Morgunblaðið - 15.06.1993, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1993
39
Sigríður Elín Þor-
kelsdóttír — Minning
skyldunni í Garðinum, en hjarta-
rými þeim mun meira. Heiðrún og
eiginmaðuyr hennar, Eggert 0.
Guðmundsson, sem látinn er fyrir
mörgum árum, áttu það sameigin-
legt að laða að sér fólk. Þau voru
bæði létt í lund, sérlega þægileg í
viðmóti og gestrisin í meira lagi,
enda var gestagangur alla tíð mik-
ill á heimili þeirra.
Oft kom það fyrir, vegna náms
og vinnu minnar, að helgarfrí voru
í lengra lagi og var þá alltaf efni
tilhlökkunar að skreppa í Garðinn
og varð sú ferð áður en varði einn
af föstum punktum í tilverunni. Ég
minnist þess, að við Heiðrún höfð-
um oft verkaskipti við þessi tæki-
færi, þannig að hún tók til við að
sauma á mig, allt frá hversdagsflík-
um upp í sparikjóla, en ég tók til
við húsverkin. Saumaskapur, sem
og flest annað sem Heiðrún fékkst
við, lék í höndum hennar og má
segja að hún hafi klætt mig á þenn-
an hátt öll námsárin og jafnvel enn
lengur. Síðar, er kom að giftingu
minni, var Heiðrún að sjálfsögðu
fengin til að sauma brúðarkjólinn.
Við þröngan húsakost í Garðin-
um, en mikla umhyggju, ólu þau
hjón upp þrjú mannvænleg börn,
Guðlaugu Helgu, Fríði og Helga
Má. Eftir að þau hjón fluttu í
Garðabæ fyrir þrjátíu árum bættist
þeim ijórða barnið, Björgvin Örn.
Þrátt fyrir nokkurn aldursmun hef-
ur alltaf verið eins konar systkina-
samband milli okkar af yngri kyn-
slóðinni og er ég mjög þakklát fyr-
ir það. Þau elstu af börnum Heið-
rúnar og Eggerts hafa eignast sína
fjölskyldu, en Björgvin Örn býr enn
í foreldragarði.
Þegar fjölskylda mín flutti í
Garðabæ varð samband okkar enn
nánara og segja má að það hafi
sífellt verið að færast meira í átt
til sannrar vináttu. Slíkt verður
aldrei fullþakkað.
Veikindi Heiðrúnar voru ekki
langvinn og óraði engan sem tii
þekkti að svo hratt mundi draga
af henni sem raun varð á. Svo lif-
andi sem hún var alla tíð er erfitt
að sætta sig við að hún skuli ekki
lengur vera hér á meðal okkar, en
góðar minningar um hana munu
lifa lengi. Söknuður við fráfall Heið-
rúnar er mikill, en það er víst að
himnaríki er betri bústaður eftir en
áður.
Elsku Gullý, Fríður, Helgi Már
og Böggi. Við Finnur og fjölskyldur
okkar vottum ykkur öllum innilega
samúð og biðjum ykkur Guðs bless-
unar.
Þórunn.
Kveðja frá Kvenfélagi
Garðabæjar.
í dag kveðjum við kæra kvenfé-
lagskonu, Heiðrúnu Magnúsdóttur.
Hún hafði átt við vanheilsu að stríða
undanfarna mánuði. Við minnumst
með gleði síðasta fundar félagsins
í maí sl. Okkur virtist þá, jafn glæsi-
leg og hún var, að hún væri á bata-
vegi. En heilsu hennar hrakaði
snögglega og lést hún á Landspítal-
anum 7. júní sl.
Heiðrún gekk í Kvenfélag Garða-
bæjar árið 1965. Hún var virkur
félagi og gegndi ýmsum trúnaðar-
störfum, sat í varastjórn félagsins
og ýmsum nefndum. Eftir lát eigin-
manns hennar, Eggerts Guðmunds-
sonar, árið 1985, tók hún við starfi
rekstrarstjóra samkomuhússins
Garðaholts, sem kvenfélagið rekur
og gegndi hún því starfi þar til sl.
haust er hún veiktist. Þó að hún
gæti ekki séð um daglegan rekstur
hússins sl. vetur fylgdist hún með
og var ætíð tilbúin að gefa góð
ráð. Hún rækti þetta starf af ein-
stakri prýði og átti gott samstarf
bæði við viðskiptavini og samstarfs-
fólk. Starfið á Garðaholti var þó
ekki hennar aðalstarf. Hún var
matráðskona í Garðaskóla sl. 23
ár. Vinnudagurinn var því oft lang-
ur hjá Heiðrúnu. En hún var glað-
lynd og naut þess að vera með
góðu fólki.
Að leiðarlokum er okkur efst í
huga þakklæti fyrir langt og gott
samstarf. Börnum hennar og fjöl-
skyldum þeirra vottum við innilega
samúð okkar.
Blessuð veri minning Heiðrúnar
Magnúsdóttur.
Fædd 27. júní 1909
Dáin 8. júní 1993
í dag kveðjum við elsku ömmu.
Með nokkrum orðum langar okkur
til að minnast hennar og þakka
fyrir þær stundir sem við áttum
saman.
Amma var fædd á Furubrekku í
Staðarsveit, en ólst upp í foreldra-
húsum á Þorgeirsfelli og á Hellis-
sandi. Eftir fermingu fluttist hún
til Reykjavíkur með foreldrum sín-
um. Þeir voru Þorkell Guðbrandsson
og Theodóra Kristjánsdóttir. Eftir-
lifandi systkini ömmu eru Guð-
brandur Þorkelsson, fyrrverandi
lögregluvarðstjóri, kvæntur Frið-
riku Jóhannesdóttur, og Ragnheið-
ur Hulda, hjúkrunarfræðingur, gift
Gunnari Steingrímssyni, loftskeyta-
manni.
Amma gekk í hjónaband með
Jóhannesi Zoéga Magnússyni,
prentsmiðjustjóra Alþýðuprent-
smiðjunnar 22. október 1932 (d.
13. janúar 1957). Þau eignuðust tvö
börn, Þorkel, f. 23. mars 1934, full-
trúa hjá Flugleiðum, kvæntan Veru
Tómasdóttur og eiga þau tvö börn,
Tómas og Önnu; og Jóhönnu, f. 4.
maí 1940, hjúkrunarfræðing, gifta
Ólafi Thorlacius, deildarstjóra hjá
Sjómælingum íslands, og eiga þau
fjórar dætur, Margréti, Sigríði El-
ínu, Þórdísi og Theodóru. Barna-
barnabörnin eru orðin níu.
Amma var mikill dugnaðarforkur
meðan heilsa og aldur leyfðu. Hún
hafði yndi af handavinnu og eftir
hana liggja mörg listavel gerð
hannyrðaverk. Þá rifjast upp fyrir
okkur veislurnar sem hún hélt á
heimili sínu, Háteigsvegi 28, en sem
gestgjafi og veitandi naut hún sín
til fullnustu. Eftir að afi féll frá
vann amma sem símavörður á
Landspítalanum í mörg ár.
Þegar við lítum til baka rifjast
upp fyrir okkur ljúfar minningar
um elsku ömmu, ferðalögin sem við
systkinin fórum í ásamt henni og
foreldrum okkar. Þar fræddi hún
okkur um örnefni landsins sem hún
elskaði, enda fróð og vel lesin.
Nú þegar komið er að leiðarlok-
um þökkum við systkinin stöðuga
ást hennar og umhyggju fyrir okk-
ur og börnum okkar. Það er sagt
að enginn sem skilur eftir góðar
minningar sé að fullu dáinn, því að
góð orð og athafnir sem eftir lifa
skila sér áfram til komandi kyn-
slóða.
Amma var þakklát fyrir allt sem
fyrir hana var gert.
Viljum við þakka innilega fyrir
þá hjúkrun og umönnum sem hún
hlaut á Droplaugarstöðum meðan
hún dvaldist þar.
Við kveðjum ömmu Sigríði með
söknuði og þökkum fýrir allt og allt.
Hjartans kveðja.
Anna, Tómas og fjölskyldur.
Þann 8. júní lést að Droplaugar-
stöðum Sigríður Elín Þorkelsdóttir,
föðursystir mín, þá tæplega 84 ára
að aldri. Sigríður var fædd í Furu-
brekku í Staðarsveit 27. júní 1909.
Hún var elsta barn hjónanna
Guðnýjar Theodóru Kristjánsdóttur
sem var fædd í Straumíjarðartungu
í Miklaholtshreppi og Þorkels Guð-
brandssonar, fæddan í Búðum í
Staðarsveit. Þau voru bæði af
þekktum snæfellskum og breið-
firskum ættum. Systkini Sigríðar
eru Guðbrandur Ágúst, járnsmiður
og fyrrverandi lögregluvarðstjóri,
fæddur 13. janúar 1916, sem er
kvæntur Friðriku Jóhannesdóttur,
og Ragnheiður Hulda, hjúkrunar-
fræðingur, fædd 1. febrúar 1919,
sem er gift Gunnari Steingríms-
syni, loftskeytamanni.
Árið 1921 fluttist Sigríður með
foreldrum sínum úr Staðarsveit
vestur að Hellissandi. Þar gekk hún
í barnaskóla. Fjórum árum síðar
fluttust þau til Reykjavíkur. Á árun-
um 1926-1927 stundaði hún nám
við Kvennaskólann í Reykjavík.
Hafði hún hug á frekara námi en
efnin leyfðu það ekki á þeim tíma.
Faðir hennar vann í byggingarvinnu
og móðir að saumaskap í heimahús-
um. Þau bjuggu í vesturbænum og
var iðulega gestkvæmt á heimilinu.
Þangað leituðu sveitungar þeirra til
skrafs og ráðagerða og gistu gjarn-
an þó húsnæði væri ekki stórt.
Þegar hún var 21 árs gömul
kynntist hún verðandi manni sínum,
Jóhannesi Zoéga Magnússyni, sem
fæddur var 7. apríl 1907. Hann var
sonur Jóhönnu Zoéga, kaupkonu í
Reykjavík, og Magnúsar Magnús-
sonar, prentara. Sigríður og Jó-
hannes gengu í hjónaband tveimur
árum síðar, þann 22. október 1932.
Jóhannes var lærður prentari og
hafði starfað hjá Gutenberg. Hann
varð síðar prentsmiðjustjóri í Al-
þýðuprentsmiðjunni.
Fyrstu búskaparárin bjuggu þau
í vesturbænum, að Holtsgötu 31. Á
þeim tíma fæddist fyrra barn þeirra
hjóna, Þorkell, loftsiglingafræðing-
ur, fæddur 23. mars 1934, nú starf-
andi hjá Flugleiðum. Kona hans er
Vera Tómasdóttir Dundee, af
breskum ættum, starfsmaður Fé-
lagsmálastofnunar Garðabæjar.
Þeirra börn eru Tómas og Anna.
Barnabörn þeirra eru ijögur.
Síðar fluttust Sigríður og Jó-
hannes inn í Sogamýri, að Bústaða-
bletti, sem þá var í útjaðri Reykja-
víkur. Þar fæddist þeim síðara barn-
ið, Jóhanna, hjúkrunarfræðingur,
fædd 4. maí 1940. Hún er gift Olafi
Thorlacius, kortagerðarmanni.
Þeirra dætur eru Margrét, Sigríður
Elín, Þórdís og Theodóra. Eiga þau
fimm barnabörn.
Árið 1944 festu Sigríður og Jó-
hannes kaup á húsnæði við Háteigs-
veg 28 og ári síðar fluttist Guð-
brandur bróðir hennar í sama hús
með fjölskyldu sína svo og foreldrar
þeirra, þau Theodóra og Þorkell.
Þetta var því sannkallað fjölskyldu-
hús þriggja kynslóða og var sá sem
þetta ritar af yngstu kynslóðinni.
Heimili Sigríðar og Jóhannesar
bar vott smekkvísi og fágunar og
voru þar haldnar veglegar fjöl-
skylduveislur. Var þar bókakostur
góður og þau hjónin vel að sér um
bókmenningu. Var gott að geta leit-
að upp á loft til Siggu frænku, eins
og við bræðurnir kölluðum hana,
þegar lesefni þraut. Ekki var það
síðra þegar ilmur af nýbökuðum
vöfflum fyllti húsið, en Sigga
frænka bjó til heimsins bestu og
stærstu vöfflur með stóra, ferkant-
aða vöfflujárninu sínu, sem var
nánast eins og galdravél í augum
barnsins.
Þau hjónin höfðu yndi af ferða-
lögum, sem voru ósjaldan í tengsl-
um við laxveiðiferðir Jóhannesar,
en hann var mikill áhugamaður um
veiðiskap. Ferðirnar urðu þó færri
en efni stóðu til, þar sem Jóhannes
lést langt um aldur fram, aðeins
tæplega fimmtíu ára gamall. Höfðu
þau þá búið saman í hjónabandi í
aldarfjórðung og börnin 16 og 22
ára. Hefur fráfall Jóhannesar að
vonum verið mikið áfall, enda hafði
hann kennt sér meins í stuttan tíma.
Nokkru síðar fór Sigríður til
starfa í bókaverslun sem þá bar
heitið Bókhlaðan. Bækur sem og
hannyrðir áttu hug hennar mjög
Inga var listelsk kona og hafði
yndi af myndlist og góðum bók-
menntum, og voru það sameiginleg
áhugamál þeirra Sigurðar. Heimilið
bar ljósan vott um myndlistaráhuga
og smekkvísi þeirra hjóna. Þar var
gestkvæmt og var Inga meistari í
að veita gestum sínum, innlendum
jafnt sem erlendum, góðan beina
þótt fyrirvari væri oft skammur.
Auk heimilisstarfa gafst Ingu nokk-
og sá fróðleikur hennar um bækur
nýttist því vel við afgreiðslustörfin.
Á þessum árum komu dönsku Andr-
ésar andar-blöðin með Gullfossi frá
Kaupmannahöfn. Að loknum vinnu-
degi bar Sigga frænka gjarnan
Andrésar andar-blöð undir armin-
um og gaf okkur bræðrum. Svona
gekk þetta í mörg ár þannig að
blöðin fylltu margar möppur. Þær
hafa síðar glatt margan ungan
manninn á Háteigsveginum.
Síðustu starfsárin var Sigríður
símavörður á Landspítalanum og
vann það starf af mikilli kost-
gæfni. Er aldurinn færðist yfir flutti
hún sig um set á heimili aldraðra
á Droplaugarstöðum. Þar dvaldi
hún í góðu yfirlæti. Undir hið síð-
asta gætti heilsubrests og fékk hún
hægt andlát að morgni 8. júní, þá
tæplega 84 ára að aldri.
Vil ég og fjölskylda mín votta
börnum Sigríðar, börnum þeirra og
barnabörnum samúð okkar og virð-
ingu. Ég mun minnast Sigríðar sem
góðrar frænku er veitti mér, sem
ungum dreng, margvíslega gleði og
ánægju á uppvaxtarárum mínum.
Guð blessi minningu hennar.
Friðrik Kr. Guðbrandsson.
En minning þín er mjúk og hlý
og mun oss standa nærri.
Með hveiju vori hún vex á ný
og verður ávallt kærri.
Ef iífsins gáta á lausnir til,
þær ljóma bak við dauðans þil.
Og því er gröfin þeim í vil
sem þráðu útsýn stærri.
(M.Á.)
Kveðja frá langömmubömunum
Irisi, Emu, Þorkatli og Frey.
Nú er hún elsku amma ekki leng-
ur hjá okkur, hún er hjá Guði. Við
vitum að þar líður henni vel og trú-
um því að þetta sé það besta úr
því sem komið var. Hún amma var
orðin svo veik.
Við söknum elsku ömmu og
minnumst fyrri daga þegar amma
var hressari. Alltaf var opið hús
hjá henni, jafnt fyrir okkur sem
vini okkar. Amma tók þátt í gleði
okkar og sorg, fýlgdist spennt með
okkur vaxa úr grasi og komast til
manns. Hún tók alltaf á móti okkur
með sínu einstaka hlýja brosi, gaf
okkur að borða og drekka og bað
okkur nú að fara varlega í hveiju
sem við tókum okkur fyrir hendur.
Hún lagði mikinn metnað í það
að við lærðum og kæmumst áfram
í lífinu. Hún var stórtæk í öllum
sínum gjöfum og lagði þar ríka
áherslu á bækur, því að hún var
sjálf mikill bókaormur.
I dag erum við að kveðja hana
og eftir lifa góðar minningar.
Vertu bless, elsku amma Sigríð-
ur.
Margrét, Sigríður, Þórdís
og Theodóra.
urt tóm til að sinna öðrum hugðar-
efnum sínum og m.a. stundaði hún
nám í frönsku og sænsku við Há-
skóla íslands. Á fýrstu árum sínum
hér kenndi Inga frönsku en síðan
lengst af sænsku í málaskólum og
Námsflokkum Reykjavíkur og í
einkatímum. Einnig fékkst hún við
þýðingar úr íslensku á sænsku.
Það hljóta að hafa verið mikil
viðbrigði að flytja frá skógi vöxnum
héruðum Mið-Svíþjóðar til berang-
ursins á íslandi þar sem vindarnir
leika lausum hala. Og vissulega tók
nokkurn tíma að venjast þessu
umhverfi. En svo fór að Inga sakn-
aði Esjunnar jafnmikið þegar hún
dvaldi erlendis um stundarsakir og
hún hafði saknað skóganna þegar
hún flutti frá Svíþjóð.
Á kveðjustund rifjast upp margar
svipmyndir sem Inga brá upp á
samverustundum okkar. í huganum
sjáum við hana á fögrum sumar-
degi í Stokkhólmi, nýlega trúlofaða
Sigurði, þar sem hún bíður hans í
sólskininu. Og við sjáum hana einn-
ig fyrir okkur heima í stofunni í
Álfheimunum, leiftrandi af kímni
og frásagnargleði. Þannig munum
við minnast hennar.
Við vottum börnum hennar, Snjó-
laugu og Sven, tengdabörnum og
bamabörnum innilega samúð okk-
ar.
Elsa og Guðrún.
Minning
Inga Þórarinsson
Fædd 7. september 1918
Dáin 7. júní 1993
Kynni okkar og Ingu Þórarinsson
hófust fyrir sjö árum þegar verið
var að útbúa minnispening um
mann hennar, Sigurð Þórarinsson
jarðfræðing, en. alþjóðleg samtök á
sviði eldfjallafræði veita hann fyrir
framúrskarandi rannsóknir á þeim
vettvangi. Áður þekktum við Ingu
af afspurn sem konu Sigurðar og
vissum að þau hjón voru jafningjar
að andlegu atgervi og að þar giltu
engir venjulegir mælikvarðar. Jarð-
fræðafélag íslands sá um að láta
útbúa minnispeninginn og það kom
í okkar hlut að hafa samband við
Ingu, kynna henni framvindu máls-
ins og leita álits hennar á ýmsu sem
að því laut. Hún tók okkur jafnan
tveim höndum og leysti úr vanda
okkar eins og í hennar valdi stóð
en sló svo gjarnan á léttari strengi.
Þá var margt rætt og ýmsar hug-
myndir viðraðar og við komumst
fljótt að því að Inga hafði ákveðnar
skoðanir og lét þær tæpitungulaust
í ljós. En eftirminnilegast er þó
hvernig hún brá upp svipmyndum
úr lífi sínu og Sigurðar, með þeirri
kímni sem henni var eiginleg og á
svo lifandi hátt að stundum sátum
við með henni í sólskininu í Stokk-
hólmi, í fyrirlestrasal í erlendri borg
eða heima hjá þeim Sigurði í
Reykjavík, allt eftir því hvert hug-
urinn leitaði.
Inga Backlund Þórarinsson var
fædd 7. september 1918 í Stokk-
hólmi, dóttir Hertu, f. Bergström,
og Sven Backlund, blaðamanns
þar. Inga kynntist Sigurði Þórarins-
syni 5 Stokkhólmi þar sem hann
nam jarðfræði og landafræði. Hún
giftist Sigurði 13. október 1939,
þá nýorðin 21 árs og þar hófu þau
búskap sinn. Inga og Sigurður eign-
uðust tvö börn, Snjólaugu (f. 1943)
og Sven Þórarin (f. 1945), bæði
fædd í Stokkhólmi. Hún fluttist til
Islands með manni sínum að lokinni
heimsstyrjöldinni síðari og bjó hér
upp frá því, í tæpa hálfa öld. Sigurð-
ur lést 8. febrúar 1983. Inga var
Sigurði traustur lifsförunautur og
átti sinn þátt í að gera starf hans
að þeim afreksferli sem það var.