afgerandi galla á því. Við teljum að fram eigi að fara samræður milli allra flokka I landinu um breytingar á því,“ sagði Ólafur Ragnar Gríms- son, formaður Alþýðubandalagsins. „I öðru lagi viljum við strax gera nokkrar breytingar. Þar nefni ég fyrst þá hugmynd að verði útgerðar- fyrirtæki gjaldþrota gangi kvótinn aftur inn I hinn sameiginlega sjóð, þ.e. sameign landsmanna, og verði úthlutað að nýju. Erfiðleikarnir I kringum gjaldþrot útgerðarfyrir- tækja stafa ekki síst af því að kvót- inn, sem er sameign þjóðarinnar Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Forseti bæjarsljórnar Isafjarðar, Einar Garðar Hjaltason, með bæjar- stjóranum Smára Haraldsson sér til hægri handar og Þóri Sveinssyni fjámálasljóra til vinstri á fundi með fréttamönnum um reikninga Isa- fj arðarkaupstaðar. Fjárhagsstaða ísa- fjarðarbæjar batnar samkvæmt fyrstu grein laga um fiskveiðistjórnun, er orðinn eign þrotabúsins. Það hefði miklar breyt- ingar I för með sér ef þetta grand- vallaratriði væri viðurkennt bæði fyrir útgerðina, byggðarlögin og lánastofnanirnar I landinu," sagði Ólafur Ragnar. „Hitt atriðið sem ég tel mjög mikilvægt er að það sé skilið á milli nýtingarréttarins og veiðiréttarins. í dag fer þetta saman þannig að útgerðaraðilarnir sem fá kvótann ráða sjálfir hvað þeir gera við afl- ann. Við leggjum til að þarna verði skilið á milli þannig að útgerðaraðil- ar sem eru sjálfir ekki I fiskvinnslu setji allan aflann á markað innan- lands, þannig að öll fiskvinnslufyrir- tæki og öll byggðarlög hafi jafnan rétt á því að bjóða I aflann,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson. Brýnt að ná samstöðu í ályktun fundar miðstjómar Al- þýðubandalagsins um sjávarútvegs- mál segir m.a. að ítrekuð sé sam- þykkt landsfundar um málið, þar sem dregið sé fram að núverandi stjómkerfi fiskveiða hafi brugðist I veigamiklum atriðum, og brýnt sé að ná samstöðu með þjóðinni um heildstæða stefnu I sjávarútvegsmálum. Horfur I íslenskum sjávarútvegi séu nú einhveijar hinar dekkstu um ára- tuga skeið, og rekstrargrundvöllur greinarinnar sé hruninn til grunna. Ríkisstjórnin hafi reynst ófær með öllu um að taka á vandanum, og nú blasi við að óhjákvæmilegt sé að draga enn frekar úr sókn I mikil- væga nytjastofna samtímis fallandi afurðaverði. Við þessar aðstæður sé brýnna en nokkru sinni fyrr að skapa víðtæka samstöðu um málefni greinarinnar. Annars vegar þurfi að koma til brýnar aðgerðir til að forða yfirvofandi stöðvun I sjávarútveginum og tryggja honum rekstrargrundvöll, og hins vegar sé nauðsynlegt að móta heildstæða stefnu, sem taki jafnt til fiskveiðistjórnunar og útgerðar og fískvinnslu. Kvennalistinii vill fara ^ ísafirði. ÁRSREIKNINGAR ísafjarðarkaupstaðar fyrir síðasta ár voru lagðir fram nýlega. Þar kemur fram að skuldir hafa lækkað um 45 milljónir og eru nú komnar í 101% af tekjum, en voru 138% 1990. Veltufjárhlut- fall er nú 1,20, en það komst í 0,53 1987. Engin vanskil hijá bæjarsjóð og sigla menn nú lygnan sjó að sögn Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra bæjarins. Smári Haraldsson, bæjarsljóri, sagði á fundi með fréttamönn- um að þrátt fyrir batnandi efnahag væri ljóst, að verkefni upp á um einn milljarð króna væru óunnin. í stjóm eftir kosningar SAMTÖK um kvennalista héldu árlegan vorfund á Núpi í Dýrafirði 11.-13 júní. Kvennalistakonur vilja beina þátttöku í ríkissljórn, „að loknum Alþingiskosningum,“ segir Kristín Ástgeirsdóttir formaður þingflokks samtaka um Kvennalista. Ákveðið var að málefnahópar kæmu saman í sumar til að fjalla um þann vanda sem ógnar atvinnu- lífi og þjóðlífi íslendinga og leita lausna. Bæjarsjóður hefur veralega bætt fjárhagsstöðu sína á þessu kjörtíma- bili, þrátt fyrir nokkur töp vegna gjaldþrota fyrirtækja, aðallega í rækjuiðnaði. Heildartekjur voru 683 milljónir á síðasta ári, af því voru 80 milljónir aðstöðugjöld, en óvíst er hvað kemur í stað þeirra. Þau voru lögð niður um síðustu áramót og óvíst er með tekjustofn í staðinn þar sem ríkissjóður greiðir aðeins hluta gjaldsins í ár þrátt fyrir að hann hafí ekki markað nýja tekju- stofna. Ábyrgðir bæjarsjóðs vegna hluta- félaga eru 58 milljónir, þar af 28 milljónir vegna Togaraútgerðar ísa- fjarðar sem gerir út togarann Skutul og 27,5 milljónir vegna Hótels ísa- fjarðar. Helstu framkvæmdir á árinu voru við byggingu íþróttahúss, sem taka á í notkun í haust, gerð vatnsveitu í Hnífsdal, endurbætur á Grunnskól- anum á Isafirði, við Hlíf, þjónustu- byggingu aldraðra, og við gatnagerð. Stærsta verkefnið framundan er bygging sorpeyðingarstöðvar sem áætlað er að kosti rúmar 150 millj- ónir, en bæjarstjórn ákvað fyrir skömmu að standa ein að bygging- unni eftir að sveitarfélögin í ná- grenni ísafjarðar gengu öll úr skaft- inu. Unnið er að því að koma neyslu- vatnsmálum bæjarins í viðunandi horf og er áætlaður kostnaður rúmar 60 milljónir. Álíka upphæð fer í gatnakerfið, en í endurnýjun grunn- skólans og hlutdeild í byggingu tón- listarskóla og verkmenntahúss eru áætlaðar rúmar 70 milljónir til ársins 1996. Hafnarsjóður var rekinn með fimm milljóna króna tapi á síðasta ári, en þá hafði verið framkvæmt fýrir 55 milljónir. Nú standa yfir miklar fram- kvæmdir við gerð vöruhafnar í Sund- unum og lagfæringar á hafnarkönt- unum við Pollinn. Áætlað er að flytja alla aðstöðu flutningaskipa og olíu- skipa í Sundahöfn á næstu árum. - Úlfar. Kvennalistakonur hafa þá venju að hittast á hveiju vori til að fara yfir stöðu Samtaka um kvennalista og stöðu þjóðmála og alþjóðamála. Nú um helgina hittust kvennalista- konur á Núpi í Dýrafirði. Á fundi þessum voru fulltrúar frá öllum lands- fjórðungum og þrír af þingmönnum Samtakanna, Anna Olafsdóttir Björnsson, Jóna Valgerður Kristjáns- dóttir og Kristín Ástgeirsdóttir for- maður þingflokksins. Á laugardeginum var til umræðu stjórnmálaástandið almennt. Að sögn Kristínar Halldórsdóttur fram- kvæmdastjóra Samtaka um Kvenna- lista, kom vantraust kvennalista- kvenna til ríkisstjórnarinnar glögg- lega fram. Engum dyldist að þjóðar- heimilið hefði orðið fyrir miklum áföll- um en kvennalistakonur teldu núver- andi ríkisstjórn alls ekki treystandi til að jafna byrðunum réttlátlega á landsmenn. Á fundinuin á Núpi kom það fram í máli margra viðstaddra að Kvenna- listinn ætti að stefna að beinni þátt- töku í ríkisstjórn. Kristín Ástgeirs- dóttir þingflokksformaður Kvenna- listans taldi umtalsverð líkindi á því að lífdagar núverandi ríkistjórnar væru senn taldir, í þessu sambandi var nefnt meint ósamlyndi ríkisstjórn- arinnar og ráðleysi. Hins vegar var það einnig talið fram að ríkisstjórnar- flokkunum þætti kosningar heldur ófýsilegar við núverandi aðstæður; efnahagsvanda og fylgisleysi sem skoðanakannanir hefðu ítrekað leitt í ljós. Kristín Ástgeirsdóttir sagði kvennalistakonur verða að vera við öllu búnar og undirbúa sig málefna- lega því mikil og vaxandi vandamál blöstu við. Málefnahópar yrðu að setj- asf, niður og ræða helstu mál, atvinnu- mál, sjávarútvegsmál, Evrópumálin og heimsmálin, ríkisfjármálin og stöðu kvenna í öllum þessum málum. í samtali við Morgunblaðið sagði Kristín Ástgeirsdóttir þingflokksfor- maður það vera Ijóst að kvennalista- konur yrðu að vinna mikla vinnu í sumar, ekki hvað síst ef kosningar yrðu í haust. Aðspurð sagði Kristín að hugsanlegir samstarfsaðilar í ríkis- stjórn hefðu ekki verið ræddir, nema að því Ieyti að sumir fundarmenn hefðu bent á ýmsa galla hinna fjög- urra hefðbundnu stjórnmálaflokka. Kristín sagði þátttöku Kvennalistans í ríkisstjórn ekki koma til greina nema að undangegnum Alþingiskosningum. Skipulagsmál Skipulagsmál Kvennalistans voru einnig til umræðu fundinum á Núpi. Það var fiestra mál að standa yrði að ákvarðanatöku í mikilvægustu málum með ákveðnari og ljósari hætti. Mikið ákvörðunarvald hefði verið í höndum þingflokks samtak- anna. Þingmenn Kvennalistans á Al- þingi vildu að fleiri réðu ráðum. Sam- þykkt var að þingmenn samtakanna og fulltrúar úr öllum kjördæmum kæmu saman fyrir júlílok og undir- byggju tillögur um öflugra skipulag sem síðar yrðu lagðar fyrir landsfund. Sveitarsíj órnarkosningar Á vorfundinum voru einnig ræddar sveitarstjórnarkosningar á næsta ári og hver hlutur Kvennalistans og kvenna ætti að vera. Kristín Halldórs- dóttir framkvæmdastjóri Kvennalist- ans benti á að konum hefði fækkað í sveitarstjórnum í síðustu kosning- um. Væri það til mikils skaða fyrir alla. Vorfundurinn á Núpi samþykkti áskorun til kvenna um að bjóða sig fram til sveitarstjórnarstarfa og að styðja þær sem gæfu kost á sér. Sér- stök kvennaframboð voru nokkuð rædd meðal fundarmanna á Núpi. Kristín Halldórsdóttir sagði ákvarð- anir um framboð verða að ráðast eft- ir aðstæðum á hveijum stað. Hún gerði þó fastlega ráð fyrir sérstökum framboðum a.m.k. í Reykjavík og á ísafirði. Hæstiréttur vísar frá máli skógfræðinga Agreiningur á sviði einkamálaréttar og annmarkar á ákæru HÆSTIRÉTTUR hefur vísað frá Héraðsdómi ákæru gegn tveimur fyrrum starfsmönnum Skógræktarstöðvarinnar við Mógilsá, sem við starfslok höfðu á brott með sér gögn um rannsóknir sem þeir höfðu unnið sem starfsmenn Skógræktarinnar. í Héraðsdómi Reykjavíkur höfðu mennirnir verið sýknaðir af ákærum um að hafa með þessu gerst sekir um brot í opinberu starfi. Ríkissak- sóknari áfrýjaði þeim sýknudómi og krafðist sakfellingar. I dómi Hæstaréttar er rakið að frá upphafi rannsóknarinnar hafi hinir ákærðu talið sig eigendur gagn- anna og sagst vilja ljúka rannsóknum sínum á eigin vegum. Síðan segir: „Viðhorf ákærðu til ákæraefnis varða rétt vísindamanna við starfslok til að ljúka verkefnum, sem þeir hafa unnið að, og umráðarétt yfir aðföngum sem aflað hefur verið í því skyni. Hvorki eru ákvæði varð- andi þetta í ráðningarsamningum ákærðu né í starfslýsingu þeirra.- Álitaefni þessi og réttarhagsmunir, sem þeim tengjast, era á sviði einka- málaréttar." Þá rekur Hæstiréttur að verulegir annmarkar séu á ákæru og málatil- búnaði, m.a. vegna þess að sjálfstæð úttekt óháðs aðila á gögnum þeim sem um ræði og þýðingu þeirra fyr- ir umrædd vísindaverkefni liggi ekki fyrir og varði þessir annmarkar frá- vísun málsins frá héraðsdómi. Allur málskostnaður var felldur á ríkissjóð. • • Ogmundur Jónasson formaður BSRB Oaðgengilegt að semja til lengri tíma FORMENN aðildarfélaga BSRB samþykktu ályktun á fundi sínum í gær þar sem krafist er afdráttarlausra svara frá stjórnvöldum um stefnu þeirra gagnvart opinberum starfsmönnum í kjara,- réttinda- og atvinnu- málum. „Við þessar aðstæður mun BSRB ekki hafa forgöngu um gerð kjarasamninga til lengri tíma,“ segir þar. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, sagði að samtök opinberra starfsmanna og Sambands íslenskra bankamanna hefðu engin skýr svör fengið við sameiginlegum spurningum um réttinda- og atvinnumál. Engir frekari fundir hafa verið ákveðnir með stjórnvöldum hvorki um réttindamál opinberra starfsmanna né á milli samninganefnda. „Aðildarfélögin hafa samningsrétt- inn og það er þeirra að ákveða hvern- ig þau bera sig að við kjarasamninga en við þessar aðstæður munu heildar- samtökin ekki hafa forgöngu um gerð kjarasamninga til lengri tíma. Við höfum lýst yfir að við værum reiðuúin að semja til skamms tíma en teljum óaðgengilegt að semja til lengri tíma,“ sagði hann. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Tvíbytna í Reykjavíkurhöfn Yfir sumartímann koma fjölmargir útlendingar til landsins, ýmist með flugi eða skipum. Annað slagið koma skútur yfir hafið með ferðamenn haldna ævintýraþrá og nú liggur tvíbytna slíks ferðalangs í Reykjavíkurhöfn. Bát- ur af þessu tagi er stöðugri i sjó en venjuleg skúta og hefur tvo samtengda skrokka, en eitt risavaxið mastur. Eigandi hennar hefur dvalist hér í nokkra daga og hyggst síðan halda ferð sinni áfram.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.