Morgunblaðið - 15.06.1993, Page 40

Morgunblaðið - 15.06.1993, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1993 Minning Guðlaug Sigurðar- dóttir — Minning Fædd 20. marz 1906 Dáin 7. júní 1993 Nú er hún amma Lauga farin, farin yfir móðuna miklu. Dauðinn er alltaf sár, en nú veit ég að ömmu líður vel og hún á það svo sannar- lega skilið. Það er mikill missir að missa ömmu, ömmur eru spes. Guðlaug Sigurðardóttir, eða amma Lauga, er mér afar minnis- stæð. Þessi lífsglaða kona sem varð amma komin vel á sjötugsaldur var alltaf ung í anda. Hún reyndist okkur bræðrum yndisleg amma og stórkostlegur vinur. Amma Lauga bjó lengi vel á Melhaga 10, á besta stað í bænum, eins og hún sagði sjálf. Melhagi 10 er mér mjög kær staður. Þangað var stutt að fara úr Melaskólanum og þangað var líka stutt að fara ofan af Asvalla- götunni, en þar bjó ég ásamt for- eldrum mínum og yngri bróður. Það var alltaf mikil spenna sem rikti þegar maður var á leið að heim- sækja ömmu Laugu. Hún átti nefni- lega til að stríða manni og vera með alls kyns hrekki, sem ég kunni svo vel að meta. Amma Lauga reyndi alltaf að gleðja mig sem allra mest. Kannski ekki skrýtið þar sem ég var hennar fyrsta bamabam. Það var sama hvað ég bað hana um að gera alltaf gerði hún það sem hún gat til þess að gleðja mig. Ef ég var við leik sem strákur, var amma ekki langt undan. Oftar en ekki voru ímynduð dýr með í þess- um leikjum mínum og var amma þá alveg tilvalin sem hundur eða ég tali nú ekki um sem hestur. Skellti hún sér þá niður á fjóra fætur og lét frá sér fara þessi líka fínu hljóð sem fylgdu þessum skepnum. Vá! Þvílíkur leikfélagi, betri gerðust þeir bara ekki. Amma Lauga var spilakona. Var ég ekki hár í loftinu þegar amma hafðj kennt mér flest þau spil sem finnast meðal spilafólks að ég tali nú ekki um spilagaldrana. Rosa- legt! Gátum við amma setið tímun- um saman við að spjalla og spila. Amma lagði hart að mér í spila- mennskunni og þurfti ég alltað að halda fullri einbeitingu við spila- borðið svo að amma „bankaði" ekki á mig. Þær eru ekki síður minnisstæðar næturnar sem ég fékk að gista hjá ömmu. Þær voru ófáar litlu Coca Cola-flöskurnar sem að maður renndi niður á einu svona kvöldi hjá ömmu. Amma fékk nefnilega sent heim Coca Cola reglulega og naut ég verulega góðs af. Fannst vinum mínum ég eiga bestu ömmu í heimi því hún átti alltaf nóg til af gosi þegar við stoppuðum hjá ömmu eftir skóla og var óspör á það líka. Það er ein nótt sem ég gisti hjá ömmu Laugu sem er hvað minni- stæðust. Amma náði nefnilega að hrekkja mig svo rosalega að mér líður þetta kvöld seint úr minni. Ég hef ekki verið hár í loftinu kannski fimm, sex ára og hafði verið ömmu eitthvað erfiður um kvöldií. Amma hafði þá skotið því reglulega að þá um kvöldið að vonda, ljóta kerlingin myndi koma og taka mig. Þetta var nú meira ruglið í henni ömmu. Þar var engin svona kerling til, og allra síst á Melhaga 10. Þegar ég var svo rétt kominn undir sængina birtist þá þessi hrikalega ljóta keriing og seg- ist vera komin til að taka í mig. Hafði þá amma Lauga brugðið sér í gervi kerlingar og tekið út úr sér tennumar og smeygt sokkabuxun- um yfir höfuð sér. ímyndið ykkur hvernig hún leit út í augum óþekkt- arormsins. Þegar tárin vora farin að streyma niður kinnarnar kippti amma sokkabuxunum af höfði sér, stakk upp í sig tönnunum og skelli- hló að litla pjakk. Svona var amma. Síðustu ár ömmu hafa verið henni afskaplega erfið. Amma varð mikill sjúklingur og lít ég aðdáunar- augum á starfsfólk elli- og hjúkrun- arheimila sem annast svona sjúkl- inga allan sólarhringinn, allan árs- ins hring. Á þetta fólk miklar þakk- ir skildar fyrir sín störf. Enda þótt amma Lauga hafi ekki átt marga að, átti hún góða að. Fremst fer tengdadóttir hennar, móðir min, Sigrún Jörandsdóttir, sem alltaf gaf sér tima til að fara út á elliheimili og líta til hennar og færa henni kók og sígarettur. Þeir eru fáir sem sinnt hafa tengdaforeldri eins og móðir mín sinnti ömmu. Verður hennar þáttur seint metinn. Nú kveð ég ömmu í síðasta sinn. Nú veit ég að henni líður vel. Henn- ar þjáning er liðin. Við vitum að dauðinn ber að dyram hjá okkur öllum. Hvenær? Það vitum við ekki, en nýtt líf tekur við. Amma Lauga upplifði það að verða langamma fyrir um fjóram mánuðum er dóttir mín, Sigrún María, fæddist. Verða þær margar sögurnar sem ég get sagt henni af langömmu hennar. Eg kveð þig, elsku amma mín, um leið og ég þakka þér fyrir allar yndislegu samverustundirnar. Megi þú hvíla í friði. Jörundur Áki. Þegar fullorðin kona farin af kröftum kveður er það ekki efni sorgar, heldur miklu fremur efni þakklætis góðum guði að hafa leyst hana burt úr viðjum mikillar líkam- legrar fötlunar sem hrjáði hana síð- ustu árin. Kveðjustundin er samt alltaf tími saknaðar þess sem var. Með stuttu millibili era kvaddar tvær bestu vinkonur móður minnar, í síðustu viku var jarðsett Hanna Þórðarson og í dag er Lauga kvödd, en eitt það dýrmætasta sem ég erfði að móður minni látinni var vinátta og óbilandi tryggð þessara tveggja heiðurs- og merkiskvenna. Þessi arfur hefur verið mér dýrmætt veganesti. Guðlaug var fædd að Kjósastöð- um í Biskupstungum, dóttir hjón- anna Jóhönnu Eiríksdóttur og Sig- urðar Nielssonar, en þau fluttust til Reykjavíkur þegar Lauga var á öðra ári og bjó hún æ síðan þar. Sigurður faðir Laugu lést 1945 en Jóhanna varð 102 ára gömul og átti ávallt heimili með dóttur sinni sem hugsaði einstaklega vel um Móðir mín. LYDIA N. ÞORLÁKSSON, lést 13. þessa mánaðar. Stefán Niclas Stefánsson. Móðir mín, VIKTORÍA ÞORLEIFSDÓTTIR, Ljósvallagötu 16, lést í Landakotsspítala laugardaginn 12. júní. Fyrir hönd vandamanna, Hanna S. Georgsdóttir. Móðir okkar, + SIGRÚN JÓSEFSDÓTTIR frá Svarfhóli, Suðurdalahreppi, Dalasýslu, síðast til heimilis í Álfheimum 31, andaðist 12. júní sl. á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Dætur hinnar látnu. Minnismerki úr steini Steinn er kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki. Áralöng reynsla. Bs S. HELGAS0N HF ISTEINSMIÐJA + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, BJÖRG JÓNSDÓTTIR, Grundarhóli 1, Bolungarvfk, lést í Fjórðungssjúkrahúsi (safjarðar sunnudaginn 13. júní. Börn, tengdabörn og barnabörn. + Móðir okkar og tengdamóðir, RANNVEIG HALLDÓRSDÓTTIR frá Bæjum, Hlff 1, ísafirði, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði 12. júní. Fyrir hönd aðstandenda, Halldór Margeirsson, Oddný Njálsdóttir, Rannveig Margeirsdóttir, Sæbjörn Guðfinnsson. + Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, KJARTAN ÞÓRÓLFSSON vaktformaður hjá S.V.R., Ásgarði 73, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 16. júní kl. 15.00. Stella Guðnadóttir, Rósa Kjartansdóttir, Jón Karlsson, Vigdfs Kjartansdóttir, Hreinn Gíslason, Guðni Kjartansson, Valka Jónsdóttir, Kjartan Kjartansson, Guðfinna Sveinbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. HELLUHRAUNI 14-220 HAFNARFIRÐI ■ SlMI 652707 hana. Jóhanna var eftirminnileg kona fyrir margra hluta sakir. Á heimili þeirra mæðgna ólst upp frá 8 ára aldri Sigurður Ingibergs- son, systursonur Laugu. Þótt móðir Laugu annaðist drenginn að mestu leyti var afar sterkt samband á milli hennar og Sigurðar og hans fjölskyldu og leit hún ávallt á hann sem sinn annan son. Árið 1947 eignaðist hún son, Svein Áka Lúð- víksson. Við fæðingu hans urðu mestu umskipti í lífl hennar. Þótt erfitt væri að vera einstæð móðir á þeim dögum var erfiðið margfalt þess virði, lífið hafði öðlast nýjan tilgang. Faðir Sveins er Louis Mars- hall, lögfræðingur í Texas. Þeir feðgar hafa haft á síðastliðnum áram gott samband þó að langur vegur skilji á milli. Sveinn er fram- kvæmdastjóri hjá Tæknivali hf., kvæntur Sigrúnu Jörundsdóttur, en þau eiga synina Jörund Áka og Svein Áka. Þegar ég horfi til baka og minn- ist minnar gömlu vinkonu, þá verð- ur mér minnisstæðast hversu hress og kát hún ávallt var. í mannfagn- aði var hún hrókur alls fagnaðar og átti létt með að koma fólki til að hlæja. Það má segja að hún hafi verið selskapsdama. Lauga var kjarnorkukona og vílaði ekki fyrir sér hlutina meðan heilsa entistv í áratugi vann hún í Landsbanka ís- lands og hafði símavörslu að aðal- starfi, hún aflaði sér mikilla vin- sælda í því starfi bæði meðal starfs- fólks og viðskiptavina, enda þótti henni afar vænt um vinnustað sinn. Ég kveð vinkonu mína með þakk- læti fyrir langa samferð og sendi ástvinum hennar mínar innilegustu samúðarkveðjur. Rannveig Böðvarsson. Það var í ársbyijun 1967, að ég hafði kynnst ungum og álitlegum manni. Móðir mín og kunningja- kona hennar fóra að spyrja mig um hann, hvað hann héti, herra manna o.s.frv. Ég sagði að hann héti Sveinn og ætti heima í Vesturbæn- um. Nú þetta hlýtur að vera hann Sveinn Áki sonur hennar Laugu vinkonu sagði kunningjakonan og mikið rétt, hann var sonur Laugu vinkonu. Ég átti síðar eftir að heyra þetta oft, Lauga vinkona, því að fáar konur veit ég jafn vinmargar og hún var. Það fór svo að ég varð tengda- dóttir hennar árið 1969 og er ekki ósennilegt að henni hafi fundist erfitt að eftirláta mér einkabarnið og sólargeislann, soninn Svein Áka Lúðvíksson. Við gáfum henni tvö ömmudrengi, Jörund Áka, f. 1971, og Svein Áka, f. 1976, og voru þeir í miklu uppáhaldi hjá henni. Naut hún þess að vera samvistum við þá meðan heilsa leyfði. Hún sagði allt- af að það hafi verið hennar gæfa í lífínu að eignast soninn. Guðlaug var orðin okkuð fullorðin þegar ég ERFIDRYKKJUR uuwnaiiuöuiöui iu 108 Reykjavík. Sfmi 31099 Opið öll kvöfd til kl. 22,« einnig um helgar. Skreytingar vlð öll tilefni. Gjafavörur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.