Morgunblaðið - 15.06.1993, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 15.06.1993, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1993 47 I I I I I I I I R I B FEILSPOR ONE FALSE MOVE ★ ★★★ EMPIRE ★ ★ *MBL. ★★★✓*DV Vegna góðraraðsóknarog frábærra dóma sýnum við þessa mögnuðu mynd í A-sal þessa helgi. Einstök saka- málamynd, sem hvarvetna hefur fengið dúnduraðsókn. Sýnd kl. 5, 7, 9og 11 í A-sal. Bönnuð innan 16 ára. Lögmál götunnar Mynd, sem fjallar um eitur- lyfjasölu. Myndinni leikstýrir einn fremsti leikstjóri Frakka í dag, Bertrand Tavernier. ★ ★/* MBL. Sýnd kl. 5 og 9 í B-sai. Bönnuð börnum innan 12 ára. STJÚP- BÖRN Stórkostleg gamanmynd um ruglað fjölskyldulíf. Sýnd kl. 7 og 9 og 11 í C-sal. NEMÓ LITLI ★ ★★ Al Mbl. Teiknimynd með íslensku tali og söng. Sýnd kl. 5 í C-sal. Miðaverð kr. 350. Dansskóli Jóns Péturs og Köru íslenskir dansarar gera það gott í Blackpool VAXANDI uppgangur dansíþróttarinnar hér á landi sést best á góðu gengi íslenskra dansara á er- lendri grund. Því til marks má minna á góðan árangur íslensku fulltrúanna í dans- keppni í Blackpool í Eng- landi í vor. Keppnin var raunar tvískipt, keppni 6-15 ára og 16 ára og eldri og fór sú fyrri fram 12.-17. apríl og sú síðari 28. maí til 6. júní. Dansskóli Jóns Péturs og Köru sendi pör til Blackpool bæði í apríl og maí. Kara seg- ir að þó ekkert þeirra hafi komist á verðlaunapall hafi gengi þeirra engu að síður verið mjög gott ef miðað sé við óhemju fjölda þátttak- enda. Sömuleiðis hafi þátttak- an sjálf verið mikil upplifun fyrir dansarana, ekki síst þá yngri sem hafí margir hverjir eignast góða vini og kunn- ingja frá öðrum löndum í Blackpool. Yngri dansarar Þijú pör frá dansskólanum tóku þátt í keppni yngri dans- ara og skiptist hún í keppni 6-11 ára, 12-15 ára og 12 og 13 ára. Eitt par keppti í yngsta flokknum. Það voru þau Andri Stefánsson og Ásta Lára Jónsdóttir og kepptu þau um að komast í 12 para úrslit í vínarvalsi, quickstepp, Cha, cha, cha og Standarddönsum. Samtals voru 60-70 pör í þeirri keppni. Tvö pör voru í eldri flokkn- um og kepptu þau Birgir Öm Einarsson og Erla Sóley Ey- þórsdóttir um að komast í 24 para úrslit í vínarvalsi í hópi 144 para. Sigursteinn Stef- ánsson og Elísabet Sif Har- aldsdóttir kepptu svo um að komast í 12 para úrslit í samba og 24 para úrslit í lat- indönsum í hópi 150 para í báðum greinum. Þau voru líka í flokki 12 og 13 ára og kepptu þar um að komast í 6 para úrslit í 50 para hópi. Úti í sólinni FULLORÐNA fólkið úti í sólinni: (f.v.) Jón Pétur, Guð- mundur Ómar, Ingvar Þór, Ása, Arnbjörg, Anna María, Anna, Óskar Kristinn, Kara og Gunnar Már fremstur. A A uppleið YNGRI dansararnir í Blackpool (f.v.) Birgir Örn, Erla Sóley, Ásta Lára, Andri, Elísabet Sif og Sig- ursteinn. Fullorðnir Fullorðna fólkinu gekk líka vel og má þannig geta þess að af 380 pöram kepptu þau Ingvar Þór Geirsson og Anna Sigurðardóttir um að komast í 48 para úrslit í latindönsum áhugadansara og Óskar Kristinn Óskarsson og Ásta Einarsdóttir kepptu í 140 para hópi um að komast í 48 para úrslit og í 435 para hópi í að komast í 180 para úrslit. Guðmundur Ómar Haf- steinsson og Arnbjörg Vals- dóttir, og Gunnar Már Sverr- isson og Anna María Ragn- arsdótir tóku þátt í keppni 165 para, 21 árs og yngri, í latindönsum og kepptu um að komast í 48 para úrslit. Jón Pétur og Kara tóku svo sjálf þátt í keppni atvinnudansara og kepptu um að komast í 48 para úrslit í latin og stand- arddönsum bæði í flokki „Rísandi stjama" þar sem 12 bestu pör heims mega ekki keppa og í almennum flokki. Pör í hverjum flokki voru á bilinu 155 til 215. Meiri keppni Þegar komið var til Blackpool notuðu nokkur pör tækifærið og tóku þátt í fleiri keppnum. Sem dæmi má nefna að Jón Pétur og Kara komust í 12 para undanúrslit í 6 dönsum af 10 í „United Kingdom Open“ keppninni og Óskar Kristinn Óskarsson og Ásta Einarsdóttir urðu í 5. sæti í keppni undir yfirskrift- inni „Ungir meistarar" og í 1. sæti í annarri keppni fyrir yngri dansara. SÍMI: 19000 ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ Á ALLAR MYNDIR NEMA TVO ÝKTA 1 6.000 manns yfir helgina á TVEIR ÝKTIR I <t framhab „LOADED WEAPON 1“ FÓR BEINT Á TOPPINN í BANDARÍKJUNUM! Mynd, þar sem „Lethal Weapon“, „Basic Instinct11, „Silence of the Lambs“ og „Waynes World" eru teknar og hakkaðar í spað í ýktu gríni. „NAKED GUN“-MYNDIRNAR OG HOT SHOTS VORU EKKERT MIÐAÐ VIÐ ÞESSA! Aðalhlutverk: Emilio Estevez, Samuel L. Jackson, Kathy Ireland, Whoopie Goldberg, Tim Curry og F. Murray Abraham. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. SIÐLEYSI ★ ★ ★ y, MBL. ★ ★ ★ Pressan ★ ★ ★ Tíminn Aðalhlutv.: Jeremy Irons og Juliette Binoche. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. B.i. 12 ára. FERÐIN TIL VEGAS ★ ★★ MBL. Frábær gamanmynd með Nicolas Cage og James Caan. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. GOÐSÖGNIN Spennandi hrollvekja af bestu gerð. Mynd sem fór beint á toppinn í Englandi. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Stranglega bönnuð innan 16 ára. METAÐSÓKNARMYNDIN: ENGLASETRIÐ ★ ★★ Mbl. Sýnd kl. 11.05. LOFTSKEYTA- MAÐURINN Meiriháttar gamanmynd sem kosin var vinsælasta myndin á Norrænu kvikmyndahátið- inni ’93 (Reykjavík. ★ ★★GE-DV ★ ★★Mbl. Sýnd kl. 5,7 og 9. ATH.: Þriðjudagstilboð á indverska veitingast. (við hliðina á Regnboganum). Aðeins 1.140 kr. Innifalinn bíómiði íþriðjudagstilboði. Sr. Olafur Jens Sigfurðsson settur sóknarprestur í Þingeyrarprestakalli Þingeyri PRÓFASTUR ísafjarðar- prófastsdæmis, sr. Baldur Vilhelmsson í Vatnsfirði, setti sunnudaginn 16. maí sl. sr. Ólaf Jens Sigurðsson inn í embætti sóknarprests í Þingeyrarprestakalli við guðsþjónustu í Þingeyrar- kirkju. Sr. Ólafur var áður fanga- prestur þjóðkirkjunnar og kom til starfa á Þingeyri sl. vetur en innsetning hans í embætti gat ekki farið fram fyrr en nú sökum samgöngu- erfiðleika. - Helga. Sr. Baldur Vilhelms- son og sr. Ólafur Jens Sigurðsson við Þing- eyrarkirkju. Morgunblaðið/Helga Halldórsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.